Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 3
8UNNUDAGUR 28. Júní 1970. TIMTNN .. ■ ■■■ - ■ ■ ■■ " 111 ii.■ . .. i — ■■ i i ... - ' ..........——É—mim MEÐMORGUN KAFFINU Hvernig getur staðið á því, að menn drekka sig æfinlega fulla, daginn áður en þeir eru þyrstir? Rúna litla kom ekki í skól- ann einn daginn, en næsta dag kom hún með svohljóðandi orð- sendingu frá móður sini: — Rúna kom ekki í gær, því ég var að gifta mig og hún vildi gjarnan vera viðstödd. Ég skal sjá um, að það endurtaki sig ekki. Ætlarðu að gefa mér túkall fyrir að fara. Finnst þér þá syst ir mín ekki meira virði? — Heima hjá mér kemur aldrei dropi af áfengi á borð. — Nei, ég er líka varkár, þegar ég helli í glösin. Lalli og Mangi höfðu verið í geysifjörugu partý og voru nú lagðir af stað heimleiðis. Þeir lentu á járnhrautarspori og gekk ekki rétt vel að fóta sig á milli teinanna. Eftir drykk- langa stund, sagði Mangi: — Mikill voðalegur fjöldi af tröppum er þetta annars. — Já, það er í lagi me@ tröppurnar, svarar þá Lalli. — Bara ef handriðið værj ekki svona skrambi lágt. Ég ætla á kenderí með strák- unum í kvöld, og ætla að vera viss um, að rata heim aftur. — Já, kæri forstjóri, sagði læknirinn. — Ég venð að segja yður það eins og það er. Hin slæma heilsa yðar stafar af því að þér umgangizt of mikið vín og konur. Hvað af þessu tvennu gætuð þér nú hugsað yður að hætta við? — Ja, það verður að fara eftir því, hvaða árgang er um að ræða. Eðlisfræðikennarinn var að útskýra skaiðsemi áfengis og máli sínu til sönnunar kom hann með tilraunaglas, sem í var viskýlögg og lét grasmaðk detta ofan í það. Ormurinn engdist nokkra stund, en lá svo dauður. — Hvað sýnir þetta, spurði hann svo Jónas. — Að viský er gott við gras- maðki, svaraði Jónas. Þessi keiki riddari er Mort- en Pedersen, ritstjóri danska síð degisblaðsins B.T. Pedersen er mikill hestaunnandi, og fyrir skömmu sló hann til og keypti stærsta reiðskóla Danmerkur, „Lottesminde“, „vegna þess“, segir Pedersen, „að mér hefur alltaf fundizt ég var atvinnu- laus bóndi . . . og vegna þess að dagblað og óðal eru nákvæm lega það sama“. Petersen ritstjóri segist hafa keypt „Lottesminde“ eingöngu vegna þess að býlinu fylgdu sex íslenzkir hestar, en þó að Peder- sen eigi marga hesta, þá heldur hann mest upp á hina íslenzku. * Helzti hjartaknosari banda- rískra kvikmynda, Dean Martin, stendur sig stöku sinnum sæmi- lega á hvíta tjaldinu, en aftur á móti gengur honum öllu verr að fóta sig í hversdagslífinu. Um daginn varð hann að borga smástirni einu í Hollywood um 30.000.000 króna fyrir að hafa sviki® hana og fyrir að fá að snúa aftur til sinnar eigin fjölskyldu. Smástirni þetta heitir Gail Renshaw og hefur eflaust þótzt heppin að krækja í þann mikla Martin. Eiginkona hans, Jeanne Martin, tók þessu hliðarstökki hans með furðulegri rósemi, a.m.k. er hann skriðinn uppí til hennar aftur, aðdáendum sínum til ó- blandinnar ánægju. Þetta ástarævintýri hans og Gail Renshaw stóð í 4 mánuði nákvæmlega, en þá var löng- unin eftir fjölskyldunnj orðin svo mikil að hann hélt ekki út lengur, flýtti sér heim og friðmæltist við alla hlutaðeig- andi, meira að segja tengda- móður 6Ína! Það er einmitt íslenzkur hest- ur sem hann situr á myndinni, grár foli sem heitir Óðinn. Petersen státar af því að vera eini maðurinn sem nokkru sinni hefur á bak Óðni komið. „Bóndabær er eins og dag- blað“, segir Pedersen, „vegna þess að á báðum stöðum stjórna ég undirmönmum mínum, sem bíða ætíð eftir nýjum hugmynd um frá mér, til þess a@ betrum bæta býlið, eða til að hressa uppá blaðið . . .“ Á B.T. er Morten Pedersen yfirmaður 110 manns, en á „Lottesminde" eru undirmenn hans 8 talsins. Fidel Castro að kafa eftir hákarli, Fidel Castro að gefa nauðstöddum Perúmönnum blóð. Menn velta því nú fyrir sér (sumir hverjir af illgirni, aðrir með venjulegri forvitni), hvernig á því standi a® Castro sé allt í einu farinn að leyfa mönnum að taka af sér myndir Franski vísn araularinn Sacba Distel var gjörsamlega snauður að frægð og vinsældum áður en hann hitti Birgittu Bardot. Hún kom auga á hann í St. Tropez og tók hann þegar undir sinn verndarvæng (eða sæng) og gerði hann heimsfrægan með því að gera hann, að elskhuga sínum um tíma. Síðan eru liðin átta ár og Distel hefur bara staðið sig vel, svona einn og Birgittu laus, getað gengið alveg óstuddur. Hann er nú einn hæst launaði skemmtik. í Frakk- landi og einnig sérlega vinsæll í Englandi......en ég hef líka stritað eins og uxi“, segir hann, og „mitt stutta ástarævintýri með Birgittu var bæði mitt tækifæri og bölvun mín, því það var sama hvar ég kom, alls staðar var ég kynntur og talað um mig sem „hr. Bordot“, ég varð næstum vitlaus af þessu, en mér tókst að sigrast á þessu og ná valdi yfir sjálfum mér á ný“. Sacha Distel hefur síðustu árin verið kvæntur fyrrverandi skiða- kappa, frönskum, og ku hjóna- bandið vera bærilegt. ★ Einu sinni á ári hverju, halda Svisslendingar, sem árum sam- an hafa verið ókrýndir heims- meistarar í gerð úrá, eins kon- ar „Ólympíuleika fyrir úrafram leiðendur" alls staðar að úr ver öldinni. Framleiðendur koma þá með úr sín og fá þau rann- sökuð með hávísindalegri ná- kvæmni, og síðan eru gefin stig fyrir beztu úrin. Á síðustu árum hefur Japan, eða japönsk úr, verið í stöðugri sókn á þessum ólympíuleikum úraframleiðenda og í ár urðu mikil tiðindi: Japanir áttu fimm beztu úrin á „Ólympíuleikun- um“. Þótti þetta sérlega vel af sér vikið hjá Japönum, einkum þegar þess er gætt, að þeir „léku“ á útivelli. * við hinar ólíklegustu athafmr og dreifa þeim síðan til blaða út um veröld víða. Stundum hef ur hann látið bera út myndir af sér, þar sem hann er aó leika baseball eða að aðstoða verkamenn við sykuruppsker- una eða þar sem hann er á veiðum . . . Afram Castro! DENNI Þetta er allt í lagi, ég fer bara með þá eitthvað, hvenær DÆMALAUSI sem ^ *,arít að íara *,,a®-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.