Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                           !"# $%%&$      ' () *(#&    ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÍSLANDSBANKA var veitt við- urkenning fyrir mikla söluaukningu í kröfukaupum á aðalfundi Int- ernational Factoring Group í Lissa- bon en það eru alþjóðleg samtök að- ila sem stunda kröfukaup. Erlend kröfukaup eru orðinn vinsæll og vax- andi kostur hjá þeim sem stunda viðskipti á milli landa og hefur Ís- landsbanki um skeið boðið við- skiptamönnum sínum að selja er- lendar viðskiptakröfur með kröfutryggingu. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Íslands- banka í B/C en hún var áður C. Fitch Ratings staðfestir lánshæfismat sitt fyrir Íslandsbanka, lánshæf- iseinkunnir eru A fyrir skuldbind- ingar til langs tíma, F1 fyrir skamm- tímaskuldbindingar og 2 fyrir stuðningseinkunn. Horfur lánshæf- ismatsins eru stöðugar að mati Fitch Ratings, að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Íslandsbanki fær viðurkenningu ● AX hugbúnaðarhús stendur fyrir morgunverðarfundi í dag á Nordica hóteli um Cognos 8 stjórnenda- hugbúnaðinn. Erlendir sérfræðingar flytja fyrirlestra þar sem kynntar verða helstu nýjungar í þessum bún- aði, sem gerir fyrirtækjum kleift að greina lykiltölur úr upplýsingakerfum sínum. Cognos hefur verið á markaði hér á landi frá árinu 1997 og er m.a. í notkun hjá Flugleiðum, Sam- skipum, Sjóvá-Almennum, Heklu og Húsasmiðjunni. Í tilkynningu frá Ax segir að mörg stærstu fyrirtæki heims noti hugbúnaðinn, s.s. bank- ar, tryggingafélög og lyfjafyrirtæki. Morgunfundur um Cognos ● GYLFI Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla Íslands, heldur í dag fyrirlestur í skólaum sem ber heitið „Hvar eru piltarnir? Kynjaskipting í sér- fræðistéttum á 21. öld á Íslandi.“ Málstofan, sem er öllum opin, fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 12.20. Hvar eru piltarnir? ● HLUTABRÉF hækkuðu að nýju í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði þannig um 0,6% og var 5009 stig við lok viðskipta. Bréf FL Group hækkuðu um 4,67%, bréf Bakkavarar um 1,52% og bréf Össurar um 1,4%. Bréf Jarðborana lækkuðu um 2,13% og bréf Mosaic Fashions um 0,59%. Viðskipti með hlutabréf námu 4,9 milljörðum króna, þar af 1,7 milljarðar með bréf Landsbankans. FL Group hækkar um 4,67% ● KYNNT verður í dag hverjir hljóta verðlaun í Nýsköpun 2005, sam- keppni um viðskiptaáætlanir. Hall- dór Ásgrímsson, forsætisráðherra, mun afhenda verðlaunin við athöfn í Húsi atvinnulífsins. Að Nýsköpun 2005 standa Íslandsbanki, Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Háskólinn í Reykjavík, Framleiðnisjóður land- búnaðarins, Iðntæknistofnun og Morgunblaðið. Þetta er fimmta sam- keppnin um viðskiptaáætlanir en sú fyrsta var haldið árið 1999. Nýsköpunarverðlaun afhent í dag                !  "# #                    +,- ./01 2 3 - / ./01 2 45 ./01 2 6 ./01 2 73 ./ 2 849  2 /:9// 2 01;5 3 2 50 2 69  84 2 / 4 2 8 2 ,/0<0/=30/:/> ?>/ 29  2 @0/ 2   ,/  ./01 2  </ :0/ 84 2 7<1:? 2 + 4+ ./01 2 +   2 A /? 2 59/B 2 C ,4,+  ,/4 0< /D555<:, : 2 E40, : 2      !  4 D? ?/:/ 2 4>,0/ F45 0:0/4 - 2 G  G/ 2 "#  $  H I:, -: 2- /:   =       =         = = =  =   = = = = = = = 3/ D,5 /> D// -: 2- /:   = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = J K J  K = J K J  K J K J =K = = = J K J =K J K J  K = = = = J =K = J =K = = = = = = = 7 4/-: 1, 5 49: I 4  01 4  2  2 = 2  2 2 2 = 2 2 2  2 2  2 2 = = = 2 2 = 2 = = = = = = =                                                           E: 1, I ;B2 /2 72 M , 050/4, ? 4 -: 1, =   =   = = =  = = = = = = = = EFTIR 44 milljarða króna hlutafjár- aukningu FL Group er Oddaflug, eignarhaldsfélag Hannesar Smár- sonar, forstjóra félagsins, stærsti einstaki hluthafinn með 25,14% hlut. Landsbankinn er skráður fyrir 25,12% hlut en þar af mun Baugur eiga í gegnum framvirka samninga 24,55% hlut. Íslandsbanki á 9,4% og Arion, félag í eigu KB banka, þar sem vistuð eru hlutabréf í mismun- andi eigu, á 8,13%. Materia Invest- ment, félag í eigu þeirra Magnúsar Ármann, Þorsteins M. Jónssonar og Kevin Stanford á 7% hlut. 2 2   2  405 69  842 849  /  /  2 , / - 01;5 9  ,/0<0/ = 30/:/> .4=4I D/?N:0/ O9D55  ?>/ 29  :// 40,  <,4                                 - /: <2 /2 740,0/ 740,  2 N-2 %&" Með tæp 50% í FL Group Mikill vöxtur í úttekt- um á kreditkortum MIKILL vöxtur í neyslu heimil- anna sést glögglega í kreditkort- areikningum þeirra en í heild var kreditkortareikningur íslenskra heimila 14,3 milljarðar í október eða um 17% hærri en í sama mán- uði í fyrra og endurspeglar mikinn vöxt einkaneyslunnar á árinu, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Fjöldi færslna jókst þó minna milli ára eða um tæplega 12% sem þýðir hærri úttekt í hvert skipti að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. „Mest hefur hinn erlendi hluti kreditkortareiknings heimilanna aukist. Hann var 3,0 ma.kr. í október og jókst um 22% frá sama mánuði í fyrra. Innlendi hlutinn jókst hins vegar um ríflega 16% á milli ára. Ljóst er að há- gengi krónunnar hefur beint eft- irspurn heimila frá innlendum markaði yfir á erlendan,“ segir í Morgunkorni. HAGNAÐUR easyJet á síðasta rekstrarári, sem lauk hinn 30. sept- ember síðastliðinn, nam 68 milljón- um punda fyrir skatta, jafngildi um 6,7 milljarða króna miðað við skráð gengi sterlingspundsins í gær og jókst um 9,1% frá rekstrarárinu 2003–2004. Rekstrartekjur félagsins jukust um 23% í 1,34 milljarða punda. 2,8 milljarða hagnaður FL Group Uppgjörið var örlítið yfir með- alspá erlendra markaðsrýna en markaðurinn virðist hafa tekið upp- gjörinu opnum örmum og hækkaði gengi bréfa easyJet strax verulega í gærmorgun. Við lokun markaða í gær var það 340 pens og hafði hækk- að 10,93% eða 33,5 pens frá deginum áður. FL Group er næststærsti eigandi félagsins með 16,18% eða tæpa 65 milljónir hluta. Gengishagnaður FL Group af eignarhlutanum í easyJet á einum sólarhring nam því um 2,35 milljörðum króna, eða hátt í 100 milljónum króna á klukkustund, en gengi pundsins hækkaði reyndar um hátt í tvær krónur, fór úr 106,26 í 108,08 krónur þannig að verðmætið jókst enn meira eða um 2,86 milljarð. Nærri 30 milljónir farþega Farþegum, sem easyJet flaug með, fjölgaði um rúman fimmtung milli rekstrarára í 29,6 milljónir en félagið bætti við 72 nýjum flugleið- um á tímabilinu og flýgur nú á 212 áfangastaði. Sætanýting easyJet batnaði milli ára, var 85,2% á móti 84,5% árið áður. Mikill vöxtur var hjá félaginu á meginlandi Evrópu á tímabilinu og nam aukning tekna þar 78% frá fyrra ári en vöxturinn er einkum til kominn vegna góðs ár- angurs easyJet í Þýskalandi. Í frétt á vef The Times er sagt að með niðurskurði á kostnaði og mik- illi vaxtarstefnu hafi easyJet tekist að mæta hækkandi eldsneytisverði og ná að auka hagnað á milli ára. Eldsneytisverð hækkaði um 47% milli rekstrarára að því er kemur fram í tilkynningu easyJet. Engu að síður jukust meðaltekjur á hvern farþega um 2%, í 38,66 pund og aðr- ar tekjur af hverju sæti jukust um 17%. Gengi bréfa easyJet hækkar um 11% Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SJÓNVARPSSTÖÐIN Big TV í Skandinavíu, sem er í eigu þeirra Sigurjóns Sighvatssonar og Bjarn- ar Steinbekk Kristjánssonar og ís- lenskra fjárfesta, hefur verið valin í lokaval sænska ríkisins vegna út- hlutunar á þremur stafrænum sjónvarpsrásum en tíu stöðvar keppa nú um þrjár rásir sem gætu þó orðið fleiri ef ekki kemur til endurnýjunar leyfa á eldri rásum. Leyfisveiting tekur bæði til gjald- frjáls sjónvarps og sjónvarps þar sem innheimt er fyrir notkun. Bú- ist er við að ákvörðun um hvaða stöðvum verður úthlutað sjónvarpsleyfum liggi fyrir snemma á næsta ári. Á meðal stöðva sem Big TV keppir við eru BBC Worldwide (BBC Prime), Kanal 5 AB, Dagens Industri, Af- tonbladet Hierta AB og Turner Broadcasting System Europe (CNN). Big TV sérhæfir sig í fram- leiðslu sjónvarpsefnis fyrir aldurs- hópinn 12 til 25 ára og er áætlað að reyna að ná til átta milljón heimila í Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og Danmörku fyrir árslok 2006. Sigurjón Sighvatsson, segir þetta vera mikla traustyfirlýsingu við hugmyndina á bak við Big TV sem sé ein af fyrstu sjónvarps- stöðvum í heimi sem mun sjón- varpa á rauntíma bæði á Netinu og í sjónvarpi á sama tíma í 24 fjóra tíma á dag. „Við erum komnir með fullt af kapaldreifingu en þetta, að við vorum valdir, er í viðbót við það. Við erum eina sjónvarpsstöðin sem höfðar til ungs fólks, sem var valin, en nokkrir keppinautar okk- ar sóttu um en komust ekki áfram. Þetta er því verulega jákvætt.“ Big TV komið í lokaval í Svíþjóð Sigurjón Sighvatsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.