Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 33 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AF ÞVÍ við átum yfir okkur af ógeðslega feitum og óhollum mat um jólin og vorum svo svínsleg að bæta á okkur meiri tólg en skrokkurinn þolir, þá erum við nú öll sem eitt að drepast úr samviskubiti. En örvænt- ið ekki. Það dugar okkur nú ekkert minna en „nýi samviskubitinn“ sem Myllan er að markaðssetja. Þetta er nýja „hit-ið“. Meira að segja einn helsti talsmaður hollustu og heilbrigðis hefur séð ljósið og leggur nafn sitt við þetta í heilsíðuauglýsingum. Ágústa Johnson segir okkur þar að það sé „minna mál“ að borða „nýja samviskubitann“ sem er nýj- asta sætabrauðið frá Myllunni. Mér fannst þetta svo yndislegt að ég varð að segja öllum frá þessu. Bara með því að borða meira sæta- brauð fæ ég góða samvisku, minna mittismál, hollari bita, engan sykur en gómsætt, einstaklega lágt fitu- innihald, ekkert samviskubit yfir nartinu og fleira í þeim dúr. Sem sagt, yndisleg vara. Obbobbobb! Málið er bara að þetta hljómar svo ótrúlega að ég, sem er alltaf svo þjakaður af fæðusamvisku, fór að lesa næringargildið á pökkunum og ég held ég hafi bara bætt á mig hálfu kílói á staðnum! Orkugildið (í 100 g) er meira en í Goða-kindabjúgum! Þetta er þriðjungi meira sé miðað við 442 Kkal í „Classic 3ja korna“ og 324 Kkal í bjúgunum. Svo eru SS- pylsur með 279 Kkal, sem er þá enn minna „Minna mál“. Þetta er kannski ósanngjarn sam- anburður, réttara væri að miða við annað sætabrauð, til dæmis jóla- köku, en næringartöflur segja jóla- köku gefa 381 Kkal sem gerir hana líka að minna máli en „Minna mál“, sætabrauð Ágústu. Sum sé, enn betra „… samviskubiti án alls sam- viskubits“. Meira að segja fitan í jólakökunni er 13,8g í 100 g en takið nú eftir, fit- an er 17,5–20g í „Minna máli“. Hvort fitan í fræjunum er hollari eða ekki fer eftir því hvort hana skortir í fæðið okkar. Miðað við al- menna ofneyslu á fitu hefur ekki verið sýnt fram á fræfituskort í manneldiskönnunum, enda er verið að auglýsa minna ummál eða minni orkuneyslu er það ekki? Hvað sem líður nýjungum í mark- aðssetningu sætabrauðs ætla ég bara að halda áfram að borða fjöl- breyttan og hollan íslenskan mat eins og fisk, kjöt, kartöflur, brauð, stundum kleinur og jólakökur og líka garðávexti. Ég held að fæðusamviskan mín sé bara svona slæm þegar ég les aug- lýsingar um fitufrelsun. Lifið heil. ÓLAFUR SIGURÐSSON, matvælafræðingur. Feitt sætabrauð án samviskubits Frá Ólafi Sigurðssyni: EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor kom fram með lögskýringu í fréttum Stöðvar tvö sl. laugardag. Málið varð- ar þingskapalög og stuðning Íslands við innrásina í Írak. Lögskýring Ei- ríks hljómar furðulega, að minnsta kosti í eyrum leikmanns. Hún byggist á túlkun hans á orðinu „meiri háttar“, sem er að finna í 24. grein þing- skapalaga, en er ekki skilgreint nánar. Það er vandamálið að mati Eiríks. Í 24. grein segir: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Eiríkur metur það svo að ákvörðun um stuðning Íslands við ólöglega hernaðarinnrás í fullvalda ríki sé ekki „meiri háttar utanrík- ismál“. Svona til vara, þá hafi ráðherr- arnir hugsanlega uppfyllt lagaskyldu sína með því að ræða út og suður um Íraksmálið við nefndina. Ergo: Hall- dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson þurftu ekki að bera ákvörðun sína um stuðning Íslands við innrás í Írak und- ir utanríkismálanefnd eða gerðu það með óbeinum en fullnægjandi hætti. Ef ákvörðun um stuðning við ólög- lega hernaðarinnrás í fullvalda ríki er ekki „meiri háttar utanríkismál“, hvað getur þá talist meiri háttar í þeim efn- um? Lögskýring Eiríks er til þess fallin að hvítþvo Halldór og Davíð. En nú hefur forsætisráðherra orðið marg- saga í sambandi við hina umdeildu ákvörðun. Vandast þá málið því hvergi er í lögum að finna skilgreiningu á orð- inu „ósannindi“. HJÖRTUR HJARTARSON, Hringbraut 87, Reykjavík. „Meiri háttar“ – „ósannindi“ Frá Hirti Hjartarsyni: HINN 27. desember var fjallað ítarlega í Morgunblaðinu um grein í Læknablaðinu sem lýsti í hástemmdum orðum vísinda- starfsemi við Land- spítala – Háskóla- sjúkrahús (LSH). Þar segja mætir höfundar að vísindaframlag Ís- lendinga hafi tífaldast á nokkrum árum og að framlag LSH hafi vaxið hraðar en lands- framleiðsla. Athygl- isvert er mikið al- þjóðasamstarf. Vísindastörf vega þungt við stöðuveit- ingar og framgang einstaklinga í aka- demísku umhverfi. Mat á gildi vísinda- starfa hefur hér á landi löngum verið háð óáfrýjanlegum geðþóttaákvörðunum fámennra nefnda og ekki alltaf staðist tímans tönn. Höfundar segja frá gagnagrunninum Science Citation Index (SCI), þar sem skráðar eru tilvitnanir í vísindagreinar, og geta þess að tilvitnun sé almennt talin vísbending um gæði viðkomandi vísindagreinar. Þykir mér þessi staðhæfing lofsverð enda bent á mikilvægi þess, en svo skilur leiðir. Því er haldið fram að hugtakið „fyrsti höfundur“ sé að verða úrelt. Þessu myndu flestir (fyrstu höf- undar!) vera ósammála. Fyrsti höf- undur vísindagreinar hefur til þessa verið talinn eiga stærsta hlutinn í verkinu sé um marga að ræða. Greinarhöfundar halda því fram að vitnað hafi verið í þús- undum talið í skrif nokkurra lækna LSH, þetta má vefengja. Í gagnagrunninum SCI er gerð- ur skýr greinarmunur á fyrsta höf- undi greinar og meðhöfundum. Gagnagrunnurinn nær aftur til árs- ins 1945 og var lengst af gefinn út eingöngu í bókarformi og aðeins fyrsti höfundur tilgreindur. Í nokk- ur ár hefur SCI verið einnig í tölvuformi og er þannig aðgengi- legur á vefsíðu háskólans. Í nýjustu vísindagreinum má sjá alla höfunda að grein, en þó eru gerð skýr mörk á fyrsta höfundi og meðhöfundum. SCI er notaður af vísindatímaritum til að fylgjast með hversu oft er vitnað í greinar sem þau birta. Kallast það Impact factor (áhrifa- þáttur) og er talinn mælikvarði á vísindaáhrif tímaritanna. Í SCI má sjá að tilvitnanatíðni í einstakar vísindagreinar höfunda í sama virta ritrýnda tímaritinu er mjög misjöfn. Má af því marka að vísindavægi hinna ýmsu rannsókna er mjög mismunandi. Til dæmis hefur verið vitnað um 4.900 sinnum í vísindagreinar Sigurðar Helga- sonar stærðfræðiprófessors, þess íslensks vísindamanns sem mest hefur verið vitnað í, þar af um 1.540 sinnum í tvær greinar hans, en sumar aðeins einu sinni. Meta má langtímagildi vísindagreina. Ár- ið 2004 er t.d. enn vitnað 11 sinn- um í verk Björns Sigurðssonar læknis 45 árum eftir lát hans. Greinar annarra höfunda geta fjar- að út og horfið alveg af sviðinu. Í könnun á tilvitnanatíðni íslenskra lækna sem voru fyrstu höfundar að greinum fram til ársins 1998, höfðu aðeins 27,5% náð meira en 100 til- vitnunum og 4,5% meira en 500. Vissulega geta oft verið margir þátttakendur í hverju rannsókn- arverkefni en þá getur hlutur hvers og eins ekki verið stór, en höf- undaröðin táknar oftast hlutdeild hvers og eins. Einstaklingar geta orðið meðhöfundar vegna hugmyndafræði einnar sér þótt þeir eigi engan beinan þátt í vísindavinnunni og skrifum, eða með því að leggja til nokkra sjúklinga í alþjóðlega lyfjarannsókn. Vel þekkt er að yfirmenn krefjast oft birtingar nafns síns þó þeir eigi engan beinan þátt í vísindavinnunni. Gagnvart Impact factor getur vísinda- tímarit aðeins talið hverja tilvitnun í ein- stakar greinar sem það birtir einu sinni hvort sem höfundur er einn eða hundrað. Á Íslandi hefur það gerst að sumir vís- indamenn telja tilvitn- anir í allar greinar sem þeir eiga hlutdeild í sem sínar eigin, þó þeir séu aftarlega í stórum hópi höfunda. Er þá ekki gerður greinarmunur á því hvort viðkomandi er fyrsti eða jafnvel eini höfundur að grein eða einn af tugum til hundraða þátttakenda í rannsókn sem er stjórnað og skipu- lögð af alþjóðlegu lyfjafyrirtæki. Með þeirri aðferð getur hundrað höfunda grein orðið að 100 tilvitn- unum. Í þá gryfju falla greinarhöfundar og segja frá vísindamönnum með 5.000–6000 tilvitnanir þó viðkom- andi hafi aðeins 75–117 tilvitnanir sem fyrstu höfundar. Þetta er því mjög villandi túlkun á gagnagrunn- inum og vanvirðing við eldri vís- indamenn. Ég óska LSH og starfsmönnum alls hins besta í frekari vísinda- vinnu en fróðlegt væri að heyra meira um fyrstu höfunda að grein- um sem og frumkvæði og hlutdeild í alþjóðlegum lyfjarannsóknum. Hér fer á eftir tilvitnanatíðni þeirra 25 hæstu íslensku lækna skv. SCI sem eru fyrsti (eða eini) höfundur vísindagreina. LSH, Vísindi og tilvitnanir Science Citation Index Birgir Guðjónsson fjallar um tilvitnanir í verk íslenskra lækna Birgir Guðjónsson ’Fyrsti höf-undur vísinda- greinar hefur til þessa verið tal- inn eiga stærsta hlutinn í verkinu sé um marga að ræða. ‘ Höfundur er læknir, FACP, FRCP. Sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum og fv. Assistant Professor við Yale University School of Medicine. 2600 Bjarnason Ingvar 1857 Þorgeirsson Snorri 1763 Tryggvason Karl 1529 Sigurðsson Björn 1327 Stefánsson Kári 1244 Valdimarsson Helgi 1211 Einarson Lárus 1092 Sigurðsson Gunnar 779 Þorgeirsson Unnur P 751 Guðjónsson Birgir 730 Karlsson Jón Löve 712 Gíslason Þórarinn 702 Jóhannsson Guðmundur 686 Pétursson Hannes 620 Arnadóttir Margrét 616 Agnarsson Bjarni Agnar 616 Karlsson Stefán 603 Andersen Bogi 560 Dungal Níels 510 Tulinius Hrafn 496 Jóhannesson Þorkell 495 Stefánsson Einar 491 Þorbjarnarson Björn 462 Guðnadóttir Margrét 442 Björnsson Jóhannes ÉG VIL byrja á að þakka Þórði Erni Kristjánssyni fyrir hlýleg orð í bréfi hans til Morgunblaðsins mið- vikudaginn 26. janúar þar sem hann fagnar aukinni textun Sjónvarpsins á síðu 888 í textavarpinu. Einnig gerir Þórður nokkrar athugasemdir við textunina sem mig langar til að svara. Sem betur fer skilar íslenski text- inn sér oftast réttur á síðu 888. Við verðum þó að kannast við það sem Þórður Örn nefnir að orð, línur eða heilir textar eiga til að brenglast í móttökutækinu. Vandamálið tengist að hluta hinum fjölmörgu bók- stöfum sem aðeins eru notaðir í ís- lensku. Það tengist einnig móttöku á heimilum fólks og sjónvarpstæk- inu. Til þess að textinn skili sér vel þarf góð móttökuskilyrði um loftnet eða streng og rétt stafasett í sjón- varpstækinu en mörg eldri tæki eru með mismunandi stafasett og mót- tökubúnað. Við kaup á nýjum sjón- varpstækjum þarf kaupandi að full- vissa sig um að tækið geti birt íslenska bókstafi eðlilega í texta- varpinu og á síðu 888. Varðandi athugasemd Þórðar Arnar við textun á Spaugstofunni hinn 22. janúar síðastliðinn vil ég einfaldlega segja: Um var að ræða einstakt slys sem við biðjumst vel- virðingar á. Þórður Örn gerir að lokum at- hugasemd við textagerðina sjálfa, bæði það að texti manna sé styttur og slettur jafnvel leiðréttar. Við hjá Sjónvarpinu höfum sniðið okkar vinnureglur að því sem tíðkast hjá frændþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndum. Ævinlega er reynt að stytta textann og einfalda. Þetta er gert til að heyrnarskertir áhorf- endur eigi auðveldara með að lesa textann en njóta um leið mynd- arinnar. Í textum á 888 er alls ekki nein regla að þýða erlendar slettur – nema gera megi ráð fyrir að áhorfendur eigi erfitt með að skilja þær. Augljósar málvillur, röng beyging og þess háttar, er hins veg- ar lagfært því að slíkt lítur alltaf verr út í rituðu máli en talmáli. Hvað varðar þýðingartexta við er- lent efni skal bent á að talað mál í þeim er heldur ekki þýtt frá orði til orðs heldur er reynt að stytta og draga saman til þess að textinn geti fylgt talinu. ELLERT SIGURBJÖRNSSON, yfirþýðandi Sjónvarps. Athugasemdum um íslenskan texta á síðu 888 svarað Frá Ellerti Sigurbjörnssyni: Fréttasíminn 904 1100 Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar áwww.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.