Tíminn - 18.03.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 18. marz 1911 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraankvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Heiigason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karisson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamkastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mámuði, innanlands. í liausasölu kr. 12,00 eirnt. — Prentsm. Edda hf. ■ Hættuleg uppgjöf í mengunarmálum Útvarpsumræður þær, sem fóru fram á Alþingi í fyrra- kvöld, um mengunarhættuna frá álbræðslunni, voru at- hyglisverðar á margan hátt. Þær sýndu glöggt, að mjög er mismunandi afstaða flokkanna til þess, hve öflugar ráðstafanir skuli gerðar til að verjast mengunarhætt- unni. Stjórnarsinnar látast vera á móti henni í orði, en reynast hins vegar hinir óskeleggustu á borði, a.m.k. þeg- ar álbræðslan á hlut að máli. Því var ekki mótmælt í umræðunum, að Straumsvík- urbræðslan er eina álbræðslan í Evrópu og Norður- Ameríku, sem ekki hefur hreinsitæki. Það var jafnframt upplýst, að t.d. Norðmenn hafa mjög strangt eftirlit með því, að álbræðslur valdi ekki tjóni á gróðri og dýralífi. T.d. hefur álbræðslu svissneska álfélagsins, sem er í Húsnesi, verið neitað um leyfi til stækkunar vegna þess, að hún þykir hafa gölluð hreinsitæki. Verksmiðja þessi er þó mun minni en Straumsvíkurverksmiðjan verður. Framleiðsluafköst hennar eru um 60 þús. smál., en Straumsvíkurbræðslan á að geta framleitt 70—77 þús. smál. Vegna þess að hreinsitæki Húsnesbræðslunnar hafa ekki reynzt eins vel og hjá öðrum norskum álbræðslum, fær verksmiðjan nú ekki leyfi til að skila fullum af- köstum, því að þá fer hún yfir þau mörk, sem eftirlits- nefnd ríkisins telur hættuleg. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, vilja stjórnarflokkarnir ekki krefjast þess, að álbræðslan í Straumsvík hafi hreinsitsfeki, eins og allar aðrar álbræðslur í Evrópu og Norður-Ameríku. Þeir segjast ætla að bíða eftir vísinda- legum niðurstöðum um, hver hættumörkin séu. Þeir láta líkt og athuganir eins ábyrgasta vísindamanns þjóðarinn- ar, Ingólfs Davíðssonar, séu einskis virði. Það mun taka mörg misseri eða ár að fá þann nákvæma, vísindalega úr- skurð, sem stjórnarflokkamir tala um, þar sem ekki er hægt að miða nema mjög takmarkað við erlenda reynslu, sökum þess að aðstæður eru mjög frábrugðnar hér. Sá biðtími, sem hér verður, getur reynzt allt of langur. Sú hefur oft orðið reynslan annars staðar, þar sem ákveðið var að bíða eftir vísindalegum niðurstöðum, sem oft tek- ur mörg ár. Skemmdir á gróðri og dýralífi hafa þá oft verið orðnar svo miklar, að þær fást alls ekki bættar. í því sambandi eru vötnin miklu á landamærum Banda- ríkjanna og Kanada glöggt dæmi. Hér er raunverulega ekki heldur um Straumsvíkur- málið eitt að ræða. Ef álbræðslan í Straumsvík fær að starfa án hreinsitækja, munu önnur hliðstæð fyr- irtæki, sem hér kunna að eiga eftir að hefja starf- semi, sem fylgir mengunarhætta, krefjast hins sama. Hér er því um að ræða fordæmi eða stefnumörkún, sem getur átt eftir að reynast örlagarík. Með slíku undanhaldi verður mengun ekki afstýrt. Það er alger útúrsnúningur, að hér sé um það að ræða, hvort menn séu með eða móti stóriðju. Það kemur þessu máli alls ekkert við. Hér er um það að ræða, hvort erlent eða innlent auðvald eigi að leika lausum hala og fá að vinna spjöll á náttúru landsins og andrúmslofti frjálst og óhindrað. Stjómarflokkarnir sýna í þessu máli, að þeir standa ekki á verðinum, þegar slíkir aðilar eiga hlut að máli. Undanhald þeirra og uppgjöf í Straums- víkurmálinu, býður hættum mengunar og óhollustu heim. Slík er afstaða þeirra í því máli, sem nú er að verða eitt allra staérsta og örlagaríkasta mál mannkynsins. Slíkum uppgjafarmönnum í öðru eins stórmáli, getur þjóðin ekki treyst. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Heath hyggst leysa vand< með úrræðum nítjándu ali Fjárlagafrumvarps Barbers beðið með eftirvæntingu Eitt áhrifamesta áróðursspjald Verkamannaflokksins fyrir þingkosn- ingarnar síðastl. sumar, var teiknimynd af Heath og nokkrum helztu leiðtogum íhaldsflokksins sem mönnum hins liðna tíma (Yesterday's Men), sem kepptu við Verkamannaflokkinn. Meðfylgjandi mynd er af þessu áróðursspjaldi. Þeir, sem sjást á þvi, eru: (1) Enoch Powell, (2) Reginald Maudling, (3) lain Macleod, (4) Sir Alec Douglas.Home, (5) Edward Heath og (6) Quintin Hogg. Stefna Heaths og stjórnar hans í efnahagsmálum þykir nú sanna, að ekki hafi verið fjarri lagi að kenna forustu íhaldsflokksins við liðinn tíma. ÞÓTT skoðanakannanir þær, sem fóru fram fyrir þingkosn- ingarnar í Bretlandi síðastl. sumar, reyndust rangar, munu flestir sammála um, að þær reyndust réttar nú, ef gengið væri til kosninga. Niðurstaða þeirra nú, bendir til þess, að íhaldsflokkurinn myndi bíða stórfelldan ósigur, ef kosið væri innan skamms. Jafnvel íhaldsmenn mótmæla þessu ekki. En þeir segja, að þetta verði breytt eftir 3—4 ár, en fyrr mun Heath ekki efna til kosninga. Þeir segjast því ekki vera neitt áhyggjufullir, þótt staða þeirra sé óhagstæð nú. Það má óhætt segja, að efna- Inagsstaðan hafi versnað að öllu leyti síðan íhaldsmenn komu til valda á cíðastl. sumri. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í 30 ár, en tala atvinnu- leysingja er nú um 750 þús. og mun komast í eina millj. næsta vetur samkv. áætiun hlutlausra efnahagsstofnana, ef ekki verður breytt um stefnu. Verkföll voru meiri á síðastl. ári en nokkru sinni síðan 1926, þegar ;' allsherjai-verkfallið mikla átti sér stað. Horfui eru ' áV'áð átið 1971 verði cnn 'meira verkfallsár. Fjárfesting fer minnkandi og framleiðslan dregst einnig saman á mörgum sviðum. Hlutlausar stofnanir áætla, að þjóðarframleiðslan muni vart aukast meira en um 1.1% á þessu ári eða minna en í nokkru öðru Evrópulandi. Gjaldþrot fyrirtækja fara óð- fluga í vöxt, m.a. hafa ýmis stórfyrirtæki orðið að gefast upp. Ilorfur eru á að gjaldþrot in aukist, þegar líður á árið, að óbreyttri stefnu. Þrátt fyrir allan þennan sam drátt, heldur dýrtíðin enn áfram að vaxa. ÞÓTT horfur séu þannig allt annað en glæsilegar í efnahags málum Breta, virðist það ekki valda Heath og helztu ráðgjöf- um hans verulegum áhyggjum. Heath virðist helzt þeirrar skoðunar, eins og blaðamaður einn komst nýlega að orði, að ástandið þurfi enn að versna áður en það geti farið að batna. Stefna hans virðist í stuttu máli byggjast á hinni gömlu kenningu íhaldsmanna, að bezt sé að láta allt sem frjálsast og afskiptaminnst, því að þá muni ástandið jafna sig að verulegu leyti af sjálfu sér. Einkum gildi þetta í baráttunni við dýr tíðina. Grundvallaratriði sé að reyna að ná taumhaldi á henni, en það verði ekki gert nema með samdrætti og atvinnuleysi. Slíkt læknismeðal sé að vísu beiskt og taki sinn tíma, en ekki sé vænlegra að stöðva dýr- tíðina á annan hátt. Þess þurfi þó að gæta að standa gegn há- um kaupkröfum, því að þær hafi of mikil heildaráhrif á verðlagið. Löng verkföll, þótt dýr séu, reynist bezta vörnin til að standa gegn of háum kaup- kröfum, því að þau kenni verkalýðssamtökunum að beita ekki verkfallsvopninu, nema í ýtrustu nauðsyn. Að öðru leyti sé bezt, að ríkisvaldið láti efna- hagslífið sem afskiptaminnst. Framboð og eftirspurn fái þá að ráða og það haldi velli, sem hæfast er. ÓNEITANLEGA er fullur 19. aldarbragur á þessari stefnu Heaths og stjómar hans. Hingað til hefur þessi stefna hans ekki heldur borið þann árangur — fremur en hjá Nixon — að stöðva dýr- tíðina. Samdráttur kaupgetunn ar, sem m.a. hefur hlotizt af atvinnuleysinu og verkföllun- um, virðist fremur hafa aukið dýrtíðina en hið gagnstæða. Þegar menn geta ekki selt eins margar einingar og áður, freistast þeir til að hækka verðið. Heath og félagar hans segja, að þetta sé enn ekki að marka. Þessi stefna þurfi lengri tíma til að bera árang- ur. ÞAÐ MÁ segja, að þessi stefna Heaths og stjórnar hans sæti nú jafnt gagnrýni af hálfu samtaka verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Báðir aðil- ar krefjast aðgerða, sem hleypi þrótti í atvinnulífið og fram- leiðsluna. Verkamenn óttast vaxandi atvinnuleysi, en at- vinnurekendur minnkandi við- skipti og fleiri gjaldþrot. Báð- | ir aðilar virðast telja eðlilegt, að Heath fylgi í fótspor Nix- ons, sem hefur nú horfið að verulegu leyti frá samdráttar- stefnunni og hyggst auka at- hafnalífið, m.a. með halla á fjárlögum og auknum útlánum bankanna. I þessu sambandi er m.a. bent á, að eðlilegt úrræði Heaths væru að lækka skatta og auka opinber framlög til ýmissa framkvæmda. Eins og er, virðast þess ekki sjást merki, að Ileath ætli neitt H að láta undan síga að sinni. Einn af blaðamönnum Daily Express lagði nýlega aðdáend- um Heaths þau orð í munn, að hann væri svo ósveigjanlegur, að vel mætti halda, að hann væri leynilega giftur Goldu Meir! Annars bíða menn nú fjár- lagafrumvarpsins, sem Barber fjármálaráðherra mun leggja fyrir þingið 30. þ.m. Það mun skera úr um það, hvort Heath ætlar að halda áfram samdrátt arstefnu og láta ástandið versna enn í trausti þess, að það leggi grundvöll að bata síð- ar. Óneitanlega fylgir því póli- tísk áhætta fyrir Heath, en þó sennil-ga miklu meiri og alvar- legri auættu fyrir brezku þjóð- ina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.