Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Því gleðin angar frá iðjagrænum hlíðum, ástin streymir þaðan, með sunnar- blænum, tignin ljómar af fjallatindum fríðum, fjörðurinn safnar gjöfum handa bænum. loftið er milt og mjöllin hvergi hreinni, máninn fegri, né stjörnuskinið bjarta. Hér gætu menn numið af náttúrunni einni að njóta lífsins – fagna af öllu hjarta. (Davíð Stef.) Sannarlega ljómaði tignin „af fjallatindum fríðum“ fagran júlídag fyrir skömmu þegar góður sonur Akureyrar, Ingólfur Þormóðsson, var kvaddur frá Höfðakapellu eftir erfið veikindi 69 ára að aldri. Stór- brotinn Kaldbakur í norðri, Súlur og Kerling, stærstu fjöll landsins við byggð, Hlíðarfjall í vestri, mildir lit- ir Vaðlaheiðar í austri. Eyjafjarð- ardalir og þessi fjallahringur voru nú sem fyrr umgerð þess bæjar sem Davíð Stefánsson yrkir um. Hér dvaldi Ingólfur allt sitt líf. Hann tengdist Akureyri miklum tryggðaböndum sem aldrei rofnuðu þrátt fyrir alvarleg ytri áföll og ágjöf í lífinu – mjög í samræmi við skaphöfn hans og eðli. Ingólfur var í móðurætt úr Fnjóskadal, en föðurættin kom úr suðurdölum Skagafjarðar. Þau voru INGÓLFUR ÞORMÓÐSSON ✝ Ingólfur Þor-móðsson fæddist á Akureyri 29. des- ember 1935. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þormóður Sveinsson bókari hjá Mjólkursamlagi KEA og Björg Mar- grét Stefánsdóttir húsfreyja. Þau lét- ust bæði árið 1980. Systkini Ingólfs eru: 1) Rannveig, f. 1933, d. 2000. Son- ur hennar er Ómar Svanlaugsson. 2) Friðrika Þorbjörg, f. 1941, deyr sama ár. 3) Eiríkur, f. 1943. Eftir skólagöngu á Akureyri vann Ingólfur verslunar- og skrif- stofustörf hjá KEA, síðar iðn- verkastörf. Útför Ingólfs var gerð frá Höfðakapellu 19. júlí síðastliðinn. næstu nágrannar okk- ar á Syðri Brekkunni öll æskuárin, feðurnir báðir Skagfirðingar með sterkar rætur þar og eldri systkinin tvö á svipuðum aldri og mikill samgangur. Þarna var stofnað til vináttu sem aldrei rofnaði þó að fjar- lægðir skildu. Friðsæld ríkti þótt stríð geisaði úti í heimi, æskuárin voru áhyggjulaus þrátt fyr- ir nærveru setuliðs fram á fimmta áratuginn. Af æskuminningunum ber hæst félagslífið innan skóla og utan, nokkuð samfelld skíðaiðkun á vetrum, fjallgöngur, útivist og leik- ir. Oft var farið upp að Fálkafelli og stundum á sjálfan Súlutind. Og fyrir daga skíðalyftanna var takmarkið að komast upp í Mannskaðahóla Hlíðarfjalls, sem tók drjúgan tíma, með vissu um eina „salíbunu“ niður að Glerá eða frá Fálkafelli niður fyr- ir Miðhúsaklappir. Á vetrarkvöldum var legið yfir frímerkjum og vinnu- bókum, en á björtum sumardögum tóku hjólreiðar og fótbolti öll völd. Þess á milli var farið í sveit á Ill- ugastöðum og Mel. Mikil leikstarfsemi var á skemmt- unum skólans. Hvorugur okkar fé- laganna fékk stórt hlutverk, en á einni slíkri áttum við að leika ráð- gjafa konungs, fyrsta og annan. Ekki vildi þó betur til en svo að í há- punkti verksins hrundi hásæti kon- ungs og drottningar sem lágu af- velta á sviðinu. Fyrsti og annar ráðgjafi létu sér ekki bregða, en léku áfram sín hlutverk þar til tjald- ið féll. Áratugum síðar var setið í af- mæliskaffi með Ingólfi á Bláu könn- unni og til að fagna nýrri íbúð. Hann lék á als oddi, hló mikið þegar leik- sýninguna bar á góma og lék sér að því að mæla fram leiktextann úr eig- in hlutverki, hikstalaust. Bætti reyndar öðrum leiktexta við, um fund Vínlands, þó að meira en hálf öld væri liðin. Ferðafélagsferðir upp á öræfin, í Herðubreiðarlindir, vinnuferðir á Vatnahjalla og styttri ferðir með KEA, til dæmis í sælureit starfs- manna í Bjarkalundi, eru perlur í minningunni. Einnig fyrsta flug- ferðin með Katalínaflugbát á barna- stúkuþing í Reykjavík. Á yngri árum var Ingólfur fé- lagslyndur, traustur vinur og félagi, en sækir það í hina skagfirsku föð- urætt að vera nokkuð dulur og jafn- vel lokaður. Síðan taka unglingsárin við, leysa af hólmi tindátaleiki og stríðsmyndasöfnun barnsáranna sem mótuðust af aðstæðum þess tíma. Alvara lífsins tók jafnt og þétt við. Foreldrarnir, Björg og Þormóð- ur, létust árið 1980 og skildu aðeins 18 dagar á milli þeirra. Systkinin Ingólfur og Rannveig héldu saman heimilinu ásamt yngri bróðurnum Eiríki í byrjun. Starfsferill Ingólfs mótaðist á Ak- ureyri, annað kom aldrei til greina. Að fenginni reynslu, innan og utan Kaupfélags Eyfirðinga, gerist hann starfsmaður á aðalskrifstofu þess og hlýtur margvíslegan frama. Fram- tíðin er björt. Allt leikur í höndum hans. Hann stundar golf af kappi, oft með sér eldri mönnum og nær því að verða Íslandsmeistari í 1. flokki og hann spilaði bridge með þaulreyndum spilaköppum bæjar- ins. Vegur hans í starfinu fer vax- andi og forstjórinn felur honum ný verkefni. En stundum eru gæfa og gjörvi- leiki sitthvað. Í rás áranna er eins og strengur í lífshörpu Ingólfs taki að láta undan og gefi sig smám sam- an. Andstreymis gætir sem fer vax- andi eftir því sem árin líða. Eftir sviplegt lát Rannveigar vor- ið 2000 flyst Ingólfur árið eftir úr Þórunnarstræti í eigin íbúð, nota- lega og nýlega í Glerárhverfi. Ný til- vera, nýtt líf og að minnsta kosti við- unandi öryggi þrátt fyrir systurmissinn. Það var ánægjulegt að upplifa þetta með honum. En því miður reyndist þetta skammvinn draumsýn. Örlaganorn- irnar höfðu ekki lokið verki sínu. Haustið 2001 var hann fyrirvara- laust lostinn af heilablóðfalli sem lamaði vinstri hlið hans og skaddaði röddina verulega. Við tók dvöl á Kristnesi, síðar á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð. Hógværð og æðruleysi, traust og tryggð voru sterkir þættir í skap- höfn Ingólfs, samhliða einstakri gjafmildi. Hann var alltaf hann sjálfur og kunni ekki að sýnast. Í erfiðum veikindum kvartaði hann aldrei, stytti sér stundir við lestur og útvarp, leitaði ekki eftir fé- lagsskap á dvalarstað, en fylgdist með vinum og atburðum úr fjar- lægð. Hann hafði afburða minni og framundir það síðasta rifjaði hann gjarnan upp minningar æskuár- anna, ekki síst tengdar bekkjar- systkinunum, en hann fylgdist með lífsferli þeirra í marga áratugi. Í sjúkrahúslegu var heimsókn í kaffi- hús á Glerártorgi velkomin tilbreyt- ing með Ómari syni Rannveigar og konu hans Kristrúnu. Þar sat hann í hjólastól og skynjaði slagæð bæjar- lífsins . Hann var ef til vill sterkastur í þjáningunni með sinni rósemi og jafnaðargeði. Jafnvel eftir að nýtt mein kom til sögunnar breyttist þetta ekki, en röddin varð veikari, tjáningarskerðingin sárari. Og var þó nóg komið fyrir. Síðustu dagana var hann orðinn mjög veikur. Hugurinn reikaði oft norður og eitt kvöldið var hringt beint inn á sjúkrastofuna að Hlíð. Óvænt var svarað, en röddin sem næst brostin. Hann bað fyrir kveðj- ur til allra, en síðan var þögn. Þarna kvaddi hann í örskotsfjarlægð frá gamla heimilinu. Minning hans er fögur og mun lifa, en í helgu riti segir að hinir hóg- væru munu landið erfa. Heimir Hannesson. Kær bróðir, mágur og frændi, BJARKI A. UNNSTEINSSON frá Reykjum í Ölfusi, Bárugötu 19, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 12. september. Grétar J. Unnsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hanna Unnsteinsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson og systkinabörn. Kær frænka okkar og fóstra, ÓSK SNORRADÓTTIR frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum, lést þriðjudaginn 13. september. Útförin auglýst síðar. Ólafía Ásmundsdóttir, Páll Ingólfsson, Snorri Hafsteinsson, Jónína Ketilsdóttir og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar, frændi og mágur, MÁR GUÐLAUGUR PÁLSSON frá Vestmannaeyjum, sem lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum fimmtu- daginn 8. september, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 17. september kl. 11.00. Ólafur Pálsson, Þórey Björgvinsdóttir, Valdís Pálsdóttir, Brynja Pálsdóttir, Heiðar Marteinsson, Kristinn Viðar Pálsson, Hrefna Tómasdóttir, Guðmundur Pálsson, Bergþóra Jónsdóttir, Snjólaug Pálsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Henry Mörkere og frændsystkini hins látna. SÆMUNDUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 13. september. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarkort Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd ættingja og vina, Margrét Magnúsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Árni Geir Þórmarsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LAUFEY ALDA GUÐBRANDSDÓTTIR, Sleitustöðum, Skagafirði, verður jarðsungin frá Hóladómkirkju laugardaginn 17. september kl. 14:00. Jón Sigurðsson, Hulda Regína Jónsdóttir, Reynir Þór Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Íris Hulda Jónsdóttir, Björn Gunnar Karlsson, Gísli Rúnar Jónsson, Lilja Magnea Jónsdóttir, Skúli Hermann Bragason og ömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Hraunteigi í Grindavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík laugardaginn 10. september, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. september kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Víðihlíð. Bjarni Ágústsson, Karen Pétursdóttir, Ólafur Ágústsson, Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Óskarsson, Hallbera Ágústsdóttir, Gumundur Finnsson, Bára Ágústsdóttir, Jens Óskarsson, Alda Ágústsdóttir, Kári Hartmannsson, Ása Ágústsdóttir, Guðmundur Lárusson, Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurjón Jónsson, Sigurður Ágústsson, Albína Unndórsdóttir, Hrönn Ágústsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Bylgja Ágústsdóttir, Walter Borgar, Sv. Ægir Ágústsson, Sólveig Sveinsdóttir, Sjöfn Ágústsdóttir, Finnbogi Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, systur, mágkonu, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR S. MAGNÚSDÓTTUR, Valhúsabraut 13, Seltjarnarnesi. Björn Jónsson, Heiður Agnes Björnsdóttir, Hákon Óskarsson, Magnús Jón Björnsson, Ragna Árnadóttir, Helgi Magnússon, Björg Baldvinsdóttir, Kjartan Hákonarson, Brynhildur Magnúsdóttir, Agnes Guðrún Magnúsdóttir. Ekkert fær rofið vináttu- bönd æskuáranna. Minn- ingin um traustan vin og ná- granna í leik og starfi í náttúrufegurðinni á Akur- eyri lifir áfram. Blessuð sé minning Ing- ólfs Þormóðssonar. Hrefna, Sigríður og Gerður. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.