Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.09.1975, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.09.1975, Blaðsíða 6
6 AAá n udags b la&i ð Mánudagur 22. september t975 Krossgátan LÁKÉTT: 1 Valina 8 Gelt 10 Upphafsstafir 12 Villt 13 Háskólapróf 14 ÉSt 16 Tún 18 Fhtgfélag 19 Maðk 20 Höfuðból FÓÐRÉTT: 2 Fangamark 3 Logi 4 Graenmeti 5 Formóðir 6 Öfug röð 7 Róðrar 9 Sorgina 11 Var í vafa 13 Éand 15 Ríki 22 Angan 23 Fangamark 24 Kraftur 26 Verslunarmál 27 Peningar 29 Iðnaðarmenn 17 Eldsneyti 21 Kláraði 22 Vermir 25 Fljót 27 Bindindissamtök 28 Guð. Auglýsing um skoðun bifreiða með G skrásetningar- merki í Gullbríngusýsiu og Grindavík. Það tilkynnist hér með, að skoðun bifreiða með G-skrásetningarmerki í Gullbringusýslu og Grindavík fer fram mánudaginn 22. sept- ember, miðvikudaginn 24. september og fimmtudaginn 25. september 1975. Skoðun fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Kefla- vík að Iðuvöllum 4, Keflavík áðurnefnda daga kl 9-12 og 13-16,30. Festivagnair, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoöunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, aö skráningar- númer skulu vera læsileg. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sér- staklega áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni til skoö- unar á auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bif- reiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoöun bifreiðar skal sýna ljósa- stillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga aö máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn í Keflavík og í Grindavík, Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. 11. september 1975. Auglýsið í Mánudagsblaðinu Óþolandi... Framhald af forsíðu en aðrir. En það hlýtur að vera hægt að koma því þannig fyrir að þeir dreifi matartímunum meira en nú er. Auk þess er það hálf ankanailegt að sjá tvo lögreglumenn koma á lögreglu- bíl að matsöl'ustað liðlega 12 á hádegi, fara báða inn og í í biðröð og koma síðan út með sína mataproka eftir kortér eða svo. Hvað gerist ef reynt er að kalla bílinn upp meða báðir eru inni að spekú- lera í fæðumni? Oft er það svo, að í hádegistraffíkinni verða slys og þá er áríðandi að lögregla korni fljótt á slys- stað. Nota lögreglubíla í einkasnatt Þetta mál er hér gert að umtalsefni vegna fjölda ábend- inga sem blaðinu hafa borist. Sumir hafa hringt og bent á, að sumir lögreglumenn komi heim í hádegismat á lögreglu- bíil og snæði síðan mat sinn í rólegheitum heima ER ÞETTA LÖGLEGT? spyr fólk. Eftir því sem blaðið veit best er þetta ekki löglegt, þar sem opinberum starfsmönnum er bannað að nota ríkisbifreiðir í einkaþágu og sérstaklega hlýt- ur þetta að eiga við um örygg- tæki eins og bíla lögregunnar. Leikdómnr Framhald af bls. 8. konar vogel-skoðari og hjálpar honum um far. Ailt friam að þessu langdregna lolsaatriði heldur höfundur kímnigáfu sinni óskertri, sam- tölin hnyttin, fyndin og í sann- ferðugu samhengi, oft með því betra sem htfur frá honum heyrst. En hér fatast honum og lokaatriðið er svo banalt, svo kjánalegur áróður gegn amerík- önum að það er augljóst að höf- undur er samur við sig, kemst ekki hjá að upplýsa þetta ó- dauðlega hatur á vestræna heiminum, og eina landinu sem sýnt hefur okkur snefil af skilningi og virðingu að skandin- övum meðtöidum. Leikrit Jónasar er vel upp byggt á köílum, en mesta á- herslu leggur hann ekki á sam- hengið heldur samtölin sem eru, eins og áður segir hnyttin. Hann fer meistarahöndum um per- sónubyggingu og skapar a.m.k. fjórar eftirminnilegar mann- gerðir í verki sínu, Stone, Katr- inu, Pal og ekki síst Kormák vitavörð. Hinar persónurnar eru ágætar en þessar bera af. Nokkrir lausir endar finnast í Skjaldhömrum og óráðið um örlög hinna einstöku persóna, en reyndar skiptir það minna máli þar sem um ræðir nánast svip- mynd en ekki örlagaverk. Jón Sigurbjörnsson leikstýrir þessu verki og kemst vel frá þeirri raun en þess ber að minnast að hann hefur í þjón- ustu sinni suma af bestu leik- kröftum leikhússins og tekst að gera talsvert úr þeim sem ekki hafa eins mikið til rtð bera. Hraði er góður, skiptingar kannske einum of þungar. Þá eru tjöld Steinþórs Sigurðsson- ar með miklum ágætum og vitavarðarhúsið einkar við- kunnanlegt og hlýlegt. Af leikurum hvílir mest á Þorsteinl Gunnarssyni. Kor- máki. Karaktersköpun Þor- steins er með hreinum ágætum. í höndum hans er vitavörður- inn sjálfmenntaði hreinasta af- bragð, enda er Þorsteinn að verða með mest skapandi leik- urum okkar, fer fram dagför- um og skeikar vart £ seinni tíð. Helga Bachmann, Katrín, lætur ekki sitt eftir liggja, er sköruleg og mannleg í senn sönn bresk stássmey þótt hún láti fallerast í fásinninu í Skjaldhamravík. Hjalti Rögnvaldsson, korporall- inn, bregður upp skemmtilegri mynd og sama máli gegnir um Kjartan Ragnarsson. Karl Guð- mundsson, Stone, er all-góður í hlutverki sínu og hefur leik- stjóra tekist einkar vel með hann og Láru Jónsdóttur, Birna. í heild má segja að mjög vel hafi tekist með sýninguna og svipmyndin úr stríðinu ekki ó- lík því sem var, nema hvað njósnararnir okkar gáfust upp venjulega áður en þeir voru grunaðir um græsku. Músikin er gömul lög frá þeim tímum en þó þykir mér „The white cliffs of Dover“ nokkuð mik- ið spilað þar sem úr nógu er að velja. — A.B. Vændishús Framhald af forsíðu. bendir til að hér sé baldið uppi þarfri þjónustu. Hótelin hér I borginni hafa þó sum hver rcynst liðleg í þessum efnum, einkum yfir veturinn þegar lít- ið er að gera. En margir vilja ekki sýna sig með hjákonu á slíkum stöðum og kjósa þvi heldur óopinbert hótel sem bjóða upp á sæmileg herbergi. Því miður megum við ekki gefa ncinar upplýsingar um hvar staður þessi er í borginni, en hver og einn getur reynt að komast að því uppá eigin spýt- ur. Staðurinn útvegar venjulega ekki kvenfólk, en hins vegar er nokkuð um það, að konur taki þar herbergi á leigu, fari síðan út á dansleik og næli sér í rúmfélaga fyrir nóttina. Greið- ir þá kavalerinn vanalega her- bergislciguna og oftar en ekki álíka upphæð til dömunnar. Lesið Mánudags- blaðið WÖTEL mLEIÐIR .:■£-U „„..VT fh«' VEITINGABÚÐ Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð. Opið frá kl. 05 til kl. 20 alla daga. OMEGA Nivada ©H (Upinor IJMiIiliH Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 2 28 04

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.