Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN LAUGARDAGUR 31. október 1970 Hafnar verSa á ný sýningar á barnalalikritinu „Lina langsokk- ur“ í Kópavogsbíói. Fyrstasýningin verður sunnu- daginn 1. nóv. n.k. kl. 20. Leiikritið hefur alls verið sýnt 50 sinnum við mikla aðsókn og eru nú aðeins örfáar sýningar eft- ir. (Frá Leikfélagi Kópavogs). Hulinn harmur - ný bók frá Erni og Örlygi EB—Reykjavík, miðvikudag. Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. hefur sent frá sér bókina HUIj- INN HARMUR eftir Rósu Þor- steinsdóttur, er þetta jafnfracnt fyrsta bók hennar. í fréttatilkynningu frá útgáf- unni segir svo: „Hulinn harmur er ástarsaga. Gerist í íslenzkri sveit laust eftir síðustu aldamót og fjallar um unga stúlku, Gróu í Bitru, sem al- in er upp í fátækt og fámenni. Duttlungar örlaganna haga því svo, að hún ræðst til starfa á stór- býli Arnórs í Undirhlíð, og þar fer senn að draga til stórra tíð- inda. Rósa Þorsteinsdótíir skrifar á blæbrigðaríku máli. Hún kann glögg deili á lífi og háttum fólks á þeim tímum, sem sagan gerist, og bregður upp skýrum myndum af kjörum manna. Saga hennar er spennandi og sanfærandi og með tilkomu þessarar bókar má full- vist telja, að fram á sjónarsviðið sé komin skáldkona, sem fylgzt verði með í framtíðinni." [HMfDTniBB I STIfTTU WlAu Sýningu að Ijúka Sýningu Listasafns alþýðu, sem nú er að Laugavegi 18 lýkur í dag, laugardag. Verður sýningin þá opin milli kl. 3 og 6. Sýning- in var opnuð 9. sept. s.l. Á þessari sýningu eru tólf mynd ir, m. a. fjórar eftir Jón Stefáns- son. Meðal þeirra listamanna, sem myndir eiga á sýningunni eru Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Þórar- inn B. Þorláksson, Sigurður Sig- urðsson, Snorri Arinbjarnar, Jó- hannes Geir og Júlíana Sveins- dóttir. Sýning verður ekki sett upp i salnum að Laugavegi 18 fyrr en á næsta ári. „Opið hús" einstæðra foreldra Félag einstæðra foreldra ætlarj í vetur að gera tilraun með að hafa ,;opið hús“ fyrir félaga sína, um það bil tvisvar í mánuði. Það fyrsta verður að Hallveigarstöð- um næstkomandi mánudagskvöld. I Þar verður selt kaffi og meðlæti, j sem félagsmenn hafa lagt fram j endurgjaldslaust og rennur ágóði í: félagssjóð. Kennari mun svara spurningum gesta og veittar verða upplsýingar um starfsemi félagsins. eÞssi kvöld eru fyrst og fremst ætluð til að meðlimir! hittist og ræði áhugamál sín. Verði aðsókn góð á þessum kvöld um eru á prjónunum áform um að hafa þarna umræðnr. kvik- myndasýningar o. fl. síðar. Kirkjukvöld í Laugarneskirkju Kirkjukór Ásprestakalls minnist 5 ára starfs með þvi að efna til Bindindisdagur er á sunnudag Vetrarstarf íslenzkra ungtempl- ara er hafið fyrir nokkru. í sum- ar bar hæst í starfseminni þing ÍUT, sem haldið var á ísafirði í júlí, og Bindindismótið í Galtar- lækjarskógi í ágústmánuði. Á þinginu á ísafirði urðu miklar umræður um bindindls- og æsku- lýðsmál og er ekki úr vegi i tilefni af Bindindisdegmum 1. nóv. n.k. að gera þessi mál að umtalsefni hér í blaðinu. Öllum, sem eitthvað þekkja til æskulýðsstarfsemi er Ijóst, og ekki sízt þeim, sem einkum eiga að leiðbeina að þar er fjárskortur- inn eitt mesta vandamálið. Á þingi ÍUT var samþykkt tillaga þess efn is, að skorað er á hin ýmsu bæjar- yifrvbld að auka beina fjárstyrki til hinnar frjásu æskulýðsstarf- semi, sem starfar í bæjunum. Taldi þingið að styrkir bæjarsjóð- anna til æskulýðsmála nýttust bet ur á þennan hátt heldur en þegar æskulýðsráð fengju umráð yfir öllu fjárframlagi viðkomandi bæj- arfélags til æskulýðsmála. Ýmsir sjá eftir þeim krónum, sem varið er til ýmis konar félags- starfsemi, og til eru þeir, sem telja óþarfan allan styrk hins opin bera til bindindisstarfsemi. Enn öðrum finnst bindindismenn megi vera þakklátir fyrir að fá einhvern fjárhagsstyrk. Þessir aðilar virð- ast ekki hafa gert sér grein fyrir því, hve margar þær krónur eru sem slíkur félagsskapur leggur sjálfur fram beint eða óbeinlínis á ýmsan hátt, þótt ekki sé annað ■nefnt. Ættu menn að bera hér saman t.d. æskulýðsstarfsemi á vegum hins opinbera, sem menn á fullum launum sinna, og svo hins vé'gár æskulýðsfélaga, sem hafa að eins sjálfboðaliða til starfa. Með þessum orðum er ekki verið að hallmæla þekn ágætu mönnum, sem eru í þjónustu hins opinbera á þessu sviði. Þar er margt gott verk unnið. Skylduþjónusta ungmenna. Auk umræðna og tillagna um fjármál, ræddu ungtemplarar um skylduþjónustu ungmenua og lýsti þingið yfir stuðningi við þings- ályktunartillögu Jónasar Péturs- sonar um þetta efni. Taldi þingið að sú athugun, sem tillagan felur í sér að gerð verði, muni varpa skíru ljósi á þetta mikilvæga mál (Frá ÍUT). Fjáröflunardagur Flug- björgunarsveitarinnar Hinir árlegu fjáröflunardagar Flugbjörgunarsveitarinnar eru n.k; laugardag og sunnudag. Á laugardag fer fram merkja- sala og að þessu sinni verður selt nýtt málmmerki, sem búið hefur verið til í tilefni af 20 ára afmæll F.B.S., sem verður þann 27. nóv. og verður þá nánar getið um starf semi F.B.S. á þessu tímabili. Merkin verða seld víðs vegar um landið, í Reykjavík verða merkin afgreidd til sölubarna frá bama- skólunum og eru foreldrar beðnir um að leyfa börnum sfnum að Aðalfundur FUF í Kópavogi Aðalfundur fé- lagsins verð- ur haldinn sunnudaginn T nóvember kl. 1.30 að Ncðstu tröð 4. Dagskrá: Már. l. Venjuleg að- alfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Ávarp. Már Pétursson, for- maður SUF. — Stjórnin. selja merkin og sjá um að þau séu vel klædd. Á sunnudag fer fram kaffisala hjá kvennadeildinni á Hótel Loft- leiðum og hefst kl. 15.00. f sam- bandi við kaffisöluna verður einnig BAZAR, þar sem konur selja handavinnu sína, sem þær hafa unnið að til fjáröflunar starf seminni. ísland með 194 stig í 9. sæti FB—Reykjavík, föstudag. Eftir 19 umferðir á bridgemót- inu í Portúgal er ísland í 9. sæti með 194. í 19 umferð sigruðu fs- lendingar íra með 18—2. Staðan eftir 19 umferðir er þessi: 1. Frakkland 164, 2. Pólland 244, 3. ítalía 243, 4. Bretland 235 5. Sviss 233, 6. Aausturríki 223, 7. Svíþjóð 210, 8. Noregur 205, 9. ísland 194, 10. írland 172, 11. V,- Þýkaland 169, 12. Holland 168, 13. Danmörk 165, 14. Grikkland 163, 15. Tyrkland 161, 16. Líbanon 154, 17. Belgía 141, 18. ísrael 133, 19. Ungverjaland, 126, 20. Portúgal 102, 21. Finnland 101, 22. Spánn 68. HÚSMÆÐRASKÓLINN Á HALLORMSSTAD AÐEINS EINS VETRAR SKÓLI FRAMVEGIS SB—Reykjavík, fimmtudag. Hörður Ágústsson skólastjóri og kirkjukvölds í Laugarneskirkju þriðjudaginn 3. nóv. kl. 20.30. Kórinn syngur lög eftir J. S. Bach, César Frank og sáknalög eftir 5 íslenzk tónskáld. Frú Hanna Bjarnadóttir, óperu- kona, syngur einsbng. Stjórnandi kórsins er Kristján Sigtryggsson . Sóknarpresturinn, sr. Grímur Grímsson flytur bæn og les úr ritningunni. Aðgangur er ókeypis og nllir velkomnir. Perusala Lions í Kópavogi Eftir hádegi í dag, laugardag, hefst perusala á vegum Lions- klúbbs Kópavogs, og verður hún einnig á sunnudaginn Félagar í Lionsklúbbnum munu ganga í hvert hús í Kópavogi með peru- poka og b.ióða bá til sölu. Ágóð- inn af perusölunni verður notað- ur til styrktar ungu fólki í Kópa- voginum, og er það von Lionsfélag annað að Kópavogsbúar taki vel á móti perusölum klúbbsins. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, hafa sem kunnugt er rannsakað gömul hús í Reykjavík nú s.l. tvö ár, sem ráðgjafar borgarinn- ar um, hvaða hús væru þess virði að friða þau, eða hluta þeirra. Tillögur þeirra voru lagðar fram á borgarráðsfundi i fyrradag og þá samþykkt að láta fara fram í samráði við fleiri aðila, rann- sókn á þeim húsum, sem til- greind eru. Alls eru um 100 hús talin upp í tillögum þeirra Harðar og Þor- steins, Frekari rannsókn á hús- unum hefur nú verið falin Herði og Þorsteini í samráði við borg- arverkfræðing og byggingarfull- trúa og síðan ákveðið, hvað skuli friðað af þeim. Húsafriðunarnefnd vai stofnuð 1 ^iðrétting Þau mistök urðu í blaðinu í gær, í sambandi við frétt um mót- mæli kennara í Hafnarfirði. að Pétur Pétursson var sagður einn þeirra, sem undarritað og afhent hefði mótmælayfirlýsinguna í Al- þingi. Þetta var ekki rétt, en þeir sem yfiriýsinguna afhentu voru Ingvar Hólm, Rúnar Már Jóhanns- son. Guðrún Einarsdóttir og Ólaf- ur B. Ólafssn. með lögum i fyrra og skal hún vera ráðgefandi fyrir mennta- málaráð um hvaða hús. búshluta eða götur beri að friða. í lögum nefndarinnar segir, að viðkomandi bæjar. eða sveitarfélag geti frið- að hús, húsh’uta eða götur, á eig- in ábyrgð og kostnað. Umferðarslys OÓ—Reykjavík, föstudag. Tveir Bandaríkiamenn og tvær unglingsstúlkur voru í kvöld flutt á slysavarðstofuna, en bíll sem þau voru í fór út af veginum neðan 15 Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Lögreglunni var tilkynnt um slysið rétt fyrir kl. 7. Var fólkið í bíl frá bílaleigu. Fór hann J.t af á nýja vegarkaflanum rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna, en tals- verð hálka var Fólkið, sem í bíln- um var, er ekki talið alvarlega stasað. Framsóknarvist að Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur Framsóknarvist að Hótel Sögu fimmtudaginn 5 nóv. ni. Nánar auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.