Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 5
Mánudagur 8. nóvember 1954 MÁNUDAGSBLAÐIÐ McColí'f 9888 I GAMLA DAGA Nó er hausttízkan í algleym- íngi og flestar stúlkur huga að klæðum sínum. Myndirnar á þessari síðu sýna allt það nýjasta í þessum efnum, en frekari upplýsingar má fá Jijá Vogue við Skólavörðust. Margt, sérstakíega ungt fólk, heldur að það hafi verið dauft og leiðinlegt í gamla daga, eins og það er kallað. En ef þið lesið „Reykjavík um aldamótin“ eftir Benedikt Gröndal, þá komizt þið á aðra skoðun. Fólkið hefur þá, ekki síður en nú, verið afarfíkið í að skemmta sér og stofnað ótal félög fyrir áhugamál sín. Benedikt Gröndal telur upp þau félög sem hann man og veit um í kringum aldamótin og eru þau þessi: ThorvaMsensfélagið, í því eru tómar frúr og má enginn karlmaður vera í því nema fyrir einstaka náð. Súpuflagið styrkti þá sem voru „í súpunni". Þjóðvinafélagið gefur út „Andvara." og eitthvað ann- að, en annars veit enginn af því. Harpa, söngfélag, samsett af mestu söngmönnum og hljóðfæraleikurum. Bölvarafélagið, sem bölvaði öllu í sand og ösku. Vonin, eitthvert sjómanna- félag, sem dó af örvæntingu. Verzlunarmaimafélagið, á- litlegt féíag og enn í blóma. Sjúkrafélag, sem menn ekki vita hvort var samsett af tóm um sjúklingum eða þeim, sem ætluðu að hjúkra þeim. Haustullarfélagið, þar sem öll vorull var fyrirboðin. Skotfélagið, liklega á för- um: hefur líklega eytt öllum skotunum í kvenfólk. Liestrarfélagið, lifir á dönskum „rómönum“, selur allt og á svo ekkert. Iðunnarféllagið, sálaðist af þýðingum og smekkleysum. Hormafélagið, spilaði á ) McColt'* 9881 hrútshorn og sprakk, en af því fæddist — Lúðrafélagið, sem oft hef ur skemmt á Austurvelli og inni í húsum, svo að allt ætl- aði að rifna. Iðnaðarmannafélagið með sitt stóra hús og allskonar spilverk. Bræðraf élagið, þar sat eng- inn á sárs höfði. Stúdentafélagið, sem hefur tekið það fyrir að „mennta alþýðu". „BaIIetten“, þar var dans- að og soltið, dó úr hungri. Sundfélagið, þar mátti eng- inn verða vetur. Síldarfélagið, sem átti enga síldarvörpu. Söngfélagið, tómir nætur- galar. Ingólfur, stofnað með tóm- imi þýðingum. íþaka, bókafélag skóla- pilta, lifir einkum á bókiun frá Fiske. Garðyrkjufélagið, lifir á kálgraut. Húss- og bústjómarfélagið, nú myglað orðið. Bandamannafélagið, óvíst hvoi’t lifir á Bandamanna- sögu eða styttuböndum kvenna. Kstóiufélagið, lifði á brennivíni. Friðþjófur, þuldi Friðþjófs- sögu og dó. Skósmiðafélagið, vill út- rýma allri krít í heiminum, Prentarafé'lagið, frægt fyr- ir samsöng og skáldskap. Járnsmiðafélagið, eflir jám smíði og herzlu.. Blikksmíðafélagið, í því er enginn meðlimur. Glimufélagið, hefur stund- um gert dynki í leikhúsi Breið fjörðs. Dýravemdunarfélagið, sem enginn veit hvað gerir. Skautafélagið, sem ávalt fær regn og illviðri, þegar það ætlar út á Tjörnina. Kennarafélagið, svona til málamynda. Róðrafélagið, er nú stundað af nokkrum stúlkum; karl- mennimir gáfust upp. Kvenfélagið, eflir atorku kvenþjóðarinnar og alla póli- tík. Mímir, náttúrufélag skóla- pilta. Biblíufélagið, hefur nú í mörg ár verið að bisa við biblíuna. Fomleifafélagið, grefur í öskuhauga. Bókmenntafélagið, yrkir tun „stjarnnótt“ i „nátt- blævi“. Kaupfélagið, stofnað til að striða kaupmönnum. Abyrgðarfélag þilskipaeig- enda, borgar allar skútur, sem farast. tjtgerðarmannafélagið, lifir á tilberasmjöri (magarine). Náttúrufræðisfélagið, kaup ir fugla og er á flækingi. Framfarafélagíð, eflir allar framfarir, hverju nafni sem nefnist. Leikfélagið, sem lepur allt sem útlent er, en getur ekkert leikið innlent. Báran, sem leikur rammís- lenzk kraftstykki. Aldan, fæst við sjómennsku á landi. Bindindisfé'lagið, sem veit ekki að orðið „bindindi“ er kvenkyns. Góðtemplarafélagið, sem talar um Bakkus og brennivín. Og svo „last not Ieast“. Blaðamannafélagið. „Til- gangur félagsins er að styðja að heiðarleik og ráðvendni i blaðamennsku." Jesús minn (Eimmðin VI. ár. 3. hefti, 1900). McCatl's 9858 Krossgáta Mánudagsblaðsins i > Z ) i J to ■ /3. n It '1 Zo a*. 2) 21. 2} 2» iit :v 4f Zf 25 t 3 o 4 # SKÝRINGAK: t ■ ú ■ t .t .t. Lárétt: 1. Amerískur herforingi — 5. .Var kátur — 8« Skott (f.) — 9. Svif — 10. Taut — 11. Á litinn *— 12. Tuskan. — 14. Keyrðu — 15. Forsætisráðherra — 18. Upp- hafsstafir — 20. Skemmd >— 21. Tveir ósamstæðir — 22. Lykt — Kom snemma á þessu hausti — 26. FugMnn — 29. Viðarkubbar — 30. Á litinn. Lóðrétt: 1. Stjórnmálamaður — 2. Prestur í Asíu —* 3. Heilan — 4. Guð — 5. Þýðviðri — 6. Tveir ósamstæðir — 7. Skelfing — 9. í f jósi — 13. Líkamshluti — Mannabú- staður — 17. Hælast rnn — 19. Voi’u kátir — 23. Isl. jit- höfundur — 25. Nudd — 27. Skammstöfun. . Ráðning á krossgátu í síðasta blaði: i Lárétt: 1. Ámar — 5. Sól — 8. Sóar — 9. Níra —f 10. Pan — 12. Lélegu — 14. Man — 15. Unnur — 18. SÓ — 20. Gan — 21. Fá — 22. Ara — 24. Munað — 26. Qagm — 28. Meri—29. Annir — 30. For. j Lóðrétt: 1. Ástarsaga — 2. Sóru — 3. Naumu --- 4. Ar — 5. Sinar — 6. Or — 7. Las — 9. Námunum —j, 13. Ung 16; Nam — 17. Faðir — 19. Oran — 21. Faró —f 23. Agn -T 25. Nef - 27. Ní. j.T j

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.