Mánudagsblaðið - 03.08.1981, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 03.08.1981, Qupperneq 1
Blaófyrir alla Mánudaginn 3. ágúst 1981 — 5. tbl. — 31. árg. KJÖR OLÍUFURSTANNA VILLA KEMUR- Innan skamms er von á heiins- Á ÍSLANDI Þaö vakti athypli á dögunum, að verið var að skipta um forstjóra hjó einu af olíufélögunum. Hver ástæða liggur að haki þessari l>reyt- ingu er ekki alveg ljós, en margir hiðu spenntir eftir því, hver mundi hljóta forstjórastarfið. í sjálfu sér er það svo sem ekk- ert merkilegt þótt niaður komi í manns stað hjá fyrirtæki. Slikt skeður daglega, en það eru að vísu ekki öll störf jafneftirsótt. Forstjórastarf hjá Olíufélagi Is- lands er eftirsóknarvert. Það er geysilega vel launað og því fylgjn margskonar fríðindi. En er þetta vandasamt starf og vanþakklátt? Hér er komið að spurningu, sem margir velta fyrir sér og hefur verið umræðuefni í áratugi. Það er nefnilega íslenska ríkisstjórnin, sem semur um öll olíukaup, þótt forstjórar olíufélaganna séu stuud- um með í samninganefndum. Sið- an afhendir ríkisstjórnin olíufélög- unum samninginn á silfurbakka og þau koma sér sainan um magn til hvers um sig. Þau dreifa svo magn- inu um land allt og verðið er auð- vitað hið sama hjá þeim öllum. Sem sagt engin samkeppni. Ekki þurfa oliufélögin að hafa áhyggjur af fjármögnun á innkaup- unum, þvi bankakerfið býður þeim upp á sjálfsafgreiðslu og ojíufor- stjórarnir þurfa ekki að hafa nein- ar áhyggjur. Slikt fyrirkomulag þætti þægilegt og gott hjá öðrum fyrirtækjum, sem verða janfan að þola þrengingar í peningamálum og fyrirgreiðslu hjá hönkum. Olíufélögin þrjú á íslandi, Olíu- verzlun íslands, Skeljungur og Olíufélagið hf. liafa öll sinn for- stjóra hvert, svo og mikið starfslið á skrifstofum og við dreifingu. Allt kostar þetta mikið fé, sem neyt- andinn að sjálfsögðu greiðir. Vakn- ar þá sú spurning, hvort hér sé ekki um að ræða óþarfá kostnað, sem hægt væri að stómiinnka með hagræðingu, t. d. sameiningu fyrir- tækjanna, þar sem engin sam- keppni er á verði hrennsluefnis- ins, en félögin hítast innhyrðis um innanlandsmarkaðinn til þess eins að hirða gróðann af versluninni. Félögin hafa í þessu skyni víð- ast hvar reist olíugeyma og af- greiðslustöðvar, sumstaðar hlið við hlið, og getur hver heilvita niaður séð, hve gífurlegur kostnaður er við slíkt athæfi, sem enginn annar en neytandinn greiöir. Sanigönguráðuneytið liafði á sín- um tínia forgöngu um að sameina Flijlgfélag íslands og Loftleiðir. Þetta átti að koma í veg fyrir óþarfa kostnað við stjórnun og rekstur fyrirtækjanna. Raddir hafa reyndar heyrst um að jafnvel þjóð- nýta olíufélögin. Það er svo önn- ur saga, En eitt er víst, að slíkur vitleysisgangur, sem þessi, að hafa þrjú dreifingar-félög á sviði, þar sem engin samkeppni þrífst, er til háborinnar skammar og raunar verið að gera grín að hinum al- nienna horgara með slíku fram- ferði. Laun til toppmanna olíufélag- anna eru ekki skorin við nögl. Þetta eru því eftirsótt störf. Hinn almenni horgari lítur þá öfundar- augum i hvert skipti, sem hann kaupir hensín á hilinn sinn. frægu knattspyrnuliði frá Englandi, Asthon Villa, til þess að keppa við íslendinga. Það er alkunna að tryggustu fylgismenn Villa, þeir sem ætið fylgja iiðinu á erlenda grund, eru liinir áköfustu, og hafa oft í frammi læti og jafnvel har- smíðar þegar liöi þeirra gengur miður á keppnisvelli, og fara sög- ur af cfsa þeirra á keppnum í Frakklandi og víðar þar sem þeir hafa brotið allt og hramlað og gert uppþot með ferlegum afleið- ingum í skeinmtanahverfum er- lendum. Hefur vínnautn úr hfói verið kennt um, en hún ku vera algeng, þegar stórleikir fara fram Spurningin er sú, hvort íslenska lögreglan hefur gert nokkrar var- úðarráðstafanir, ef til óeirða skyldi draga á vellinum eða hvort nokkuð íslenskt klapplið sé tilbúið til þess að hrópa hvatningarorð fyrir okk- ar menn — reyna að útorga þá bfesku. Vonandi kemur ekki til uppþota, allur er varinn góður og „ei veldur sá sem varar“. NEYÐARÓPFORMANNS SÁÁ RUSSNESKUR RANNSÓKNAR RÉTTUR Á fSLANDI Fyrir nokkrum árum reis upp ineðal vor mikill spámaður og for- sjámiaður, Hilmar Helgason að nafni. Margt var gott um þennan kornunga mann, hann hafði einkar geðugt viðmót, kvæntur inn í eina auðugustu fjölskyldu landsins, rak kaupmennsku af miklum dug og virtist allt lienda til þess að hér væri á ferð einn efnilegasti og starf- samasti meðlimur kaupsýslustétt- arinnar. Hann sást oft í samfloti með öðrum kunnum gleðskapar- mönnum t.d. A. Bogasyni, Ásgeiri, útgerðarmanni af Suðurnesjum, og enn fleifum þekktum geimmönn- um fyrir tæpum átta árum. Var litið á þetta sem æskufjör, sem inyndi fljótl ganga yfir og verða síðan gleymt um aldur og ævi, En veður skiptist í lofti von bráð- ar — og það svo sem um munaði. Áður en varði sótti Hilmar á erlenda sértrúarflokka í Ameríku, AA-samtökin, fluttist heim gjör- breyttur maður, frelsaður. Þegar heim kom varð orðtak hans gjarn- an við hvert tækifæri: „Ég heiti Hilmar og er alkoholisti,“ eflaust fengið að láni hjá svonefndum Free Port, hressingarhæli þar vestra, aðalstöðvar AA-samtak- anna. Hilmar hélt striki sinu, snurðulaust, þegar heim kom og fékk marga sem illa höfðu farið vegna víndrykkju til að hætta við Bakkus. Voru störf hans umfangs- mikil og til góðs, svo langt sem þau náðu. Af alkunnri eljusemi stofnaði hann deild úr Free Port-samtökun- um, fékk til liðs menn eins og Albert Guðmundsson, Guðmund jaka og fleira framáfólk, alls um 50 nöfn, sem, að venju Islendinga, skiptust í nefndir og stjórnir, sótti um aðstoð horgar og velvilja ríkis. 1 fyrstu varð deildinni vel ágengt — og raunar alltaf — peningar streymdu inn, hús voru keypt undir starfsemina, jafnvel jarðir, þar sem ungir drykkjumenn fengu skjól og fæðu og urðu jafnvel einskonar dýrðlingar allrar alþýðu, höfðu sagt skilið við Bakkus að eilífu eins og Hilmar orðaði það gjaman í tíðum pressuviðtölum. Upp úr öllu þessu brambolti tók að hvessa á miöunum. Hilmar hafði og lét uppi áforin um að leggja undir sig önnur ósnert vígi í þjóðfélag- inu svo sem sparisjóð og naut þar enn aðstoðar fyrrnefnds AI- berts og enn var stefnt hærra er sótt var að Vernd, fangahjálp, en það starf kvað Hilmar sig þurfa til þess að geta hjálpað minni- háttar glæpamönnum og umsvifa- mönnum í skuggadeildum fjármál- anna, hnuplurum og ofbeldismönn- um, sem áttu inni refsingar hjá ríkisvaldinu. Lét hann þá skoðun oft í ljós að þetta væru allt úr- valsmenn og afbragðs, sem þjóðin ekki skildi, og varð brátt gerður að yfimianni Verndar og æðst- bjóðanda. Þegar hér var komiö sögu var engu líkara en að fjand- inn sjálfur léki laúsum höndum um allt Iíf Hilmars. Hann tók að leggjast út svo döguin og nóttum skipti og dvaldi þá gjarnan á hetr- unarhúsum um nætur „til að kanna meðferð fanga“ hvar honum var auðvitað tekið sem höfðingja. En það setn kitlaði mest alla fylgismenn Hilmars, og þeir voru ófáir, var viðtal, sem hann lét hafa eftir sig í Helgarpóstinum. Þar þóttust allir sjá, að Hilmar væri ennþá á svokölluðu „þurrafylleríi" fagnafn AA-manna og merkir að menn séu rakir, þótt ekki líkam- lega heldur andlega, semsagt ekki með fullum sönsum. Gékk viðtalið svo langt, að sagt er að jafnvel Albert hafi brugðið svo og öllum nánustu samstarfsmönnum. í þessu makalausa viðtal berstrípar Hilm- ar sig svo kyrfilega að þess eru fá dæmi. Hann byrjar með að rekja drykkjusögu sína og gerir þar svo vendilega grein fyrir því alkohol- magni sem hann daglega- innbyrti að sem alkoholisti væri hann fyrir löngu sprunginn í loft upp, nema Fyrir nokkrum dögum var ég staddur á hjólbarðaverkstæði hér í horg. Ég átti samtal við eiganda verkstæðisins. Þegar samtali okkar var nær lokið bar þar að mann nokkurn, útlendan sem talaði ensku. Hann átti það erindi að vitja um hjólbarða sem hann átti þar. Eigandinn sótti hjólbarðann og afhenti manninum. Þar með hélt hann að erindinu væri lokið. En það var nú ekki. Eftirfarandi sam- tal átti sér stað nærri orðrétt. Nærvera mín virtist ekki skipta neinu máli, Útlendingurinn hóf samræðum- gr. — Hver á þetta fyrirtæki? -— Ég er eigandinn. -— Vinna margir rnenn héma? — Ja, það er nú misjafnt. Núna erum við þrír, en stundum erum við tveir. Það fer eftir árstíðum. —- Hvað er ársveltan mikil? — Það er ekki gefið upp til ann- arra en skattyfirvalda. — Hvaða kaup hafa menn hérna? — Umsamið Dagsbrúnarkaup, — Er fyrirtækið í fjárhagsvand- ræðum? — Nei. — Af hverju eruð þið með am- eríska hjólharða til sölu? — Við emm með þá í umboðs* sölu fyrir ýmis fyrirtæki. — Hverjir eru það? .— Við gefum það ekki upp. — Lifir þú þokkalegu lífi aí þessari vinnu, — Já, ég hef það ágætt. Nú var svo komið að eigandinn var orðinn undrandi á þessum spurningum útlendingsins. Hann spurði útlendinginn hvort hann væri að leita sér að vinnu. Ef svo væri þá væri það þýðingarlaust hjá sér, því það væri fullskipað af mannskap. Útlendingurinri hló við og sagðist einungis vera að kynnast landi og þjóð. Hann sagð- ist vera sendiráðsstarfsmaðut1. — Hjá hvaða sendiráði? Spurði eigandinn. — Ég er hjá rússneska sendi- ráðinu. Sjálfur er ég frá Georgíu. FRH.Á3

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.