Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. febrúar 1975 Hengdur „óhreinlega66 — Stórskaðar á sjó — Hallgrím- ur sálmaskáld látinn — Konum drekkt — Jón Hregg- viðsson sleppur — Kemur aftur heim — Guðlastari brenndur — Hroðafréttir ANNO 1673 Á Húnavatnsþingi hengdur Eyjólfur Arason (óhreinlega); meðkendi að 36 rd stolið hefði frá Vilhjálmi Arnfinnssyni; víða að slíku kenndur, þó frækinn og listamaður væri, fékk iðran. Maður líflátinn á alþingi, hét Bjarni Sveinsson, að norð- an, fékk barneign með systur konu sinnar; henni drekkt á alþingi ári síðar. Um sumarið andaðist dóttur son biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, sonur Ragnheiðar (hvern biskup arfleiddi), Þórð- ar Daðasonar prests Halldórs- sonar. Var þá enginn eftir af afsprengi biskupsins M. Brynj- ólfs. ANNO 1674 Var vetur harður. PeningafeJI- ir mikili fyrir norðan og í Austfjörðum, og þar eftir hungur og manndauði, mest fyrir norðan Völuheiði. Strádó niður bæði fé og menn, svo margir bæir lögðust í eyði og hartnær heilar sveitir; hafði sumarið fyrir verið mjög vot- viðrasamt, ^vo hvorki nýttist eldiviður né hey, en veturinn verið strangur; fylgdi þar eftir fiskleysi og alis kyns óáran. Sanntrúanlegir menn hafa það uppspurt, samanreiknað og sagt, að frá páskum Anno 1674 og til hvítasunnu Anno 1675 hafi fyrir norðan Völu- heiði dáið af vesöld og hungri 11 hundruð manns og það að auki sem dó á hlásum og heið um, er sig vildi burt draga til anarra sveita. Þá komu engir nefndar- menn til alþingis af Austfjörð- um og fáir að norðan. Þá var brenndur á alþingi maður frá Gufuskálum undir Jöldi, fyrir galdra, að nafni Böðvar Þorsteinsson ;fékk iðr- an. Annar var brenndur af Vatnsnesi fyrir norðan, að pafni Páll Oddsson, iðrunar- tæpur. Á þessu ári sálaðist það merkilega skáld Hallgrímur Pétursson, Guðmundssonar Hallgrímssonar Sveinbjarnar- sonar, á Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, á 60 ári síns aldurs, orðinn líkþrár. Hans kvinna var Guðríður Símonardóttir, sem hertekin var af Tyrkjum og eignaðist hann hana þá hún aptur kom; þeirra börn: Guðmundur, dó barnlaus, Eyj- ólfur Hallgrímsson, giptist Þóru Guðmundsdótur frá Hálsi í Kjós Narfasonar og Guðrúnar Ormsdótur sýslu- manns frá Eyjum, Vigfússon- ar; þeirra börn: Magnús og Guðrún. ANNO 1675 Brenndur galdramaður á Vest fjörðum, annar á alþingi, Lassi Diðriksson, afgamall, meðkenndi ekkert. ANNO 1684 Á alþingi hengdur Vilchin Árnason fyrir langvarandi þjófnað. Annar úr Rangár- þingi höggvinn fyrir það ná- granna sínum á vegi til kirkju hefði misþyrmt svo liarm dó þar af. Af hinum þriðja, Barða Árnasyni úr Barða- strandarsýslu, höggnar þrjár fingur á hægri hendi og dæmd tólf vandarhögg, meðan hami þolað gæti, fyrir ótilhlýðilegt falsbréf, sem hann hafði skrif- að og uppdiktað undir nafni heilagrar þrenningar, ná- granna sínum til úthrópunar. Og 2 konum drekkt, annarri fyrir barnsförgun, en hin hafði fallið í barneign með 2 bræðr- um. Jón Hreggviðsson úr Borg- arfirði, sem þá var» í járnum og í fangelsi á Bessastöðum, fyrir svarin líkindi, að valdur væri bana Sigurðar. Snorrason- ar böðuls, strauk um vorið úr járnum og fangelsinú norður í land, sigldi með Hollenskum, og gaf sig til soldats í Dan- mark. En var á þessu alþingi dæmdur réttækur, hvar í næð- ist og dræpur, svo sem sann- ur banamaður Sigurðar. ANNO 1685 Þá urðu á góuþrælum skip- tapar í Vestmannaeyjum fjór- ir með 50 mönnum og á Staf- nesi 7 skiptapar, sum hrökt- ust og héldu frá landinu með um 70 mönnum og forgengu fyrir Miðnesi; það flest kongs- skip og norðlenzkt fólk. í Garði þrír skiptapar, í Hafn- arfirði tveggja manna far með mönnum. Svo reiknaðist þeim á degi hefðu drukknað 136 menn. Á Útskálum voru þá jarðaðir á einum degi 42 menn. Skömmu áður forgekk teinæringur á Eyrarbakka með 11 mönnum og á Tjörnesi norður sexæringur með mönn- um. Og undir Jökli brotnuðu 2 skip og týndust af nokkrir menn. Samantaldist, að á því ári hefðu í sjó drukknað 191 og orðið 19 skiptapar. Á alþingi var brenndur sá guðlastari Halldór Finboga- son úr Mýrarsýslu, sem fyrst af glensi, en síðan með inn- rættum, vondum vana snúið hafði upp á fjandann þeirri dýru bæn Faðir vor s.kriptar- ganginum og öðrum hjartnæm um sálmum, nefnilega þessum: Eilífur guð og faðir etc. og sagt: „Skrati vor, þú sem ert í helvíti, bölvað veri þitt nafn etc. Item: Minn kæri og verð- ugi skratti, ég bið þig að hugga mig með Satans orði etc. Item: Eilífur skratti og faðir kær, upphaf alls og enda etc. Ég trúi ogsvo á Satan víst etc.“ Hann meðkenndi, að sagt hefði, að sér smakkaðist bctur lýs og þeirra blóð, en berging brauðs og víns I sakra mentinu, og hvað fleira við- bjóðslegt að heyra eður eptir hafa. ANNO 1686 Voru frost og kuldar miklir öndverðan vetur og um jól. Með þorra kom fimm daga snjódrífa. Var þá svo mikill snjór, að hver skepna stóð þar komin var og hross nokkur fenntu til dauðs á sléttu í Deildartungulandi í Reykholts -Reykjadal. Sauðfé skaðaði ó- víða, því veður voru hæg. Þeir sem vitjuðu sauðahúsa sinna hlutu að skríða því hvorki varð gengið né riðið. Fyrir þíðviðri lægðist sá snjór inn- an fárra daga. Hafði hvergi svo mikill komið sem í Borg- arfjörð og Þingvallasveit. 1 þeim hvorutveggju stöðum var hann á sléttlendi mældur 3 álnir. Jón Hreggviðsson kom hing að í land aptur, og auglýsti á alþingi 2 konungleg majest. bréf honum útgefin upp á frelsi hingað tii lands að fara og til að stefna fyrir hæstarétt lögmönnum fyrir dóm þeirra í morðmálinu eptir Sigurð Snorrason böðul og öðrum sín um mótpörtum. Slóst þetta svo niður í það sinn, að Jón framfylgdi hvorki stefnunni, né lögmaðurinn herra Sigurð- ur og landfógetinn dómsins execution, og lofaði Jón að lifa friðsamlega við alla menn. Á Eyrarbakka varð dansk- ur maður öðrum íslenszkum að bana óviljandi; sá danski af leik sínum með öðrum reyndi hreysti sína og henti með annarri hendi allstórri tréslcggju, sem þeir plaga í kaupstöðum að brúka, upp á eður yfir fiskastakk inn á eyr- inni, en hún kom beint í höf- uðið manninum, er hinsvegar stóð undir stakknum, og dó hann snart. Hann bættur eptir lögum. PREMIER rriTTTcTT MILADY ADONIS Magnús E. WINDMASTER SENATOR , Baldvinsson ADELPHI FORUM Laugayegi 12 Sími 22804 jat fm f w?. o EINNAR MÍNÚTU GETRAUN: Hwe slyngur ramséknurí ertu? Glæp»2Ma$mölun „Mér er sagt, að þú hafir nappað Four Aces glæpa- félagið,“ sagði Tom Howard, um leið og hann lét sig falla í hægindastólinn á skrifstofu prófessors Fordneys. „Það var vd af sér vikið. Segðu mér, hvernig þú fórst að því.“ „Það var svo sem ekki neitt afrek — alls ekki,“ svar- aði Fordney. 1 „Vertu ekki svona hlédrægur. Segðu mér allt saman,“ sagði hin gamli vinur glæpasérfræðingsins. „Mín er ánægjan,“ svaraði prófessorinn um leið og hann xveikti sér í vindli. „Four Aces (ásarnir fjórir),“ sagði hann, „eru Avis Monroe, Dick Graver, A1 Toli- ver og Lou Jackson. (1) Á laugardagskvöldið elti ég þá, dálítið dulbúinn, að Ox Burkams næturklúbbnum ill- ræmda. Þeir fengu sér sjúss allir fjórir og glæpa- flokksleiðtoginn kvaddi. Stuttu síðar fóru þeir Jackson og frontur flokksins að öðru borði og drukku kampavín með tveim kaupsýslumönn- um. Þegar leiðtoginn kom aftur og var skýrt frá þessu, þá rak hann hinni fögru Lou kjaftshögg og sakaði hana um að hún væri komin í prívat- fjárkúgunarstarfsemi. (2) Seinna heyrði ég leiðtogann segja við Avis Monroe, að hann myndi hreinlega kjálkabrjóta, , Lou, ef hún revndi nokkuð slíkt upp á eigin spýtur. (3) Allt í einu komust þeir A1 Toliver og fronturinn að því, hver ég var. Ljósin slökkn- uðu. Þau fjögur komust undan. En seinna um kvöldið handtók ég Avis og kærastan hennar á Amazon-hótelinu. Á sunnudag var því stungið að mér, að hinir tveir glæpamennirnir væru á Hótel Mínervu. Ég fór þangað og tók þau föst.“ „Er þetta allt og sumt?“ spurði Howard. (4) „Já, nema hvað ég gleymdi að minnast á það, að leiðtogmn er svarthærður, fronturinn ljós og augun á Dick Graver eru blá. Og þess vegna,“ sagði Fordney brosandi, „þá veistu nú auðvitað hver er foringinn og hver er frontur- inn.“ Howard sagði ekki orð, en teygði sig eftir sjússinum sínum. Hver cr leiðtoginn? Hver er fronturinn? — Svar á 6. síðu. - Með litprentuðu sniðaörkunum og hárnákvæmu sniðunum!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.