Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 48
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur byggðakvóta til umráða sem hann á að útdeila samkvæmt lög- um um stjórn fiskveiða, til sveitar- félaga. Það sem að neðan er sagt er sýnishorn af því hvernig sjáv- arútvegsráðherra deilir út byggða- kvótanum. Engar reglur í tveimur sveitarfélögum eru eins. Úthlut- unin til Sandgerðisbæjar er tekin sem dæmi. 1. Reglur Sandgerðisbæjar um úthlutun byggðakvóta hafa aldrei verið auglýstar, aðeins vísað í svo- kallaðan „samstarfssamning“ sem hefur ekki heldur verið auglýstur. Samt segir í reglugerð sjáv- arútvegsráðherra að reglurnar skuli auglýstar í B-deild stjórn- artíðinda. 2. Þessi „samstarfssamningur“ hefur ekki verið undirritaður af nokkrum aðila. Skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins segist ekki vita hvort hann sé til, en heldur að hann hafi séð hann. 3. Til þess að fá byggðakvóta er þess krafist að greidd sé ákveðin upphæð. Sjávarútvegsráðherra segir það óheimilt, en samþykkir samt kröfuna. 4. Sjávarútvegsráðherra fram- selur byggðakvótann til Sandgerð- isbæjar, sem síðan framselur út- hlutunarvaldið til rekstraraðila með lögheimili í öðrum sveit- arfélögum en Sandgerði sem síðan úthluta sjálfum sér og öðrum af byggðakvótanum. Ekki er hægt að ásaka þessa rekstraraðila um þetta fyrirkomulag. Ráðherrann býður þeim þetta. Ekki er hægt að sjá að 9. gr. laga um stjórn fisk- veiða veiti slíka heimild. 5. Í reglugerð sjávarútvegsráðu- neytisins dags.06.12.04, og fyrri reglugerðum segir: „tillögur sveit- arstjórnar skulu byggjast á al- mennum, hlutlægum reglum og skal jafnræðissjónarmiða gætt.“ Þrátt fyrir þetta úthlutar sjáv- arútvegsráðherra byggðakvót- anum til eins aðila, þessa „sam- starfsverkefnis“. Þeir aðilar í Sandgerði sem ekki hafa greitt inn á þá reikninga, sem krafist hefur verið að lagt sé inn á og ráðherra hefur samþykkt, hafa ekki fengið byggðakvóta. 6. Fiskistofa hefur staðfest að hún hafi á undanförnum árum miðað skráningu skipa við hvar skipið hafi lögheimili, ekki hvað sé merkt heimahöfn skipsins. Sjáv- arútvegsráðherra hefur ekki gert athugasemd við þessar reglur Fiskistofu. Samt sem áður sam- þykkir sjávarútvegsráðherra sér- reglur Sandgerðisbæjar um skrán- ingu skipa. 7. Ljóst er af framansögðu að sjávarútvegsráðherra túlkar 9. gr. laga um stjórn fiskveiða þannig að hann hafi heimild til að úthluta byggðakvóta til útgerðaraðila með lögheimili skipa sinna hvar sem er á landinu, aðeins ef þeir merkja skip sín ákveðinni heimahöfn. Það kostar 10.000 kr. Að sjálfsögðu þiggja menn þetta frá ráðherran- um, annað væri óeðlilegt. 8. Þeir aðilar sem greitt hafa inn á reikning, sem undirritaður telur í ábyrgð Sandgerðisbæjar og sjáv- arútvegsráðherra, hafa ekki fengið fullgildan reikning fyrir greiðsl- unni. Í viðtali í Fréttablaðinu 20.02. sl. segist sjávarútvegs- ráðherra ekki vita hvort þetta sé löglegt. Þar sem þáverandi sjáv- arútvegsráðherra er nú orðinn fjármálaráðherra getur hann leit- að álits hjá undirmönnum sínum hjá skattinum. Rekstraraðilar í Sandgerði, Sandgerðisbær og ís- lenska ríkið hafa orðið fyrir tjóni vegna túlkunar sjávarútvegs- ráðherra á 9. gr. laga um stjórn fiskveiða. Undirritaður óskar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núver- andi fjármálaráðherra velfarnaðar í starfi. SIGURGEIR JÓNSSON, smábátasjómaður, Sandgerði. Byggðakvóti ráðherrans Frá Sigurgeiri Jónssyni: Morgunblaðið/Reynir Sveinsson 48 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SJÓNVARPSVIÐTAL við Jón Ólafsson fór í handaskolum. DV fann skýringuna: „Bilunin á System Control-borði DVC Pro-tækis offline-samstæðu olli því að tækið gat ekki lesið tímakóða frá annarri kamerunni þrátt fyrir að geta lesið tímakóða spólunnar… Tækið skáldar þá tímakóða með hliðsjón af Control Track, sem í þessu tilviki var næstum réttur og sá AVID þann tímakóða. Melding um þetta vandamál sést aðeins ef menn horfa á monitor-útgang DVC Pro- tækisins. Því teljarinn stendur kyrr og fyrir framan hann stendur TR í stað TCR. Það tengist því ekki að reynt var að læsa tómakóða milli myndavéla í upptökunni og fyrir til- viljun var frávikið svipað og var á milli myndavélanna, sem ekki tókst að læsa saman… Þetta er því mjög sjaldgæft. Tækið var tekið til viðgerðar og hefur öðru tæki verið komið fyrir á offline á meðan sú viðgerð stendur yfir.“ Og þá vitum við það. DV 16. nóv. 2005, á degi íslenskrar tungu. JÓN STEINGRÍMSSON, Laugarnesvegi 87, 105 Reykjavík. Á degi íslenskrar tungu Frá Jóni Steingrímssyni, verkfræðingi: ÞAÐ hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því að fólk er tekið að sækja kirkju sína í auknum mæli. Þetta hefur komið í ljós þegar fylgst er með aðsóknartölum. Kirkjan hefur það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og vera til staðar fyrir allt fólk og koma með uppörvun og huggun inn í allar aðstæður þess. Sé litið nokkur ár til baka og borðið saman við það sem nú er boðið upp á í kirkjum landsins sést vel að aukin fjölbreytni er í starf- inu, sem vex enn. Til að mynda hafa fleiri sjálfboðaliðar komið að og einnig hefur verið unnt að vígja fleiri djákna til kirkjunnar og reyndar ýmis heimili eða stofnanir, auk þess hefur annað fólk verið ráðið til margs konar verkefna á kirkjulegum vettvangi. Við sjáum það líka betur og bet- ur, hvað hin andlega velferð er mik- ilvæg. Þess vegna er kirkjan í sókn. Já, jafnvel þó að flest okkar geti fengið nánast allt og að við getum steypt okkur í miklar skuldir þá vitum við innst inni hvað það er sem mestu máli skiptir. „Hvað stoð- ar það manninn að eignast allan heiminn ef hann fyrirgerir sálu sinni?“ Nú eru allar verslanir að und- irbúa jólainnkaupin. Og margir eru farnir að hugsa til jólanna og jafn- vel undirbúa þau. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að sofna ekki á verðinum. Það tekur ekki nema fáeinar mínútur að verða nokkur hundruð þúsund krónum skuldugri. Til að hafa sterkan anda og við- spyrnu er gott að uppbyggjast í guðsþjónustunni. Í messunum för- um við með bænir, syngjum sálma og hlustum á predikunina og heyr- um lesið úr ritningunni og njótum þess að vera hvert með öðru á þessum heilaga stað í góðum til- gangi. Um þá helgi sem nú gengur í garð verður messað víðast hvar um landið og í fjölmennari söfnuðunum er boðið upp á fjölbreytilegt helgi- hald. Í þessu sambandi vil ég nefna æðruleysismessuna kl. 20.00 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík,. Þar mun ung kona Rúna Esradóttir flytja frumsamin sálmalög við sálmana „Kom huggari, kom hugga þú“ og „Lát mig starfa, lát mig vaka“ við gítarundirleik Hafdísar Bjarnadótt- ur og Ástvalds Traustasonar. Þær Rúna og Hafdís eru báðar við nám í tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. En Ástvaldur er skólastjóri tónlist- arskólans Tónheima. Það er gott að undirbúa sig fyrir aðventuna með því að sækja mess- ur kirkjunnar. Æðruleysismessan kemur þar sterkt inn og eru þar allir velkomnir eins og í annað helgihald kirkjunnar. KARL V. MATTHÍASSON, prestur. Æðruleysismessur, þjónusta kirkjunnar og fleira Frá Karli V. Matthíassyni: ÞROSKAÞJÁLFAR eru ung og fámenn stétt sem fer almennt lítið fyrir í umræðunni. Þeir eiga núna í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Meðallaun þroska- þjálfa eru í dag í kringum 200 þús- und krónur. Þroskaþjálfar eiga að baki þriggja ára nám og þeir starfa á hinum ýmsu stofnunum þar sem fatlaðir einstaklingar búa, starfa eða sækja þjálfun/þjónustu til. Þetta geta verið leikskólar, grunn- skólar, sambýli fyrir fatlaða, vinnustaðir sem fatlaðir sækja, stofnanir sem fatlaðir sækja þjálf- un eða þjónustu til og elli- og hjúkrunarheimili svo dæmi séu tekin. Eins og sjá má af fram- angreindu vinna þroskaþjálfar á breiðum og fjölbreytilegum starfs- vettvangi, þeir vinna með ein- staklinga á aldrinum frá leik- skólaaldri til eldri borgara. Á starfsvettvangi þroskaþjálfa er oft mikill skortur á almennu starfs- fólki, það er erfitt að vinna við slík skilyrði og veldur þessi algengi starfsmannaskortur aukaálagi á þroskaþjálfann. Þroskaþjálfar búa einnig við þá staðreynd að þeir eru oft einangr- Um þroskaþjálfa Frá Guðrúnu Kristjánsdóttur: aðir í starfi (sambýli). Það eru oft aðeins einn eða tveir fagmenn til staðar á vinnustaðnum. Þroska- þjálfar eru að vinna með fólk sem á oft við mikla líkamlega fötlun að glíma, það fylgir því oft geysimikið líkamlegt álag að vinna með mikið fatlaða einstaklinga. Það er ósjald- an sem þroskaþjálfar eiga við stoð- kerfisvandamál að glíma vegna mikils líkamlegs álags í starfi. Þroskaþjálfun er vafalítið það starf meðal háskólamenntaðs fólks þar sem líkamlegt álag er hvað mest. Þroskaþjálfar eru lítið í um- ræðunni og störf þeirra eru stór- lega vanmetin til launa. Það eru gerðar miklar kröfur til þroska- þjálfa og þeir hafa mikinn metnað í starfi og standa fyllilega undir væntingum. En það skilar sér eng- an veginn í launaumslagið eins og staðan er í dag. Þroskaþjálfar eiga meira og betra skilið og það er vonandi að launanefndir ríkis og sveitarfélaga sjái sóma sinn í að leiðrétta skammarlega lág laun þroskaþjálfa. Það er tímabært að þroskaþjálfar uppskeri eins og þeir hafa sáð til. GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, þroskaþjálfi, Laugavegi 13, Reykjavík. Í TILEFNI af ályktun frá hinu svokallaða „Frjálshyggjufélagi“ vil ég koma að athugasemdum við hana, þó svo að hún sé ekki svara verð. En vegna þess að ungt fólk og aðrir, sem ekki vita betur, gætu farið að trúa þessu bulli. Til að mynda er þessi klausa í ályktun þeirra: „Þjóðir í austri, sem sigldu undir merkjum jafnaðarstefn- unnar“! Þarna opinbera þeir al- gjöra fáfræði sína svo undrum sæt- ir. Þeir eiga við austantjaldslöndin í Evrópu, sem voru svo ólánsöm að lenda undir járnhæl ógnarstjórnar kommúnismans og Sovétríkjanna. Jafnaðarmenn og kommúnistar voru tveir algjörlega ólíkir pólar. Jafnaðarmenn í þessum ríkjum voru barðir niður. T.d. við valdarán kommana í Tékkóslóvakíu 1948 myrtu þeir utanríkisráðherrann og jafnaðarmanninn Jan Masarik með því að henda honum út um glugga. Eftir þetta valdarán, sem reyndar var að undirlagi Sovétstjórn- arinnar, ákváðu ríkin í Evrópu vestantjalds ásamt Bandaríkjunum og Kanada að stofna varn- arbandalag, sem við þekkjum í dag sem Atlantshafsbandalagið – NATO. Jafnaðarmenn í þessum löndum stóðu eindregið með. Á Englandi, í Noregi og Danmörku voru jafnaðarmannaríkisstjórnir við völd. Hér heima stóðu jafn- aðarmenn (Alþýðuflokkurinn) með öðrum lýðræðisflokkum að stofnun NATO. Í samstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, sem nefnd var „Viðreisnarstjórnin“ var jafnaðarmaðurinn Gylfi Þ. Gíslason sá ráðherra, sem mest og best beitti sér fyrir útrýmingu hafta og öðru óláni í ríkiskerfinu og koma efnahagsmálum okkar í nútímalegt horf eins og hægt var á árunum uppúr 1960. Rúmum þremur ára- tugum seinna settust þessir tveir flokkar aftur saman í ríkisstjórn, sem nefnd var „Viðeyjarstjórnin“. Í þessari ríkisstjórn var jafn- aðarmaðurinn Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Hann beitti sér öflugast fyrir að koma okkur í EES – Evrópska efnahags- svæðið. Aðild okkar í því hefur eins og flestir vita haft heillavænleg áhrif á viðskipti við Evrópu. Það má Davíð Oddsson og Sjálfstæð- isflokkurinn eiga að þeir sáu hið já- kvæða við þessa gerð. Þess skal líka getið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem þá sat á Alþingi fyrir Kvennalistann, var einn af fáum stjórnarandstöðuþingmönn- um, sem sýndu þá framsýni að samþykkja þetta framfaraskref. Þetta fáfróða fólk, sem hefur lát- ið glepjast til að vera í þessu und- arlega frjálshyggju samkrulli ætti að reyna að skammast sín fyrir rætnar árásir á okkur lýðræðisjafn- aðarmenn. Boðskapur þessa félags minnir nú helst á vinnubrögð kommúnistanna á tímum kalda stríðsins, það er að segja notar skítkast, rógburð og sögufalsanir. Ég tel að það væri þeim fyrir bestu að setjast á skólabekk og læra sögu og kynna sér staðreyndir, ef þeir ætla að láta taka mark á sér. Ef þjóðfélagið yrði eins og þetta frjálshyggjufélag vill, yrði það mikil afturför. Það er að segja – þá myndi hnefa- og olnbogaréttur tek- inn upp aftur. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari Efstasundi 2, Reykjavík. Bullið frá Frjáls- hyggju- félaginu Frá Jóni Otta Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.