Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Glæsilegar vörur úr marmara og granít Opnum á morgun sýningarsal í Síðumúla 13 og bjóðum nú allt að 50% afslátt næstu daga. Granítflísar frá 2.890m2 Síðumúla 13, S: 517-0077 www.granithusid.is tilboðsverð 25.750 Granítflísar frá 2.890 Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Tri-band 262.000 lita TFT 1.3 Megapixel myndavél Myndbandsupptaka með hljóði: Allt að 60 mínútur Email client 3GP og MPEG4 spilari 96MB innbyggt minni Þyngd: 99 grömm T9 með íslenskri orðabók ...og margt fleira. Stereo handfrjáls búnaður og auka hátalari fylgja *Nýjung - Einangrun á umhverfishljóðum Samsung SGH-D500 Svartur Benz! Opið: Mán - fös. 11-18 • Laugard. 12-16 • Síðumúla 31 • 108 RVK • Sími: 553 1020 Um helgina var í fyrstaskipti boðið upp á svæð-isbundinn matseðil áveitingastað hér á landi, í anda þess sem nefnt er „Slow Food“ í útlandinu. Það er Friðrik kokkur á veitingastaðnum Friðriki V á Ak- ureyri sem reið á vaðið og setti sam- an fimm rétta matseðil með eyfirsku hráefni, sem hann segist afar stoltur af; á seðlinum var bláskel, saltfiskur, nautakjöt, ostar og skyr. Friðrik er félagi í hreyfingunni Slow Food, en það eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1986 á Ítalíu. Í stuttu máli beitir Slow Food sér fyrir því að vernda bragðgæði gegn hraðvirkum framleiðsluaðferð- um og skyndibitamenningu; vill við- halda gömlum hefðum í matargerð og færa neytandann nær framleið- andanum, eins og Friðrik orðar það í samtali við Morgunblaðið. Vert er að geta þess að starfsemi umræddrar hreyfingar teygir sig nú til um það bil 100 landa. Friðrik segir Eyfirðinga geta ver- ið sérstaklega ánægða með þá mat- vöru sem framleidd er á svæðinu. Og hann dreymir um að svæðis- bundinn matur verði þar í öndvegi í framtíðinni. „Lambakjöt er ekki bara lambakjöt; lúða ekki bara lúða. Ef ég veit ekki hvaða hráefni ég er með höndunum get ég ekki vitað að það sé í hæsta gæðaflokki, þó að ein- hver segi mér að svo sé. Bændur leggja sig alla fram um að búa til toppvöru og framtíðardraumur minn er að geta, á veitingahúsi mínu, haft á matseðlinum lamba- hrygg frá Jóni bónda á einhverjum ákveðnum bæ. Jafnvel að vera með nafnið á kartöflubóndanum líka á seðlinum. Það þarf ekki að fara lengra en til Noregs til þess að sjá slíkt.“ Þegar Friðrik er spurður hvers vegna hann sé í „Slow food“- samtökunum og hvers vegna hann bryddi upp á þessum matseðli nú, svarar hann: „Það er líklega bara vegna þrjósku!“ En bætir svo við: „Ég hef upplifað svona staðbundna matseðla á skemmtilegan hátt erlendis, hef í talsverðan tíma hugsað um að bjóða upp á svona seðil og ákvað bara að kýla á það. Mér finnst líka allt of lítil umræða um það sem er að gerast í matreiðslu utan höf- uðborgarsvæðisins; þar er meiri sérhæfing en í borg- inni, meiri svæðismat- reiðsla.“ Úti á landi geri menn meira af því að afla hrá- efnis í næsta nágrenni en annars staðar. „Ég er ekki bara með íslenskan veit- ingastað heldur norð- lenskan. Við eigum að vera stolt af því sem hér er vel gert og hampa því,“ segir hann. Friðrik nefnir að hann hafi notið matar af svæðisbundnum matseðli í Asti á Ítalíu síðastliðið haust, en svæðið er m.a. frægt fyrir góða sveppi. En hvað er sérstakt við eyfirskt hráefni? Friðrik svarar því að eitt heilli hann framar öðru; blá- skelin. „Bláskelin úr Eyjafirði er mikil gæðavara. Ég hef sýnt hana fagmönnum frá miklum bláskelja- þjóðum, Belgíu, Noregi, Spáni og Ítalíu, og menn eiga hreinlega ekki orð yfir gæðin. Vöðvinn í skelinni hér er miklu stærri en þeir eiga að venjast.“ Bláskelin var sem sagt einn fimm rétta á helgarseðli Friðriks, en þar var einnig að finna sólþurrkaðan saltfisk frá Hauganesi. „Ektafiskur á Hauganesi er risi í framleiðslu gæðasaltfisks; fiskurinn þeirra er eins og Rolls Royce í bílaiðnaðinum enda fimmti ættliðurinn í sögu fyr- irtækisins sem er nú að vinna með afurðina, sem er línufiskur veiddur úti í fjarðarmynni, við Ólafsfjörð. Ég er stoltur af því að bjóða upp á slíka vöru.“ Nautgriparækt er líka mjög öflug í Eyjafirði, segir Friðrik, og vegna nýrrar tækni hjá Norðlenska er rekjanleiki vörunnar orðinn þannig að hann getur sagt gestum sínum af hvaða bæ kjötið á diskinum er og meira að segja af hvaða skepnu, hafi einhver áhuga á því. Mjólkurfram- leiðsla í firðinum er einnig til fyr- irmyndar, en hann segist samt sem áður sakna þess að geta ekki fengið ferskosta hérlendis, osta gerða úr ógerilsneyddri mjólk. „Bændur geta ekki framleitt eigin osta hér á landi, sem mér finnst slæmt eftir að hafa flakkað um Ítalíu og Spán þar sem maður getur labb- að inn á mjólkurbýli og keypt ost beint af bóndanum.“ Slíkir heimatilbúnir ost- ar eru miklu bragðmeiri en venjulegir og hver hefur sín sérkenni, seg- ir hann. Friðrik segist reyndar á þeirri skoðun að ekki sé ráðlegt að hver sem er fari að fikta við ostagerð en bændum sem áhuga hafi á því eigi endilega að leyfa það. Nautakjöt var í aðal- rétt, ostar þar á eftir „og svo enda ég að sjálfsögðu á skyri“. Það er eitt áhuga- mála Friðriks að „vita allt um hráefnið sem ég nota og ég veit að kúnninn hefur gaman af því. Upplýsingarnar eru ef til vill ekki sér- lega hagnýtar en þær eru skemmti- legar. Þegar ég ber skyrið fram get ég til dæmis sagt gestunum hvar að- albláberin sem fylgja með voru tínd, hvenær og af hvaða konu!“  MATARKISTAN | Friðrik V býður upp á svæðisbundinn matseðil enda stoltur af eyfirsku hráefni Og konan sem tíndi aðalblá- berin heitir … Morgunblaðið/Kristján Friðrik V. Karlsson, matreiðslumeistari á Friðriki V á Akureyri, með há- gæðabláskel, sem hann bauð upp á um síðustu helgi. 1 kg bláskel 1 x 330 ml Víking-bjór 3 dl sjór 1 stór gulrót, söxuð í teninga 1 laukur, saxaður í teninga 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 100 g smjör 1 bolli söxuð steinselja 1 sítróna Aðferð: Bláskelin er hreinsuð, smjörið er brætt í djúpum potti. Hvítlaukurinn, laukurinn og gulrótin eru brúnuð létt, þá er bláskelinni hellt út í pottinn og honum lokað. Látið krauma í smástund áður en bjórnum og sjónum er hellt út í og látið sjóða þar til bláskelin opnast vel, sítrónan er þá kreist yfir allt saman í pottinum og stein- seljunni sáldrað yfir. Berið fram strax með góðu brauði. Bláskel í eyfirskum sjó og bjór skapti@mbl.is Bláskel úr Eyjafirði, soðin í sjó og eyfirskum bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.