Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gradulera, minn kæri, sömuleiðis, sömuleiðis. Í fyrsta sinn er umferð-aröryggisáætlun núhluti af samgöngu- áætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi og gildir fyrir árin 2005 til 2008. Þessi ár á að verja 385 milljónum króna á ári í þennan málaflokk, alls 1.540 milljónum. Eftir að umferðarmál voru flutt til samgönguráðuneytisins skipaði samgönguráð- herra stýrihóp til að móta nýja stefnu í umferðarör- yggismálum og um leið er ætlunin að stilla saman krafta stofnana sem fara með slík mál. Hér verður á eftir staldrað við nokkur atriði í samgönguáætlun- inni og einkum staðnæmst við um- ferðaröryggisáætlunina. Vert er þó að nefna að verja á umtals- verðu fjármagni til rannsókna og verður á þessu ári og því næsta lögð sérstök áhersla á umferðar- öryggismál. Stýri Rannsóknaráð umferðaröryggismála því starfi. Áhersla á hraða, vegi og betri ökumenn Á næstu árum verður sérstak- lega hugað að aðgerðum er varða lægri ökuhraða, öruggari vegi, betri ökumenn, öryggisbúnað far- artækja og síðan koma löggæsla og forvarnir einnig til skoðunar. Stuðst er bæði við innlendar rann- sóknir og upplýsingaöflun um slys og óhöpp en einnig hefur verið leitað í smiðju erlendra þjóða sem eiga lengri sögu í slysarannsókn- um. Meðal markmiða stjórnvalda til að auka umferðaröryggi til ársins 2016 er að fjöldi látinna í umferð á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum árið 2016. Árin 1999 til 2003 létust hérlendis að meðaltali 9 manns á hverja 100 þúsund íbúa en lægstu erlendu tölur eru 6 manns á 100 þúsund íbúa. Þá verður stefnt að því að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2016. Sé litið á einstaka liði sem lögð verður mest áhersla á næstu árin kemur fram að verja á mestu fé, eða 687 milljónum króna, í lið sem heitir hraðakstur og bílbeltanotk- un, áróður og fræðsla. Þar á að stefna að því að draga úr hrað- akstri og reiknað með að allir far- þegar og ökumenn noti öryggis- belti. Varla þarf að minna á þýðingu þess enda skylt en svo virðist sem nokkuð vanti enn á að allir ökumenn og farþegar sinni þessari sjálfsögðu skyldu eins og sum slysadæmi hafa sannað. Ráð- gert er að auka eftirlit á þeim stöðum í vegakerfinu þar sem kostnaður vegna slysa gefur til- efni til. Svartblettum eytt Næst fjárfrekasti liðurinn, 312 milljónir króna, er eyðing svokall- aðra svartbletta í vegakerfinu, staða þar sem orðið hafa flest banaslys og hægt er hugsanlega að draga úr hættu með aðgerðum á þeim stöðum. Þá er áætlað að draga megi úr slysum vegna lausagöngu dýra með girðingum og fara 156 milljónir til þess en ráðgert er að girða kringum 300 km meðfram vegum. Í greinargerð samgönguáætl- unarinnar kemur fram að í 10% banaslysa sé aðalorsök talin sú að sá látni hafi ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og 2,4% allra umferðarslysa megi rekja til ölvunaraksturs. Þá segir að afskiptum af ökumönnum verði fjölgað um sem næst 100% og er ekki alveg einsýnt hvað átt er við með þessu. Verja á 228 milljónum króna í þessu skyni þessi fjögur ár. Þá verður 62 milljónum króna varið til að koma umferðaröryggi inn í námskrá grunnskóla og leik- skóla. Einnig á að auka áróður fyrir notkun bílbelta í hópbílum fyrir um 16 milljónir og fræða á erlenda ökumenn um hættur í ís- lensku vegakerfi. Þeir eiga aðild að um 5% umferðarslysa í landinu. Tekur sá liður til sín um 47 millj- ónir króna á fjórum árum. Herjað á bílstjóra fyrirtækja Einn lið má telja athyglisverðan sem er svonefnd öryggisstjórnun fyrirtækja. Snýr það að fræðslu fyrir bílstjóra fyrirtækja og er markhópurinn þau 185 íslensku fyrirtæki sem reka 15 bíla eða fleiri. Reiknað er með að 20–30 taki þátt í þessu verkefni á ári hverju og er kostnaður talinn verða um 15 milljónir króna, fræðsluefni, bæklingar, námskeið og auglýsingar. Vel má ímynda sér að aukin fræðsla og vonandi meiri agi bílstjóra í kjölfarið skipti nokkru máli hvað umferðina varð- ar. Er þá kannski komið að kjarna þessa málaflokks sem snýst oft um það í líta í eigin barm og skipt- ir þá ekki máli hvort menn aka stórum bílum eða litlum, eigin bíl- um eða fyrirtækisbíl. Er ekki hugsanlegt að agi í umferðinni og löghlýðni sé þegar allt kemur til alls þau atriði sem duga best til að ná því markmiði að draga úr slys- um og óhöppum? Að hemja hrað- ann, hafa ökutækið í lagi og þar með að skafa rúðurnar, taka ekki lögin í eigin hendur, sýna tillits- semi og gefa sér nægan tíma. Fréttaskýring | Rúmar 1.500 milljónir til umferðaröryggismála á fjórum árum Hraðakstur undir smásjá Umferðaröryggismálum verði komið inn í námskrá grunnskóla og leikskóla Umferðaröryggismál snerta alla vegfarendur. Rannsóknir á sviði vegamála verða efldar  Gert er ráð fyrir að rúmlega 100 milljónum króna verði varið árlega til rannsókna og er það 1% af mörkuðum tekjum mála- flokksins. Næsta rannsóknar- átak á að beinast að umhverfis- málum og upplýsingatækni. Í umhverfismálum er átt við efni, burðarlög og slitlög og í upplýs- ingamálum á að kanna þjónustu, tækjabúnað í vegagerð, merk- ingar og fleira. Vegagerðin mót- ar stefnuna í rannsóknastarfi. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is TIL SÖLU 3.000 FM í verslunarkjarna í Reykjavík Af sérstökum ástæðum er til sölu 3.000 fermetra verslunar-, skrifstofu-, og/eða þjónustuhúsnæði í einum fjölsóttasta verslunarkjarna í Reykjavík. Staðsetning og fyrirkomulag hússins býður upp á margvíslega nýtingu. Eignin getur verið laus til afhendingar í september nk. jafnvel fyrr. Verðhugmynd 375 milljónir króna. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson. ÍSLAND er til umræðu í umhverf- isvefritinu Grist (www.grist.org) en vefritið býður nú vikuferð fyrir tvo til Íslands, með ýmsum íslensk- um ævintýrum inniföldum, í sér- stöku happdrætti fyrir lesendur sína. Í ritstjórnarstefnu Grist er lögð áhersla á harða umhverfisfrétta- mennsku, þar sem staðreyndir, stjórnmálaskýringar og vísindi leika veigamikið hlutverk. Í grein Grist um Ísland er landið sagt fullt af „Grist-verðugum“ fréttum. Þar segir m.a.: „Ísland er þekkt sem land elds og ísa, þökk sé dramatískum jöklum og eld- fjöllum, en nýlega hefur orðstír landsins bæði kólnað og hitnað meðal umhverfissinna.“ Þá skýrir Grist frá höfnun íslenskra stjórn- valda á hvalveiðibanni en minnist einnig á vilja stjórnvalda til vetn- isvæðingar, sem ritið telur af hinu góða. Þá minnist Grist á vatnsafls- virkjanir til álbræðslu og segir þær hafa vakið meðvitund um- hverfisverndarsinna víða um heim. „Í stuttu máli hefur þetta land vistfræðilegra undra orðið að landi vistfræðilegra vangaveltna,“ segir að lokum í grein Grist og er að lokum vísað í myndir ljósmynd- arans Layne Kennedy, „sem gefa til kynna hvað er í húfi.“ Bandaríska vefritið Grist beinir kastljósinu að Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.