Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 5
Mánudagnr 22. maí 1961 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Fjölskylda Robertino varð ekki lítið undrandi dag noklcum, er Robertino byi'jaði að syngja þjóðlag frá Napoli. Hann var þá aðeins 5 ára gamall. „Hlustið hvernig þessi drengur getur sungiðt" hrópaði frændi hans hrifinn. Frá þeim degi hefur Robertino ávallt sung!ð. islega hiisbúnað gistihússins. * „Robertina!“ segir faðir hans, hr. Loreti áminnandi, þegar honum þykir sonurinn nokkuð ó- kyrr. „Hann viil athuga allt,“ segir faðir hans afsakandi og brosir. j Ástúð og stolt lýsir sér í svip hans, er hann horfir á þennan j unga son sinn. * RQiERTINO ViJI ekki sjá rugg og rokk, en langar til að eignast hesl I nokkra daga hefur ungur ítalskur söng-vari, Robertino, haldið hljómleika hér í Reykjavík. Mánudagsblaðið komst á snoðir um, að hann væri mjög vinsæll og datt því í hug, að endurprenta viðtal sem nýlega birtist í dönsku blaði. Viðtalið er stutt, en gefur skemmtilega innsýn í líf þessa unga listamanns. Nú er hann 13 ára og á leið að verða frægur. Hjá Dönum gerði hann „storm andi lukku“, er hann kom í sjónvarp og á hljómleikum úti um landíð vann hann allra hjörtu. Enginn gat staðizt þennan lag lega ítalska dreng, með dökku augun, "sem syngur svo yndislega og er svo glaður og aðlaðandi. Robertino er líka glettinn og gamansamur, hann getur ekki lengi verið kyrr. Lífsfjörið gneist ar af honum, hann syngur og hlær, baðar út höndunum og dansar urn gólfið. Hans suðræna skaplyndi segir til sín. Við hittum Robertino og fylgd arlið á gististað í Kaupmanna- höfn. Fylgdarliðið er faðir hans, framkvæmdastjóri hans og túlk- ur. Robertino hefur lært nokkur dönsk orð, en án túlks getur hann ekki korpizt af hvorki í Danmörku né öðrum löndum. Faðir hans fylgir honum alltaf, þegar hann ferðast, því Robert- ino er ekki fullveðja, aðeins 13 ára gamall, og má þessvegna ekki ferðast utan Ítalíu einn. Robertino rls undir eins á fæt ur, hneigir sig riddaralega fyrir gestunum og býður þeim drykk. En jafnfljótt og gestgjafaskyld unum er lokið, er hann aftur litli drengurinn, og nú ræðst hann hressilega á ávexti, sem eru í skál á borðinu. Hámar í sig banana og hnetur. Hnetuskurnin flýgur út um herbergið. Robertino býður app- elsínur og syngur og trallar glað ur. Hann leikur sér að hnotu- brjótnum og rannsakar forvitn- Þrátt fyrir frægð og hrós er Robertino ennþá barn, og eins og hvert annað barn hefur hann yndi af að leika sér. Robertino knúskyssir fögður sinn, ruglar dálítið til hári að- stoðarmanns síns, en brosir blítt til túlksins, sem er kona. Svo nær hann sér í einn ban- aha enn, og nú er hann upplagð- ur til að svara nokkrum spurn- ingutn. Var uppgötvaður ó Jónsmessuhátíð. „Hvenær vannst þú fyrsta sig urinn?“ Faðir og sonur hefja ákafar samræður. „Það var á Jóns- messuhátíð í Róm.“ Robertino var 10 ára og hafði fengið leyfi til að fara með foreldrum sinum og” eldri syst- kynum á kaffihús. Þegar hljóm- sveitin byrjaði að leika, fór Ro- bertino af innri hvöt að syngja með, gestirnir klöppuðu hrifnir. Hann varð að syngja hvert lagið eftir annað. Þekkt listakona, málari, sem viðstödd var, varð svo hrifin af söng drengsins, að hún kom honum að í keppi, sem halda átti í útvarpinu í Róm. Það var fyrsta sinn, sem Ro- bertino kom fram fyrir fjöldann. Þátttakendur voru 179, þar á meðal nokkrir þekktir söngvarar, svo hvorki Robertino sjálfur né foreldrar hans gerðu sér nokkr- ar vonir um sigur. En svo fór, að áheyrendur völdu hann sem bezta söngvarann. Og Robertino hlaut hneslublómið, fína ítalska viðurkenningu. Það var byrjunin að frama- braut hans. „Pabba fannst þetta góðs viti,“ segir Robertino. „Hann áleit, að nú væri von um, að ég kæmist áfram, og sá mér fyrir söngkennara. Reyndar höfð um við alls ekki efni á því, en með að spara tókst þó að borga kennsluna fyrir mig.“ Þvær upp fyrir mömmu sína Robertino er frá látlausu, en góðu heimili. Hann er sá fimmti í röðinni í systkinahópnum. En þau eru 8 alls. Þessi stóra fjöl- skylda er glaðvær og samheldin, öll taka þau þátt hvert í annars gleði og sorgum. „Systkini Ro- bertinos fylgjast með honum af áhuga, þegar hann er úti að ferð ast,“ segir hr. Loreti. Þau vilja helzt vita, hvað hann hefur fyrir stafni, hvert auknablik. En Ro- bertino hefur ekki tíma til þess að skrifa löng bréf heim á hverj um degi. Hr. Loreti var gibs- steypumaður, en sökum meiðsla í baki má hann ekki vinna. Börnin, sem uppkomin eru, leggja sinn skerf til þess að halda heimilinu saman. Og nú getur hinn 13 ára Robertino líka hjálpað til. Anna er sú fyrsta úr hópnum, sem yfirgefur æsku- heimili sitt, hún er tuttugu ára, og er trúlofuð, segir Robertino. í sumar á að halda brúðkaup hjá Loreti fjölskyldunni. Þau búa í stórri íbúð í einu úthverfi Rómar. Robertino segir fjörlega frá systkinum sínum, og hvernig dagurinn líður heima í Róm. Skólatíminn er langur frá 8 á morgnana til kl. 5. Þar við bæt- ast söngtímarnir. Síðastliðið hálft ár hefur Robertino verið nemandi Við hinn fræga söng- listarskóla Tito Schipa. Og nú getur hann sjálfur borgað kennsl una. Robertino baðar út hönd- unum. „Eg hef svo sannarlega líka skyldustörf heima. Hjálpa mömmu að þvo upp, og þurrka ryk, svo höfum við hænsni“. Það er líka eitt af störfum Ro- bertinos, þegar hann er heima, að hirða þau. Stundum hjálp- umst við yngri systkinin að því að að koma mömmu dálítið út úr jafnvægi.“ Robertino hlær, og lítur dálítið stríðnislegur til föð- ur síns. „Þegar ég er úti að ferð ast, þrái ég oft mömmu mína,“ segir hann, „ en víst ekki eins mikið og pabbi.“ Hestar og dans „Eg elska að dabsa,“ segir Ro- bertino ákafur, „og er æstur í hesta. Mín bezta skemmtun er að vera á hestbaki. Hefði ég ekki orðið söngvari, hefði ég viljað vera knapi. Eg vildi óska, að ég gæti eignast hest einhverntíma, gjafir handa mömmu og syst- kinum mínum.“ „Safnar þú ekki grammófón- plötum?“ „Jú, en ég kæri mig ekki vít- und um að hlusta á plötúr, sem ég hef sjálfúr sungið inn á. Eg nýt þess ekki að sitja og hlusta á sjálfan mig. En ég er mjög hrifinn af söngleikjum. Oft hef ég verið i söngleika- húsinu í Róm og grátið fögrum tárum yfir Le Boheme og Mad- ame Butterfly. Eg er nefnilega mjög viðkvæmur. En gaul og rugg og rokk — þess háttar, geðjast mér ekki að.‘ Robertino er ekki sá eini í systkinahópnum, sem gefinn er söngrödd, litli bróðir hans, Sandra, 4 ára, hefur þegar sýnt, að hann getur sungið. „Ef til vill hefur hann eins góða hæfileika eins og Roberto," segir hr. Loretí. „Tíminn mun skera úr því.“ „Faðir minn getur líka sung- ið,“ segir Roberto hreykinn. „Faðir minn hhfur mjög fallega rödd.“ „Þegar ég var ungur, gat ég sungið en nú hef ég misst rödd- ina,“ segir hr. Loreti og kveiktr sér í vindlingi. „Þess vegna get ég leyft mér að reykja svona mikið. Fyrir nokkrum árurn fékk ég alvarlega lungnabólgu, eftir bað í ánni Tiber. Ung stúlka hafði fleygt sér út í ána. Eg henti mér út á eftir henni, var svo lánsamur að bjarga lífi hennar, en þá missti ég söng- röddina. Eg syrgi það ekki, nú hefur Robertino hlotnast tæki- færi til að taka þeim framför- um, sem mig eitt sinn dreymdi um.“ „Hvers óskar þú helzt í fram tíðinni Robertino?“ Svörtu augun glampa full eft- irvæntingar. Svarið kemur hik- laust. „Að ég ávallt geti sungið, ég elska að syngja. Líka óska ég mér að fara í mörg skemmtileg ferðalög. Mig langar að sjá al'l- an heiminn.“ Nokkuð af framtiðardraumum Robertino er þegar tekið að ræt- ast. Með vorinu fer hann til ís- framhald á 8. síðu. Aðalfundur Aðalfundur Loftleiða verður haldinn fimmtudag- inn 15. júní n.k. kl. 2 e.h. í veitingastofu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstöif. 2. Önnur mál. Reikningar félagsins verða til sýnis í aðalskrif- stofu Loftleiða frá 12. júní og 14. júní verða af- greiddir til hluthafa aðgöngumiðar vegna aðal- fundarins. STJÓRNIN. Krossgátan en það er nú nokkuð dýrt. Líka J | safna ég hnifum. Svo kaupi ég ■ Lóðrc'tt: 1 Ö1 8 Módel 10 Guð 12 Veiðarfæri 13 Upp hafsstafir 14 Elska 16 Hræðsla 18 Dugleg 19 Skáld- að 20 Hróp 22 Karlmanns- nafn (þf.) 23 Klukka 24 Ó- samstæðir 26 Á fæti 27 ílát 29 Brúnimar (þf.). Lóðrétt 2 Á fæti 3 Veiðar- færi 4 Stígvél 5 Hemaðar- ^andalag 6 Samtenging 7 Rúnir 9 Lekur 11 ekki fyrst- ur 13 Erfiði 15 Verkfæri 17 Ull 21 Jarðefni 22 Mana 25 Handlegg 27 íþróttafélag 28 Á reikningum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.