Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 3
ÉlllitÉ lillll %*' | -v . i Í'VJVC. . >t : : ■ . ■ ■ '.•'■ > •' ■ - ■.;:•••:■ g ': * - * - t . • r i ; W&S&HJÐ-AGUR 18. ágást 1970. TIMINN F æðingarheimili Reykjavíkur- borgar vi3 Eiríksgötu hóf starf- semi sína á afmælisdegi Reykja- víkur 18. ágúst 1960. Fyrsta barnið fæddist H. 03,50 hinn 19. ágúst og var það yngis- mær. Fimm börn fæddust þennan sólarhring. Á því tímabili, sem síðan er iiðið, hafa fæðzt þar tæp lega 10 þúsund börn. Flest börn á einu ári fæddust sJ. ár, 1020. Yfirlæknir Fæðingarheimilisins frá opnun þess hefur verið Guðjón Guðnason, yfirljósmóðir og for- ■stöðukona frk, Hulda Jensdóttir. Gunnar Biering hefur verið barna læknir Fæðingarheimilisins ucn .nokkurra ára skeið, svo og nokkr ;ir læknar, sem taka vaktir og af- deysingar. Auk ofangreindra starfs manna starfa þar 12 Ijósmæður og '17 starfsstúlkur. Margar af þeim ístúlkum, sem hófu störf við Fæð- : ingarheimilið sem starfsstúlkur, ;eru nú starfandi Ijósmæður á 'staðnum. Þær tæplega 10.000 konur, sem hafa notið umönnunar í Fæðingar heimili Reykjavíkur, hafa auk venjulegrar þjónustu notið tölu- verðrar fræðslu og leiðbeininga, meðan þær hafa legið á sæng. Frá upphafi hafa þær, sem hafa átt sitt fyrsta barn þar, fengið sýni- kennslu varðandi böðun bams síns, og nú síðustu árin hafa allar fengið að baða barn sitt sjálfar frá 5. degi sængurfegunnar, en almennt fara konur heim á 8. degi. Tv6 kvöld í viku er mynda- sining (litskuggamyndir — slid- es). Annað kvöldið era sýndar myndir um meðferð ungbarna og þær útskýrðar. Hitt kvöldið sýnd ar myndir, sem sýna hvað gerist með konunni frá því frjóvgun á sér stað, og þar til barnið er fætt og sængurlegan tekin við. Alia daga vibunnar er svo 30— 45 mín. fræðsluþáttur, sem send ur er út á stofurnar um útvarps- kerfi hússins, þar sem yfirlæknir, yfirljósmóðir og barnalæknir flytja fræðsluerindi um hagnýt efni. Auk þessa fá svo konurnar leikfimi og slökunaræfingar hvern dag. Eiginmienn þeirra kvenna, sem fæða sín börn á Fæðimgarheim ilirau hafa einka heimsóknartíma, það er á hverju kvöldi. Feðumir eru mjög þakklátir fyrir þennan einkatíma sinn og þá tillitssemi, sem þeim er sýnd með þessu, en oft er erfitt að fá fódk til áð skilja þetta, og oft koma aðrir óboðn ir og spilla þessum einkatíma hjónamna, sem starfsfólk stofnun arinnar álítur að sé þeim mikils virði og sem foreldrarnir eru svo þakklátir fyrir. Þeir foreldr ar, sem óska eftir að vinna sam an að fæðingu barns síns, þ. e. að eiginmaðurimn sé viðstaddur fæðimguna, fá leyfi til þess og þeir sem ehki óska eftir að vera viðstaddir sjálfa fæðinguna, en að Hulda Jensdóttir forstöðukona og Hertha Haag Ijósmóðir á Fæðingarheimilinu. (Tímamynd GE) öðru leyti sitja yfir konunni sinni, geta beðið á meðan á fæðimgunni stendur í „pabbaherberginu.“ Starfsemi Fæðimgarheimilisins er orðiin mikið umfangsmeiri, en gert hafði veri® ráð fyrir að hún yrði. Býr stofnunin því við til- finmanleg þrengsli og er nú unnið að úrbótum í því efini. Starfisfóillk Fæðingarheimilis Reykjavífcur sendir kveðjur öllumi mæðnum, feðrum og börnum, sem lagt hafa leið sina þar um á liðn um áratug og óskar þeim allra heilla. Þrír sækja um prófessorsembætti Umsóknarfresti um prófessors- embætti í íslenzkum bókmenntrom við heimspekideild Háskóla fs- lands lauk 30. júlí s.l. Umsækj- . endur um embætið eru: Njörður • P. Njarðvík, cand. mag., Sveinn ; Skorri Höskuldsson, mag. art. og , Vésteinn Ólason, mag. art. (Frá menntamálaráðuneytinu). Héraðsmót Framsóknar- manna í Skagafirði 30 þotuferðir á viku til Evrópu og Ameríku Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið f Mið- garði laugardaginn 22. ágúst og hefst kl. 9 stundvíslega. Ávörp flytja Helgi Bergs, ritarl Framsóknarflokksins og Steingrím- ur Hermannsson, framkvæmda- stjórk Karlakórinn Vísir á Sigln- firði syngur. Söngstjóri Geirharð- ur Valtýsson. Gautar leika fyrir d'4usi. Borðapantanir frá H. 9—16 íyrir hádegi sama dag. Helgi. Steingrimur. STYTTUR TÍMI — AUKIN ÞÆGINDI. Tilkoma Douglas DC-8 þotu Loftleiða eykur enn einum kafla í merka flug- sögu íslendinga. Loftleiðir hafa langa og góða reynslu af Douglas flugvélum, s.s. Dakotá, Skymaster og Cloud- master, sem lengi voru stolt íslenzka flugflotans. Þessar vélar voru fyrirrenn- arar hinna nýju og glæstu DC-8 þota, sem þjóta á 3 klst. til Luxemborgar og 5 klst. til New York. DC-8 er talin meðal þægilegustu þota, sem smíðað- ar hafa verið. FLUGFERÐ STRAX — FAR GREITT SÍÐAR. OFTLEIDIfí FÆÐINGARHEIMILI REYKJAVÍKUR10 ARA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.