Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 6
6 Má nudagsb Jað i ð Mánudagur 14. júní 1976 AJAX skrífar: 11. GREIN Hamborg fór illa í loftárásum Breta í stríðinu, en ekki verður þess vart, að það hafi skapað neitt varanlegt hatur á Bretum. 1 svona borg eru mcnn líklega áratuginá. að minnsta kosti í Vestur-Þýskalandi. En enn í dag cr sú skoðun rík með Þjóðverjum, að slaður konunnar sé fyrst og fremst heimilið. Hið gamla slag- HÉRAÐSRÍGUR nokkuð fljótir áð gleyma. Mér er orð frá nítjándu öld, að hlutverk sagt, að andinn sé allur annar í konunnar væri „Kinder, Kleidcr,- I UTLONDUM RlNLENDIN G AR í augum umhcimsins lcikur róniantiskur bjarmi um Rinar- fljótið, og svo liel'ur lcngi vcrið. Það kemur við sögu NiiTunganna frá fomu fari, og Rinargullið kemur heldur betur viö sögu Nifl- ungaiirings Richards Wagners. Svo er það Lorclcisögnin, sem Heine hcfur gert ódáuðlcga í ljóði sínu. Fyrir fáum áratugum kunni nærri því hvert mannsbarn á ís- landi -,,Ég veit ekki af hvers kon- ar völdum“, en líklega er það bú- ið að veri núna, lágkúruleg ljóð við dægurlög eru komin í slaðinn fyrir Heine. En menn sáu í hug- anum Rínardalinn Ijóslifandi fyrir sér með bröttum hlíðum, vínekrur í brekkunum, en fornar riddara- hallir eða að minnsta kosti rústir þeirra gnæfðu á gnípunum. Hér fánnst mörgum liggja í loftinu rómantík og gömul saga. En rómantiskar klisjur eru ekki alltaf í samræmi við raunveru- lcikann. Hin rómantíska mynd umheimsins af Rínarlöndunum á 'alls ckki við nema um nokkurn hluta þeirra: Norðurhluti Rínar- landanna hlýtur að valda þeim vonbrigðum, scm koma þangað með þessa stöðluðu mynd í huga,- Þár gnæfa engar riddarahallir við himinn, heldur órómantísk háhýsi og verksmiðjureykháfar. Ruhr- héraðið, þar sem cin verksmiðju- borgin er við aðra, fellur ekki á neinn hátt inn í hina klassísku mynd af Rínarlöndunum. Og það fer ekki rnikið fyrir rómantíkinni í Ruhr, þó að sjálfur Heine væri þar upprunninn. En kánnski hefur vcrið mciri rómantík í Diisseldorf á æskuárum Heines en nú á dög- um. En Ruhrhéraðið, sem líklega er stæi'sta samfellda iðnaðarhéraðið í heimi, má eiga það, að það er ekki önnur eins mártröð og til dæniis ensku iðnaðarhéruðin. Það er ekki annar eins hryllingsheimur af skít og rcyk og iðnaðarhéruðin 1 Midlands í Englandi. Þetta er fyrst og fremst af þvi, að Þjóðvcrjar eru svo miklu þrifn- ari og snyrtilegri þjóð en Englend- ingar. Það er einhver munur að sjá verkamannahverfin í Essen og svo aftur í Birmingham cða Man- chester, svo og allan muninn á hegðun fólksins. Þarná getur að líta i skýru ljósi mismuninn á menningarfólki og skríl. Efri Rínardalurinn er í miklu mcira samræmi við hinar róman- tísku hugmyndir umhcimsins en neðri Rínarlöndin. Þarna eru í raun og vcru brattár hlíðar með riddarahöllum efst uppi, svona rétt eins og stendur í auglýsingapés- uimm frá fcrðaskrifstofunum. Stundum Iiggur nærri því við, að maður búist við að sjá sjálfa Lorelei ljóslifandi á hverri stundu. Rínarlöndin voru í meirá en öld hluti af Prússlandi, en aldrei kom Rínlendingum til hugar að kalla sig Prússa. Það vcr allt ann- kr svipur 4 þeim en hinni ekta prússnesku yfirstétt áustur frá í Prússlandi. Til að byrja með var það trúin. Prússarnir austur í landi voru samanbitnir og hálf- leiðinlegir Lútherstrúarmenn en fólk hins lútherska rétttrúnaðar eru sjaldan neinir skemmtikraftar, eins og við íslendingar ættum að þekkja af reynslunni. Rínlendingar eru flestir ramrh- kaþólskir, en hjá mörgum þeirra er áhuginn miklu meiri á hinurn litríku ytri formum trúarinnar, há- tíðum og skrúðgöngum, en á guð- fræðinni. Vegna kaþólskunnar hafa margir dregið þá ályktun, að Rínlendingar og Bajarar séu svip- aðir um margt. Það er satt að báðir eru rammkaþólskir eða hafa til skamms tíma verið það, en þar með er líkingin á enda. Rínlend- ingar eru í flestum háttum miklu fágaðra fólk heldur en Bajaran Það þarf ekki mikið til, að klunnaleg sveitamennska komi upp á yfirborðið í Bajörum, jafnvel góðborgurum í Múnchen. Það er einhvern veginn allt hrjúfara og grófara við Báiarann en Rinfp^- inginn. í margar aldir hafa frönsk áhrif verið mjög sterk í Rínarlöndun- um, enda tekur Frakkland sums staðar við strax fyrir vestan ána: Sennilega-á -þetta-sinn þátt í fág- aðri framkomu fólksins. Og skýr og rökrétt hugsun hefur oft-verið talin einkenni Rínlendinga. Þeir hafa yfirleitt ekki verið' mikið gefnir fyrir hástemmda, hálfdul- ræna rómantík eins og sumir áðr-> ir Þjóðverjar, ekki síst Bajarar. Fói'kið í þessu landi, sem sumir telja land rómanlíkurinnar p<ir excellcnce, er ekkert rómantískt í sér. Sagt vár, að Rínlendingur- inn dr. Göbbels væri hinn eini af foringjum nasista, sem v'æri-laus við alla rómantík. Það var eitt- hvað annað en Bajárinn Himntler, sem alla ævi var haldinn ósköp bamalegri rómantík og tilhncyg- ingu til dulrænu. HAMBORGARAR Það hefur lengi verið viðkvæð- ið, að Hamborgárar séu miklu skemmtilegra fólk en Berlínarbú- ar. Þcir séu miklu léttari í fasi, og skemmtanalífið sé þar á hærra plani. Hamborg sé ákaflega skemmtileg borg. Ég er ekki sam- mála þessu. Mér þykir ekkert sér- lega skemmtilegt á St. Pauli, þá má ég ' heldur biðja um gömlu Kaupmannahöfn. Og ég hef heyrt miklu meira af góðuni bröndur- um á knæpunum í Bcrlín en í Hamborg. Hamborgarbrandararnir eru ósköp litlausir og maður gleymir flestum þeirra strax. En sagan um húmorleysi .Berlín- arbúa er hrein þjóðsaga. Annars hefur lengi verið rígur milli .þess- ara þýsku stórborga. Hamborgarar hafa sagt, að Berlínarbúar væru þumbaralegir og leiðinlcgir. en Berlínarbúar hafa sagt að Ham- borgárar væru grunnir yfirborðs- menn, höguöu seglum eftir vindi :iSW:í:í^?i:íWMííi®ffíí.v.-.v.v. WÁV^.V.V.'AV.V.V.V.V og lifðu aðallega fyrir pcninga. Berlínarbúi sagði eitt sinn við mig, að Hamborgarar væru yfir- leitt haldnir mentaliteti veitinga- þjóna, en sennilegá er það nú eitthvað orðum aukið. Að sumu leyti er Hamborg ólík öðrum þýskum borgum. Hún horf- ir meira út í hinn stóra heim en þær, blærinn á henni er alþjóð- legur. Þarna koma skip frá flest- um löndum heims, á veitingastöð- um setja útlendir sjómenn og túr- islar, sem eru að skemmla sér, svip á lífið. Líklega eru engilsaxn- esk áhrif sterkust, ég held, að í engri þýskri borg gæti eins mikið af fólkinu bjargað sér eitlhvað í ensku. Það cr til dæniis allt ann- að en í Berlín. Dresten, sem Bretar léku enn verr í loftárásum. Þar kvað enn í dag ríkja þung þykkja til Englend- inga og reyndar er það nærri von, því árásirnar á Dresten rétt í stríðslok voru ekkert annað en viðbjóðslegur glæpur. Svo gerir austurþýska stjórnin sjálfsagt sitt til að hatrið á Englendingum dofni ekki. En Bonnstjórnin vill gleyma öllu slíku. Ég verð að segja það, 'áð mér þykir gamla Hamborg ekkert sér- lega litrík borg né að mannlífið þar hafi neitt sérlega skýrar út- línur. En því verður ekki neitað að viss glæsibragur er á henni, en hann er alþjóðlegur, ekki sér- kennilega þýskur. ÞÝSKA KONAN Fram undir síðustu tímá hefur ríkt í Þýskalandi mikil ihaldssemi í skoðunum fólks á fjölskyldulíf- inu. íhaldssamar skoðanir, sem mjög hefur dregið úr í öðrum Vesturlöndum hafa lifað þar góðu lífi. Kjarni þessara skoðana er sá, aö fjölskyldan sé í rauninni und- irstaða alls þjóðfélagsins og yfir henni þrumar hinn voldugi heim- ilisfaðir. Hann á að vera eins og einvaldsherra í sínu litla ríki, konan og börnin eiga að hlýða honum í einu og öllu. Hlýðni og agi eru allt að því heilög hugtök, öll brot á þeim ganga glæpi næst. Að vísu hefur orðið einhver breyting á þessu núna allra síðustu Kúche" er engan veginn áhrifa-' laust enn. Konan á að eiga börn og annast þau, sauma föt og elda mat. Reyndár voru slíkar skoðanir ríkjandi í flestum löndum í þann tíð. Frægt íslenskt skáld kvað svo seint á níljándu öld um hlutverk konunnar: „Konan á að gera graut, geta börn og svo er búið“: Og mikill hluti þýskra kvenna hefur með gleði sætt sig við þetta hlutskipti fram undir þennan dag. Hún hefur nolið þess að-starfa á heimilinu. Hjá þeim er allt í röð og reglu, þær eru yfirleitt þrifnar og vcrklagnar. Jafnvel heimili bláfátæks fólks í Þýska- landi eru snyrtilegri og í betra lági en heimili efnaðs fólks í flestum öðrum löndunt. Það má vera, að þýskar húsmæður séu oft smámunalega nostursamar, en það getur haft sína kosti. Þessi hugsunarháttur setur cinn- ig sinn svip á kornungar þýskar stúlkur eða gerði það til skamms tíma. Hjónabandið var þeirra stóri framtíðardraumur, miklu meir en flestra kynsystrá þeirra í öðrunr löndum Evrópu. Auðvitað lentu þær stundum í losaralegum ástar- samböndum, en stóri draunturinn hvarf aldrei úr huga þeirra. Út- lendingar vöruðu sig ekki ál’ltaf á þessu. Ef þýskar stúlkur voru kysstar,- ég tala nú ekki um ef sofið var hjá þeim, voru þær vissar með að Framhald á 7. síðu. Coca-Cola Það er drykkurinn

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.