Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 2
TIMINN LAUGARDAGUR 12. september 1970 og ævifrásögn Agústs á Hofi Ef myndin prentast vel, má sjá hvað heimatúnið á Miðfirði er iUa fa rið. (Tímamynd—Gimnar) HELMINGUR TUNSINS ONYTUR SB—GVA—Reykj avík, föstudag. Þeír eru liklega nokkuð mairgir bændurnir í landinu, sem iíta vonleysisaugum yfir túnin sín um þessar mundir. Ljósmyndari Tímans átti leið um Austurlandið fyrir skömmu og hitti þá að máli Odd bónda Bjarnason í Mið- firði við Bakkafjörð. Það var ekki beinlínis fallegt túnið hans Odds og sagði hann, að líklega væri meira en helm- ingur þess ónýtur af kali, og sæi hann ckki fram á annað en þurfa að skera niður í haust. Oddur hefur 200 fjár og 2 kýr’ og ræktað land hans er al.'s 38 hektarar og hefur allt verið ræktaið upp nú í seinni tíð. — Ég sé ekki betur, en helmingurinra sé ónýfcur, sagði Oddur. — Nýræktirnar eru ekkert betri og það virðist gilda einu, hvaða jarðvegur er undir, það er alls staðar kal. Oddur sagði, að fyrst hefði farilð að bera á kali hjá sér ár- ið 1965, en það hefði aidrei verið eins mikið og nú. Heimatúánið er uon 8 hektar- ar og það er aiveg ónýtt, ekki til á því stingandi strá, það er guít og grátt af dauða. — í lægðum á nýræktunum hefur legið vatn á, sagði Odd- ur — og þar er grasrótin gjör- samlega dauið. Þegar svo farið er með vélar yfir þetta, blandast bara mold saman við heyið. Aðspurður um, hvað hann tæki til bragðs, svaraði Odd- ur, að ef þettá héldi svona áfram, hlyti það að enda með skelfingu. — Það er ekki enda faust hægt að kaupa fóðurbæti og heldur ekki hey, því það er ekki til. Sennilega er óhjá- kvæmilegt að skera niður í haust. tFBStmrLTDIS ISTMTTOMflU Piltur siasast aivarlega í árekstri OÓ—Reykjavík, föstudag. Nítján ára gamall piltur slas- aðist mikið er hann ók mótor- hjól á hlið sendiferðabíls í Safa- mýri í dag. Ók hann á ta.'sverð- um hraða á h.'ið bílsins, sem einnig var á ferð. Kastaðist piltur inn fram af hjólinu á bílinn og í götuna. Var hann með hlifðar- hjálm á höfiði, en hlaut eigi að síður mikið höfuðhögg og var hann fluttur meðvitundarlaus á Borgarsplta.'ann. Pilturinn ók niður götuna frá Miðbæ. Sendiferðabíllinn kom á móti og var beygt inn í húsagötu. Ökumaður sendiferðabílsins seg- ist hafa verið á hægri ferð og séð til feriða mótorhjólsins, en virt- ist það vera svo langt frá, að hann taidi sig ekki þurfa að skeyta um það meir, og beygði viðstöðulaust inn í húsagötuna. En þá sá hann að mótorhjólið var á meiri ferð en hann hugði og jók bí.'stjórinn fei'ðina til aið forða árekstri, en of seint og lenti pilturinn á bílnum. Rann hann tvo, þrjá metra eft- ir hlið bílsins og kastaðist í göt- una. Hjólið skemmdist mikið og bíllinn nokkuð. Slys í Kassagerðisini OÓ—Reykjavík, föstudag. Starfsmaður í Kassagerðinni slasaðist alvar.'ega í gærmortun. Lenti hann með annan fótinn í pappírsskurðarhníf. Brotnuðu nokkrar tær og ristin skaddafð- ist. Mað.urinn heitir Jón Hjartar- son, Rauðalæk 30. Var hann flutt- ur á Borgarspítalann. Vetrarstarf Sinfóníu- hljómsveitarinnar Vetrarstarfsemi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er um það bil að hefjast og verða fyrstu tónleik- arnir haldnir í Háskó.'abíói 1. október. Þeim tónleikum stjórnar Uri Segal. Einleikari verður Josepf Kalichstein og leikur hann píanókonsert nr. 34 eftir Mozart og sinfónia nr. 5 eftir Sibelius. Fyrirhugaðir eru 18 reglulegir tónleikar. Stjórnendur verða Boh- dan Wodiczko, Proinnsias O’Du- inn, Maxin Sjostakivitsj, Pá.l P. Pálsson og Róbert A. Ottósson. Meðal einleikara eru Ib Lanzky- Otto, John Lill, Karine Georgyan, Wilhelm Kempff, Halldór Haralds son, Ingvar Jónasson og Rögn- va.'dur Sigurjónsson. Sala áskriftarskírteina er hafin Framhald á 14. síðu. EB—Reykjavík, miðvikudag. í viðtali Tímans í gær við Örlyg Ilálfdánarson hjá Bókaútgáfunni Örn og Örlygur, kom fram að tvær íslenzkar skáidsögur koma á markað hjá forlaginu nú á næst- unni og svo ævifrásagnir Ágústs á Hofi. Sagði Örlygur, að önnur ís- lenzku skáldsagnanna væri eftir Rósu Þorsteinsdóttur og nefnist hún Hulinn harmur. Þetta væri ástarsaga, sem gerðist í íslenzkri sveit upp úr síðustu aldamótum. — Þetta er sagan af stórbónd- anum og vinnustúlkunni, sagði Örfygur, og mér kæmi ékki á óvart þótt söguhetjan, hún Gróa litla í Bitru, ætti eftir að eignast marga lesendur. Hin skáldsagam gerist alls '-kki Á liðnum árum. Viðfamgsefni hennar er nútímiiin, lífið í dag, æska í uppreisn, bilið mil.fi kyn- slóðanina, konan og kynsprenging- in, sagði Örlygur og bætti því við að þetta væri hörkuspennandi skáldsaga eftir Halldór Sigurðs- son. — Það lítuir engin samtíð sína sömu augum, sem lesið hef- ur þessi bók. Hvað hún heitir, jú það segir sig sjálft, Á heitu sumri — og það í margri merkingu, sagði Örfygur að lokum um skáld söguna. — Þá er mér það mikið ánægju efini að nefna ævifrásagnir Agústs á Hofi. Hún heitir Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni. Undirtitill hennar er: Með fófki og fénaði í öllum landsfjórðungum. Það er Andrés Kristjánsson, sem tínir upp úr skjóðunni hjá Agústi og dregur fram í dagsljósið margar perlur úr minningasjóði þessa víð förla manns. — Ég hef ekki tafið, sagði Örlygur, hve margir koma við sögu hjá Hofsbóndanum, en ætli það séu ekki al-ltaf nokkuð hundruð. Vestdalsá í Vopnafirði: 246 löxum fleiri — og mun hærri meðalþyngd Samkvæmt upplýsingum frá fé- lögucn í veiðifélaginu „Vopna“, sem hefur haft Vestdalsá í Vopna firði á leigu, voru 346 laxar veidd ir í ánni í sucnar, eða á tíma- bilinu 15. júlí til 7. september. Eru fiskarnir veiddir á þrjár stangir. Stærsti laxinn sem veidd ist í ánni á sumrinu var 18 punda, en meðalþyngdin er mun hærri en hún var í fyrra. Til gamans má geta þess að í fyrra veiddust nákvæmlega 100 laxar í Vestdalsá, og aðeins 46 sutnarið 1968. Þarfar ábendingar Þá ljúkum við að segja frá ábendingum J.Þ. um vetrar- geymslu á veiðitækjum, og skýrt var frá í Veiðihorninu í gær: Flugulínu ætti ávallt að rekja ofan af hjólinu, þvo hana og þurrka vel, vinda línuna síðan í stóra hönk. og geyma hana liggj- andi ekki hengja línuna á nagla, eða neitt það, er getur sett brot í hana. Hjólin þarf að þurrka og hreinsa vandlega, bera svo á þau olíu og feiti, eftir því seun við á. Sjálfsagt er að þurrka vel hjól- poka og tösku, því að í þeim getur leynzt raki, einkum ef þau er- úr skinni. Hætt er við að flugurnar séu mjög rakar að loknum veiðitíma. Hyggilegt er því að láta flugudós irnar standa opnar á einhverjum hlýjum stað, t.d. miðstöðvarofni, í nokkra sólarhringa. Sjálfsagt er að athuga. hvað þarf að endur- nýja af flugum um leið og þær eru þurrkaðar, og áður en dósirn- ar eru lagðar í vetrargeymslu. Ekki má vanrækja vaðstígvél og vöðlur, hvort tveggja þarf að þurrka vandlega að loknum veiði- tíma. Gott ráð er að vöðla saman dagblöðum og stinga niður í vöðl ur og vaðstígvél. Þau eru bezt eymd með því að hengja þau upp á þurrurn stað. Varast skyldi að láta vaðstígvél standa eða liggja'í brotunum, því þá er hætta á að sprungur myndist, og leka- staðir komi á þau í brotunum." —EB. Örn og Öriygur gefa út nýjar barna- og unglingabækur EB—Reykjavík, miðvikudag. Túninn sneri sér í dag til Ör- lygs Hálfdánarsonar hjá Bókaút- gáfunni Örn og Örlygur h.f. og spurðist fyrir um væntanlegar barnabækur hiá útgáfunni. Sagði Örlygur að nokkrar bækur væru væritanlegar á markað á næst- unni. — Fyrsta barnabókin, sem við sendum frá okkur, nefnist GLER- BROTIÐ og er eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þetta er gullfalleg saga sem fjallar um líf barnanna í (litlu þorpi, freistingar, vináttu- bönd, vináttuslit og sættir að lok- um, sagði Örlygur. Þá sagði hann Glei-brotið eitt þeirra snilldar- verka, sem ekki mun rykfalla þótt árin líði — og að það eitt myndi nægja höfundi sínum til varan- leerar viðurkenningar. Teikningar eru í bókinni, gerðar af Gísla <5igurðssnyi ritstjóra. Auk áðurnefndrar bókar koma út hjá bókaútgáfunni. nokkrar franihaldsbækur í bókaflokkum. sem þegar eru orðnir þekktir Þannig kemur fjórða bókin um Dagfinn dýralækni. Bókin nefn ist Dagfinnur dýralæknir í fjöl- leikaferð — og er í þýðingu And- résar Kristjánssonar ritstjóra. Þess má geta, að efni bókarinnar var að nok'kru uppistaða kvikmynd arinnar um Dagfinn dýralækni, sem sýnd verður á næstunni í Há- skólabíói. Þá er á næstunni væntanleg úr prentun í Englandi, byrjendabók um Dagfinn dýralækni. Sú er í fjórum litum og söguþráðurinn sóttur í kvikmyndina. Textann þýddi Andrés Kirstjánsson einnig. Þriðja bókin um múmínálfana, í býðingu Steinunnar Briem, kem ur senn á markað. Bókin nefnist Örlaganóttin og fjallar eins og fyrri bækurnar um hið sérkenni- lega líf múmínálfanna í þeirra fal- lega fjalladal, Múimíndalnum. Önnur bókin um töfrabifreiðina Kitty — Kitty bang — bang er einnig væntanleg. Eins og íslenzk börn kannast við er hér sannar- lega um enga venjulega bifreið að ræða, því að hún getur nánast allt, t. d. flogið og siglt. Sagðist Örlygur hafa það fyrir satt, að iólamyndin hjá Tónabíói væri ein mitt um þessu sömu undrabifreið. Ævintýrið um Kitty er þýtt af Ólafi Stephensen. Að lokum má geta unglingabók arinnar Njósinari merktur X eftir Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.