Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 8
\ Úr einu í annað Feðranna frægð — Kurfsháttur Tím ans — Bílstjórar og jólin — Her- mann og þorskurinn — Eitrun — Mest heillandi viðtal vikunnar Þrír smástrákar voru á leið á iþróttavöllinn að horfa á kapplei'k, og ræddu sín á milli um afrek feðra( sinna í knattspyrnunni. Pabbi spila'ði með KR þegar það var Reykjavíkurmeist- ari, sagði einn snáðinn hróðugur. Og pabbi spilaði tvisvar meö Fram þegar þeir voru meistarar, sagði amnar, og þóttist heldur en ekki maður. Sá þriðji þagði lengi, en sagði svo: Pabbi spilaði með Ak- umesingum í fjögur eða fimm ár. Urðu hinir tveir all-hlessa á frægð föður þessa félaga síns. Eftir leikinn fóm snáðar heim, og sagöi sá síðastnefndi móður sinni hve vel sér hefði tekizt að hrósa föður sínum. Móðir hans leit hálf-undrandi á þetta hugmyndaríka af- kvæmi sitt. en sagði að lokum: Þú hefðir mátt minnast á það, að pabbi þinn lék á har- moniku í Skagahljómsveitinni. Það hefur vakið nokkra furðu, að Tímiim er að reyna í bamslegri einfeldni, a'ð leyna „landsmenn’ því að láns- útboð okkar í Lcndon markaði timamót í þessum efnum í Englandi, eftir stríð. Tíminn prentar ekki eitt einasta orð um þetta, og má heita að það sé met í smekkleysi. kúrfshætti og klaufaskap, þar sem Mogginn er ekki að- eins keyptur inn á öll sveitaheimili. sem Tíminn er sendur, heldur flest önnur sveitaheimili landsins. Blaðið minnist ekki á þessa merku frétt, og er hún þó frá blaðamennsku sjónarmiði forsíðufrétt, hvar sem blaðið stendur í pólitík. I þessu sambandi væri fróðlegt að spyrja: Hvenær á dögum vinstri stjómarinnar hefði hún þorað, að bjóða út slíkt lán sem þetta — ef ekki væri vegna annars en fjár- málamenn um alla Evrópu hefðu hlegið hana í hel? Áður en jólaösin kemst í algleyming ætlu stjórnendur bifreiðastöðvanna a'ð skipa bílstjórum sínum, þótt þeir eigi b'ilana sjálfir og borgi stöðvargjaldið, að gera jóla- innkaup sín áður en ösirs hefst, svo þeir þurfi ekki að leggja bilum sínum meðan þeirra er mest þörf. Þetta skeytingar- cg þjónustuleysi er of algengt; og ættu bíl- stjórar að vita, að stöðu þeirra vegna, er þeirra mest þörf á þessum tíma. (Um bílstjóra, sjá frekar í KAKALA á 4. síðu). Hermann, uppnefndur froskur, kunnur Reykvikingur, vann og vinnur oft á sjó, kann vel til verka. Hefur hnnn veri'ð eftirsóttur á togara, en þar kreppir skórinni vegna manneklu eins ogvíðar. Hermann var einn veturinn „haus- ari“ og þótti afkasta mikill en ekki sérlega vandvirkur. Eitt sinn er hann var að hauaa á dekki, kallaði skipstjór- inn úr brúnni hátt og skýrt: Hvað er þetta Hermann, geturðu ekki hausað fiskinn hreinlega?" Hermann leit upp, móðgaður á svip og spurði: „Viltu ekki að ég bursti i honum tennurnar líka.“ Það fuku allar fínu fjaðrimar af borgarlæknis embætt- iu í s.l. viku þegar uppvíst varð að nokkrir menn hefðu eitrast af kæfuáti Var gefið upp þegar í stað, ástæ'ðan fyrir eitmninni, nafn og staðsetning viðkcmandi fyrirtæk- is. Þessi röggsamlega afstaða hefði vissulega verið hepp- leg þegar eitmnar var mikið vart í fólki, sem keypti ofan- álegg úr annarri matarverzlun, en engin nöfn nefnd. — Árangurinn var sá, að viðskiptavinir forðuðust verzlunina vikum, ef ekki mánuðum saman, og það er ekJki fyrr en nú, að heilbrigt ástand ríkir þar aftur. Það er ekki alltaif heilladrýgst a'ð þegja. Og að lokum, megum við birta mest heillandi frétt vik- unnar, sem birtist í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. Fréttin er birt í heilu lagi., utan myndar af bifreiðinni 13533, öranur merki ólæsileg: „Fréttamaður og ljósmyndari Mbl. áttu leið um Bamkastræti og tóku tali ungan pilt, sem sat í spán jum Ford Consul bíl og seldi happdrættismiða. Hvað heitir þú? — Einar Bjamason. — Hvemig gengur salan? — Heldur treglega. Fólk kemur oft hér og segist ætla að kaupa miða seinna, svo að það má búast við að salan fari ekki að færast I aukana fyrr en síðustu dagana. ___Hvað kostr miðinn? — 50 krónur.“ — Endir. - SJÓNVARP - — Þessa viku — Sunnudagur 16. desember. 14.00 Chapel of the air 14.30 Wide World of Sports 15.45 The Sacred Heart 16.00 Wonderful World of Golf 17.00 Air Power 17.30 The Christophers 18.00 AFRTS news 18.15 SPORTS Roundup 18.30 The DANNY Thomas show 19.00 Perry Como music hall 20.00 The ED SULLIVAN show 21.00 Rawhide 22.00 CBS reports 23.00 Bell Telephone Hour Final editon news Mánudagur 17. desember 17.00 Cartoon carnival 17.30 Dobie Gillis 18.00 AFRTS news 18.15 Americans at work 18 30 DUPont Cavalcade 19.00 The Ed Sullivan Show 20.00 DEATH VALLEY days 20.30 The George Gobel Show 21 00 The defenders 22.00 Ford Startime 22.30 Decoy 23.00 Twilight zone 23.30 Peter Gunn Final edition news Þriðjudagur 18. desember. 17.00 The Bob Cummings Show 17.30 Let’s travel 18.00 AFRTS news 18.15 The Great Lakes 18.30 TheAndy Griffith Show 19.00 Disney presents 20.00 The real McCoys 20.30 DinahShore Show 21.30 The Du Pont Show of the Week 23.00 The Lawrence Welk Show Final edition news Miðvikudagur 19. desember. 17.00 What’s my line? 17 30 Sea hunt 18.00 AFRTS news 18.30 Armed Forces Screen Magazine 18.30 Frank McGee’s Here and Now 19.00 Desilu Playhouse 20.00 Bonanza 21 00 The Texan 21.30 I’ve Got a Secret 2? 0;: Fight oí the Week 22.45 Northern lights playhouse „Bengal Tiger“ Finai edition news Fimmtuc'agur 20. desember ]t' i..., .iartoon carnival 17.30 1, 2, 3 go! 18.00 AFRTS news 18 15 The telenews weekly 18.30 Jack Benny 19 00 Zane Grev theater 19.30 The Dick Powell Show 20 30 Perry Como Show 21 ? : Bat Masterson 2” 00 The untouchables "r> Science fiction theater 23.30 Sports Special Final edition news Föstudagur 21. desember. 17.00 Scenes from American history 17.30 So this is Hollywood 18 00 AFRTS news 18 15 índustry on parade 18.30 Lucky Lager sports time 10.ro Current events 19.30 Four Star Anthology 20 íifi rhe Garv Moore show 21.00 U.S.O. Christmas Show 22.00 The Bob Newhart Show 22.30 v ■rthe’-o Itshts Dlayhouse „Four Daughters'* Final edition news Laugardagur 22. desember. ]C 00 Cartoon carnival I1 r-i Captain Kangaroo ..0 Robin Hood 1? ?0 The Shari Lewis show 13 00 Current events 14 ho Sports time 16.30 Tt’s a wonderful world The price is right 17 ?0 Phil Silvers vrtS news 1 roecial 1' 'lhaplain’s comer 'he big picture 'andid camera 1 "’erry Mason ? '’anted dead or alive r Uinsmoke 21 " Uave gun — Will travel fhe Gary Moore Show 23.0 'torthem lights playhouse „Mildred Pierce" Final edition news. Bl&ó fynr alla Mánudagur 17. desember 1962 Blóðugur bardagi í Máli Jhannes Helgi N Ý B Ó K : Hin hvíta segl Jóhann es Helgi er í fremstu röð ynðri rithöfunda ok'kar, og endurminningabók hans um Jón Engiiberts, „Hús málar- ans“, vakti þjóðarathygli, en því olli í senn efná hennar og mál og stíll höfundarins, enda vinnubrögð hans nýstárleg og sérstæð tilraun í islenzkri bók- menntas'ígu. HIN HVÍTU SEGL er ævi- minninigar Andrésar P. Matthí- assonar, sjómanns í Keflavík, en hann hefur í meira en hálfa öld stundað sjóinn á skútum, vélbátum, togurum og hámöstr u'ðum seglskipum, sigltheims- og gist fjarlæg lönd. Andrés glímir við ægi enn í dag — nær sjötugur að aldri, og hann man vel morgun lífs síns með Frans mönnum vestur í Haukadal 1 Dýrafirði, hádaginn þegar hann stýrði seglskipi suður við mið- jarðarlínu. styrjaldirnar tvær og loks ævikvöldið þegar hann hoi-fði á bróður sinn fljóta ör- endan í sjónum. Andrés man ennfremur minn- isstæða menn eins og Jóhanmes Ólafsson föðurbróður sinn á Þingeyri, Ellefsen á Sólbakka, Hannes Hafstein í aðförinni gegn iandhelgisbrjótum á Dýra fir'ði og Nielsem fyrsta fram- kvæmdastjóra Eimskipafélags Islands, sægarpana frægu: Eld- eyjar-Hjalta, Ásgeir Sigurðs- son, og Ingvar á Lagarfossi og Pál og Aðalstein á Belgaum, og þjóðsagnapersónur á borð við Stjána bláa og Jón rauða, sem svaf í likhúsinu í Bordeaux. Allt þetta og miklu fleira rifjar Andrés upp, og Jóhannes Helki kemur æviminnimgum hans ógleymanlega’ á framfæri við lesendur. Kommúnistar... Frafhald af 1. síðu. EINSTÆTT TÆKIFÆRI Tækifæri er eftir hálft ár, að þurrka burtu kommúnista. gera i veldi þeirra sem ræfillegast og endanlega losna alveg við þá, svo þróunin fram á við geti haldið áfram, án skemmdar- verka. Með núverandi stefniu og sofandahætti getur svo farið, að við verðum eins háðir aust- anvaidinu og kommar vilja, og það hefur reynzt kotríkjunum erfitt, að losa sig við aust- ræna bandamenn, ef þeim er gefin fótfesta. Sjálfstæðisflokk uriran, sem er, þrátt fyrir allt, það skársta. sem enn berst við komma, er að bregðast hlut- verki sínu, ef hann herðir ekki baráttuna. Það ætti nú áð liggja fyrir Ólafi Thors að afhenda kommunum sínum þetta land til eignar cg ábúðar, en þó sér- staklega yfirráða. Frafhald af 1. síðu. stóran hóp sjómanna. Leiknum lauk þannig, að mær tuttugu sjó menn voru fluttir inn í Siðu- múia og þar í dyflissu kastað, en lögregluþjónar bundu sár sín. Vcru sjómennirndr leystir út á föstudagsmorgun en sektir námu frá röskum 700 krónum og þaðan af minna. Hlægileg viðbrögð Yfirvöld borgarinnar hafa gert sig hlægileg, er þau til- kynna að loka verði Vetrar- garðinum, sem er Iangt frá í- búðarhúsum, vegn,a hávaða og ærsla, en leyfa að slík veitinga hús reki starfsemi sína í miðj- um íbúðahverfunum. Ekki vilj- um vér mæla með nokkurri lok un, því sumir verða að sækja svona staði og þá verða þeir að vera opnir, en ranglega finnst oss ráðizt að Vetrargarðs- mönnum, og ranglega gert upp á milli eigenda þessara staða ef öðrum er lokað. Betri hegðan Einn lögregluþjónanna, sem viðstaddir voru bardagann lét svo um mælt, að mikill væri munur á framkomu gesta 1 vín húsunum en þarna og ættu slík ir menn að vita hvað þeir tala um. Ráðlegast væri, að herða á eftirliti beggja staðarana, en ekki grípa til gömlu aðferðar- innar, að loka, loka, lo'ka. og Mynd Giæsileg bók Hér á landi hefur jafnan ver ið ríkjandi áhugi á fróðleg- um ferðabókum og fjarlægum landlýsingum og meðara fáir aðr ir en ríkismenn og höfðingjar gátu veitt sér þann munað að „sigla“ lét alþýða manna sér nægja að lesa slíkar bækur og líta fjarlæg lönd me'ð augum ferðabókahöfunda. Nú er sú lenzka upp komini og ekki að lasta, að margir leggja land undir fót eða öllu heldur loft undir vængi og bregða sér til útlanda. Samt munu fáir einir leita lengra en til landa innan hins gamla eða nýja heims en Afrí’ka, Asía og Ástralía verða enn sem fyrr fjarlægur draumur, sem menn lesa um í fróðlegum bókum. Og fyrir því ber að fagna útkomu hinnar glæsilegu bókar Hniatt- ferð í Máli cg Mynd, sem Bóka forlag Odds Björnssonar sendir nú á jólamarkaðinn. Þessi bók er frábærlega skemmtileg og um leið fróðleg og hafa hvorug ir legið á liði sínu, höfundar ritaðs máls og ljósmyndarar. Myndir mumu vera prentáðar í beztu prentsmiðju Svisslands en hinn íslenzki texti er prentað- ur á Akureyri. I bókinni Hnattferð í Máli og Mynd er farið fljótt yfir sögu, enda víða komið við. Þetta er eiguleg bók. ekki sízt fyrir heimili sem eiga börn eða unglinga á s'kólabekk. Fátt hefur verið melra umdeilt en kvikmyndin Kleópatra og aðalleikkonan Elizabeth Taylor, sem hleypur milli manna líkt og frambjóðandi milli kjósenda, og liafa orðið uin hana hinir mestu flokkadrættir. Myndin kostaði yfir 25 milljónir dollara, og sýnum við hér eitt atriði úr henni, dansmey, sem skemmtir liiraum rómversku höfðingjum. 4 t

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.