Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.10.1962, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 29.10.1962, Blaðsíða 2
2 * Mánudagsblaðið Mánudagnr 29. október 1962 Eg er ekki vanur að vera neitt feiminn við kvenfólk, en þrátt fyrir hinar hrossalegu umgengisvenjur, sem ríktu á þessum stað og þó að ég væri orðinm þéttfullur hafði ég ekki kjark til að bjóða henni upp í dans. Eg fór fram á klósett og drakk tvisvar eða þrisvar drjúga teyga úr vasapelanum mínum. Annars hafði ég haft megnustu óbeit á vasapelavenj- unni, þangað til ég varð svona bbeyttur og skrítinn í sumar. Nú fannst mér það allt í lagi að ganga með pela í rassvasan- um. Þegar ég kom inn í salirnn aftur var hún að dansa við anm an strákinn, sem var með henni. Eg settist í sætið mitt, en ég fann, að nú fór að svífa bvo á mig, að ég mátti ekki fyllri verða. Rétt á eftir lagði ég í að bjóða henni úpp. Það er líka útslitinn frasi að segja, að hún hafi dansað eins og draumur, en ég veit ekki, hvern ig ég á að koma að því orðum öðruvísi. Það er engin lygi, að hún dansaði dásamlega vel, og aldrei hafði nein kona passað eins vel við mig í dansi, það var eins og við værum listdans par, sem hefði dansað saman í áratugi. Eg kynnti mig fyrir henni, þegar ég bauð henni upp, og þá kom á daginn, að hún hét Halldóra Bjömsdóttir. Eg sagði einhverja lélega brand- ara út af því, að við skyldum heita svona líkum nöfnum. Ekki gerðu þeir brandarar mikla lukku hjá henni, þetta var fín- gerð stúlka, og það var menn- ingarbragur á allri framkomu hennar. Eg spurði hana, hvort hún væri úr Reykjavík eða ut- an af landi, en hún lét sem hún heyrði alls ekki þá spumingu. Svo spurði ég hana, hvar hún byggi 5 bænum. Jú, hún leigði herbergi í Auðarstræti, rétt á næstu grösum við mig. En ein- hvern veginn skildist mér, að hún væri ósköp einmana í ver- Eg fór í húsið í Auðarstræti eg spurði eftir henni. Húsráðand- inn þarna var roskin ekkja, upp rifin og skrafhreyfin. Hún sagði mér, að Halldóra ynni á prjónastofu, en annars vissi hún eiginlega ekki neitt um hana. Þetta væri prúð og kur- teis stúlka, en ósköp hlédræg og orðfá um sína eigin hagi. „Eg auglýsti þetta herbergi í ágúst í sumar“, sagði ekkjan, „og það voru margir, sem vildu Mystkus: strax að kyssa hana í bílnum. Þegar við komum heim á Plóka götuna var ég í slikum hugar- æsingi, að ég fann, að ég varð að sefa hann með meira áfengi. Eg fór að hvolfa í mig koriaki, en gaf henni eitthvert fínt dömuvín Það fór fljótlega að svifa verulega á mig, en þó fór það ekki framhjá mér, að háttalag Halldóru var í meira lagi kynlegt. Það var eins og hún vissi, hvar hver hlutur var aðra skýringu að finna. Eg klæddi mig og fór niður í Auð arstræti. Hún var ekki þar. Eg spurði eftir henni á hverjum degi alla næstu viku. Hún kom ekki heim til sín. Það hefur enginn séð hana síðan.“ V. Hér dokaði Halldór við. ,,Nú eitthvað hefur orðið af mann- eskjunni," sagði ég. „Hún hlýt- ur að hafa gengið í sjóinn. anna ást öldinni og hefði lítið af sínu skyldfólki að segja. Eg bauðst til að aka henni heim í leigu- bíl, en hún afþakkaði það. Þeg ar lokað var hvarf hún mér í fjöldann. Eg fór einm heim. En ég gat ekki sofnað fyrr en ég var búinn að drekka hálfa flösku til viðbótar. IV. Halldór hélt áfram: „Eftir tvo daga stóðst ég ekki mátið. „Frænkan” 17. sýning Gamanleikurinn „Hún frænka mín“ var fyrsta leikrit Þjóðleik- hússins á þessu leikári. Leikritið hefur nú verið sýnt 17 sinn- um og verður næsta sýning leiksins á miðvikudag. — Myndin er af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í aðalhlutverkinu, en hún Ieikur, sem kunnugt er aðalhlutverkið í báðum leikritunum sem sýnd eru í Þjóðleikhúsinu um þessar miuidir. fá það leigt, en mér leizt svo vel á þessa stúlku, að ég lét hana strax fá herbergið. En það er ekki hægt að toga neitt upp úr henmi um hennar fólk, það er eins og hún eigi engin skyldmenni og enga fortíð. Eg veit ekki einu simni enn, livort hún er ættúð úr Reykjavík eða utan af landi, hún svarar ein- hvernveginn út í hött, alltaf þegar ég spyr hana um þetta.“ Eg kvaddi þessa gömlu blað- ursskjóðu, en ekki gat ég hætt að hugsa um Halldóru. Satt að segja gekk ég um í leiðslu og gat ekki hugsað um neitt nema hana. Og fjórum dögum seinna rakst ég á hana á hominu á Hverfisgötu og Klapparstíg. Eg þakkaði henni fyrir síðast og eitthvað tók hún umdir það. Svo sagði ég henni, að ég hefði komið heim til hennar og ætl- að að bjóða henni í Naustið, en hún hefði ekki verið heima. ,,Já“, sagði Halldóra. „Gamla konan, sem ég bý hjá sagði, að það hefði komið svo voða huggulegur maður að spyrja eftir mér.“ „Jæja, nú komum við í Naustið í kvöld“ sagði ég. Hún tók fyrst hálfdræmt í það, en á endanum lét hún undan. Við fómm þangað um kvöldið. Eg sat eiginlega eins og í leiðslu allt þetta kvöld á Naust- inu. Mín konversasjón var áreið anlega ekki upp á marga fiska. Þó var ég að reyna að veiða upp úr henni eithvað um hána sjálfa. „Ertu fædd í Reykja- vík?“ „em foreldrar þínir á lifi?“ „Áttu engim systkini?" „Æ, góði, vertu ekki með þessa forvitni,“ sagði hún bara. Það eina, sem ég fékk upp úr henni var það, að hún væri fædd í Reykjavík, og hefði síðan í sum ar unnið á prjónastofu. Ekkert annað. Það var eins óg hreint tómrúm væri í kringum hana, engim fjölskylda, ekkert bak- svið. Svo hætti ég að spyrja, ég sá, að það var ekki til neins. Satt að segja datt mér varla í hug, áð það þýddi neitt að biðja hana að koma heim með mér um kvöldið. Eg var í raun inni steinhissa, þegar hún féllst á það. Og kanske varð ég enn meira hissa, þegar ég fékk í íbúðinni, þó að hún hefði aldrei komið þar áður. Hún leit á púðana mína, eins og hún þekkti hvern saum i þeim. „Það er eins og þú sért hundkunnug hérna í íbúðinni", sagði ég. Hún gaf ekkert út á það. „Eg var nú orðinn anzi full- ur, en þó held ég, að ég muni nákvæmlega það, sem næst gerð ist, þó að það sé allt saman óskiljanlegt," sagði Halldór. „Allt í einu sagði Halldóra: „Já, þú saumaðir í þennan púða, þegar þú lást í rúminu eftir að þú snérir á þér öklan á Landakotstúninu Já, það var haustið, þegar þú varst sautján ára“ Eg starði á hana. Það lá við, að ég væri búinn að gleyma þessu sjálfur. Það var eing og þessi bláókunnuga stúlka vissi meira um mig og mitt líf en sjálfur ég. Hún bara hló og stríddi mér, þegar ég spurði hana um þetta glápandi af undrun. Eg hefði ekki haldiö, að Hall dóra væri stúlka, sem félli fyr- 'ir blindfullum manni, sem hún þekkti sama og ekki neitt. En þetta skeði samt. Hún var ljúf og góð og vildi koma í rúmið til mín. Eg var því miður orð- inn of fullur til að njóta þess unaðar sem skyldi En þó get ég sagt þér það, að ég hef aldrei á ævinni átt neina því- líka unaðsstund, og ég hef ekki trú á, að ég eigi það eftir. „Þú mátt aldrei fara frá mér, ástin mín,“ sagði ég. „Nei, nú skal ég aldrei fara frá þér aftur,“ sagði Halldóra. Eg sofnaði í faðmi heranar. Klukkan var að verða niu, þeg- ar ég vaknaði morguninn eftir. Eg var dálítið timbraður, en endurminningin frá nóttinni áð- ur læknaði alla timburmenn. Eg opnaði augun og ætlaði að fara að kyssa Halldóru. En hvað var þetta? Eg var einn í rúminu. Halldóra var þar ekki, en fötin hennar, skórnir og taskan voru í svefnhebeginu. Eg fór fram í stofu. Hún var þar ekki, hún var hvergi í íbúðinni. „Ekkí hefur hún farið út nakin“ hugsaði ég. En það var enga Kannske hún hafi verið svona mórölsk, að hún hafi ekki treyst sér til til að lifa eftir það, sem skeði um nóttina." Halldór sagði: „Auðvitað datt mér það í hug. Og þó að það sé ljótt að segja, þá vildi ég nærri óska, að það væri satt. Því miður held ég, að skýring- in sé önnur og miklu voðalegri. Eg held að Halldóra sé alls ekki dáin.“ „Nú, hvar er hún þá?“ spurði ég. „Hvert hefur hún getað farið allsnakin?“ Halldór lét sem hann heyrði ekki þessar spurningar. Svo sagði hann: „Eftir þessa nótt fór ég að finna aftur einhverja breyt- ingu á mér. Mér fór aftur að þykja gaman að sauma í púða. Eg fór aftur að borða fínan mat. Eg lét hárið á mér vaxa og fór aftur að nota ilmvötn. Eg hætti að drekka mig fullan ogfór aftur að prófa fín vín eins og connoisseur og gourmet. Eg fór aftur að hafa yndi af þeim mörgu smáu lilutum, sem voru aðalinntakið í lífi mínu, áður en breytingin kom yfir mig í ágúst. Auðvitáð hugsaði ég mikið um Halldóru, en ég var ekki haldinn þungri sorg, þó að það sé undarlegt, Að sumu leyti leið mér vel. En ég er búinn að finna hana núna. Fyrir nokkrum vikum rakst ég á smásögu eftir Arthur Machen, þann ágæta snilling. Þar segir hann, að það sé ævagömul trú, að enginn sé hrein kynvera, al- ger karlvera eða alger kven- vera. Flestir séu blandaðir, þó að annað eðlið beri hjá flest- um hitt ofurliði. En í hverjum karlmanni býr kona, í hverri konu karlmaður, segir hann. Það sem karlmenn í rauninni elska, er konan, sem býr í þeim sjálfum. þeir elska aldrei neina aðra konu, það er hin eina sqnna ást. Á sama hátt elska konur aldrei neinn, nema karl- manninin í sjálfum sér. Galdra- menn . á miðöldum þóttust kunna aðferðir til að greina hvern einstakling sundur í karl- og kvenveru. Helzta aðferðin var að drekka drykk, sem var kallaður sabbatsvín. Það verk- aði þaúnig, að konan í karl- manninum greindist frá honum sem sjálfstæð vera. Og þau elsk uðust ofsalega, öll önnur ást var eins og hismi og hjóm í samanburði við þann unað. Þessi karl og kona, sem voru sami einstaklingur, unnust í voðalegum, syndsamlegum losta. Önnur eins synd hefur aldrei verið drýgð, önnur eins sæla aldrei verið til á jörðu. Mið- aldamenn töldu líka, að refsing ar fyrir slíka ást væru voða- legri en orð fá lýst. Líklega hafa Forn-Grikkir líka þekkt þessa hræðilegu, syndsamlegu sælu. Hvað voru satírar og nymfur hjá Grikkjum? Satírar áttu ofsafengna ástafundi með konum í skógarlundum, nymf- urnar með karlmönnum. Var satírinn ekki blátt áfram karl- maðurinn I konunni, sem sleit sig frá henni?Og var nymfan ekki kona í karmanninum, sem fékk sjálfstætt líf til að sam- einast aftur sínu upphafi í hræðilegri syndsamlegri sælu?“ „Eg varð þungt hugsandi eftir að ég hafði. lesið þetta“, sagði Halldór. „Hver var Halldóra? Hvaðan kom hún, og hvert fór hún? Eg hef spurzt fyrir í öll- um áttum, en engin veit nein deili á henni. Þetta fólk, sem hún var með á skemmtuninni, vissi í rauninni ekkert um hana. Eg komst að því, að hún fékk herbergið í Auðarstræti daginn eftir að breytingin und- arlega varð á mér í ágúst. Og þegar við háttuðum saman var hún bara að koma heim aftur. Hún fór aldrei út úr herberg- inu. Hún dó ekki. Hún er héma núna.” Halldór rak upp kulda- hlátur, og það var æðislegur glampi í augunum á honum. Svo fór hann. Nokkrum dögum seinna frétti égí að Halldór Björasson væri kominn á Klepp og að læknam ir teldu, að hann væri með ó- læknandi geðveiki. Mysticus. Kaupmenn — Iíaupfélög Fyrirliggjandi MILLIFÓÐUR (full gaze) FÓÐUREFNI 140 cm TAFTFÓÐUR 115 cm. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun Grettisgötu 6 — Símar 24478 og 24730, «

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.