Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13
13 VIÐTALIÐ rafnhildur Arnardóttir hefur búið í New York í tólf ár. Hún kom til New York til að fara í School of Visual Arts og útskrifaðist þaðan með mastersgráðu í myndlist árið 1996. Hún gat ekki hugsað sér annað en að nýta sér tækifærin sem buðust í borginni og staldraði við að námi loknu. Þótt hún sé fyrst og fremst myndlistarkona hefur hún tekið að sér ým- is verkefni sem hönnuður og stílisti í gegnum tíð- ina. Hún er alltaf á fullu og með nokkur verkefni í gangi í einu. Hrafnhildur hefur heyrt ýmsar útgáfur af nafninu sínu í New York og Shoplifter-nafnið varð til fyrir misskilning fyrst þegar hún flutti í borgina. Það var á myndlistaropnun þegar hún kynnti sig sem Hrafnhildur en manneskjan svaraði „nice to meet you shoplifter“ og hafði bara gjörsamlega mis- heyrst. „Þetta varð að einhverju djóki og síðan hefur það orðið að „alter-egói“. Og þegar ég hef verið að gera föt þá hef ég notað þetta nafn. Á endanum tók þetta nafn bara yfir. Þetta er líka ákveðinn húmor að voga sér að nota svona nei- kvætt orð sem nafn“ útskýrir Hrafnhildur. Hrafnhildur hefur síðastliðið ár verið að koma sér fyrir á „lofti“ í Chinatown á Manhattan með pólska manninum sínum Mihow og syninum Mána Lucjan sem fæddist fyrir einu og hálfu ári. Hrafnhildur og Mihow eru bæði með vinnustofu á loftinu og vinna út frá heimilinu. Barnapían kemur á daginn og passar Mána fyrir þau. Þegar ég hringi í Hrafnhildi er hún að hella upp á kaffi eftir að vera nýbúin að stilla upp tveimur hár- skúlptúrum á vinnustofunni fyrir sýningarstjóra sem eru að koma daginn eftir að skoða verkin. Með hár á heilanum Síðustu ár hefur Hrafnhildur verið að vinna með hárskúlptúra og er nýkomin frá Winnipeg í Kan- ada þar sem hún tók þátt í samsýningu ásamt fjórum öðrum íslenskum myndlistarkonum. Þar sýndi hún innsetningu með þremur hárverkum á vegg. „Hvert sem ég fer að setja þetta upp er upplifunin misjöfn eftir staðnum. Það er svo magnað með þessi hárverk að þau kalla oft á mjög sterk viðbrögð. Það hafa allir sterkar tilfinn- ingar til hársins af því að allir þurfa að díla við hárið á sér. Fólk hefur mjög blendnar tilfinningar gagnvart hári þegar það er ekki lengur fast á mönnum eða dýrum. Marga hryllir við því og finnst það viðbjóðslegt. Það er líka tákn um nið- urlægingar þegar hár er klippt af fólki gegn vilja þess. Fyrir mér, eins og ég set það upp er svo mik- ið flúr, skraut og fegurð í því, og mér finnst áhugavert að kanna þessi mörk fegurðar og skammar, hégóma og niðurlægingu“ útskýrir Hrafnhildur. Af hverju byrjaðirðu að vinna með hárið? „Ég held ég hafi alltaf verið mjög upptekin af hárinu á sjálfri mér og að gera hárgreiðslur á aðra eins og stelpur gera kannski á ákveðnum aldri en ég varð mjög fljótt góð í því og var oft fengin til að greiða vinkonunum þegar við vorum að fara á ball.“ Þegar Hrafnhildur var unglingur vann hún í antík- versluninni Fríðu frænku og þar eignaðist hún lít- ið hárblóm. „Ég geymdi þetta hárblóm eins og mestu gersemar ofan í skartgripaskríninu. Þetta var það fallegasta og magnaðasta sem ég átti.“ Samstarfið við Björk Hrafnhildur hélt fyrstu einkasýninguna með hár- skúlptúrum í ATM-galleríinu í East Village á Man- hattan árið 2003 og hefur síðan þá sett upp vegg- verk úr hári m.a. á Kjarvalsstöðum, Gautaborg og Kanada. „Ég hef verið að gera einskonar fram- haldsverk sem heitir „Right Brain, Left Brain“. Þetta er mín upplifun á einhverju hugsana- mynstri. Þetta er pínulítið eins og ruslið sem verð- ur eftir þegar hugsanirnar eru búnar að hugsast, eins og ég sé að kortleggja hugsanir. Fyrir mér eru veggmyndirnar líka tengdar klifurjurtum sem vaxa á húsveggjum. Það eru líka mjög sterkar til- vísanir í hégóma og hárgreiðslur blökkufólks í New York og víðar þar sem temja þarf hárið eins og einhverja sjálfstæða skepnu.“ Björk kom á sýninguna í ATM-galleríið en þá var hún að vinna Medúllu-plötuna sem var byggð eingöngu á mannsröddinni. „Útlit plötunnar er alltaf svo nátengt hugmyndafræðinni í músíkinni þannig að henni fannst virka best að allt sem við- kæmi plötunni tengdist líkamanum. Hún bað mig að vinna með sér að hennar útliti á plötunni þannig að ég myndi gera hárskúlptúr á hana.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hrafnhildur vann með Björk því hún hafði áður hannað fyrir hana kjól og fleira sem hún notaði á síðasta tónleika- ferðalagi. Í einn hárskúlptúrinn sem Hrafnhildur gerði á Björk notaði hún hárblóm til að skreyta verkið. „Ég komst í samband við konu sem heitir Ásta og rekur fyrirtækið Hárverk og býr til hárblóm eins og þau sem ég uppgötvaði þegar ég var ungling- ur. Mér fannst magnað að hafa möguleika á að stilla saman í einn af hárskúlptúrunum þessari fal- legu hefð sem gengur mann frá manni. Ég hafði samband við Ástu sem tók vel í að gera nokkrar greinar úr mannshári og hrossahári sem ég setti inní einn skúlptúr á Medúllu-plötunni. Ég er alltaf undir miklum áhrifum frá allskyns handverki og langaði að draga þessa fallegu muni fram í dags- ljósið því þeir höfðu svo sterk áhrif á mig.“ Tískudraugurinn og fatahönnuðurinn Hrafnhildur umgengst mjög mikið af fólki í tísku- bransanum og flestir vinir hennar eru fatahönn- uðir eða myndlistarmenn. Hún hefur tekið að sér fjölmörg verkefni í þeim bransa og fæst sjálf við fatahönnun. „Ég vinn á mjög gráu svæði milli tísku, hönnunar og myndlistar. Stundum veldur það mér óþæg- indum vegna þess að fólk veit ekki í hvaða „skúffu“ það á að setja mig. Fyrir mér er það ótrúlega spennandi og veitir mér innblástur að daðra við tískudrauginn í mér og leika mér með mörkin og tengslin þarna á milli.“ Hrafnhildur hefur líka verið að hanna föt þar sem hún setur mannshár á fötin. „Þetta er einhvers konar „obsession“. Ég get ekki alveg sagt skilið við hárið sem efnivið. Mér finnst fallegt en jafn- framt fyndið að setja það á föt og það breytist strax og verður eitthvað annað.“ Hrafnhildur hefur meðal annars unnið fyrir AsFour-hönnuðina og þau hafa til dæmis beðið hana um prjónalínu. „Ég hef verið mjög hikandi við að steypa mér út í það af því að ég veit hvað það er mikil vinna. Ég er fyrst og fremst myndlist- armaður og vil ekki að fatahönnun fari að taka yfir. Mér finnst mjög heillandi að vera með mörg járn í eldinum en eftir að ég varð móðir þá ákvað ég að velja vandlega. En stór hluti af mér þarfn- ast þess að vinna með öðrum í ólíkum verkefnum. Mér finnst skemmtilegt að vinna með öðrum og búa til sameiginlegan hugarheim, einhverskonar síams-orku.“ Prjónaverkstæði mömmu Þegar kemur að hönnun finnst Hrafnhildi frábært að vera í skapandi ferlinu og gæti alveg hugsað sér að vera í því en sköpunarvinnan er í raun allt- af minnsti hlutinn af vinnunni. „Það fer svo rosa- lega mikill tími í að finna leið til að framleiða flík- ina á sem kostnaðarminnastan hátt. Ég hef til dæmis unnið fyrir hönnuð sem heitir Tess Gib- bersson. Ég bjó til heklaða vasa sem voru eins og áhnepptir vettlingar. Ég reyndi að finna konur í New York til að hekla þetta fyrir mig og það var alveg meiriháttar mál. Allt í einu var allur tíminn Ég vinn á mjög gráu svæði milli tísku, hönnunar og myndlistar H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.