Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 31  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV Hverju myndir þú fórna fyrir fjölskylduna? Magnaður spennutryllir af bestu gerð með Bruce Willis í toppformi  „þrusuvel heppnuð spennumynd” K & F „ r s vel e s e ” Sýnd kl. 5.30 og 10.30 B.I. 16 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV Sýnd kl 8 og 10 B.I. 16 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Miðasala opnar kl. 17.15 Sýnd kl 6, 8.30 og 11 SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! r f r ir v r ! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.45 B.I. 16 SÍÐUS TU SÝ NING AR Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sími 551 9000 ☎ - BARA LÚXUS553 2075  „þrusuvel heppnuð spennumynd” K & F „ r s vel e s e ” 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu Þorir þú í bíó? Byggt á sannri sögu Sýnd kl. 3, 5 og 6 íslenskt tal Sýnd Kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Gamanleikarinn Will Ferrel skorar feitt og hressilega í myndinni. Ekki missa af fjölskyldugrínmynd sumarsins. AÐEINS EINN MAÐUR GAT LEITT ÞETTA LIÐ TIL SIGURS... SÁ MAÐUR VAR UPPTEKINN. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna! SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 3 og 8 T O M C R U I S E -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2   -Blaðið YFI R 30. 000 GE STI R Sýnd kl. 10.15 B.i 14  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV  „þrusuvel heppnuð spennumynd”K & F -KVIKMYNDIR.IS  -S.V. Mbl.  -Steinunn /Blaðið  lí j i i , i il j i i j l l JAMES Patterson er frægur spennusagnahöfundur vestanhafs, og reyndar vinsæll hér á landi líka, þekktastur fyrir bækur sínar um leynilögreglumanninn/sálfræðing- inn Alex Cross. Hann hefur líka skrifað fjöldann allan af bókum með öðrum söguhetjum, þar á með- al tvær um dýralækni og alríkislög- reglumann sem flækjast inn í til- raunir á erfðabreyttum börnum. Börnin, sem eru vængjuð og gríð- arlega sterk, eru fórnarlömb sið- lausra vísindamanna, sem starfa á vegum hins opinbera vestanhafs. Börnin eru fimm og eitt þeirra er stúlka sem kölluð er Max. Stúlkan Max er svo helsta sögupersóna og sögumaður þeirrar bókar sem hér um ræðir, Maximum Ride: The An- gel Experiment, en Max er einmitt stytting á Maximum Ride. Fyrri bækur Pattersons þar sem vængjaða stelpan Max kemur við sögu eru bækur fyrir fullorðna, þó söguþráður í þeim sé býsna æv- intýrakenndur, en þessi nýja bók er aftur á móti ætluð börnum eða ung- mennum og greinilegt er að hér hefst mikill sagnabálkur, þ.e.a.s. ef undirtektir eru góðar. Stíllinn er ekki ósvipaður þeim stíl sem Pat- terson hefur áður beitt, kaflarnir eru stuttir og frásögnin hröð, full- hröð reyndar, óðamála á stundum, en það er mikið á seyði. Ýmislegt er órökrétt og afkára- legt í framvindunni og kannski ekki við miklu að búast af barnabók, en sumt er þó fullfáránlegt, eins og það er þau neyðast til að setjast upp í bíl til að komast undan óþokk- um – þó ekkert þeirra hafi sest undir stýri áður líða ekki nema nokkrar mínútur þar til þau eru bú- in að ná nógu miklu valdi á bílnum til að geta komist undan þrautþjálf- uðum föntum. Eins er það ótrú- verðugt hvernig þau geta hreiðrað um sig í Miðgarði í New York eins og ekkert sé, komast yfir fé einmitt þegar þörfin er mest og svo má telja. Einnig er orðfæri söguhetj- unnar fullfullorðinslegt og ekki lík- legt að hún hafi náð þeim þroska sem hún sýnir með því að horfa á bandarískt sjónvarp og lesa tíma- rit, en þaðan hefur hún víst obbann af sínum fróðleik. Vísindamennirnir eru líka svo siðlausir að undrum sætir, varla mannlegir. Þrátt fyrir þessa galla er bókin prýðileg skemmtilesning, atburða- rásin æsileg, grunnhugmyndin hæfilega óttaleg og nóg af átökum. Max er líka forvitnileg söguper- sóna. Nokkuð er um ofbeldi í bók- inni, sem þó verður ekki yfirþyrm- andi, en óneitanlega eru átökin undir lokin átakanleg þó eitthvað segi manni að ekki sé allt sem sýn- ist. Helsti galli bókarinnar er þó að hún endar ekki, þ.e. bókin klárast en svo margir endar eru lausir að maður verður hálfgramur að þurfa að bíða eftir næstu bók til að fá ein- hvern botn í það sem fram fór. Það segir sitt um markaðs- setninguna að á bókinni er límmiði með áletruninni (á ensku vit- anlega): „Þessir krakkar þurfa ekki sóp til að fljúga“. Börn með vængi Árni Matthíasson Maximum Ride: The Angel Experiment, skáldsaga eftir James Patterson. Headline gefur út. 406 síður innb. HLJÓMSVEITIN Brim fagnaði tíu ára afmæli sínu um helgina og spil- aði á tvennum tónleikum, á Innipúk- anum á laugardagskvöld og á skemmtistaðnum 22 á sunnudags- kvöldið. Myndirnar þaðan tala sínu máli. Brjálað partí hjá Brimi Gunnlaugur Briem var gestatrommari hjá Brimi. Í hljómsveitarjökkunum góðu. Beta Rokk tvistaði uppi á borði. Morgunblaðið/Eggert Vonandi skemmtu þau sér vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.