Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1958, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 24.11.1958, Blaðsíða 2
9 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 24. nóv. 1958. Hjá fjölmörgum þjóðum er' litið svo á, að kona, sem misst hefir manri sinn, sé í algerri sérstöðu. Áðstaða ekkjunnar mótast oft af aiiskonar forri- eskjulegum trúarhugmynd- um, sumum mjög svo grimm- úðlegum. Sums staðar ríkir sú skoðun, að ekkjan megi alls ekki lifa, hún verði að fylg^-jnanni sínum í gröfina. En jafnvel þótt liún fái að lifa verður hún oft og tíðum að iaga líf sitt í ekkjudómi eftir alls konar fáránlegum siða- reglum. Hjá mörgum fornþjóðum ríkti sú venja, að ekkjan vai’ð að fylgja manni sínum í dauð- ann. Svo var stundum hjá Porn-Germönum einkum Her- úlum. Var þá ekkjan stund- um grafin lifandi með manni sínum, en stundum brennd. Jafnvel eftir að þessar venj- ur voru að mestu úr sögunni, voru þess dæmi, að konur fylgdu mönnum af fúsum vilja í dauðann, sbr. Bryn- hildi Buðladóttur. Þá eru til margar sagnir meðal Germ- ana um það, að konur hafi sprungið af harmi, er menn þeirra létust. Þannig fór um Nönnu, konu Baldurs, og Hrefnu, konu Kjartans Ölafs- sonar. Á síðari öldum hafa ekkju- brennur hvergi verið gerðar í jafn stórum stíl og í Ind- landi. Bretar reyndu af al- efli að uppræta þennan sið, og varð talsvert ágengt, en þó er fullyrt, að ekkjubrennur komi þar fyrir stöku sinnum enn. Um hinar indversku ekkju- brennur voru til fastmótaðar reglur, sem gátu þó breytzt dálítið eftir landshlutum. Oft var ekkjan brennd á líkbáli manns síns, en stundum var henni hlaðinn sérstakur bál- köstur. Margar indverskar ekkjur gengu á bálið af fúsum vilja, glaðar og reifar, en stundum vildu þær lifa og þurfti þá að koma þeim í eldinn með brögðum eða of- beldi. Voru þá stundum notuð deyfilyf, svo sem ópíum, svo að þær voru stundum nærri meðvitundarlausar, þegar þeim var varpað á bálið. Áður en hinar indversku ekkjur stigu á bálköstinn fóru oftast fram ýmislegar rielgiathafnir. Ekkjan var smurð og þvegin af presti, og var eftir það tabu, mátti helzt enginn snerta hana. Ef ein- hverjum varð slíkt á var hon- um stranglega refsað, stund- um með lífláti. Ekkjan hafði blómkrans um háls sér og setti rauða blæju, tákn elds- íns á höfuð sér. Síðan skyldi hún ganga sjö sinnum um- hvérfis bálköstinn. Svo steig hún á köstinn og kveilcti sjálf á honum með blysi. Þó bar það við, að aðrir urðu að gera það, ef ekkjan var treg til að deyja, eða lá í ópíumdái. Þeg- ar logarnir náðu ekkjunni fór hún auðvitað stundum að hljóða í angist sinni. Það er indversk þjóðtrú að hættu- legt sé að heyra angistaróp ekkju á báli, það geti gert menn heyrna rlausa. Þes’s vegna var þaö siður að allir viðstaddir, en þeir gátu stund- um skipt þúsundum, skyldu eftir að hann er látinn. Marg- ar slíkar sagnir eru runnar af Isissögninni fornegypzku. Það var algeng sögn, að ísis nefði getið soii við manni sín- um Ósiris eftir að hann var látinn, en hún tregaði hann ákafiega og gat ekki hugsað um annao en hann. Ástafund- ir af þessu tagi koma fyrir í Öfafur Hanss®nr m&nnfaskélakennari: hef ja org mikil og óhljóð, um leið og kveikt var í kestinum, svo að ekkert heyrðist í ekkj- unni. Askan af ekkjubáli þótti til margra hluta nytsamleg, hún gat verið læknisdómur og verndargripur. Þess vegna tóku flestir viðstaddir eitt- hvað af öskunni heim með sér. Við bálfarir indverskra höfðingja. sem lifðu í fjöl- kvæni, voru oft brenndar margar ekkjur þeirra, stund- um svo tugum skipti. Stund- um var þó látið nægja að brenna eftirlætiskonu höfð- ingjans, en hinar fengu að lifa áfram. Indversku ekkjubrennurnar voru oft átakanlegar. Þar í landi var það alsiða, að stúlkubörn, tíu til tólf ára, væru gift gömlum karlfausk- um, sem voru komnir á graf- arbakkann. Það var hart fyr- ir kornunga konu, sem átti allt lífið fyrir sér, að þurfa að fylgja slíkum eiginmanni á bálköstinn. Ekkjubrennurnar eru auð- vitað trúarlegs eðlis, ná- skyldar fórnarhugmyndum og hugmyndum um framhalds- líf. Ekkjan var að nokkru leyti fórn til dánarguða, en svo átti hún líka að vera manni sinum til aðstoðar í framhaldslífinu. Út frá sams- konar hugmyndum var oft hinn einkennilegi siður, sem er ingi við bálfarir eða jarðar- farir. Ás! ú! yfir gröf og dauða Það er talsvert algeng trú, að þó að ekkjan fylgi ekki manni sínum í dauðann geti hún samt notið ásta hans á- fram með nokkrum hætti og jafnvel getið börn við honum sumum sögnunum um Helga Hundingsbana. Levíra! Þær hugmyndir þekkjast víða, einkum meðal hirðingja- þjóða, að ef kona giftist inn í ætt sé hún eins konar sam- eign ættarinnar eftir að hún verður ekkja, ætt mannsins ræður áfram yfir eignum henriar og vinnuafli. I tengsl- um við þessar hugmyndir er hin einkennilegi siður, sem er nefndur levírat. Ef kona miss- ir mann sinn, ber ókvæntum bróður hans skylda til að ganga að eiga ekkjuna. Eink- um er lagt mikið uppúr þess- ari skyldu ef hið fyrra hjóna- band hefur verið barnlaust. Þá ber bróðurnum skylda til að gefa hinum látna bróður sínum son, en svo er litið á, að hann, en ekki hinn lifandi bróðir, eigi fyrsta soninn, sem fæðist í slíku hjónabandi. Þessi siður tíðkaðist meðal Gyðinga í fyrndinni, eins og sjá má af sögunni um Tamar og Ónan í Gamla testament- inu. Stundum hvílir sú skylda á stjúpsyni að ganga að eiga stjúpu sína, ef faðir hans deyr. Þessi siður er enn við líði sumstaðar i Súdan. í sorg Víða bera ekkjur sérstakan sorgarbúning, stundum á- kveðinn tíma, t. d. tvö ár eftir lát manns síns, stundum allt til æviloka. Elckjubúning- urinn var oft. hvítur áður fyrr, en stundum rauðbrúnn. Græn- lenzkar ekkjur báru bleik bönd í hári sér, eftir því sem Sigurður Breiðfjörð segir í Grænlandsvísum. Margar þjóðir telja sorgar- tíma ekkjunnar tvö ár. Sú skoðun kemur allvíða fyrir, að ef ekkjan fæðir barn á sorgartímanum sé hinn látni eiginmaður faðir þess, jafnvel þótt það fæðist á síðara sorg- arárinu. Þó þykir það víða hin mesta forsmán og svívirða, ef þetta hendir ekkjuna, jafnvel svo, að hún er líflátin. Refs- ingar fyrir slíka hluti þekkt- ust sumstaðar í Evrópu langt fram eftir öldum. I Herzeg- óvinu tíðkaðist það fram á 19. öld, að ekkju var stranglega refsað, ef hún fæddi barn 10 til 14 mánuðum eftir lát manns síns. Hins vegar gekk sá frí og frjáls sem spjallað hafði hina sorgmæddu ekkju, og má það kallast undarlegt réttlæti. Þegar sorgartíma ekkjunn- ar lýkur er sorginni oft aflétt með alls konar trúarlegum seremóníum. Þá er víða litið svo á, að nú sé ekkjunni heim- ilt að giftast aftur, ef hún vill. Sumsstaðar er það þó illa séð, að ekkja giftist á ný. Framan af bar mjög á slíkum skoðunum í kristinni kirkju. Páll postuli vildi að vísu, að ungar ekkjur giftust aftur, en margir kristnir menn voru Stríð eða friður Framhald af 4. síðu flotann að gæta veiðilausra tog- ara fyrir óvopnuðum gæzlubát- um íslendinga. Hinsvegar skáka kommúnistar í því hróksvaldi, að þeir geti feng- ið stuðning hjá Rússum, bæði stórfelldar lántökur til skipa- kaupa og til almennrar eyðslu. Þegar Islendingar biðja Vestmenn jafn snemma um lán og fyrir- greiðslur lítur sá vinnubragða- máti út sem hótun í auðmjúku formi að opna fyrir Austmönn- um ef ekki sé vel tekið á fjár- málunum. Lúðvík heldur fast fram sókninni og vill enga tilslök- un. Aftur á móti virðast borgara- flokkarnir hafa játast undir að hlýða landhelgisákvörðun frá þingi sameinuðu þjóðanna eða nýrrar Genfarráðstefnu. Rússar vilja draga slíka ákvörðun sem lengst til að festa íslendinga 1 austrænu flækjunni. Ef Samein- uðu þjóðirnar ákveða að síðustu 6 mílna landhelgi og samningS- bundin fríðindi, þá hefur Lúðvík og bandamenn hans unnið á, en hinir tapað, sem leiðst hafa inn í ófriðinn í sambandi við valda- streitu flokkanna og óhemjulega þörf verst settu atvinnuvega í veröldinni. Molotov reiknar dæm- in íyrir fram en Eysteipn og liðs- menn hans horfa í gaupnir sér og sjá voðann þegar of seint er að snúa við. ekki svo frjálsíyndir. Hin sið- prúða og dyggðuga ekkja átti að snúa huga sínum frá þessa heims nautnum, syrgja sinn látna ektamaka til dauðadags og ekki renna ástaraugum til neins karlmanns framar. En í reyndinni gekk mörgum ekkjum erfiðlega að lifa eftir þ&ssu stranga dyggðarinnar lögmáli, eins og ekki er að furða. Á síðari tímum hefur kirkj- an litið þessa hluti mildari augum. Það sýna atburðirnir í því strangkaþólska landi Paraguajt á árunum eftir 18- 70.. Það ár lauk sjö ára styrj- öld, sem Paraguay hafði átt í við þrjú nágrannaríki sín. Og sjaldan hefur nein þjóð farið jafn illa út úr styrjöld og Paraguaymenn þá, þeir eru vaskir hermenn og höfðu bar- izt,' meðan nokkur maður stóð uppi að heita mátti. Mik- ill meirihluti allra fullorðinna karlmanna í landinu var fall- inn, eftir voru ekkjur, börn og gamalmenni. Nú þótti yfir- völdunum í landinu góð ráð dýr, hér virtist horfa til land- auðnar, ef ekki fyndust ein- hver ráð til að fjölga mann- fólkinu á ný. Ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til að laða unga erlenda karlmenn til landsins. Og þetta tókst vonum framar. Ungir menn frá öðrum ríkjum Suður-Ame- ríku og jafnvel frá Norður- Ameríku og Evrópu fóru að streynla til lancúins til að hugga ekkjurnar. Fáeinir þeirra ílentust í landinu fyiir fullt og allt, þeir náðu í ríkar ekkjur með stóra búgarða. En meiri hlutinn dvaldist þar ekki nema í nokkra mánuði, en þeir áttu þá góða ævi, og dekrað var við þá á allan hátt. Stjórnarvöldin létu flytja þá bæ frá bæ, og ekkjurnar tóku þeim tveim höndum. Og næsta ár var Paraguay ein allsherj- ar fæðingastofnun, á hverj- um bæ voru ekkjurnar að eiga börn og gera skyldu sína við þjóðfélagið. Og sumsstaðar voru elztu dætur þeirra líka að fjölga mannkyninu, ungu mennirnir höfðu ekki gleymt þeim heldur. Á einum bæ fæddust f jögur börn á hálfum mánuði hjá húsmóðurinni og dætrum henar þremur, það var argentínskur stúdent, sem átti öll þau börn. I Paraguay var á þessum árum ein frjósemisorgía, og ekkjurnar stóðu sig vel.. Púritanar um allan heim máttu vart mæla af hneyksl- un, er þeir spurðu þessi ósköp. I rauninni sýndu ekkjurnar í Paraguay með þessu mann- dóm og þegnskap. Ekki hefði verið betra, að þær hefðu far- ið að sitja með siðprúðan vol- æðis- og sorgarsvip og látið landið leggjast í auðn. Sem betur fer er líka sú skoðun að verða úr sögunni, að ekkjan eigi að syrgja mann sinn alla ævi og hætta að lifa lífinu eftir lát hans. Ólafur Hansson.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.