Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 14
TÍMINN Téq4eikar Pramliald af bls. 2. fremstu fiðluleikara. Hann kom fyrst fram á hljómsveitarkonsert 9 ára gamall og ferSa'ðist um og lék með hljómsveitum í Þýzkalandi fiðlukonserta eftir Mozart, Bruch og Paganini og hlaut mikið lof, og honum spáð glæsilegri framtíð sem fiðluleikara. 19 ára gamall lék hann fiðlukonsert Brahms undir stjóm Konwitschny og hlaut mjög góða dóma, og síðan hefur hann leikið með öllum helztu hljómsveit tim í Evrópu. 1954 vann Marschner Kranichsteiner verðlaunin. Síðan 1958 hefur hann verið prófessor við tónlistarháskólana í Köln og Frei- burg. Hann hefur leikið á tónlist- arhátíðum víða um heim, svo sem Edinborg, Salzburg, Strassburg o. fL Cargolux Framhald af bls. 16. að öðru leyti verður starfseminni haldið á svipaðan hátt og hingað tdl. Þetta ár sem Cargolux hefur 'starfað hafa verið flognir nær 20 milljón tonnkílómetrar. Hafa vél- ar félagsins flogið til allra heimsálfa, nema Ástralíu. Varn- ingurinn sem fluttur er í vélum Cargolux er af ýmsu tagi, allt frá stórum og þungum vélum til fín- gerðustu vísindatækja, vefnaðar- vörur ýmis konar og matvæli. Flogið hefur verið með mjólk frá Norður-Evrópu til Miðjarðarhafs- landa, fluttir kappakstursbílar frá Suður-Ameríku, þvottavélar til ís- lands og svona má lengi telja. Fjölmargar ferðir hafa verið famar til Ethiopíu og fluttur það an pipar til Evrópu. Meðan á verkfalli hafnarverkamanna í Englandi stóð flutti Cargolux mik ið af reyktu svínakjöti frá Dan- mörku tU Bretlands, komu upp ^pví sem starfsmennimir kalla „baconbrú". Þá er verið að athuga mögu- leika á að setja í flugvélarnar út búnað til að flytja kvikfé, naut- gripi, hesta, sauðfé og kálfa. Má búast við að flutningar á kvik- fénu hefjist innan tíðar. Þar sem flutningar hafa verið miklir milli Austur-Asíu og Evrópu verður komið á föstum flugferðum milli Hong Kong og Luxemburg. Verður þá komið við í Norður-Afríku eða Mið- austurlöndum og ná þá áætlun- arferðirnar að sjálfsögðu þangað líka. Þar sem ekki er um fastar ftætlunarferðir að ræða fljúga vöruflutningavélarnar eftir ýms- um leiðum um veröldina, en heimahöfnin er Luxemburg og fljúga vélarnar oftast þar um, enda er þar hagkvæm enda- stöð. Luxemburg er í miðri Vestur-Evrópu og er í góðu sambandi við flutningakerfi á landi við markaði milljónaþjóða. Þar sem rekstur aCrgolux hef- ur gengið svo vel sem raun ber vitni er í undirbúningi að bæta við flugvélakostinn enn meir, eins og áður er sagt verður þriðja RR vélin tekin í notkun í næsta mán uði og fjórðu flugvélinni verður bætt við kringum næstu áramót. Augljóst er að Cargolux ætlar sér mikinn hlut. Til fyrrnefndra hátíðahalda var boðið, auk ann- arra gesta, um 30 erlendum blaðamönnum, auk Luxemburg- ara. Komu þessir menn frá Norð- urlöndum, Þýzkalandi, Frakk- landi, Belgíu og Englandi. Flest- ir þessara blaðamanna skrifa í blöð sín um flugmál og efnahags- mál. Þá hefst nú auglýsingaher- ferð til að kynna félagið, en það hefur lítt verið gert til þessa. í stjórn Cargolux eru níu manns, þrír íslendingar, og jafn- margir Svíar og Luxemburgarar. Af hálfu Loftleiða sitja í stjórn- inni þeir Alfreð Elíasson, Einar Aakrann og Jóhannes Einarsson. Á víðavangi Framhald af bls. 3. ist fjöldi stórra myndskreyttra greina, þar sem stuðningsfólk Alþýðubandalagsins var hvatt til að kjósa Runólf Pétursson, vikapilt ílialdsins, til for- mennsku í Iðju, út á það, að nokkrir Alþýðubandalagsmenn fengju að vera með í stjórn- inni. Magnús Kjartansson, höf- undur framboðs frú Svövu, hef- ur með því framtaki sínu vafa- laust viljað þakka stjórn Iðju - fyrir síðustu kjarasamninga. Frú Svava ætti að kynna sér þá kjarasamninga betur og full vissa sig um ábyrgð fulltrúa Alþýðubandalagsins á þeim áður en hún skrifar næstu grein um kjör verksmiðju- fólks. Hún þekkir þau nefni- lega aðeins af afspurn. En mikið myndi það nú geta kom- ið sér vel fyrir frúna, ef hún gæti leitað til einhverrar konu, sem starfar í verksmiðju og þekkir til heimilshaga í Iðju og væri jafnframt á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, áður en hún skrifar næstu grein um þessi mál. Slík kona finnst kannski bara alls ekki á listanum? Nei, það fer lield- ur lítið fyrir jafnrétti Iðju- kvenna við annað gott fólk innan „vcrkalýðsflokksins". Það er ekki frú Svövu að kenna, en fyrir það hlýtur hún að líða að geta ekki leitað til kynsystur í Iðju, þegar hún ræðir málefni verksmiðju- kvenna. — TK Laxveiðar Framhald af bls. 16. af þvi sem hún var árið 1960. Ekki eru á þessu stigi til ör- uggar heimildir um sókn íslenzka bátaflotans, en hún hefur þó auk- izt í heild, sökum minnkunar sfldaraflans. Minni sókn brezkra togara und anfarin ár hefur haft jákvæð Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Jóns Björnssonar \ frá Sólheimum. Valgerður EiríksdótHr Ragnheiður Jónsdóttir Gunnar Björnsson Valgerður Jóna Gunnarsdóttir Ingi Kr. Stefánsson Ragnar Gunnarsson Sigríður H. Gunnarsdóttir Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir. Maðurinn minn, Þorbjöm Bjarnason, Laugavegi 140, andaðist 9. þessa mánaðar í Borgarsjúkrahúsinu. Helga Slgurðardótttr áhrif á þá árganga í þorskstófn- inum, sem eru nú að alast upp. Að vísu hefur ekki dregið úr afla Breta jafnmikið og minnkun sókn- arinnar, en það stafar af því, að afli á sóknareiningu hefur aukizt mjög, aðallega vegna hins góða árgangs frá árinu 1964.’ Það er ástæða til þess að ætla, að þessi árgangur nýtist íslendingum bet- ur en ella hefði orðið. Ekki er talið að þorskstofninn við ísland sé nú ofveiddur, enda þólt jafnan verði að hafa i huga hættuna á vaxandi sókn og auk- inni veiðitækni. Ennfremur ber að gæta, að mikill hluti vertíðar aflans er af grænlenzkum upp- runa og árgangurinn frá 1961, sem á mestan þátt í vertíðaraflanum undanfarin ár hefur þegar skilað mestu af framlagi sínu til veið- anna. Ýsuveiðum hefur hrakað und- anfarin ár. Aðalskýringin virðist vera sú, að ekki hefur komið neinn góður árangur í þennan stofn síðan árið 1957. Fyrir fundinum lá tillaga ís- lands um lokun svæðis út af norð austur íslandi fyrir öllum tog- veiðum á tímabilinu júlí til des- ember ár hvert í fimm ár, en tillaga þessi kom fram á ársfundi nefndarinnar 1967 og var frestað meðan sérstakar rannsóknir á ástandi þorsk -og ýsustofnanna við ísland færu fram. Niðurstöð- ur þeirra rannsókna lágu nú fyrir. Á grundvelli skýrslunnar taldi nefndin, að lokun svæðisins hefði ekki tilætluð áhrif til vemdar stofninum. þar sem slík lokun myndi aðeins hafa f för með sér sóknartilfærslu en ekki sóknar- takmörkun. Nefndin var sammála um, að koma yrði í veg fyrir hættuna á aukinni sókn á íslandsmið. Ástand þorskstofnana f Barentshafi og við Vestur-Grænland er þannig, að mikil hætta er á, að skip, sem stundað hafa veiði á þessum svæðum, leiti í ríkari mæli á mið- in hér við land. Fundurinn beindi því til Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins að það léti í té heildarupp- lýsingar um ástand og þol þorsk- og ýsustofnanna á Norðvestur- og Norðaustur-Atlantshafi og sókn í þá, þannig að hægt væri að taka afstöðu til sóknar á íslandsmið með hliðsjón af því. Jafnframt ákvað nefndin að taka til athug- unar á næsta ársfundi eða fyrr, ef unnt er og ástæða þykir til, hvaða ráðstafanir séu nauðsynleg ar til verndar þorsk- og ýsustofn unum við ísland. íþróttir Fraimbald atf Vejle Rds. Freja B1901 B1909 Köge B1903 Brönshöj AB AaB 6 0 2 1 17:13 8 2 1 11: 8 8 3 1 16:11 7 3 1 12: 7 7 0 3 10:13 6 2 3 9:11 4 0 4 7:13 4 1 5 7:14 1 1 5 5:15 1 bls. 13. 6 3 6 3 6 2 6 2 6 3 6 1 6 2 6 0 2. deild: Holbæk—Horsens 0:1 (0:1). Slagelse—Esbjerg 3:1 (1:0). Silkeborg—OB 2:1 (1:0). Kolding—Næstved 3:1 (0:0). AGF—Ikast 2:2 (0:2). B1913—Fuglebakken 0:3 (0:2). Staðan í 2. deild: AGF 6 4 1 1 14: 5 9 Fuglebak. 6 4 1 1 9: 3 9 Horsens 6 4 1 1 12: 7 9 B 1913 6 4 1 1 10, 7 9 Slagelse 6 4 0 2 18: 8 8 Næstved 6 3 1 2 12:11 7 Silkeborg 6 3 0 3 7:15 6 Ikast 6 1 2 3 9:11 4 OB 6 2 0 4 7: 9 4 Kolding 6 2 0 4 6:11 4 Esbjerg 6 1 1 4 7:14 3 Holbæk 6 0 0 6 3:13 0 MIÐVIKUDAGUR 12. mai 1971 Útsmoginn bragðarefur Ensk gamanmynd í litum — leikin af úrvalsleik- urum. — íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÞJODLEIKHUSID ZORBA sýndng í kvöld kl. 20. SVARTFUGL sýning fimmtudag W. 20. Fáar týningar eftir. ZORBA sýning föstudag W. 20. ZORBA sýning laugardag kl. 20. ASgöngumiöasalan opin frá kl 13,15 U1 20. Siml 1-1200. VREYKjXyÍKDiy Hitabylgja í kvöld W. 20,30. Fáar sýningar eftir. Jörndur fimmtudag. Næst síðasta sýning. Krittnihald föstudag. 85. sýning Aðgöngumiðasalan > fðno er opln frá kl. 14. Simi 13191 Börn sem Framhald af bls. 8. um frá þessari reglu eru sér- bekkirnir í Hamborg. Önnur sú, af þrem nýgiftu stúlkum, sem vísað hafði verið úr skóU um þeim, sem þær voru í, var leyft að taka stúdentspróf við Willi-Graf menntaskólann í Miinchen. Það áttu þær eín- göngu að þakka skólastjóran- um, sem sagði: „Að eignast barn er eðlilegur atburður. Hvað kemur hann skólagöngu við?“ En þannig hugsa því miður fáir skólamenn í Þýzkalandi enn sem komið er. (Þýtt og endursagt) ..... - 4 i 'JX-ír•« Þessi staða kom upp í skák Git- mans og Karasews á sovézka meist- aramótinu 1958. Gitmán hefur hvítt og á leik: / BCDEFGH eo w» m »&» 00 •a ® Wfá líá -á á 03 Wý, Q §p co Ot iw* » g éU fgf 11 H ff w » S ■ fl co tc aB B 5* ii mum ra — AECDEFGB 17. Dd3 — Hxb2 18. e4 — Db8 19. e5 — Hxf2 20. Hd2 — Bg5 21. Hhdl — g6 22. Dd6? — Hxd2! 23. Hxd2 — Dxd6 24. exd6 — Kf8 og svartur vann létt. RIDG Suður spilar sjö Hj. á eftirfar- andi spil og á að fá alla slagina 13. V spilar út Sp.-G. A Á K V A10 8 4 AD863 4> D 5 4 G 10 985 A D 6 4 G 9 4 V 3 G ♦ 10 97542 G 9 8 6 A K32 A 732 V KD7652 ♦ K * A10 7 Þessi þraut er talsvert strembin. jafnvel þótt öll spilin sjáist. Út kemur Sp.-G, tekið á K og litlum T spilað á K. S spilar litlu Hj. og svínar 8 og trompar T-6 með D heima. Þá Hj. á tíu og T.-8 tromp- uð með K. Nú er tekið á L.-Ás og trompi spilað á Ás. Þá T.-Ás og laufi kastað heima. Fjögur spil eru eftir á hverri hendi. T.-D spilað og L kastað heima. A getur ekki kastað L, því þá er hægt að trompa L.-5 heima. Hann verður því að kasta spaða. Vestur á einng í erf- iðleikum. Ef hann kastar Sp., er tekið á As og Sp.-7 verður 13. slag- urinn. Nú, kasti hann L.-9 er L.-D spilað frá blindum og hún sér fyrir bæði K og G, og L.-5 verður 13. slagurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.