Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 25

Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 25 FRÉTTIR Daily Vits FRÁ Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Jón Yngvi Jóhannsson í Kastljósi „Þessi ótrúlega Kjarvalsbók slær öll met í vandvirkni og metnaði í útgáfu á Íslandi“ Við óskum Nesútgáfunni og höfundum bókarinnar til hamingju með tilnefninguna LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út fjórða kortadisk sinn, Stað- fræðikort. Á disknum eru 102 kort í mæli- kvarðanum 1:50 000 af miðhálend- inu, Suðurlandi og Norðurlandi. Kortin henta ferðafólki hvort sem ferðast er á jeppa, vélsleðum eða gangandi. Einnig er á disknum ferðakort af landinu öllu í mælikvarðanum 1:500 000 með nýjustu viðbótum og upp- færslum. Örnefnaleit á diskunum hefur verið bætt og er nú unnt að leita í lista með um um 17.000 ör- nefnum. Kortadiskurinn er sá fjórði í út- gáfuröð Landmælinga Íslands og markar tímamót að því leyti að nú hafa Landmælingar lokið útgáfu á öllum helstu kortaflokkum sínum á geisladiskum. 240 kort eru fáanleg á þessu formi, segir í fréttatilkynn- ingu. Kortadiskar Landmælinga Ís- lands eru fáanlegir í bókaverslunum um allt land. Staðfræðikort frá Landmælingum Innihaldið skiptir máli ALÞJÓÐLEGUR fundur sérfræð- inga á sviði jarðvegseyðingar sem haldinn var á Selfossi í haust hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að halda áfram að veita og auka stuðning við jarðvegsvernd. Einnig að tryggður sé nauðsynlegur starfskraftur, tækni og fjármagn til að vinna með bændum og öðrum og setja víðtæka nýja löggjöf um landgræðslu. Á fundinum voru samþykktar yfir- lýsingar um jarðvegsvernd í Evrópu, varnir gegn myndun eyðimarka og nauðsyn alþjóðlegra laga um sjálf- bæra nýtingu. Einnig var samþykkt áðurnefnd ályktun um jarðvegs- vernd á Íslandi. Í henni bera sér- fræðingarnir lof á ríkisstjórn Íslands fyrir langtíma skuldbindingar henn- ar um að stuðla að jarðvegsvernd. Fagnað er skipulegum aðgerðum Landgræðslunnar, Skógræktar ríkisins, Landbúnaðarháskólans og fleiri stofnana um að auka þekkingu á vandamálum sem tengjast jarð- vegshnignun. Vilja aukna jarðvegsvernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.