Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 37 MENNING Ég skrifa vegna þess að þúlest,“ segir Eric-EmmanuelSchmitt sem er einn tutt- ugu erlendra höfunda sem sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík. Spurningin um það hvers vegna bókmenntir eru skrifaðar hefur dúkkað upp reglulega í aldaraðir enda eru bókmenntir ekki sjálf- sagður hlutur. Í því samfélagi sem við búum í nú hér uppi á Íslandi, fullt af velmegandi miðstéttarfólki sem þarf ekki að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut, er til dæmis ekki hlaupið að því að koma auga á tilgang eða gildi bók- menntaskrifa, eitthvert raunveru- legt hlutverk þeirra í samfélags- myndinni. Skiptir það einhverju máli um hvað jólabækurnar fjalla? Margaret Atwood minnti okkur á það í setningarræðu bókmenntahá- tíðarinnar í Norræna húsinu á sunnudag að í sumum erlendum samfélögum er þessu öðruvísi farið. Hún tók dæmi af tyrkneska rithöf- undinum Orhan Pamuk sem hefur nú verið dreginn fyrir rétt fyrir að segja satt og rétt frá dauða Armena og Kúrda í heimalandi sínu í fyrri heimsstyrjöld. Og Eric-Emmanuel Schmitt segist sjálfur hafa verið í Póllandi í síðustu viku þar sem spurningin um gildi bókmennta- skrifa hafi verið efst á baugi enda miklar breytingar að eiga sér stað eftir að kommúnisminn féll. Schmitt segist hafa orðið mjög ánægður að bókmenntirnar væru hluti af hinni pólitísku umræðu í Póllandi en ekki bara til afþrey- ingar. „Ég hef bæði persónulegar og siðferðilegar ástæður fyrir skrifum mínum,“ segir Schmitt þegar hann er spurður hvers vegna hann skrifi. „Ég skrifa vegna þess að þú lest. Ég myndi ekki geta sætt mig við að lifa sem einstaklingur sem á bara eitt líf og einn líkama nema vegna þess að ég get tengst öðrum mann- eskjum í gegnum skrifin, ég get endurskapað sjálfan mig í líki ein- hvers annars, orðið einhver annar og ég fæ líka nýtt líf þegar einhver annar les mig.    Ég skrifaði fyrstu bókina mínaþegar ég var ellefu ára. Í bókahillu föður míns var ritsafn fransks glæpasagnahöfundar. Bæk- urnar voru 21. Ég var mjög hrifinn af þessum bókum. Aðalsöguhetjan var glæpamaður en góður inn við beinið eins og Hrói höttur. Hann var gæddur þeim einstaka hæfi- leika að geta breytt sér í aðra manneskju. Mér fannst það heillandi hugmynd. Ég las allar bækurnar og skrifaði síðan tutt- ugasta og annað bindið. Siðferðilegar ástæður fyrir skrif- um mínum eru þær að ég vil stuðla að meiri virðingu og umburðar- lyndi, bæði fyrir öðru fólki, annars konar hugsunarhætti og fyrir mannlegu ástandi yfirleitt. Bækur mínar eru ferðalög inn í annað fólk, aðra heima, önnur trúarbrögð.“ Schmitt á mjög forvitnilega sögu að baki. Hann er heimspekingur, menntaður í einum af virtustu há- skólum Frakklands, Ecole Normale Supérieure. Hann lauk doktors- prófi 23 ára í Diderot og fór að kenna við Háskóla. Hann segist sjálfur hafa verið góður heimspek- ingur og átt möguleika á að ná langt í faginu. En hann hafði líka verið sískrifandi allt frá æsku, bara aldrei fundið rétta tóninn. Vendi- punktur varð í febrúarmánuði 1989. Schmitt var á ferðalagi um Ahaggar-eyðimörkina ásamt vinum og villtist.    Ég var týndur heila nótt og héltég myndi deyja en ég var ekki hræddur, mér leið þvert á móti mjög vel, þetta var í raun dásamleg nótt. Ég gróf mig ofan í sandinn til að halda á mér hita, horfði upp í himinhvolfið og sannfærðist um að það væri til einhver æðri máttur sem verndaði okkur. Ég var trúlaus þegar ég fór inn í eyðimörkina en trúaður þegar ég sneri aftur. Og í kjölfarið byrjaði ég að skrifa allt öðru vísi en áður. Ég fann einhvern innri samhljóm sem bergmálaði í skrifunum. Og uppfrá því hef ég ekki hætt að skrifa en gefið fræði- störfin upp á bátinn.“ Schmitt byrjaði ferilinn sem leik- ritaskáld en tvö verka hans hafa verið sýnd hérlendis, Abel Snorko í Þjóðleikhúsinu og Gesturinn í Borgarleikhúsinu. Þrjár skáldsög- ur hans hafa komið út hérlendis en það eru Hr. Ibrahim og blóm Kór- ansins, Milarepa og Óskar og bleik- klædda konan. „Ég skrifa vegna þess að þú lest“ ’Ég var trúlaus þegarég fór inn í eyðimörkina en trúaður þegar ég sneri aftur.‘ AF LISTUM Þröstur Helgason Morgunblaðið/Þorkell „Ég myndi ekki geta sætt mig við að lifa sem einstaklingur sem á bara eitt líf og einn líkama nema vegna þess að ég get tengst öðrum manneskjum í gegnum skrifin,“ segir Eric-Emmanuel Schmitt. throstur@mbl.is KÁTT var á hjalla þegar vetrar- tónleikaröð Salarins gekk í garð sl. miðvikudagskvöld með afar fjölskrúðugum „opnunartón- leikum“ í tilefni af fimmtugasta af- mælisári Kópavogsbæjar. Það var gaman að þessari fjölskylduvænu kvöldstund, jafnvel þótt úr teygð- ist í nærri þrjá klukkutíma. Eftir ljúfkímna kynningu Vigdísar Esradóttur hússtýru á því helzta sem í vændum er í vetur flutti 39 manna Skólahljómsveit Kópavogs [lúðrasveit] fimm atriði, þar af tvö í útsetningu stjórnandans, við góð- ar undirtektir. SK-sveitin sigraði sem kunnugt er nýlega í norrænni lúðrasveitakeppni í Gautaborg. Hvarflaði ósjálfrátt að manni, að auk samstilltrar snerpu hafi fít- onskraftur ungmennanna sagt til sín andspænis „den skandinaviske pænhed“, sem danskur tónsmiður kvað eitt sinn versta dragbítinn á suðnorrænni tónmennt. Úr miðils- virkum útsetningum Össurar Geirssonar stóð einkum upp Gvendur á eyrinni í síðasta hluta Fjögurra íslenzkra bítlalaga. Ólafur Kjartan Sigurðarson bassabarýton söng næst með Pet- er Máté við Steinwayflygilinn fjögur lög, síðast „Til letinnar“, kostulega lofgjörð hins annars lús- iðna Haydns, og volduga aríu Gér- ards úr „Andrea Chénier“ eftir Giordano, Nemico della patria. Túlkunin var víðfeðm að vanda, þó að álagsvottur hæstu tóna ylli ör- litlum áhyggjum um framtíðar- velferð þessa glæsilega radd- hljóðfæris. Í kynningum sínum fagnaði Ólafur m.a. metnaðar- fullum óperuáformum bæjaryf- irvalda. Eftir hlé komu fram 40 stúlkur í Skólakór Kársness undir drifmik- illi stjórn Þórunnar Björnsdóttur og sungu fyrst við samleik Djass- kvartetts Reykjavíkur tvö lög eftir Sigfús Halldórsson, að und- angengnum flutningi kvartettsins á Dagnýju Halldórs. Þó að söng- urinn væri án djasssveiflu kom samflotið engu að síður ágætlega út. Þar næst söng kórinn átta lög við píanóleik Marteins H. Frið- rikssonar, flest frá Japan en einn- ig frá Bandaríkjunum („Stuff ’n’ nonsense“, viðamikið númer útsett af Norman Luboff), Bretlands- eyjum og Frakklandi, og gerðu þau sig jafnvel enn betur í frísk- legum og tandurhreinum söng stúlknanna. Fimm piltar bættust síðan í kórinn í tveim skemmti- legum lögum eftir Ragnhildi Gísla- dóttur þar sem af bar hið lagrænt ferska og hrynvakra Ég á lipra hendi – með bráðhressum gauks-andköllum í viðlagi. Klassíska kammertónlistin var neðst á blaði. Hinn kornungi Jó- hann Nardeau (17) blés á trompet kröfusnörp Tilbrigði Arbans við stef úr Normu Bellinis af þvílíku öryggi að viðstaddir stóðu á önd- inni af hrifningu. Loks fluttu við píanósamleik Peters foreldrar piltsins, flautuleikarahjónin Guð- rún Birgisdóttir og Martial Nard- eau, Fantasíu K. og F. Dopplers um lög úr Rigoletto Verdis með ómótstæðilega dillandi sjarma og svo hárnákvæmri samstillingu að ekki gekk ångström á milli. Í blá- enda söng hálfur kórinn með litlum blásaraflokki úr SK hið fal- lega nýja afmælislag bæjarins eft- ir Þóru Marteinsdóttur, Hér á ég heima. Það var því varla nema von að hlustendur röltu ánægðir út í haustnóttina. Kátt á hjalla í Kópavogi TÓNLIST Salurinn Opnunartónleikar Tíbrár. Skólahljómsveit Kópavogs u. stj. Össurar Geirssonar. Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton, Guð- rún Birgisdóttir & Martíal Nardeau flaut- ur, Jóhann Nardeau trompet, Peter Máté píanó, Djasskvartett Reykjavíkur (Sig- urður Flosason, Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Erik Quick) og Skólakór Kársness u. stj. Þórunnar Björnsdóttur við píanóundirleik Marteins H. Friðrikssonar. Miðvikudaginn 7. sept- ember kl. 20. Blandaðir tónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Þriðjudagur 13. september 12.00 Hádegisspjall í Norræna húsinu. James Meek, Hjálmar Sveins- son. Javier Cercas, Jón Hallur Stefánsson. 15.00 Eftirmiðdagsspjall í Nor- ræna húsinu. Karen Duve, Thomas Brussig, Jórunn Sigurðardóttir (á þýsku). 20.00 Upplestur í Iðnó. Mehmed Uzun, Þórunn Valdi- marsdóttir, Karen Duve, Vil- borg Davíðsdóttir, Nick Hornby. Bókmenntahátíð Á LAUGARDAGINN sl. gafst ís- lenskum list- og kvikmyndaunn- endum einstakt tækifæri að sjá nýja kvikmynd eftir Matthew Barney, De Lama Lâmina (Hnífur, úr leir), 55 mínútna verk sem listamaðurinn vann eftir að hann hafði lokið hinum mikla Cremast- er-hring, röð kvikmynda sem tefla fram sagnasmíð sem byggist á sterkum symbólískum og skúlpt- úrískum lögmálum. De Lama Lâmina vann Barney undir tals- vert ómótaðri formerkjum en Cre- master-verkin, en myndinni mætti lýsa sem öllu í senn, leikinni kvik- mynd, heimildarmynd, til- raunamynd og gjörningsverki, þó svo að verkið sé unnið undir for- merkjum hefðbundinnar kvik- myndagerðar þar sem stuðst er við bæði handrit, söguþráð og leik- ara. Útkoman er heilsteypt mynd- líking um átök náttúru og sið- menningar í formi skúlptúr- gjörnings sem settur er inn í tiltekinn viðburð, stað og stund sem margfaldar merkingar- skírskotun hans. Myndin er afrakstur samstarfs Matthews Barneys og brasilíska tónlistarmannsins Arto Lindsay, en þeir unnu saman gjörning fyrir kjötkveðjuhátíðina í Bahia-héraði í Brasilíu sem fram fór í febrúar 2004. Þar gengu þeir jafnframt til liðs við karnival-hópinn Cortejo Afro og smíðuðu stóreflis karnival- vagn sem virkaði sem pallur fyrir tónlistarflutning hljómsveitar Arto Lindsays og skúlptúrískar út- færslur Matthews Barneys þar sem leikinn gjörningur fór fram meðan vagninn flaut eftir hinni sex klukkutíma löngu skrúðgöngu. Gjörningurinn sem slíkur er bæði djarfur og ögrandi og áhuga- verð birtingarmynd hins þróaða táknheims og hugmyndaflugs listamannsins. Þannig er vagninn smíðaður ofan á volduga þunga- vinnuvél sem notuð er til skóg- arhöggs í hinum hraðminnkandi regnskógum Brasilíu. Tvær sögu- persónur eru farþegar vélarinnar, annars vegar kona sem er fulltrúi umhverfisverndar og staðfestu mótmælandans, og hins vegar goð- sagnaveran Grænmaður sem er nokkurs konar samruni manns og gróðurs, en hann er byggður á goðsagnaverunni Ogun sem táknar í senn líf og ofbeldi, siðmenningu og eyðileggingu. Kvenpersónan trónir á toppi skúlptúrs sem líkist aldagömlu tré sem reynt hefur verið að höggva nið- ur, en Grænmað- urinn hefst við undir maskínunni sjálfri, og táknar framfara- og eyðileggingarafl siðmenningarinnar. Spennan sem mynd- ast milli andstæðra persóna og and- stæðnanna sem búa innra með þeim sjálf- um, skírskotar síðan til heildarvanga- veltna verksins sem hverfist um eðli átaka í náttúrunni og meðal fólks. Sá gjörningur að setja maskínu umdeildrar eyðileggingar og arð- ráns inn í skrúðgöngu á hátíð fólksins í landinu sem líður eyði- legginguna er jafnframt hlaðinn pólitískri og ögrandi spennu og má segja að sú spenna keyri frásögn- ina í myndinni áfram. Kraftmikið vélarhljóð farartækisins renna saman við trumbuslátt karnival- hópsins og tónlist Arto Lindsays. Þessi hátíðarvagn kjöt- kveðjuhátíðarinnar er síðan beinlínis drifinn áfram af kynferð- islegum frjósemiskrafti þar sem goðsagnaver- an sem hefur komið sér fyrir undir öxli vörubílsins viðhefur kynferðislega tilburði gagnvart vélinni sem hann umvefur lífrænu efni. Það var ánægjulegt að sjá myndina á sýn- ingu þar sem listamað- urinn var viðstaddur og sat fyrir svörum gesta að myndinni lokinni. Verk Barneys er nefnilega hlaðið tákn- um sem miðlað er í senn á mynd- rænan, frásagnarlegan og hljóm- rænan máta. Í umræðunum að sýningu lokinni gafst tækifæri til að túlka og pæla í þessum heimi í spjallinu við listamanninn um þetta kraftmikla og merking- arhlaðna verk. Karnival lífs og eyðileggingar Heiða Jóhannsdóttir Matthew Barney KVIKMYNDIR/MYNDLIST Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Matthew Barney. Stjórnandi tónlistar: Arto Lindsay. Framleiðendur: Barbara Gladstone og Matthew Barney, 2004. De Lama Lâmina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.