Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 44
Lifun 44 44 lifun Sæmundur Kristjánsson matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Á næstu grös- um þekkir það að elda fjölbreytta rétti og hátíðarmat úr grænmeti og öðru góðgæti. Grillað eggaldin með gremolada (saxaðri ítalskri steinselju og sítrónuberki) og seljurótarmauki 1 eggaldin 1/2 búnt ítölsk steinselja börkur af hálfri sítrónu 350 g sellerírót 70 g kartöflur Ólífuolía (jómfrúarolía) Salt og pipar Sellerírótin er skorin í grófa kubba ásamt kartöflunni, sett í pott með smá vatni og salti og soðið þar til meirt, þá tekið upp úr og maukað í matvinnsluvél. Smakkað til með salti, pipar og ólífuolíu. Eggaldin er skorið eftir endilöngu, um 1,5 cm þykkt. Það er penslað með olíu og kryddað með salti og pipar. Loks grillað eða steikt á pönnu. Steinselja og sítrónubörkur (ath. aðeins ysta lagið á sítrónunni er notað og það mjög þunnt) er saxað saman mjög fínt og þessu er stráð yfir eggaldinið eða diskinn ásamt ólífuolíu. Fyrir fjóra. Léttsteikt Kaliforníu-grænmeti 2 ferskir maísstönglar, kornin skafin af 50 g strengjabaunir, skornar smátt þversum 50 g snjóbaunir, skornar í strimla 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1/2 græn paprika, skorin í teninga 1/2 gul paprika, skorin í teninga 3 sellerístönglar, skornir smátt 1 búnt vorlaukur, skorinn smátt þversum 1/2 rauður chilíbelgur, fræhreinsaður og skorinn mjög smátt 1 1/2 cm engifer, skorið og saxað smátt 2 msk ristuð sesamolía Allt hráefnið er sett á wok-pönnu og steikt í nokkrar mínútur. Smakkað til með salti og pipar. Fyrir fjóra. Sæt kartöflusúpa með sítrónugrasi 1 msk grænmetisolía 1 laukur, fínt saxaður 5 hvítlauksrif, í sneiðum 3-4 sætar kartöflur, skornar í sneiðar 1 msk turmerik 1 msk kóríanderfræ, ristuð og möluð 2 lengjur sítrónugras, skorið eftir endilöngu 350 ml appelsínusafi 650 ml grænmetissoð 250 ml kókosmjólk Svartur pipar og salt Hitið olíu í stórum potti og setjið sítrónugrasið, laukinn og hvítlaukinn í og svitið í 5 mínútur eða þar til hann er orðin gylltur. Bætið saman við möluðum kóríander- fræjum, turmeriki, pipar og salti og svitið í smá stund. Þá appelsínusafa og sjóðið þangað til sætkartöfurnar eru orðnar mjúkar, sirka 10 mínútur. Setjið grænmetissoð og kókosmjólk og sjóðið í 10 mínútur eða jafnvel aðeins lengur. Takið pottinn af hellunni og maukið súpuna vel saman með töfrasprota eða setjið í matvinsluvél. Setjið súpuna aftur yfir til suðu og hrærið vel í 4-5 mínútur, smakkið hana til og berið hana fram með fínt skornu eða fínt söxuðu sítrónugrasi. Fyrir fjóra. Lj ó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.