Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 9. maí 1971 TÍMINN 3 „VIÐ ERUM ÖLL FALLEG BLÓM í SAMA GARÐINUM" Ný útgáfa með plötu eftir nýjan lagasmið Á mánudagskvöldið í liðinni viku, komu nokkrir meðlimir popphljómsveita í Reykjavík, saman niður í Ríkisútvarpi ásamt nokkrum öðrum, til þess að spila inn á hljómplötu tvö lög eftir Óttar Felix Hauksson, MUF skýrði frá því í vetur að Óttar hefði farið til Kanaríeyja til lagasmíðá og er hér um tvö lög að ræða er hann full- gerði þar suðurfrá. Óttar mun syngja lögin, en ekki er búið að taka upp sönginn. Verður það gert bráðlega, að því er Óttar sagði MUF. Sá sem stendur fyrir útgáfu plötunn- ar heitir Friðrik Brekkan og hefur hann stofnað eigið hljómplötuútgáfufyrirtæki. Ekki mun vera fullákveðið hvenær umrædd plata kemur út, en eftir öllum sólarmerkj- um að dæma, er hér um plötu að ræða, sem á eftir að vekja athygli. Rætt við tvo Bahá'ía á íslandi, Margréti Bárðardóttur og Gisbert Schaal „..LIFUN“ VÆNTANLEGT k PLÖTU í ÞESSUM MÁNUÐi f Breiðfirðingabúð hér í Reykjavík hafa nokkur kvöld viku hverrar nú undanfarið, safnazt saman hópur ung- menna. Þar hafa þau setið, stundum langt fram yfir mið- nætti, böðuð rauðum ljósum, undir rólegri tónlist og rætt saman. Oft hefur verið fjöl- mennt þar á þingi og umræð- ur orðið fjörugar. Það sem einkum hefur verið rætt um er björgun mannkynsins úr þeim háska, sem það hefur stefnt sér L Ljóst var að Reykjavíkurlög reglan hafði augastað á þess- um samkomum ungmennanna. Föstudagskvöld eitt fyrir skömmu lét hún til skarar skríða. Tveir einkennisklædd ir lögregluþjónar héldu inn- reið sína á staðinn og spurðust íyrir um það, hvað um væri að vera. Augljóst er að þessir lögregluþjónar — að minnsta feosö yfirmenn þeirra — álitu a® þama væru um annað að nrSa, en raun bar vitni. Ef til vfll var það eðlilegt eftir þeim ftegmnn, sem stundum berast af ungu fðlki, hvort sem þær eru réttar eða rangar.' Hins vegar er það þessum tveim lög regluþjónum til lofs, að þegar þeir höfðu kannað andrúms- loftið, sem á samkomunni ríkti, hurfu þeir á braut. Það eru nokkur ungmenni, sem að þessum kvöldvökum standa í Breiðfirðingabúð. Þessi ungmenni hafa lagt traust sitt á perskneskan mann, að nafni Bahá ú lláh (dýrð guðs), 1817—1892, er kom fram með guðlegar kenn ingar um sameiningu mann- kyns og alheimsfrið. Af kenn- ingum hans hefur sprottið trú- arhreyfingu, Baháí, sem breiðzt hefur út um allan heim. Hér á landi voru til skamms tíma nokkrir fslendingar í Baháí trúarbrögðunum, en núna virð ist sem ungt fólk hér, eins og í öðrum löndum heims, hafi fundið leið gegn um kenning- ar Bha‘ ul ‘lah til þess að byggja upp nýjan og betri heim. Það sem einkum hefur vakið athygli á Bah ‘hí trúar- brögðunum, eru hljómleikar með bandarískum piltum, sem kalla sig Seals & Crofts, er haldnir -voru fyrir skömmu í Háskólabíói, gestum að kostn- aðarlausu. Þessir piltar eru ein dregnir fylgendur Baha'aí trú- arbragðanna. Háskólabíó fyllt- ist af ungu fólki, sem hlýddi með hrifningu á hljóðfæra- leik piitanna. Frá hljómleikun um hefur ungt fólk hér í Reykjavík mikið rætt um Bah'aí trúnna. ■ ' ‘>ci Af þessurp ástæðum fékk ég, fyrir nokkru, til viðtals við mig, 26 ára pilt frá Stuttgard í Þýzkalandi, Gisbert Schaal, en hann hefur frá blautu barnsbeini verið í Bah'aí trú- arbragðaflokknum. Gisbert kom hingað til lands fyrir skömmu og vinnur sem tré- smiður í Kópavogi. Um leið átti ég einnig tal við unga stúlku, Margréti Bárðardóttur, er stundar nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð, en hún mun vera einn áhugasamasti Bah'aíinn hér á landi og hélt um daginn til Kanada til að taka þátt í ráðstefnu Bah'afa. — Hver er trú ykkar, spurði ég Gisbert. — Bha'íar trúa, að eðli trú- arbragða sé eitt og hið sama og allir miklir spámenn séu sendir frá einum og sama Guði, t.d. Kristur, Búddah, ^lúhamed o.fl. til að fræða kynslóðir þeirra tíma. Fyrir hundrað árum kom svo Bahá'u'lláh. Hann kom með guðlegt alheimsskipulag. — Við erum öll ávextir á einu og sama trénu, lauf af einni grein, sagði hann. í dag þarf að sameina heiminn, Bahá'u'lláh kom með kerfið til að byggja á. — Og hvernig er kerfið? Gisbert sagði, að ef ætti að útskýra það út í yztu æsar, þyrfti eðlilega mikinn tíma og mikið rúm í blaðinu, en í stuttu máli útskýrði hann kerf ið þannig: — Bahá‘u‘lláh segir við okk ur að til þess að gefa byggt upp réttlátan heim þurfum við að byrja á okkur sjálfum, gera okkur sjálf að betri manneskjum. Síðan getum við farið út í þjóðfélagið og reynt að hafa áhrif . ■8 Margrét skýtur inn í, að um léið og-1 ‘við1 byrjutn á’1 því11 að byggja upp það góða í okkur, höfum við strax góð áhrif á aðra — það er staðreynd. — Hvers vegna ert þú Bah'aí Gisbert? — Til þess að hjálpa við að byggja upp sameiningu í heim inum, stuðla að alheimsfriði. Ég spurði Gisbert og Mar- gréti margra spurninga til þess að fræðast betur. Það sem fram kom var, að ef ég gengi í Bah‘í trúarbrögðin, væri ég ekki þar með að afneita fyrri trú minni, því að gerist t.d. kristinn maður Baha‘1, afneit- ar hann ekki Kristi, Hann leit- ar frekari gnóttar, áframhaldi þess, er Kristur kenndi. Stefna Bah'aía í umgengni við aðra manneskju er að dæma hana eftir góðu eiginleikum hennar. Abdul Bahaá, sonur spámanns ins, sagði að ef einhver ein- staklingur hefur 9 slæma eig- inleika og 1 góðan, þá eigi maður að gleyma þeim 9, ein- ungis að muna þann eina góða. — Ég spurði um áróð- urstækni Bah'aía við að koma fólki inn á þeirra stefnu. — Þar sem við höfum enga prestastétt, hafa allir Bah'aíar jafna ábyrgð til að kenna Bah'aí trúna eftir getu hvers og eins. Eitt af aðal lögmálum Bah'aí trúarbragðanna er sjálf stæð leit að sannleikanum. Það eina sem Bah’aíar gera er að boða einstakl. kenningar Bahau’llah. Bah’aíar mega ekki þröngva þeim upp á neinn. — Ég spurði Gisbert hvað hljómleikarnir með Seals & Crofts í Háskólabíói hefðu ver ið. — Það var fyrst og fremst gjöf til íslands. Seals & Crofts langaði til að koma hingað, gefa ykkur kost á að hlýða á tónlist þeirra, svaraði Bisbei-t. Um útbreiðslu trúarbragð- anna sögðu Margrét og Gis- bert, að Bah‘aí trúarbrögðin Framhald á bls. 10. Þá getum við bráðlega lilust- að á „ . .lifun“ Trúbrots af hljómplötu, en Tónaútgáfan stefnir að því að koma plöt- unni á markað síðar í þessum mánuði. Jón Ármannsson hjá Tónaútgáfunni hafði 20. maí í huga í því sambandi, er MUF ræddi við hann fyrir tveim dögum, en tók fram, að eðli- lega væri ekki hægt að binda útgáfuna við ákveðinn dag. Jón sagði, að stöðugt væri unnið við væntanlega LP-plötu með Björgvini Halldórssyni, þar sem m.a. verða lög eftir Björgvin sjálfan. Þá eru Jón- as R. Jónsson, Magnús Eiríks- son og Jón Cortes að vinna saman að lagagerð og var á Jóni Ármannssyni að heyra, að hann hefði áhuga á því sem þeir þremenningar væru að gera. Margrét Bárðardóttir og Gisbert Schaal — Til þess að byggja upp réttlátan heim, þurfum við að byrja á okkur siálfum. (Tímamynd Gunnar) BIFREIÐASTJÓRAR Við kaupum slitna sólningarhæfa NYLONHJÓLBARÐA, kr. 200,00 - 250,00 - 300,00 - 800,00 - 1000,00 - 1200,00 1400,00 ÚTBOÐ Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í hol- ræsalögn í Nýbýlaveg og nágrenni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu minni að Melgerði 10, gagn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 17. maí kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. Jarðir Hefi kaupendur að jörðum og landsspildum, einnig kaupanda að jörð með jarðhita. Bókhaldsskrifstofa Suðurlands Hveragerði. Sími 99-4290. á verði, sem hér segir: Fólksbiladekk: flestar stærðir Jeppadekk: 600—650 700—750 Vörubíiadekk: 825X20 900X20 1000X20 1100X20 BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavik, sími 30501

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.