Morgunblaðið - 07.04.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2005 C 3 AÐALSTEINN Eyjólfsson verður að öllum líkindum næsti þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik. Að- alsteinn snýr heim í sumar frá Þýskalandi þar sem hann hefur í vetur þjálfað kvennalið Weibern en á síðustu leiktíð gerði hann ÍBV að Íslandsmeisturum. FH-liðið er komið í sumarfrí – var slegið út af Val í 8-liða úrslitunum. Slavko Bambir stjórnaði liðinu á lokasprettinum en hann tók við þjálfun þess eftir að Sigurður Gunnarsson ákvað að hætta vegna anna í starfi. ,,Við erum í viðræðum við Aðalstein og vonumst til að gera samning við hann sem allra fyrst. Hug- myndin er að styrkja leikmannahópinn. Bróðurpart- urinn af leikmönnunum sem léku í vetur verður með áfram á næsta tímabili og við vinnum í því þessa dagana að efla hópinn,“ sagði Örn Magnússon í sam- tali við Morgunblaðið í gær en Örn tekur við for- mennsku í handknattleiksdeild FH af Sæmundi Stef- ánssyni innan tíðar. FH í viðræðum við Aðalstein KJARTAN Henry Finnbogason var aðeins fimm mín- útur að komast á blað í fyrsta leik sínum með vara- liði skosku meistaranna í knattspyrnu, Celtic. Kjart- an og Theódór Elmar Bjarnason, sem gengu til liðs við Celtic um áramótin, eru nýbyrjaðir að æfa með varaliðinu eftir gott gengi með unglingaliði félagsins. Kjartan var síðan í hópi varaliðsins í fyrsta skipti þegar það lék gegn Hearts í fyrrakvöld. Honum var skipt inn á fimm mínútum fyrir leikslok og á síðustu mínútunni skoraði hann fjórða mark Celtic, 4:1. „Minnti alla á skjótan frama sinn með því að innsigla sigurinn á yfirvegaðan hátt,“ eins og sagt var frá því á vef Celtic. Með varaliðinu léku kunnir kappar eins og Paul Lambert og Joos Valgaeren, þrautreyndir landsliðsmenn með Skotum og Belgum. Um næstu helgi er stórleikur fyrir höndum hjá Kjartani og Theódóri Elmari en þá leika þeir með unglingaliði Celtic gegn Hearts í undanúrslitum í bikarkeppni U19 ára liða. Kjartan Henry var skjótur að skora FÓLK  JÓN Þorbjörn Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern og Ragnar Ósk- arsson 2 þegar lið þeirra tapaði, 36:28, fyrir GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Magnús Agnar Magnússon var ekki á meðal markaskorara Team Helsinge sem vann AaB, 35:31.  JÓHANN B. Guðmundsson tryggði Örgryte sigur á Allianssi frá Finn- landi, 1:0, í lokaleik sænska liðsins áð- ur en keppni í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu hefst um næstu helgi.  FJÓRIR íslenskir kylfingar taka þátt í Sherry bikarmótinu á Spáni sem hófst í gær á Sotogrande vell- inum, en um er að ræða einstaklings- keppni og landskeppni. Heiðar Davíð Bragason, GKj lék í gær á 74 högg- um, Alfreð Kristinsson, GR á 77 höggum líkt og Stefán Már Stefáns- son, einnig í GR, en Magnús Lárus- son, GKj, lék á 82 höggum. Íslenska sveitin er í 13. sæti af sextán eftir fyrsta dag.  GRÉTAR Rafn Steinsson lék síð- ustu fimm mínúturnar með Young Boys þegar lið hans vann Schaffhaus- en á útivelli, 1:0, í svissnesku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Young Boys er í fimmta sæti, þremur stigum á eftir Thun sem er í öðru sæti en 11 stigum á eftir toppliði Basel.  SKAGAMENN töpuðu, 1:0, fyrir varaliði spænska liðsins Espanyol í æfingaleik sem fram fór í Barcelona í gær. Samkvæmt vef ÍA fengu Skaga- menn mörg góð færi og Andri Júl- íusson átti m.a. skot í stöng.  JAKOB Jóhann Sveinsson, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Baldur Snær Jónsson úr Sundfélaginu Ægi taka þátt í alþjóðlegu sundmóti í Hollandi, Amsterdam Swim Cup, um næstu helgi.  TOTTENHAM ákvað í gær að sekta framherjann Robbie Keane um 1,2 milljónir króna og skyldaði hann til að æfa með varaliðinu. Ástæðan er sú að Keane reiddist knattspyrnu- stjóranum Martin Jol mjög þegar hann gaf honum ekki tækifæri í leikn- um gegn Birmingham síðustu helgi. Keane lét óánægju sína í ljós með að ausa skömmum yfir Jol en þessum 24 ára gamla írska landsliðsmanni hefur gengið illa að festa sig í sessi í byrj- unarliðinu eftir að Egyptinn Mido gekk í raðir félagsins.  KRISTÍN Guðmundsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar í handknattleik, var borin af velli þegar tíu mínútur voru eftir af leik Stjörn- unnar og Gróttu/KR í gærkvöldi. Kristín missteig sig illa og ljóst verð- ur á næstu dögum hversu slæm meiðslin eru.  IAN Rush, markaskorarinn mikli á árum áður í liði Liverpool, sagði í gær starfi sínu lausu sem knattspyrnu- stjóri enska 3. deildarliðsins Chester eftir að aðstoðarmanni hans var sagt upp störfum. Chester er í fjórða neðsta sæti 3. deildarinnar . Gestirnir mættu mun ákveðnaritil leiks og héldu undirtökunum allan fyrri hálfleikinn. Þeir spiluðu framliggjandi vörn og eins og oft áð- ur í vetur gekk Eyjaliðinu illa að ráða við það. Munurinn í leikhléi þrjú mörk gestunum í vil, 11:8. Þeir héldu uppteknum hætti í síð- ari hálfleik og virtust vera með leik- inn í höndum sér. Þegar átta mín- útur voru eftir voru þeir tveimur mörkum yfir og höfðu ekki hleypt Eyjaliðinu nær sér. Þá kom loks góð- ur kafli hjá Eyjamönnum og þeim tókst að jafna og komast í fyrsta skipti yfir þegar innan við tvær mín- útur voru eftir. Framarar áttu þó síðasta orðið í venjulegum leiktíma og tókst að jafna, 24:24. Framarar jöfnuðu tvisvar Tók þá við framlenging þar sem Eyjamenn virtust vera að síga fram úr en með ótrúlegri seiglu tókst gestunum að knýja fram aðra þegar Stefán Stefánsson skoraði á lokasek- úndum leiksins, 30:30. Það sama var upp á teningnum í seinni framlengingunni þegar Fröm- urum tókst að jafna, 37:37, og knýja þannig fram vítakastskeppni. Þeir virtust þó ekki tilbúnir í víta- keppnina því þeir brenndu af fyrstu tveimur vítunum. Eyjamenn brenndu af öðru af sínum fyrstu tveimur. Björgvin Rúnarsson fékk tækifæri til að tryggja ÍBV sigurinn með síðasta vítinu en Egidijus Petkevicius varði frá honum. Dómararnir þurftu að rýna í reglubækurnar Dómarar leiksins þurftu að rýna í reglubækurnar til að vita hvað ætti að gerast næst og niðurstaðan, önn- ur umferð með fimm vítum á hvort lið. Eftir fyrstu þrjú vítin var jafnt, 41:41. Ingólfur Axelsson skaut næst- ur fyrir Fram en brenndi af og aftur var komið að Björgvini Rúnarssyni með næstsíðasta víti ÍBV. Björgvini, sem hafði verið gríðarlega sterkur í leiknum, brást bogalistin og enn var jafnt. Þá kom Jón Pétursson sem hafði skorað úr sex vítum í leiknum en hann lét Roland Eradze verja frá sér. Enn og aftur fengu Eyjamenn því tækifæri til að tryggja sér sigurinn og það gerði Zoltán Belányi, 42:41. Eyjaliðið virkaði ekki alveg tilbúið í leikinn og það var ekki fyrr en Eyjapeyjarnir Davíð Óskarsson og Kári Kristjánsson komu inn að sókn- arleikurinn small í gírinn. Roland Eradze var seinn í gang í leiknum en varði oft á tíðum glæsilega á enda- sprettinum. Hjá Fram voru þeir Jón Pétursson og Stefán Stefánsson í góðu formi í sóknarleiknum. ÍBV stal sigrinum í löng- um leik EINHVER lengsti handboltaleikur sem sögur fara af fór fram í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi þegar Fram kom í heimsókn í fyrstu við- ureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Það þurfti tvær framlengingar og tvöfalda vítakeppni til að fá sigurvegara í leikinn og það voru að lokum heimamenn sem sigruðu, 42:41, og verða þeir að teljast nokkuð heppnir með þá niðurstöðu.       ! " ##$ # "   %    &          & '  '($ )($ ' ( *   +,% '-      .      Eftir Sigursvein Þórðarson ði Alex Stewart, leikmaður lavíkur, sem einnig var valinn ilvægasti leikmaður úrslita- pninnar. Þetta gekk mjög vel hjá okkur í d, mikill hraði og góð vörn. Það við lögðum aðaláherslu á var að a góða vörn og að hver og einn paði sinn mann og einbeitti sér því, það gekk mjög vel upp, svo um við mikla áherslu á að keyra hraðann gegn þeim því þær ná ert að halda í við okkur á því i leiksins,“ sagði Sverrir Sverr- n, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson a, lék vel fyrir lið sitt í gær ður úrslitakeppninnar. nn í avík                                       !        !"                 Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í byrjun leiksog baráttan mikil. Stjörnustúlkur voru þó miklu grimmari og þegar fimmtán mínútur voru liðnar höfðu þær 5:0 forystu. Jelena Jovanovic fór þá á kostum í marki Stjörnunnar og varði níu skot – alls varði hún 25 skot í leiknum. Yfirburðir Stjörnunnar voru miklir og áttu stöllur þeirra úr Vesturbænum fá svör við sterkri vörn og útsjón- arsömum sóknarleik. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri og leikmenn Gróttu/KR komust aldrei í takt við leik- inn. Stjörnustúlkur réðu lögum og lofum á vell- inum og mestur varð munurinn níu mörk. Þær gátu því leyft sér að draga aðeins úr hraðanum síðustu tíu mínúturnar, sigurinn öruggur 22:16. Fyrrnefnd Jelena var öðrum fremri í Stjörnu- liðinu og Hekla Daðadóttir átti einnig góða inn- komu í síðari hálfleik og skoraði mikilvæg mörk. Heklu leist vel á framhaldið þegar blaðamaður náði af henni tali og bjóst við skemmtilegum leikjum við ÍBV. „Þetta var mikil barátta og alls ekki auðveldur leikur. Við lögðum upp með að berjast allan tím- ann og ætluðum ekki að detta í sama far og í síð- asta leik þar sem við gáfum upp forskot okkar. Fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik skipti því höfuðmáli og við gerðum engin mistök og keyrð- um á þær á fullu. Það er mjög spennandi að mæta Eyjastúlkum og alltaf gaman að fara til Eyja. Leikirnir við þær í vetur hafa verið skemmtilegir og spennandi,“ sagði Hekla Daðadóttir. STJARNAN vann nokkuð öruggan sigur á Gróttu/KR, 22:16, í oddaleik liðanna í 8 liða úrslitum Íslandsmóts kvenna á heimavelli sínum, Ásgarði, í gærkvöldi. Stjörnustúlkur höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, staðan í hálfleik var 10:5, en Grótta/KR, sem sigraði á ótrúlegan hátt í síðasta leik, ógnaði aldrei að ráði. Stjarnan mætir því ÍBV í fjögurra liða úrslitum þar sem búast má við hörku- spennu en leikir liðanna í vetur hafa ein- kennst af mikilli baráttu og jafnræði. Eftir Andra Karl Stjarnan mætir ÍBV ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.