Morgunblaðið - 15.07.2005, Side 1

Morgunblaðið - 15.07.2005, Side 1
2005  FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EYJAMENN Í SLÆMUM MÁLUM EFTIR JAFNTEFLI / C2 HEIÐAR Davíð Bragason hefur leikið manna best á Meistaramótum klúbbanna sem nú standa sem hæst. Hann er í GKj í Mosfellsbæ og er á fimm höggum undir pari eftir fyrst tvo dagana, lék fyrsta daginn á 69 högg- um og í gær var hann á 70 höggum. Ingi Rúnar Gísla- son golfkennari hjá GKj er annar þar á bæ á tveimur höggum undir pari og Sigurpáll Geir Sveinsson er þriðji á einu höggi undir pari. Fínt skor í Mosfells- bænum. Mikil keppni er í kvennaflokki þar sem Helga Rut Svanbergsdóttir og Nína Björk Geirsdóttir eru báðar á 160 höggum og Katrín Dögg Hilmarsdóttir þremur höggum þar á eftir. Ólafur Már Sigurðsson er með forystu hjá GR, lék hringina tvo á einu höggi undir pari og höggi á eftir honum á pari er Sigurjón Arnarsson. Fimm höggum þar á eftir koma þrír kylfingar. Ragnhildur Sigurð- ardóttir er með fimm högga forystu í kvennaflokki hjá GR. Anna Lísa Jóhannesdóttir er önnur og Helena Árnadóttir þriðja, fimm höggum á eftir Önnu Lísu. Heiðar Davíð fimm höggum undir pari Þegar Morgunblaðið náði tali afKristjáni voru leikmenn enn að jafna sig eftir leikinn en að sögn Kristjáns var hitinn næst því að vera óbærilegur. „Menn eru algerlega búnir eftir leikinn, leikmennirnir hafa verið að þamba vatn og orkudrykki til að halda sér á löppunum. Tveir leik- manna minna voru komnir með svima í hálfleik þannig að þetta var mjög erfitt,“ sagði Kristján en var þrátt fyrir þreytu afskaplega ánægður með sigurinn og sagði að forskotið ætti að duga þeim til að komast áfram. „Það er ekki hægt að neita því að gott er að fara heim með fjögurra marka forskot og við hefðum jafn- vel getað skorað fleiri mörk á þá enda stjórnuðum við þessu öllu saman í síðari hálfleik. Það er líka alveg ljóst að ef við verðum vakandi í seinni leiknum þá ættum við að vera komnir áfram, það verður alla vega erfitt að kyngja því að tapa með fimm mörk- um heima.“ Tókum til hjá okkur í hálfleik Kristján sagði leikmenn Etzella hafa virkað stressaða og þegar Hörður skoraði fyrsta markið hefðu þeir farið að efast um sjálfa sig. Et- zella hefði samt verið meira með boltann. „Þetta byrjaði frekar jafnt og virtist sem stress væri í báðum lið- um. Þeir fengu snemma gott færi þegar sóknarmaður þeirra komst einn inn fyrir vörnina en Ómar varði vel með úthlaupi. Boltinn hrökk þá til Gests sem gaf langa sendingu inn fyrir vörn þeirra, Hörður hljóp boltann uppi og klár- aði færið. Þetta var klárlega vendi- punktur í leiknum en þrátt fyrir það þróaðist leikurinn þannig að þeir voru meira með boltann. Í hálfleik tókum við aðeins til hjá okkur og löguðum það sem aflaga fór og í seinni hálfleiknum steinlá þetta,“ sagði Kristján sem bjóst við sterkara liði og ekki við svo stórum sigri. „Ég vissi að vísu ekki mikið um þetta lið. Vissi að þeir eru með sex landsliðsmenn frá Lúxemborg og bjóst við þeim sterkum. Þeir fengu líka færi en vörnin hjá okkur var mjög grimm og Ómar var að verja vel. Þá átti Hörður mjög góðan leik, skapaði sér góð hlaup og las varnarlínuna mjög vel. Hann hefði alveg getað skorað tvö og jafnvel þrjú mörk í viðbót.“ „Stjórnuð- um þessu öllu saman“ BIKARMEISTARAR Keflavíkur gerðu góða ferð til Lúxemborgar og lögðu Etzella 4:0 í forkeppni UEFA-keppninnar í gærdag. Hörður Sveinsson átti stórleik og skoraði öll mörk Keflvíkinga, það fyrsta á tíundu mínútu - þannig var staðan í hálfleik - og bætti svo við þremur mörkum á síðustu þrjátíu mínútunum. Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflvíkinga, hefur því draumastöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á Laugardalsvelli 28. júlí. Keflvíkingar unnu stórsigur á Etzella frá Lúxemborg Hörður Sveinsson skoraði öll fjögur mörk Keflvíkinga. Ljósmynd/Frosti Ólafur Már Sigurðsson er með eins höggs forystu eftir tvo daga á Meistaramóti GR en meist- aramót klúbbanna hér á landi standa nú yfir. Hér einbeitir hann sér að pútti á Korpunni. ENSKA úrvalsdeildarfélagið Ars- enal samþykkti í gær tilboð ítalska stórliðsins Juventus í fyr- irliða liðsins, Patrick Vieira. Upp- hæðin hljóðar upp á tuttugu millj- ónir evra, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vieira, sem er 29 ára, gengst undir lækn- isskoðun í Tórínó í dag og ef allt gengur að óskum mun hann skrifa undir fimm ára samning við Ítalíumeistarana í kjölfarið. Juventus greiðir Arsenal tíu millj- ónir evra eftir að leikmaðurinn skrifar undir samningi, fimm milljónir 14. ágúst 2006 og fimm milljónir ári síðar. Vieira var keyptur til Arsenal árið 1996 frá AC Milan og var fyrsti leikmaðurinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðs- ins, keypti. Vieira hefur verið lyk- ilmaður í liðinu síðan og unnið þrjá Englandsmeistaratitla, árin 1998, 2002 og 2004. „Eftir að hafa verið í níu ár hjá félaginu er gíf- urlega erfið ákvörðun að fara, en ég varð að hugsa um framtíð mína,“ var haft eftir Vieira á vef- svæði Arsenal. Hann sagðist þurfa að vaxa og mæta nýjum áskorunum og Juventus hentaði honum vel. „Ákvörðunin var erfið en ég er sáttur við hana.“ Hjá Juventus eru fyrir sam- herjar Vieira hjá franska lands- liðinu, David Trezeguet og Lillian Thuram. Arsene Wenger sagðist deila sorginni með áðdáendum liðsins. „Patrick var frábær leikmaður fyrir félagið, einn af betri í sög- unni og mér finnst við eiga sér- stakt samband þar sem ég fékk hann til liðsins. Ég held að áhrif hans, ekki aðeins á Arsenal held- ur enska knattspyrnu, séu gíf- urleg,“ sagði Wenger. Arsenal samþykkir tilboð í Vieira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.