Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn stendur sig einstaklega vel, einkum ef hömlurnar sem hann glímir við eru hafðar í huga. Vel á minnst, hvernig væri að lyfta að minnsta kosti einni þeirra? Gríptu tækifærið og bingó, þær eru á bak og burt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sambönd eru eins og hvert annað framtak í lífinu. Líttu á þau sem slík í stað þess að láta samskiptareglurnar slá þig út af laginu. Ef þú leggur þig ávallt fram, verður útkoman jákvæð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er gott að luma á margvíslegum óskum, þú værir ekki jafn heil mann- eskja og þú ert ef svo væri ekki. En einbeittu þér að einhverju einu í dag, ef markmiðið er ekki skýrt er ekki nema von að illa gangi að halda sig við efnið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er frekar ýktur þessa dag- ana. Honum er bæði nauðsynlegt að hvíla sig og hafa mikið fyrir stafni. Millivegurinn virðist draga úr honum mátt. Helltu þér af fullum krafti út í það sem þú gerir, eða slepptu því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Slakaðu aðeins á, þér hættir til að gera of mikið úr einföldustu hlutum, eins og að mála eða færa húsgögnin. Ef það heppnast ekki, má alltaf gera það aft- ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Líkamsrækt og vellíðan eru tengd órjúfanlegum böndum. Ef þú venur þig á hreyfingu, sama hvort þú ert í stuði eða ekki, verður þú að sama marki ónæm fyrir streitu og veikindum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutverk vogarinnar er að vera öðrum fyrirmynd. Þegar syrtir í álinn er hennar fyrsta viðbragð að leggja enn meira á sig. Þannig hvetur hún mann- skapinn til dáða. Áreynsla og vel- gengni tengjast órjúfanlegum bönd- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er ekki viss um hvað réttast væri að taka til bragðs. Hug- urinn starfar á ógnarhraða. Hann labbar milli herbergja og gleymir óð- um hvers vegna. Langt bað eða stutt gönguferð eru svarið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn ber miklar væntingar til sjálfs sín og setur markið hærra fyrir sig en hann myndi nokkru sinni gera fyrir aðra. Slappaðu aðeins af. Þú bæt- ir líf annarra með þínu framlagi, mundu það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Himintunglin greiða fyrir því að stein- geitin losi sig út úr fjárhags- vandræðum. Þú eyðir peningum í hluti sem hafa einhverja þýðingu fyrir þig. Kvittanirnar eru í veskinu. Ertu þessi manneskja sem þær gefa til kynna að þú sért? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberanum finnst sem hann sé bundinn af áætlunum annarra, og þannig virðist það svo sannarlega vera. Náðu valdi á lífi þínu í dag með afdrátt- arlausri yfirlýsingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er enn fastur í sama hjól- farinu og þarf að átta sig á því að hann getur komist upp úr því. Það gæti gerst innan tíðar, jafnvel strax í kvöld. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Mars eru í jafn- vægi um þessar mundir, sem gerir kynjabaráttuna friðsælli en ella. Konur og karlar hafa margvíslega styrk- og veikleika sem ýmist vega hver annan upp, jafnast út eða passa vel saman og búa til heildarmynd, líkt og púsluspil. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 bullukoll, 8 úr Garðaríki, 9 laumar, 10 taut, 11 veslingur, 13 áann, 15 hestur, 18 fjöt- ur, 21 verstöð, 22 þukla á, 23 ræktuð lönd, 24 rúmliggjandi. Lóðrétt | 2 rask, 3 endar, 4 þvaður, 5 aur, 6 gáleysi, 7 grætur, 12 þangað til, 14 illmenni, 15 hindruð, 16 oftraust, 17 núði með þjöl, 18 stálsleginn, 19 hlífðu, 20 kúldrast. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 félag, 4 sósan, 7 aumum, 8 nægir, 9 inn, 11 ná- in, 13 kali, 14 ættin, 15 hlýr, 17 áköf, 20 urt, 22 reisn, 23 ræmur, 24 kónga, 25 rausa. Lóðrétt: 1 fóarn, 2 lampi, 3 gumi, 4 sónn, 5 sigla, 6 nærri, 10 nótar, 12 nær, 13 kná, 15 horsk, 16 ýtinn, 18 kempu, 19 ferja, 20 unga, 21 trúr.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Íslenska óperan | Ragnheiður Gröndal með útgáfutónleika kl. 20 ásamt 12 manna hljómsveit í tilefni útgáfu geisladisksins Aft- er the Rain sem 12 Tónar gefa út. After The Rain er fyrsta plata Ragnheiðar með hennar eigið efni, eigin lög og texta. Miðaverð er kr. 2.000 og forsala er í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15. Safnaðarheimilið Hellu | Kristjana Stef- ánsdóttir og Agnar Már Magnússon halda tónleika í nýja safnaðarheimilinu, Hellu, kl. 20.30. Á tónleikunum koma auk þeirra fram Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleik- ari og Scott McLemore trommuleikari. Þjóðleikhúskjallarinn | Benni Hemm Hemm með tónleika í kvöld kl. 22, aðgangseyrir að- eins kr. 500. Nýútkomin plata sveitarinnar verður til sölu á sérstöku tilboðsverði. Garðatorg | Þuríður Sigurðardóttir heldur tónleika í tilefni af 40 ára söngafmæli henn- ar. Með Þuríði í för verða Magnús Kjart- ansson á hljómborð, Vilhjálmur Guðjónsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, og Gunnlaugur Briem á trommur. Kl. 21. Að- gangur ókeypis. Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áttunda sinfónía Sjostakovitsj og Sinfonia de Requiem eftir Britten. Hljómsveitarstjóri Rumon Gamba. Myndlist Akranes | Einar Hákonarson sýnir olíu- málverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. BANANANANAS | Hildigunnur Birgisdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí. Til 26. nóv. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington– Eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka. Café Cultura | Róbert Stefánsson sýnir ljós- myndir teknar á Hróarskelduhátíðinni 2004. Síðustu sýningardagar. Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til 2. des. Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv- embermánuð. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26. nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17. Gallerí + Akureyri | Haraldur Ingi Haralds- son sýnir verk sín. Til 27. nóv. Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des. Gallerí Lind | Ólöf Björg Björnsdóttir er listamaður nóvembermánaðar. Gallerí Sævars Karls | Guðrún Nielsen. Skúlptúr „Tehús og teikningar“ til 17. nóv. Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir til 6. des. Karólína Restaurant | Óli G. með sýninguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listaháskóli Íslands | LHÍ, Laugarnesvegi 91, stofa 024. Halldór B. Runólfsson, list- fræðingur, flytur erindi um verk Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanns. Umræður og Gabríela situr fyrir svörum. Gabríela var fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum 2005. Listasafn ASÍ | „Vinsamlegast“ . Örn Þor- steinsson og Magnús V. Guðlaugsson. Til 4. desember. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið- jónsson til 23. des. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanov-ættarinnar. Til 4. des. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guðrún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jó- hannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæð- ingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm til 27. nóv. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opnunartímar: mið.– fös. 14–18, lau.–sun. 14–17. Til 11. des. Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason – Himinn haf og allt þar á milli. Til 20. nóv. Op- ið alla daga frá kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson sýnir „Börn Palest- ínu“. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir Hjörtur Hjartarson málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Leiklist Félagsheimili Kópavogs / Hjáleigan | Það grær áður en þú giftir þig. Verkið er spuna- verk, byggt á Kirsuberjagarði Tsjekhovs. Leikhópurinn vinnur textann sinn sjálfur, ekkert handrit er til, unnið er útfrá sam- komulagi leikaranna um það hver er að- alvending hverrar senu. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Bækur Súfistinn | Höfundar Eddu lesa úr nýjum bókum. Reynir Traustason les úr Skugga- börnum, Guðrún Eva Mínervudóttir úr Yosoy – Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleik- húsinu við Álafoss, Óttar M. Norðfjörð úr Barnagælum og Hreinn Vilhjálmsson úr Bæjarins verstu. Dagskráin hefst kl. 20. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is. Minjasafn Austurlands | Kynning fer fram kl. 20.30 á nokkrum myrkraverum, m.a. með upplestri og söng og hljóðfæraleik. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, ís- lenskt bókband. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menn- ing býður alhliða hádegis- og kaffimatseðil. Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt bók- band gert með gamla laginu, jafnframt nú- tímabókband og nokkur verk frá nýafstað- inni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýningin er afar glæsileg og ber stöðu handverksins fagurt vitni. Félagsskapur bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn setti sýninguna upp. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands eru fjölbreyttar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17. Kvikmyndir Norræna húsið | Criss Cross Film on Film. Hér er stefnt saman kvikmyndum kvik- myndagerðarmanna og myndlistarmanna, sem og heimildamyndum, frá Norðurlönd- unum og Eystrasaltsríkjunum. Sýndar eru 9 myndir sem hafa mismunandi sjónarhorn á það hvernig við upplifum og hugsum um ímyndir og sögu þeirra. Aðgangur ókeypis. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.