Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 19
ICELANDIC Iberica, dótturfélag SH á Spáni, hef- ur undirritað samning um kaup á fyrirtækinu Ecomsa S.A. í Malaga. Ecomsa var stofnað árið 1981 og var við kaupin að 80% hluta í eigu stofnanda fyrirtækisins, Luis García Parra, en auk þess áttu stjórnendur fyrir- tækisins 20% hlutafjár. Helstu stjórnendur fyrir- tækisins munu starfa áfram hjá sameinuðu félagi. Fyrir hlutafé Ecomsa, að teknu tilliti til handbærs fjár, greiðir Icelandic Iberica 4,1 milljón evra, um 320 milljónir króna, sem svarar til bókfærðs verðs eigin fjár. Ecomsa er framleiðslu- og sölufyrirtæki sem veltir rúmlega 21 milljón evra. Hjá fyrirtækinu starfa um sextíu manns. Helsti styrkur fyrirtæk- isins liggur í vinnslu og dreifingu á ýmsum skel- fisktegundum, smokkfiski, auk hvítfisks, að því er fram kemur í tilkynningu í Kauphöll Íslands í gær. Fyrirtækið er staðsett í borginni Málaga á Suð- ur-Spáni og er þar með vinnslu og dreifingu inn í veitingahús og verslanir. Auk þess á það dreifi- stöðvar við Costa del Sol og í Sevilla. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði mörg undanfarin ár. Haft er eftir Hjörleifi Ásgeirssyni, framkvæmda- stjóri Icelandic Iberica, í tilkynningunni að með kaupunum á Ecomsa styrki Icelandic Iberica stöðu sína á spænska markaðnum, en velta sameinaðs fyrirtækis mun nema um 90 milljónum evra á þessu ári. Með kaupunum tryggi Icelandic Iberica annars vegar aðgengi að mörkuðum og hins vegar aðgang að mikilvægum afurðaflokkum fyrir markaðina í Suður-Evrópu. Í Vegvísi Landsbanka Íslands í gær er bent á að áætluð velta SH samstæðunnar á þessu ári sé 75-80 milljarðar króna og því muni Ecomsa hefur lítil áhrif á heildarrekstur SH. Icelandic Iberica kaupir fram- leiðslu- og sölufyrirtæki á Spáni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Banki allra landsmanna 410 4000 | landsbanki.is Eyddu í sparnað og fermingargreiðslan vex jafnt og þétt í framtíðinni. Framtíðargrunnur Landsbankans er góður kostur til fermingargjafa. • Hæstu vextir sparireikninga Landsbankans • Bundinn til 18 ára • Verðtryggður Fermingargreiðsla sem vex iBook Þau fermingarbörn sem leggja ferm ingarpeningana inn á Fram tíðargrunn Landsbankanslendasjálfkrafaílukkupottiþarse mhæ gte ra ðv inn a gl æ si le ga 12 ” iB oo k fa rt öl vu eð a fj öl da af gl æ ný ju m iPo d S hu ffle mp3 spiluru m. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 77 98 03 /2 00 5 BURÐARÁS hefur eignast um 3,5% hlut í sænska tryggingafélag- inu Skandia. Miðað við gengi hlutabréfa Skandia á markaði svarar þessi hlutur til um 10 millj- arða íslenskra króna. Frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að KB banki hefði eignast 2,5% í Skandia. Samkvæmt upplýsingum frá Burðarási hóf félagið að festa kaup á hlutum í Skandia í byrjun janúar síðastliðins. Almennt séð er talið að sænskt efnahagslíf sé á nokk- urri uppleið og því sé það góður kostur að fjárfesta í öflugu félagi þar í landi. Engin barátta Í frétt á vefmiðli sænska blaðs- ins Dagens Industri í gær segir að Íslendingar séu farnir að keppast um Skandia. Er þar sagt að Björg- ólfur Thor Björgólfsson, stjórnar- formaður Burðaráss, hafi verið að festa kaup á hlutabréfum í félag- inu á undanförnum mánuðum, auk þess sem KB banki hafi nú jafn- framt fjárfest í því. Þess vegna stefni í slag þeirra í millum. Í breska blaðinu Financial Tim- es segir að með yfirtöku KB banka á Scandia, auk sterkar stöðu á sænska fjármálamarkaðnu, gæti KB banki boðið heildar fjármála- þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Burðarási er það ekki rétt að fé- lagið og KB banki séu að keppa um hlutabréf í Skandia. Frá sjón- arhóli Burðaráss sé einfaldlega um góðan fjárfestingarkost að ræða. Hefur DI eftir Friðriki Jóhanns- syni, forstjóra Burðaráss, að félag- ið tjái sig ekki um hvort það hygg- ist kaupa meira í Skandia eða selja hlut sinn. Þá hefur DI eftir Christer Vill- ard, hjá Kaupthing í Svíþjóð, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um frekari kaup á hlutum í Skandia, en það komi vel komi til greina. Burðarás með 3,5% hlut í Skandia UM 36% af heildarfjölda hlut- hafa í Íslandsbanka hafa ósk- að eftir að fá arð vegna ársins 2004 greiddan út í formi hlutabréfa í bankanum. Sam- þykkt var á aðalfundi Íslandsbanka í síðasta mánuði að hluthöfum yrði gefinn kost- ur á að fá allt að helmingi arðs síns greiddan með hlut- um í bankanum á verðinu 10,65 á hlut. Frestur til skrán- ingar rann út á miðnætti síð- astliðinn sunnudag. Í tilkynn- ingu frá Íslandsbanka kemur fram að samtals hafi 3.669 hluthafar í bankanum óskað eftir því að fá arð í félaginu greiddan út í formi nýrra eignarhluta. Heildarfjöldi hluthafa í Íslandsbanka á síð- astu áramótum var 10,276. Fram kemur í tilkynningunni að tæplega 135 milljón hlutir í bankanum verði greiddir út í formi arðs. Hlutafé Íslandsbanka verð- ur hækkað í samræmi við það og mun nema 13.134.816.315 hlutum. Liðlega þriðjungur vill hluta- bréf í arð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.