Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 51

Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 51 AUÐLESIÐ EFNI Verð á mat-vörum í verslunum á Íslandi er 42% hærra en í löndum Evrópu-sambandsins (ESB). Helsta ástæðan virðist vera að tak-markanir á inn-flutningi bú-vara. Meiri sam-þjöppun er á matvöru-mörkuðunum á Íslandi og hinum Norður-löndunum en í löndum ESB, og vöru-úrval mun minna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samkeppnis-eftirlita á Norður-löndum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-stjóri Alþýðu-sambands Íslands, segir að stjórn-völd verði að breyta að-ferðum í verndun land-búnaðar. Innflutnings-takmarkanirnar séu mjög slæmar fyrir neyt-endur. Páll Gunnar Pálsson for-stjóri Sam-keppnis-- eftirlitsins, segir að sam-keppnin vinni heldur ekki nægi-lega vel fyrir neyt-endur. Á Norður-löndum annast stórir aðilar inn-kaup fyrir fáar og stórar verslunar-keðjur. Þetta lækkar kostnað en aftur á móti eiga nýir birgjar erfitt með að koma vörunum sínum í verslanir. Páll Gunnar segist bjart-sýnn á við-ræður við stjórnvöld um innflutnings-höft á matvæli. Matur er 42% dýrari á Íslandi Ung-frú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, kom heim frá London í gær og fékk glæsi-legar mót-tökur hjá íslensku þjóðinni. Unnur Birna sigraði í keppninni sem fór fram í borginni Sanya í Kína á laugardags-kvöld fyrir viku. 102 stúlkur tóku þátt í keppninni. Unnur Birna er 21 árs og er á 1. ári í lög-fræði við Há-skólann í Reykjavík. „Þetta verður örugg-lega alveg æðis-legt ár og þetta er tæki-færi sem örfáir fá í lífinu. Ég er alveg í skýjunum,“ sagði Unnur Birna í sam-tali við Morgun-blaðið. Unnur Birna segist ekki vita hvaða áhrif sigurinn muni hafa á nám hennar í lög-fræði. Hún mun starfa á vegum keppninnar og ferðast til allra heimsálfanna og dvelja þar í um einn mánuð í senn en koma heim á milli. Unnur Birna fékk skeyti frá bæði for-seta og forsætis-ráðherra og segir hún að það hafi verið alveg gífur-legur heiður að fá þau. Unnur Steinsson, móðir Unnar Birnu, var með dóttur sinni í Kína en hún var kjörin ungfrú Ísland árið 1983 og komst í fimm manna úrslit í þessari sömu keppni það ár. Alveg í skýjunum AP Unnur Birna krýnd ungfrú heimur. Gunnar Egilsson bíla-smiður og breskir félagar hans settu í vikunni heims-met. Þeir urðu fljótastir til að ná á suður-pólinn frá Patriot Hills á Suðurskauts-landinu á land-farartæki. Leiðin er um 1.200 kíló-metrar og tók ferðin 70 klukku-stundir. Japaninn Shinji Kazama átti fyrra heims-metið, en hann fór leiðina á 24 dögum á sér-útbúnu Yamaha-- mótor-hjóli. Gunnar var á sér-útbúnum jeppa, Ford Econoline á sex dekkjum, sem hann út-bjó sérstak-lega fyrir þessa ferð. Með Gunnari voru fimm pól-farar sem þekkja vel Suðurskauts-landið. Þeir þjálfuðu sig saman fyrir þennan leið-angur og fóru m.a. í 10 jökla-leiðangra hér á landi í fyrra. Gunnar segir að ferðin hafi gengið eins og í sögu og að honum hafi fundist mjög gaman að fá að smíða bílinn og fylgja honum eftir alla leið. Freyr Jónsson, tækni-- fræðingur og suður- skauts-fari, segir þetta geysi-legt af-rek hjá Gunnari því leið-angurinn stóð og féll með honum. Gunnar við stýrið í jeppanum góða. Geysi-legt af-rek Viggó Sigurðsson, landsliðs-þjálfari karla í hand-knattleik, hefur til-kynnt val sitt á 15 leik-mönnum sem verða í lands-liðinu á Evrópu-mótinu sem hefst síðari hluta janúar í Sviss. Viggó heldur einu sæti opnu sem hann hyggst velja mann í undir ára-mótin. Baldvin Þorsteinsson, horna-maður úr Val, er mjög lík-legur til að skipa það sæti. Íslenska lands-liðið leikur 5 lands-leiki á undirbúnings-tímanum fram að Evrópumeistara-mótinu, tvo við Norðmenn, einn við Katar og tvo leiki við Frakka. „Hópurinn sem ég hef valið nú er sá sterkasti sem völ er á. Hann er sterkari en sá á HM í Túnis,“ segir Viggó og bætir við að mark-mið hópsins sé að komast upp úr riðla-keppninni og inn í milli-riðla með ein-hver stig í far-teskinu. Sterkasti hópurinn sem völ er á Stjórn George W. Bush í Banda-ríkjunum bannaði á fimmtu-dag pyntingar af öllu tagi. Hinn áhrifa-mikli öldunga- deildar-þingmaður repúblikana John McCain hafði krafist þess. Áður hafði for-setinn sagt að ekki væri hægt að setja slík lög, því þau myndu hefta starfs-menn leyni-þjónustunnar, CIA, í bar-áttunni gegn hryðju-verkum. Nú segir hann að samkomu-lagið sýni heiminum að stjórn hans láti ekki pynta fanga. Báðar deildir þingsins sam-þykktu í vikunni með miklum meiri-hluta yfir-lýsingu um bannið við pyntingunum og annarri niður-lægjandi með-ferð á föngum Bandaríkja-manna. Bann við pyntingum Mun meiri kjör-sókn var í þing-kosningunum í Írak á fimmtu-daginn en í janúar. En þá hunsuðu súnní-arabar að mestu kosningarnar. Talið er að endan-legar niður-stöður verði birtar eftir 2 vikur. Nýja þingið mun velja bæði for- sætis-ráðherra og for-seta. Um 15,5 milljónir manna voru á kjör-skrá og er talið að um 60–80% manna hafi kosið. Hermdar-verkamenn al-Qaeda höfðu hótað árásum á kjör-staði. Alls létust 4 menn í landinu, en víðast hvar fór allt friðsam-lega fram. Mikil kjör-sókn var nú meðal súnní-araba, en þeir voru helstu stuðnings-menn Saddams Husseins, fyrr-verandi for-seta, og eru mestu and-stæðingar Bandaríkja-manna. „Þetta er hátíðis-dagur allra Íraka,“ sagði Kúrdinn Jalal Talabani, nú-verandi for-seti Íraks. Bush Bandaríkja-forseti og fleiri ráða-menn um heim allan fögnuðu því að Írakar skyldu ekki láta hótanir hryðjuverka-manna stöðva sig í að kjósa. Sagði Bush að kosningarnar væru sögu-legt skref í átt að því að Írak verði lýðræðis-legt. Hátíðis-dagur allra Íraka Reuters Íraskir her-menn dansa til að fagna lokum kosninganna. Ásthildur Helgadóttir, fyrir-liði íslenska kvenna-landsliðsins í knatt-spyrnu, og Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir-liði karla-landsliðsins í knatt-spyrnu, voru í gær kosin knattspyrnu-fólk ársins af Knattspyrnu-sambandi Íslands. Eiður Smári varð enskur meistari með Chelsea í vor, en hann vann líka í fyrra. Ásthildur hefur leikið flesta lands-leiki kvenna hér á landi, og hefur líka skorað flest mörk fyrir íslenska kvenna-landsliðið. Hún lék hins vegar lítið í fyrra vegna meiðsla og segist ánægð með að hafa getað leikið vel með liði sínu Malmö í ár og eins með lands-liðinu. Margrét Lára Viðarsdóttir Vals-kona varð í 2. sæti hjá konunum og Þóra B. Helgadóttir, systir Ásthildar, í 3. sæti. Hjá körlunum varð Hermann Hreiðarsson, leik-maður Charlton í Bret-landi, í 2. sæti og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik-maður Halmastad í Svíþjóð, í 3. sæti. Knattspyrnu-fólk ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári og Ásthildur fremst, Her- mann, Margrét Lára og Þóra fyrir aftan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.