Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 33 UMRÆÐAN ,,Einu gildir hvers konar tónlist hann flytur eða hlustar á, hann leggur sig allan í tónlistina og í smitandi brosi hans felst áskorun til áhorfenda um að njóta sýningarinnar jafn mikið og hann gerir sjálfur. Mozart eða Gershwin - það gildir einu. Hlustið og látið hreyfa við ykkur. Látið hrífast með.” New York Times KJÓSUM okkur leiðtoga sem „getur, vill og þorir“. Greiðum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur at- kvæði okkar í for- mannskjöri Samfylk- ingarinnar, það er tækifæri sem við meg- um ekki láta fram hjá okkur fara. Ingibjörg Sólrún hefur markað spor í íslenskri pólitík sem leiðtogi Reykja- víkurlistans og hún mun halda því áfram sem formaður Sam- fylkingarinnar. Hún mun leiða jafnaðarmenn til sigurs í næstu Alþingiskosningum og það er kristaltært að hún mun innleiða nýja lýðræðislega stjórnunarhætti þar sem samráð og samvinna eru höfð að leiðarljósi. Þess vegna er andstaðan við framboð hennar í öðrum flokkum í senn bæði hlægilegt og grátlegt. Það segir okkur bara eitt: Bræðrabandalaginu er ógnað, nú á að verja virkið með öllum til- tækum ráðum og flokks- bundnir sjálfstæð- ismenn víla það ekki fyrir sér að ganga í Samfylkinguna til að hafa áhrif á formanns- kjörið. Ágætu flokksfélagar. Lokaspretturinn hafinn. Þó svo að skoð- anakönnun Fréttablaðs- ins 9. maí hafi verið okk- ur hliðholl er sigur ekki í höfn. Til þess þarf að greiða atkvæði og skila seðlum. Það er algjör nauðsyn að kjörsókn verði góð í þessu fyrsta alvöru for- mannskjöri Samfylkingarinnar. Ef kjörsóknin verður lítil getur kosn- ingin farið á hvorn veginn sem er. Þess vegna er það afar brýnt, ágætu félagar í Samfylkingunni, að þið skilið inn atkvæðaseðlum ykkar sem fyrst. Ekki bíða fram á elleftu stundu. Við erum að ljúka maraþoninu og markið í augsýn, tökum lokasprettinn með stæl og vinnum. Kjósum okkur farsælan leiðtoga Guðný Aradóttir fjallar um for- mannskjör Samfylkingarinnar Guðný Aradóttir ’Greiðum IngibjörguSólrúnu Gísladóttur atkvæði okkar í for- mannskjöri Samfylk- ingarinnar.‘ Höfundur er formaður Hverfafélags Samfylkingarinar í Hlíðahverfi og Laugardal. ÞAÐ ER verðugt rannsókn- arefni að meta hve nánum böndum við Íslendingar tengjumst öðrum Evrópuþjóðum í gegn- um EES-samninginn og Schengen- landamærasamstarfið, ekki vegna staglsins um hugsanlega Evr- ópusambandsaðild, heldur til að skilja þróun íslensks sam- félags undanfarin ár. Þess vegna er alltaf kærkomið þegar stjórnvöld sjá ástæðu til að taka saman upp- lýsingar sem geta varpað ljósi á þessi tengsl. Í svari utanrík- isráðherra á Alþingi á dögunum við fyr- irspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar segir að í gegnum EES-samninginn taki Ísland aðeins 6,5 pró- sent af lagagerðum Evrópusambandsins. Þetta kom vissulega á óvart því fram að þessu hefur verið tal- ið að hlutfallið sé töluvert hærra. Við nánari skoðun kemur enda í ljós að töl- urnar gefa því miður ekki rétta mynd af þátttöku Íslands í Evrópusamrun- anum. Skoðum nokkur atriði I Evrópusambandið setur lög með ýmsum hætti sem hafa mismun- andi vægi. Tilskipanir (e. direct- ives) eru rammalöggjöf og yfirleitt viðamestar en reglugerðir og ákvarðanir eru margfalt fleiri; ákvarðanir eru ríflega tífalt fleiri en tilskipanir og reglugerðir tæp- lega þrjátíufalt fleiri. Sem dæmi þarf oft sérstaka lagalega ákvörð- un þegar ákveðið er að niðurgreiða einstaka búvörur til einstakra bænda í einstökum aðildarríkjum. Ákvarðanir eru því ekki bindandi fyrir aðildarríkin heldur aðeins fyrir þann sem hún snertir. Evr- ópusambandið greinir skýrt á milli þessara ólíku gerða en í svari ut- anríkisráðherra er þeim einhverra hluta vegna öllum grautað saman. Þegar meta á hvaða hlutfall af reglugerðaverki ESB ratar inn í íslensk lög verður auðvitað að greina þarna á milli. Hér skiptir hlutfall og umfang tilskipana mestu og ekki síður til hvaða sviða þær ná. EES-samningurinn nær fyrst og fremst til innri markaðar- ins, sem er innsti kjarninn í evr- ópsku samstarfi, en þar hefur ver- ið meiri tilhneiging en annarstaðar að notast við tilskipanir. II Það skekkir ennfremur mynd- ina í svari utanríkisráðherra að aðeins er byggt á þeim gerðum sem Ísland tekur upp í gegnum sameiginlegu EES-nefndina. Þar vantar allar þær lagagerðir sem koma í gegnum Schengen-landa- mærasamstarfið og Dyflinnar-sam- komulagið en þaðan tökum við yfir stór- an hluta af þeim lagagerðum ESB sem falla í þriðju stoð Evrópusam- bandsins. Þá skilst mér á lögfræðingi EFTA-skrifstof- unnar í Brussel að aðeins fyrir árið 1998, svo dæmi sé tekið, vanti 250 blað- síður af lagagerðum sem ekki ertu taldar með því þær hafi ver- ið meðhöndlaðar á annan hátt. Þá má geta þess að í heild- artöluna um yfirtekn- ar ESB-gerðir fyrstu tíu árin eftir gild- istöku EES, sem í svari ráðherrans eru taldar 2.527 alls, vantar vitaskuld allar þær nálega 1.500 gerðir eða svo sem fylgdu EES- samningnum í upp- hafi. III Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu í gær að líklega megi rekja til mín þá við- teknu skoðun að Ísland taki yfir 80% af öllu reglugerðaverki ESB. Hann skal hér með upplýstur að sú tala er fengin frá sama utan- ríkisráðuneyti og nú segir að þetta hlutfall sé 6,5 prósent. Í bókinni Iceland and European Integration, on the edge, sem kom út í fyrra hefur Baldur Þór- hallsson, stjórnmálafræðingur, til að mynda eftir utanríkisráðuneyt- inu á blaðsíðu 38 að Ísland yf- irtaki um 80 prósent af öllum reglum ESB, en segir um leið að erfitt sé að reikna hlutfallið út ná- kvæmlega. Því miður hefur ekki verið tekið saman með fullnægj- andi hætti hversu stóran hluta til- skipana ESB við Íslendingar tök- um yfir en í skýrslunni Siglt eftir stjörnum sem CEPS-rannsókn- arstofnunin í Brussel gerði fyrir norsku ríkisstjórnina árið 2002 kemur fram að EES-ríkin – þar á meðal Ísland – taka yfir góðan meirihluta af tilskipunum ESB. Gagnlegt væri að stjórnvöld tækju þessar upplýsingar saman fyrir Ísland sérstaklega. Hlutur Íslands í Evrópu- samrunanum Eiríkur Bergmann Einarsson svarar grein Sigurðar Kára Kristjánssonar ’Við nánariskoðun kemur enda í ljós að tölurnar gefa því miður ekki rétta mynd af þátttöku Íslands í Evrópu- samrunanum. ‘ Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. Í FRÉTTABLAÐINU þriðjudag- inn 10. maí síðastliðinn eru birtar niðurstöður úr skoð- anakönnun um fylgi við Héðinsfjarðargöng. Samkvæmt könnun blaðsins eru tæplega 70 prósent þeirra er af- stöðu tóku á móti fram- kvæmdinni en rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Þessi niðurstaða veldur vonbrigðum en þarf ekki að koma á óvart í ljósi umræðna síðustu vikna. Þeir sem eru á móti Héðins- fjarðargöngum hafa verið háværir og haldið mjög á lofti gagnrýni sinni á framkvæmdina. Því miður er þessi gagnrýni oft á tíðum ósanngjörn og villandi. Gagnrýnin hefur m.a. beinst að skiptingu vegafjár milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar út frá höfðatölu. Þetta er mjög vafa- samt og í raun fráleit aðferðarfræði. Eins og samgönguráðherra hefur bent á þá eru þjóðvegir á höfuðborg- arsvæðinu samtals 144 kílómetrar en vel á annan tug þúsunda á lands- byggðinni. Standist rök um höfða- töluútreikninga vegafjár þá er rétt að taka upp sömu aðferð við skiptingu opinbers fjár til annarra mála- flokka s.s. menntunar, stjórnsýslu og heil- brigðismála. Slík breyt- ing yrði mikil lyftistöng fyrir landsbyggðina með tilheyrandi flutningi á störfum og fjármagni. Í ljósi þess sem að ofan greinir er nauðsyn- legt að koma enn og aft- ur á framfæri helstu staðreyndum um göng- in.  Samkvæmt skýrslu Vegagerðar ríkisins eru göngin arðsöm fram- kvæmd.  Héðinsfjarðargöng skila mun meiri arðsemi og eru talin hag- kvæmari kostur en Fljótaleið vegna þess að:  Héðinsfjarðargöng hafa mun já- kvæðari félagsleg áhrif.  Samkvæmt umferðarspá er um- ferð um Héðinsfjarðargöng þrisvar sinnum meiri.  Héðinsfjarðargöng gera samein- ingu allra sveitarfélaga á Eyjafjarð- arsvæðinu mögulega.  Verktakakostnaður er áætlaður um 6 milljarðar og heildarkostnaður um 7 milljarðar fyrir tvíbreið göng.  Miðað við umferðarspá Vega- gerðarinnar þá er engin þörf á að breikka Múlagöng.  Héðinsfjarðargöng eru fyrir alla landsmenn og munu hafa verulega þýðingu fyrir eflingu Eyjafjarð- arsvæðisins. Ég hvet landsmenn til að kynna sér málið nánar og taka upplýsta af- stöðu til þessa máls sem og annarra. Af hverju Héðinsfjarðargöng? Haukur Ómarsson fjallar um Héðinsfjarðargöng ’Ég hvet landsmenn til að kynna sér málið nánar og taka upplýsta afstöðu til þessa máls sem og annarra.‘ Haukur Ómarsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Siglufirði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á ALÞINGI liggja fyrir frumvörp um breytingar á áfengislögum. Annars vegar um lækkun áfeng- iskaupaaldurs úr 20 árum í 18. Hins vegar að leyft verði að selja bjór og létt vín í matvöruverslunum. Það væri mikið óheillaspor næðu þessi frumvörp fram að ganga. Vandséð er með hvaða rökum þau eru lögð fram þegar margsannað er bæði af innlendri reynslu og reynslu frá löndum í kringum okkur að skert aðgengi og hár áfengiskaupaaldur skila sér í minni neyslu. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur lýst áhyggjum af vaxandi vanda sam- fara aukinni áfengisneyslu í heim- inum og íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heilbrigðisáætlun sem miðar að því að draga úr áfengis- neyslu. Lýðheilsustöð hefur varað við þessum breytingum á lögunum. Nýlegar rannsóknir á starfsemi heilans hafa sýnt að hann nær ekki fullum þroska fyrr en við 25 ára ald- ur og talið er að óþroskaður heili ungs fólks geri það mun berskjald- aðra fyrir þróun fíknar en þá sem eldri eru (Wallis, C. What Makes Teens Tick. Time. 7. júní 2004:54). Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara heldur öflugt vímuefni. Öll skynsamleg rök mæla gegn því að áfengiskaupaaldur verði lækk- aður í 18 ár og að leyft verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. Slíkt er aðeins ávísun á aukna neyslu og aukið tjón sem af henni hlýst. ALDÍS YNGVADÓTTIR, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun. Áfengiskaupaaldur Frá Aldísi Yngvadóttur ENGU er líkara en að Bretar séu komnir með einhvern brjóstsviða yfir fyrirtækja- kaupum Íslendinga. Nútíma orðið yfir sjúkdóminn er bakflæði, en líklega er danska orðatiltækið „sure opstöd“ betri lýsingin á grein Financial Times 29.5. Eftir hefðbundinn inngang um kalda stríðið og Keflavíkurstöðina kemur frá- sögn um að Íslendingar hafi undanfarið boðið 6,5 milljarða dollara í fyrirtæki er- lendis sem sé hálf þjóðarframleiðslan 2004. Blaðinu finnst þetta töluvert kjark- að í ljósi skuldastöðu þjóðarinnar. Baug- ur og Landisbanki (prentvillan „made in the UK“) hafi nýlega boðið gott verð í Somerfield og Teather & Greenwood, sem bæði séu annars flokks fyrirtæki. Ís- lenska árásarliðið verði að gæta sín á að verða ekki óframberanlegu nöfnin er kaupa allt sem engan langar í á upp- sprengdu verði. JÓNAS ELÍASSON, Búðagerði 5, Reykjavík. Bakflæði hjá breskum? Frá Jónasi Elíassyni Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.