Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 18. október 1970 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimíkvæ'mdiastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karissan. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómar- slkrifistofur í Edduhúsinu, símair 16300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar slkrifstofur sími 18300. Áskriítargjald kr. 165,00 á mánuði, innaniands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Á að greiða 60% launa- hækkananna í skatt? Allar horfur eru nú á, að láglaunafólk verði á næsta ári að greiða til ríkis og bæjar um 60% af þeim launa- hækkunum, sem það hefur fengið á þessu ári eða 27% til ríkisms og 30% til bæjar- eða sveitarfélagsins. Þetta stafar af því fyrirkomulagi, sem nú er haft á skattvísi- tölunni. Ef skattvísitalan hefði verið ákveðin í samræmi við framfærsluvísitöluna, hefði hún átt að vera 173 stig við álagningu skatta á þessu ári, en í stað þess notaði fjár- málaráðherra vald sitt til að ákveða hana aðeins 140 stig. Afleiðingin varð sú, að verulegur hluti af tekjum láglaunafólks komst í hæsta skattþrep, þ.e. 27% í tekju- skatt og 30% í útsvar. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er boðað í spamaðarskyni, þótt að vísu ógreinilegt sé, að .við ákvörðun skattvísitöl- unar fyrir næsta ár, verði þessi 33 stiga munur ekki neitt leiðréttur, heldur aðeins tekið tillit til þeirra hækkanna, sem verða á þessu ári. Afleiðing af því, ef þessi 33 stiga munur verður látinn haldast, verður óhjákvæmilega sú, að mest eða allt af þeim launahækkunum, sem lágtekju- fólk hefur fengið á þessu ári, mun lenda á hæsta skatt- þrepinu, eða eins og áður segin Greiða verður 27%-af- því í tekjuskatt og 30% í útsvar. Eftir verða þá aðeins 43% af launahækkununum. Til þess að koma í veg fyrir þessi augljósu rangindi, hafa Framsóknarmenn nú endurflutt frumvarp sitt um að skattvísitalan verði ákveðin í samræmi við fram- færsluvísitölu og verði þá miðað við meðaltal hennar 1964, þegar núgildandi skattalög vora sett. Þessa breyt- ingu eða aðra hliðstæða verður að gera á skattalögun- um, ef 60% af launahækkun lágtekjufólks á þessu ári á ekki að greiðast á næsta ári í tekjuskatt og útsvar. Ef frumvarp Framsóknarmanna yrði samþykkt, myndi persónufrádráttur einstaklings og hjóna, frádráttur vegna bams og frádráttur vegna heimilismyndunar, hækka mjög verulega, og jafnframt myndu skattþrepin hækka. Afleiðingin yrði sú, að tekjuskattur og útsvar myndi verða mun lægri en ella. Hér er um svo augljóst réttlætismál að ræða, að ríkis- stjórnin og stjóraarflokkarair eiga ekki lengur að geta staðið gegn þvl Athygiisverðar tölur í umræðunum á Alþingi síðastl. fimmtudag, benti Ól- afur Jóhannesson á þá athyglisverðu staðreynd, að á tímabilinu 1950—60 hefði vísitala vöru og þjónustu hækkað um 123 stig, en á tímabilinu 1960 og þangað tfl í ágúst 1970 hafði hún hækkað um 250 stig. Ólafur benti einnig á, að samkvæmt Nordens statist- iske skrifserie no. 16. bls. 45, hefði árleg meðaltalsverð- hækkun orðið þessi á Norðurlöndunum á árunum 1954 —58: í Danmörku 4%, Finnlandi 7%, Á íslandi 6%, í Noregi 3% og í Svíþjóð 4%. Á árunum 1958—67 hefði árleg meðaltalsverðhækkun hins vegar orðið þessi: í Danmörku 4%, í Finnlandi 4V2%, á íslandi 10%, 1 Nor- egi 3% og í Svíþjóð 3V2%. Dýrtíðarvöxturinn hér hefur þannig orðið miklu meiri í tíð „viðreisnarstjórnarinnar“ en hann var áður. Þó eru árin 1968—70 hér ekki meðtalin, en þá hefur hann þó orðið langmestur. Þ.Þ. JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Aróöursstyrjöld er ekki vænleg leið til að ná samkomulagi Stórveldin eiga að ástunda meira einkaviðræður WHIiam P. Rogers, irtanríkfcráðherra — Rogers og Gromyko hafa ræBzt v<8 ehwlega f New York I siSushi vllcu, í sambandl vlS afmæltsfundi allsheriarþlngs S. Þv og eru notdcr- ar vonir bwndwar vlS þessar vtSraaSwr þehrn. GAMJA má út frá því sem nálega óbrigðuhi reglu, að al- varlegar orðsendingar eða til- lögur milii þjóðarleiðtoga séu fluttar í einkasamtölum, eink- um þó þegar í húit eiga Banda ríkjamenn og kommúnistarík- in. Til eru auðvitað undantekn ingar, en meginreglan er þó sú, að alvarleg stjórnmálasam skipti fari fram í einkaviðtöl- um en áróðurinn á opinþerum vettvangi. . Nú fer allt firam fjyrir opn- um tjöldum, meira að segja ástamál einstaklinga, og vald- hafarnir í Washington og Moskvu hrópa hvorir að öðr- um um þveran hnöttinn. Stjórnmálin eru aftur komin í aðalfyrirsagnir dagblaðanna og rifizt er í ákafa um ástand- ið í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins og á Kúbu, og hvor um sig her hinum á brýn lygar og svik. Ljótt er að sjá og heyra tvö „mestu kjaim- orkuveldi heims“ æpa að öðru og láta dólgslega eins og um væri að ræða tvo kraftalega strálkakjána. FYRR á þessu ári var þó svo að sjá sem forustumenn- irnir væru farnir að fullorðn- ast og verða þess áskynja, að sá háttur, að eyða 180 mil- jörðum dollara í Iherbúnað á ári en verja ekki nema 7 mill- jónum í aðstoð við hinn hungr aða og örbirga meirihluta mannkynsins, væri í senn tll hneisu og háskalegt fram- vindunni innan lands, auk þess sem það stefndi heiimsfriðin- um í vöða. Þeir brugðu því á það ráð um skeið að gríða til einka- samtalanna við stjórnmálasam skiptin og undirrituðu samn- ing um takmörkun í útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir efndu einnig til fundar í HelsinM og Vín til áð ræða — auðvitað einnig í einkasamtölum — lík- Iegar leiðir til að hemja og draga úr eflingu hinna djöful- legu kjarnorkuvopnakerfa, hvoirt sem þau eru ætluð til árása (MIRV) eða varna (A BM). Loks komu þeir sér _______ í einkaviðræðum —saman um vopnahlé í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Hinn gagnkvæmi ótti greip um sig og kom hví iafnvel til leiðar, að fulltrúair Vestur- Þjóðverja og Rússa töluðu saman í einrúmi og undirrit- uðu samkomulag, þar sem landfræðilegar og söguleg ar staðreyndir voru viður- kenndar og ákveðið áð beina athyglinni fyrst og fremst að hagsmunum líðandi stundar auk framtíðarvonanna. Svo var allt í einu skipt um stefnu. BANDARÍKJAMENN og Sovétmenn hættu að treysta hvorir öðrum í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafsins. Valdhafarnir í Washington sannfærðust um — og höfðu gildar ástæður til — að Egypt- ar brytu vopnahlésskilmálana með þegjandi samþykki Moskvumanna. Sýrlending- ar beittu rússneskum skrið- drekum í afsMptum ef borg- arastyrjöldinni í Jordaníu. Nlxon forseta þótti af skiljan- legum ástæðum sem á sig hefði verið leiMð, og rífcis- stjórn Sovétríkjanna hefði j hyggju að ,geyna“ hann sjálf- an. Þegar hér var fcomið sögu fóm stjórnmálasamsMpti einkaviðtalanna út um þúfur og áróðurinn tólk við. Nixon forseti ákvað að nota sjötta flotann á austanverðu Miðjarð arhafi til þess að sýna aQ sitt og Rogers utanrikisráðherra kvaddi saman blaðamanna- fund tíl þess að saka Sovét- menn uon brot á gerðum samn ingum. ÁRANGURINN ifiggur nokk- urn veginn { augum upp. Nú verður erfiðara en áður að nálgast Andrei Gromyko utan- riMsráðhenra Sovétríkjanna til stjórnmálasamsMpta í eihka- viðtölum, en hann er væntan- legur til New York alveg á næstunni. í þessu sambandi sMptir ekM höfuðmáli, hVor aðilinn hafi á réttu að standa. Forustumennirnir í Moskvu hafa á opinberum vettvangi sakað valdhafana í Washjngton um að útbreiða skröksögur um athafnir Rússa bæði í löndum fyrir botni Miðjarðarhafsins og á Kúbu. Rogeæs utanrikisráð- herra hefir opinbera lýst Rússa bera að svikum. Óþægi- legt verður því fyrix utan- ríkisráðherrana að ná saman og skiptast á skynsamlegum og alvarlegum orðum þegar þeir hittast í Waldorf Towers í New York síðar í þessum mánuði. Báðir aðilai- hafa hellt úr skálum reiði sinnar opinber- lega og ekM tjáir að sakast um orðian hlut. Eftir er sá vandinn að hef ja að nýju sam- sMpti einkaviðtalanna, ekki einungis um deilurnar í lönd- unum fyrir botni miðjarðar- hafsins, heldur einnig um Viet- nam. Sjónvarpsræða Nixons um friðartiUögur hans í Indo- Mna hafði góð áhrif í stjórn- málum heima fyrir. Hann af- vopnaði andstæðinga sína í Bandarikjunum með þvj að bjóðast til að ræða tíma- setniagu brottfluitnings banda- riskra hersveita frá skaganum og fallast á myndun ríkis- stjórnar, sem í væru fuUtrúar allra stjórnmálaafla í Víet- nam, að kommúnistum ekki undan sMldum. En hann flutti þessar tillögur opinberlega, en kom þeim ökki á framfæri j einkaviðtölum og það vakti þann grun hjá forustumönn- unum j Hanoi og Moskvu, að honum væri meira í mun að bæta aðstöð sína í þing- kosningumim í Bandaríkjun um en að ná raunverulegu sam- komulagi um aflétting styrj- aldarinnar. Þessi áburður er ekM alls kostar sanngjarn. Vitaskuld lágu stjórnmál að baM heim- sóknar forsetans til sjötta flot- ans, Vatikansins og írlands, o-g hann var þar að svara at- höfnum Sovétmanna og brigð- um við Suez-skurð og einnig innrásinni í Jordaníu. En þrátt fyrir þetta vill hann í ein lægni ná samkomulagi j styrj- öldinni, en bví verður naumast komið í kring, nema báðir að- ilar hverfi frá þeirri áróðurs- styrjöld, sem þeir nú heyja, og snúj sér á ný að stjórnmála- saimskiptum í einkaviðtölum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.