Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 6
    !  "# $# %    &#  ' (! '  !((# ) ) ) ) )  ) !") #) ) $) !) $)        ! % &' (  % )*  +  ( ,- MEIRIHLUTA ungs fólks á aldrin- um 18–20 ára hafa verið boðin fíkni- efni eða um 62% þeirra. Af þeim hafa um 72% karla verið boðin fíkniefni en um 52% kvenna. „Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Jóhanna Rósa Arnardóttir hjá rannsóknarfyrirtæk- inu Hugheimum, en hún er ein höf- unda nýlegrar rannsóknar, sem unn- in var fyrir ríkislögreglustjóra, og ber heitið „Viðhorf ungs fólks til for- varnarstarfs lögreglu og aðgengi þeirra að fíkniefnum“. Auk Jóhönnu vann Elísabet Karls- dóttir að gerð rannsóknarinnar og skýrslu, en þær segja rannsóknina vera þá fyrstu sinnar tegundar hér- lendis. Rannsóknin var gerð með símakönnun sl. haust og náði hún til 1.200 manna tilviljunarúrtaks ung- menna á aldrinum 18–20 ára, og var svarhlutfall 68,5%. Aðspurð segir Jóhanna að sig hafi ekki órað fyrir því hve háu hlutfalli ungmenna hefðu verið boðin fíkniefni hérlendis og það hefði komið henni einna helst á óvart. Hún segir að þrátt fyrir að 62% ungmenna hafi verið boðin fíkniefni hefðu mun færri, eða 13%, neytt fíkniefna á sl. 12 mánuðum. Þetta samsvari því að um 1.600 manns á aldrinum 18–20 ára hafi neytt fíkniefna og að um 7.500 manns á aldrinum 18–20 ára hafi verið boðin fíkniefni . Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaðamannafundi í húsa- kynnum ríkislögreglustjóra í gær og þar kom m.a. fram að langflestir þeirra sem hafði verið boðin fíkni- efni, eða um 57% þeirra, sögðust hafa fengið boðin í partíum. Um 31% hafði fengið slík boð á skemmtistað og um 29% í miðbænum. Um 9% sögðu sér hafa verið boðin fíkniefni í grunn- skóla, framhaldsskóla eða háskóla. „Ungu fólki sem er í skóla eru síð- ur boðin fíkniefni en ungu fólki sem ekki er í skóla,“ segir Jóhanna. Hún segir niðurstöðurnar því benda til þess að skólaganga hafi forvarnar- gildi. Hún segir menntuðum konum, sem ekki neyta fíkniefna, síður boðin fíkniefni heldur en menntuðum körl- um, sem ekki neyti fíkniefna, eða 63% karla á móti 42% kvenna. Guð- mundur Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn segir það hafa komið sér á óvart hve lágt hlutfall aðspurðra sagði að sér hefðu verið boðin fíkni- efni í skóla. „Ég hélt að það hlutfall væri hærra,“ segir Guðmundur en hann bendir á að það sé mikilvægt að fá sjónarhorn unglinganna sjálfra, slíkt hjálpi mikið til við alla forvarn- arvinnu. Meirihluti hefur fengið fræðslu Þegar litið er til viðhorfs ungs fólks gagnvart forvarnarfræðslu lög- reglunnar segjast 77% vera annað- hvort mjög ánægð eða frekar ánægð með þá fræðslu sem þau fengu. Alls kváðust 87% ungmenna hafa fengið einhverskonar fræðslu hjá lögreglu. Segjast flestir muna annaðhvort eftir fræðslu tengdri umferðarmálum eða fíkniefnum. Ef litið er til viðhorfa til lögreglu almennt þá kváðust 65% að- spurðra vera annaðhvort mjög já- kvæð eða frekar jákvæð gagnvart lögreglunni. Að sögn Jóhönnu benda niðurstöð- urnar til þess að með því að fræða börn strax á unga aldri um lögreglu sé verið að byggja upp jákvætt við- horf til lögreglunnar almennt. Þann- ig megi sjá að þeir sem hafa jákvætt viðhorf til þeirrar fræðslu sem þeir hafi fengið hjá lögreglu séu einnig já- kvæðari gagnvart lögreglunni. Rannsóknin sem Hugheimar unnu fyrir ríkislögreglustjóra er hluti af stærri rannsókn sem ber heitið Hug- myndir ungs fólks um forvarnir. Jó- hanna segir þá rannsókn vera unna sjálfstætt af Hugheimum og segir hún að heildarniðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar í vor. Meirihluta ungs fólks hafa verið boðin fíkniefni Morgunblaðið/Júlíus Jóhanna Rósa Arnardóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á blaða- mannafundi hjá embætti ríkislögreglustjórans í gær. 6 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞOTA Air Atlanta flaug í fyrradag með hjálpargögn frá Dubai til Sri Lanka og gekk ferðin vel að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Avion Group, móð- urfélags Atlanta. Forráðamenn Atl- anta fengu Landsbanka Íslands, Eimskip og Olís í lið með sér til að deila kostnaði við ferðina sem nam um 6,5 milljónum króna. Flogið var á einni Boeing 747-200 fraktvéla félagsins sem er í verk- efnum fyrir Malasian Cargo og fengu forráðamenn Atlanta vélina lausa til að sinna þessu verkefni. Flogið var með 93 tonn af vörum, hreinlætisvörur, tjöld, dýnur og pallbíla frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Dubai til Colombo á Sri Lanka. Flugstjóri var Arngrímur Jó- hannsson, stofnandi Atlanta, og flugmaður sonur hans, Gunnar, og flugvélstjóri Daníel Snorrason. Arngrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að flugið hefði geng- ið vel og væri vélin komin aftur í verkefni hjá Malasian Cargo. Hann sagði hafa komið sér á óvart hversu lítil umsvif hafi verið á flugvellinum í Colombo. Það ætti sér þá skýringu að vörugeymslur við völlinn væru nánast að fyllast þar sem erfitt væri að koma hjálpargögnum áfram enda vegakerfið víða laskað. Arn- grímur segir sjaldgæft að áhafnir hjá Atlanta séu skipaðar Íslend- ingum eingöngu þar sem flugliðar félagsins eru nánast úr öllum heimshornum. Hjálpargögnunum komið um borð í þotu Atlanta í Dubai. Fluttu 93 tonn af gögnum til Sri Lanka „VIÐ áttum klukkutíma fund sem var afar ánægjulegur, það var mjög vinsamlegur tónn í viðræðum okk- ar,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í samtali við Morgun- blaðið í gær, eftir fund með Wu Bangguo, forseta kínverska þings- ins, en Halldór er í opinberri heim- sókn í Kína í boði þingforsetans og stendur hún til 18. janúar nk. Með þingforseta í för eru eig- inkona hans, Kristrún Eymunds- dóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson, fyrsti varaforseti, og Jóna Dóra Karlsdóttir kona hans, Jónína Bjartmarz, annar varaforseti, og Pétur Þór Sigurðsson eiginmaður hennar og Sólveig Pétursdóttir, þriðji varaforseti og formaður utan- ríkismálanefndar, ásamt Belindu Theriault forstöðumanni al- þjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Að sögn Halldórs lögðu þeir Wu á fundi sínum áherslu á vináttu þjóðanna og samstarf á ýmsum sviðum. „Við fórum yfir þau vax- andi viðskipti sem þjóðirnar hafa átt á undanförnum árum,“ segir Halldór og tekur fram að í því sam- hengi skipti Íslendinga miklu að loftferðasamningur hefur verið gerður milli landanna og Ísland verið opnað fyrir ferðamönnum frá Kína. Halldór segist á fundinum hafa látið í ljós ánægju sína yfir því að innflutningstollar í Kína á grá- lúðu hefðu verið lækkaðir um 5% nú um áramótin og lagt áherslu á að Íslendingar vildu fríversl- unarsamning við Kína sem myndi greiða fyrir viðskiptum milli land- anna. „Ég gerði grein fyrir því að við Íslendingar legðum áherslu á að nýta þær auðlindir sem við eigum og ræddi um hvalveiðar í sambandi. Jafnframt ræddum við um aukna samvinnu milli landanna á sviði orkumála og jarðfræði. Að lokum kom það upp í máli okkar Wu að það væri gagnlegt ef einstakar nefndir þinganna myndu hittast og hafa samband um mál sem okkur þætti miklu varða og jafnframt bauð ég þingforsetanum að koma og heimsækja okkur Íslendinga og lýsti hann áhuga sínum á því.“ Að sögn Halldórs átti íslenska sendinefndin í gær einnig afar ánægjulegan fund með Jia Qinglin, forseta pólitíska ráðgjafaþingsins, og fyrr í vikunni hitti nefndin vara- forseta þingsins, Wang Zhaoguo, en hann var á ferð á Íslandi sl. sum- ar. „Í stuttu máli sagt hefur þessi heimsókn tekist mjög vel. Við höf- um mætt hér miklum rausnarskap og góðum móttökum. Og okkur hef- ur verið sýndur mikill sómi hér í Peking.“ Halldór Blöndal forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kína Áhersla á vináttu þjóðanna og samstarf Ljósmynd/Eiður Guðnason Guðmundur Árni Stefánsson, Halldór Blöndal þingforseti, Jónína Bjartmarz, Wu Bangguo, forseti kínverska þingsins, Sólveig Pétursdóttir og Jiang Enzhu, formaður utanríkismálanefndar kínverska þingsins. ♦♦♦ Sýknudómi yfir endurskoð- anda áfrýjað RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað sýknudómi yfir fyrrum endurskoð- anda Tryggingasjóðs lækna. Aðal- krafa ríkissaksóknara er að dóm- urinn verði ómerktur og málið sent heim í hérað til dómsálagningar að nýju. Ríkislögreglustjóri ákærði end- urskoðandann fyrir að hafa van- rækt skyldur sínar sem endurskoð- andi Tryggingasjóðs lækna á árunum 1993–2001 en á tímabilinu tókst framkvæmdastjóra sjóðsins að draga sér um 75 milljónir úr sjóðnum án þess að endurskoðand- inn yrði þess var. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann af ákær- unni í lok nóvember. Aukin flugum- ferð við Ísland FLUGUMFERÐ um íslenska flug- stjórnarsvæðið jókst um 7,6% í fyrra frá árinu á undan. Á síðasta ári fóru 84.616 flugvélar um svæð- ið, en árið 2003 fóru um það 78.642 vélar. Enn hefur umferðin þó ekki náð því hámarki sem hún náði árið 2000, þegar rúmlega 92 þúsund flugvélar fóru um flugstjórnar- svæðið. Flugumferð dróst verulega saman eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.