Tíminn - 21.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1970, Blaðsíða 3
r'Z ; ... nWMTtn>A<HJR 21. maí 1970 TÍMINN (T í mamyn d-Gunnar) Frá aöalfundi Flugfélagsins. Örn Johnson í ræSustóli. Aðalfundur Flugfélags íslands: Halli á rekstrinum 1969 varð 5.7 millj. EJ— Reykjavík, miðvikudag. f dag var haldinn 33. aðalfundur Flugfélags íslands. Kom þar fram, að halli varð á rekstrinum á síð- asta ári, samtals 5.7 milljónir, eft- ir að afskrifaðar höfðu verið 88,6 milljónir. Birgir Kjaran, formaður stjórn- ar Fí, setti fundinn, minntist lát- ■ inna forystumanna og flutti síðan i skýnslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Flugvélar Fí éru nú sex, en við- komustaðir erlendis sex og innan- lands 12. Þrátt fyrir nokkra fækkun í far- þegaflutningum árið 1969 varð sætanýting samt betri en árið á undan. í innanlandsflugi var hún 57.1% samanborið við 51% árið áður. í millilandaflugi 60.1% á móti 55.9% árið áður. Vöruflutn- ingar milli landa jukust á síðasta ári um 17.7% og innanlands um 9.5"'„. Starfsmannafjöldi var svip- aður; 450 yfir annatímann en 384 um áramót. Birgir ræddi einnig Grænlands- flug, Færeyjaflug, hlutafé og hlut- hafa Fí og síðan um viðfangsefni á komandi starfsári og um ferða- mannaþjónustu og tekjur af ferða mönnum hér, gistihúsavandamál og lengingu ferðamannatímabilsins. Örn Ó. Johnson, fonstjóri FÍ, tók næstur til máls og ræddi fyrst um þjónustuhlutverk Flugfélagsins, en fjallaiði síðan um fjárhagsafkom- una vegna þessarar starfsemi og kom þar fram, að á s.l. 13 árum hefur 5 sinnum orðið hagnaður á heildarrekstrinum en 8 sinnum halli. Öll þessi ár hefði innanlands flugið verið rekið með tapi sem næmi 76 millj. 553 þús. króna- Síð- an sagði örn: „Mér virðist þetta sanna betur en margt annað hve áþreifanlega það hefur verið mark- mið félagsins að rækja þjónustu- hl’-tverk við þjóðina, jafnvel þótt það kostaði bæði fé og fyrirhöfn umfram það sem með sanngirni mætti krefjast að það legði af mörkum. 77 millj. króna tap á inn- anlandsflugi á undanförnum 13 ár um, sem með núverandi verðgildi jafngildir örugglega hátt á annað hundrað millj. kr. tala sínu máli.“ Þetta væri í raun og veru gjöf eig- enda félagsins til íslenzku þjóðar- innar og ekki byggist hann við að Silíkar gjafir væru algengar með öðrum þjóðum, en alls staðar sem hann þekkti til, hefði innanlands- flug verið byggt- upp með miklum ríkisframlögum og jafnvel í Banda- ríkjunum hefði innanlandsflug til þessa verið styrkt með risaframlög um frá ríkinu. Örn ræddi síðan m. a. landkynn ingarstarfsemi félagsins og ýmsa aðstöðu hér innanlands. Nefndi hann m. a., að á síðasta ári muni söluskattur á innanlandsflugi fél- agsins hafa numið 6.8 tnilljónum króna á sama tíma og félagið rak innanlandsflugið með 5.9 milljón króna tapi. Þá fjallaði Örn um helztu atrið- in í rekstri félagsins og fjárhags- afkomu á árinu 1969. Eftir að rekstur félagsins hafði skilað hagnaði í fjögur ár, 1963—1966, komu tvö slæm tapár, 1967 og 1968. Því miður væri 1969 einnig tapár, þótt hins vegar væri það nokkur huggun að rekstrarhallinn varð mun minni en tvö árin á und- an^ Árið 1969 urðu rekstrartekjur Steinunn garnla tekin í slipp FB—Reykjavík, miðvikudag. í kvöld átti að taka Steinunni gömlu KE 69 í slipp í Njarðvík unum í þeim tilgangi að kanna, hvort nokkur merki séu á skip- inu um að það hafi lent í árekstri við vélbátinn Ver á laugardag inn fyrir hvítasunnu, n þá sökk Ver, eins og frá hefur verið sagt, með þeim afleiðingum að tveir menn drukknuðu. Eini mað urinn, sem komst af, Aðalsteinn Sveinsson hefur borið, að Stein- unn gamla hafi siglt á bátinn. Einar Ingimundarson sýslumað ur skýrði blaðinu frá bví, að í sjóprófunum í gær hefðu viss atriði óneitanlega bent til þess að það hafi verið Steinunn gamla sem sigldi á bátinn, þótt enn sé ekkert hægt að fullyrða um þetta. Fyrst og fremst væri framburður piltsins, sem komst af. en hann hefur haldið fast við framburð sinn frá upphafi. í kvöld átti að taka Steinunni gömlu í slipp í Njarðvíkum og hafði sýslumaður falið ákveðnum mönnum að athuga skipið og svip ast um eftir hugsanlegum verks- ummerk.jum um árekstur Skýrsta mannanna verður síðan lögð fram og sjóprófum haldið áfram Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær það verður. félagsins 512 niilljónir. Halli varð 5.7 milljónir eftir að afsikrifaðar höfðu verið 88.6 milljónir. Hagn- aður á millilandaflugi félagsins varð 233 þúsund krónur, en tap á innanlandsflugi 5.9 millj. Ræddi Örn síðan um gífurlegt gengistap á erlendum veðskuldum félagsins vegna tveggja gengis- fellinga — en það næmi 290 millj- ónuim. Björn Ólafsson sem setið hefur í stjórn Flugfélagsins um langt ■ánabil, baðst undan endurkoen- ingu og voru honum þökkuð milkil og farsæl störf í þágu félagsins. Sömuleiðis baðst Eyjólfur Konráð Jónsson. sem setið hefur í vara- stjórn félagsins, undan endurkosn- ingu vegna anna. í stjórn voru kósnir: Birgir Kjaran. Bergur G. Gíslason, Óttarr Möller, Jakob Frímannsson, Sigtryggur Klemenz son. í varastjórn Thor R. Thors, Ólafur Ó. Johnson og Geir G. Zoega. Endurskoðendur voru kosn- ir Einar Th. Magnússon og Magnús J. Brynjólfsson og til vara Björn Hallgrímsson. Látum ekki sundrung Framhald af bls. 1 hundraða og þúsunda Reykvík inga til annarra landa í at- vinnuleit í stað þess að grípa til a'tvinnuaukandi ráðstaf- ana. í upphafi ræðu sinnar sagði Einar m. a.: „Einso g vant er á það að verða helzta haldreipi Sjálfstæ<5ismanna nú, að allt leggist hér í rúst ef frábærrar stjórnvizku þeirra njóti ekki við á næsta kjörtímabili. Hæfilegt sjálfstraust er nauð- synlegt, en of mikið má þó af öllu gera og máltækið segir að dramb sé falli næst. Ég veit ekki hvort Geir Hallgrímsson er sjálfur far- inn að trúa þeirri goðsögn sam- herja sinna að enginn — bókstaf- lega enginn — geti verið borgar- stjóri í Reykjavík annar en hann, en ólíklegt þykir mér það um svu glöggan mann og málum kunn- ugan. Sannleikurinn er sá, að sem betur fer eru margir menn í okk- ar borg, sem treystandi er til að gegna embættinu eins vel og Geir Hallgrímsson með fullri virðingu fyrir hæfileikum hans, og á þá lund. sem heppilegri mundi reyn- asl fyrir hagsmuni borgarbua, bar eð almenningsheill sæti í fyrir- rúmi fyrir flokkshagsmunum. Geir Hallgrímsson hefur lagt á það megináherzlu að hann vilji ekki halda áfram að vera borgarstjóri nema Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihlutanum. Þannig hefur hann tekið skýra afstöðu gegn þeim almennu kröfum, sem nú eru uppi um minnkandi flokks- ræði og frjálslegri stjórnarhætti. Reynsla annarra sýnir, að eng- in hætta er á ringulreið þótt fleiri þurfi að sameinast um stjórn mála. Enda er það svo, að hvergi nema í einræðisríkjum og þar sem tveggja flokka kerfi er, ligg- ur það fyrir fyrr en að kosning- um loknum hverjir verða ráðandi menn, hvorki á sviði sveitarstjórn- ar- eða landsmála. Sjálfstæðis- mönnum til glöggvunar skal ég minna þá á, ef þeir skyldu hafa gleymt því, að kosningafyrirkomu- lagið á íslandi er þeirra eigið verk. Samherjar borgarstjóra í ríkisstjórninni hljóta samkvæmt hans mati að leggjast alveg sér- staklega lágt, að taka hvað eftir annað þátt í samsteypustjórnum, eða vill hann kannski játa það í þessum umræðum, að reynslan það an sé víti til varnaðar? Nei, hér verða engin ragnarök þótt afturhaldsloppan verði losuð af stýrisvölnum og gluggarnir á borgarskrifstofunum opnaðir. Nokkur úrelt goð munu að vísu falla af stalli, en það hafa jú alltaf verið þeirra örlög, því kóng ar að siðustu komast í mát, eins og Þorsteinn Erlingsson sagði. Síðast þegar kosið var til borg- arstjórnar, árið 1966 skorti Fram- sóknarflokkinn aðeins 387 at- kvæði til þess að fá 3 menn kjörna. Nú eru framboðslistarnir tveim fleiri, það sem þá var kall- að Alþýðubandalag heitir nú ekki bara Alþýðubandlag heldur líka Sósialistafélag Reykjavíkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ðr.ekinn hefur .sem sagt skipt svo rækilega um ham, að hann er nú þrihöfða. Að fordæmi þjóðsögunnar ætti eitt auga að verða í hverju höfði, en lítt gætir þess, þar sem fyrirmyndir og vinnubrögð virðast í eina átt sótt. Ekki þarf löngu máli að eyða til rökstuðnings þess, að slík margskipting andstæðinganna er vatn á myllu núverandi borgar- stjórnarmeirihluta og að þessu sinni hans sterkasta von. Með því að láta atkvæði sín falla dauð á þessum listum, eru kjósendur því að tryggja áframhaldandi valda- aðstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þeir fengu 8 borgarfulltrúa 1966 þrátt f.vrir það að meirihluti kjósenda þá vildi ekki að þeir héldu völd- unum. Meiri hluti borgarbúa vill áreiðanlega nú ekki síður en 1966 breyta til og öruggasta ráðið til þess er að kjósa Framsóknarflokk inn. Hann er öflugur og samhent- ur. Hvert einasta atkvæði, sem hann fær, mun koma að fullum notum til að koma fram þeim breytingum, sem meiri hluti kjós- enda vill að verði á stjórn borg- arinnar. Samkvæmt lýðræðislegri og óháðri skoðanakönnun er listi Framsóknarflokksins þannig skip- aður, að í tveim efstu sætum hans eru menn er störfuðu í borg- arstjórn þeirri, sem nú er að enda sitt skeið, en í þrem næstu sætun- um er ungt fólk. sem allt upp- fyllir þær kröfur, sem nú eru gerðar ti! þeirra, sem sækjast eft- ir kjörfylgi, ekki ofurmenni, held ui gjörfulegt fólk með góða menntun og starfsreynslu. Þriðja sætið er án efa baráttu- sætið. Þetta sæti skipar Guð- mundur G. Þórarinsson, verkfræð- ingur. Þið heyrðuð málflutning hans hér áðan, góðir hlustendur, og hafið raun^r átt þess kost að kynnast honum nánar gegnum blaðagreinar hans og ræður við ýmis tækfæri. Ég held ð' engum frambjóðanda sé gert rangt til þótt sagt su. að fáir þeirra eigi brýnna erindi í borgarstiórn en hann. Fer þar saman ríkur skiln- Gylfi sendir Seltirn- ingum konu úr Reykjavík „fslandsmet í embættisveit-. í Vísi í gær: 1 „fslandsmet í ebættisveit- ingu segir sveitarstjóri Sel- tjarnarness. Menntamálaráð- herra skipar reykvíska húsfrú skólanefndarformann á Nesinu. — Mikil reiði vir'ðist nú vera meðal Seltirninga vegna þeirr- ar ráðstöfunar menntamálaráð- herra dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, að skipa reykvíska húsmóður í stöðu formanns skólanefndar á Nesinu.“ Síðan greinir Vísir frá því, að fregnmiði hafi verið sendur út um síðustu helgi og dreift meðal íbúa á Seltjarnarnesi en . á miðanum stóð meðal annars þetta um „íslandsmetið í em- bættisveitingu“: „Það vekur réttláta reiði allra i Seltirninga hvaða stjórnmála- 7 skoðun, sem þeir kunna að i hafa, að ráðlierra skuli svo | augljóslega vanmeta getu 1 þeirra til að hafa á hcndi þcnn- ■ an þátt í stjórnun skóla síns, sem þeir eiga þó sjálfsagðan rétt tiL — Það fylgir að vísu furðufregninni, að kona þessi hyggi á búsetu hér á Nesinu, er fram líða stundir. Hún er ekki búsett hér nú og ekkert bendir til að svo verði þettq, árið.“ Sveitarstjórinn á Nesinu segir svo í Vísi, að embættisveiting menntamálaráðherrans sé fyrir neðan alla velsæmi. — Og fær aðra að láni Einar Ágústsson gerði í ræðu sinni í útvarpsumræðun- um í gærkveldi aðra konu úr Alþýðuflokknum ( sem sögð er nýkomin í flokkinn) að umtals- efni. Einar sagði m. a.: „Við höfum verið að lesa það í Morgunblaðinu að und- Ianförnu, Reykvíkingar, að stjórn íhaldsins hafi verið með þeim ágætum að andstæðingar þess geti þar bókstaflega enga hluti gagnrýnt. Fullnaðarsönn- un þeirra er svo þau ummæli þriðja manns á lista Alþýðu- | flokksins, að borginni hafi að hennar dómi verið vel stjórn- að. Þessi síðast tilvitnuðu orð minna óneitanlega á gamlar og nýjar frásagnir af konum, sem átt hafa sér tvo biðla, litizt vel á báða en orðið að velja annan og hafna hinum. Þá er sá hryggbrotni kvaddur með huggunarríku brosi. — Þú ert nú bara ágætur lfíca — og er þetta hvorki i fvrsta né sfðaRtii sinn. sem vorkunnsémi góð- hiartaðrar konn verður von- biðli huggun “ TK ingur og samúð með kjörum þeirra, sem rýrastan nlut bera frá borði, sprottinn af nánum kynnum við það hlutskipti i bernsku og æsku, og menntun og starfs- reynsla, bar sem hann er eins og ég sagði áðan byggingarverkfræð- ingur og hefur starfað hjá borgar- verkfræðingi um árabil Gagnrvni hans á skipulag borgarinnar er án efa hin rökstuddasta, sem borin hefur verið fram, og sama ma segja um tillögur hans til úrbóta“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.