Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 1
2005  FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR BLAÐ D B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÓLAFUR STÍGSSON ÚR LEIK HJÁ FYLKI / D4 REAL Madrid sigraði í „sjö mínútna“ leikn- um í spænsku knattspyrnunni í kvöld en leik- ið var gegn Real Sociedad. Leiknum var frestað vegna sprengjuhótunar á Bernabeu- leikvanginum í Madríd 12. desember en þá var staðan 1:1 og 7 mínútur eftir af leiknum. Í gærkvöld léku heimamenn af miklum krafti frá upphafi enda vitað að leikmenn myndu hafa þrek til þess að gefa allt sem þeir áttu þann tíma sem eftir lifði. Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tryggði Real Madrid sigur með marki úr vítaspyrnu er 1 mínúta lifði af leiknum en brotið var á Bras- ilíumanninum Ronaldo. Þetta var fyrsti leikur Real Madrid undir stjórn Wanderley Luxemburgo sem nýverið tók við sem aðalþjálfari en þess má geta að alls mættu 72.000 áhorfendur á völlinn. Zidane tryggði Real sigur HÉR má sjá listann yfir landsleik- ina sautján í handknattleik, sem Svíar og Íslendingar hafa leikið á sænskri grund frá því að þjóðirnar léku þar fyrst í Lundi 1950 þar til í ár, keppnisstaðir og úrslit við- ureignanna – allt tapleikir: 1950 í Lundi..............................15:7 1959 í Borås............................29:16 1969 í Helsingborg................16:15 1977 í Halmstad.....................28:17 1977 í Ysrad ...........................20:14 1988 í Stokkhólmi..................23.20 1989 í Gautaborg...................25:24 1993 í Gautaborg...................21:16 1995 í Lindköping .................28:21 1998 í Eskilstuna ...................28:25 1999 í Gautaborg...................29:26 2000 í Solnar ..........................28:18 2000 í Lindköping .................30:24 2002 í Stokkhólmi..................33:22 2002 í Gautaborg...................31:26 2003 í Landskrona.................27:26 2005 í Borås............................29:28 Alltaf tap í Svíþjóð Við höfum í gegnum tíðina veriðað tala um „Svíagrýluna“ en í þessum leik fengum við nýja Grýlu sem við þurftum að glíma við og sú Grýla var norsk. En að mínu mati var það norska dómaraparið sem var erfiðasti mótherjinn en þeir félagar fóru al- veg á kostum í leiknum. Langt frá því að vera boðlegt og að mínu mati ætlaði annar dómari leiksins okkur ekki að sigra í þessum leik. Hann dæmdi eins og byrjandi frá upphafi til enda,“ sagði Viggó og var langt frá því að vera sáttur við dómaraparið. Roland frábær Um leikinn sagði Viggó að margt jákvætt mætti draga fram úr leiknum og þá sérstaklega í vörn og markvörslu en Roland Eradze stóð í markinu frá upphafi til enda og varði alls 19 skot. „Þeir komust lítt áleiðis gegn 3:3 vörn- inni okkar í fyrri hálfleik enda var staðan 15:11 okkur í hag. Svíarnir skoruðu megnið af sínum mörkum eftir hraðaupphlaup en lítið utan af velli. Ef ég ætti að nefna það sem við getum bætt enn frekar er það að við erum ekki nógu fljótir að hlaupa aftur í vörnina og þeir skora auðveld mörk í hröðum sóknum.“ Viggó lét Alexander Petersson leika í hægra horninu og var hann ánægður með nýliðana í leiknum, en Vilhjálmur Halldórsson fékk einnig eldskírn gegn Svíum. „Ég veit hins vegar að Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson geta gert mun betur en þeir sýndu í þessum leik. Báðir misnotuðu þeir 3–4 upplögð færi einn gegn markverði og Ólafur gerði einnigtæknileg mistök í sendingunum. En það er jákvætt að við eigum þá bara inni fyrir síð- ari leikinn í Skövde. Ég þarf ekki að segja þessum leikreyndu mönn- um að þeir voru slakir í þessum leik og þeir vita það vel sjálfir,“ sagði Viggó Sigurðsson. „Svíagrýlan“ sofnaði ekki á verðinum í gærkvöld í Borås en Íslendingar máttu þola tap á lokasekúndunni Norsk grýla var á sveimi FREDRIK Lindahl tryggði Svíum sigur er fimm sekúndur voru eftir í vináttulandsleik gegn Íslendingum í Borås í gær, en jafnt var á með liðunum er Svíar hófu síðustu sókn leiksins – lokatölur 29:28. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var samt sem áður ánægður með leik íslenska liðsins en taldi að í leiknum hefðu vandamál handknattleiksíþróttarinnar komið berlega í ljós. Ljósmynd/Berndt Wennebrink Alexander Petersson skoraði þrjú mörk úr hægra horninu í fyrsta landsleik sínum fyrir Ísland gegn Svíum í Borås í gær – og hér skorar hann eitt marka sinna. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson ÉG hef reynt að ná í Jaliesky Garcia undanfarna daga á Kúbu og án árangurs fram að þessu,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands í gær, en ís- lenski landsliðsmaðurinn hefur ekkert látið í sér heyra frá því hann fór til Kúbu frá Þýska- landi til þess að vera við útför föður síns sem lést á öðrum degi jóla. Einar sagði að Garcia hefði ekki leikið síðasta leik Göpp- ingen fyrir áramót og haldið rakleiðis til Kúbu án þess að láta Viggó Sigurðsson landsliðs- þjálfara vita af ferðum sínum, eða starfsfólk HSÍ. „Að sjálf- sögðu skiljum við að Garcia þurfi að sinna sínum málum vegna fráfalls föður síns en það sem okkur finnst verra er að hann hefur ekki látið einn né neinn vita af ferðum sínum frá því hann kom til Kúbu. Og hvort hann sé klár í slaginn á heims- meistaramótið í Túnis,“ sagði Einar í gær við Morgunblaðið. Einar hefur einnig reynt að ná tali af forráðamönnum Göpp- ingen en skrifstofa félagsins verður lokuð fram til 10. janúar en flest handknattleikslið í Þýskalandi hafa gefið starfsfólki sínu og leikmönnum frí fram að þeim tíma. Jaliesky Garcia hefur enn ekki látið vita af sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.