Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. maí 19U TÍMINN ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LEIGU 32 skiptavinina, og ég hefði verið afskrifaður sem einhver ótíndur bragðaskelmir, er brotizt hefði inn í fyrirtæki hans og siðan fyr- irkomið sér með því að gleypa í sig brennisteinssýru. En Berta var ekki með öllu ugglaust um, að þetta mundi takast, og þessvegna beið hann hérna í garðinum í þeim tilgangi að senda mér kúlu, sem dygði, ef ég sæist koma út. Og hann neyddi yður til að standa þessa vakt með sér, og þcgar svo Hectori skaut upp við dyrnar, hélt Berta, að það væri ég og tók í gikkinn. Jim tók sér málhvíld, en sagði SVO: — Það var Berta, sem drap Donati, eða var ekki svo? — Ég - - ég veit ekki, hver það var, sem réð Pete bana, svar- aði Joyce Justin og stundi enn. — En allt hitt er satt og rétt. Mér þykir miður, að svo skuli vera, en nú er of seint að koma í veg fyrir orðinn hlut. Berta var drukkinn, og mér var ofviða að stöðva hann. En - - æ, hjálpið mér nú. Mér er svo illt í hnénu. Ég - Jim stóð á fætur og hraðaði sér til Hectors. — Hér er óviðkunnanlega kyrrt. — Öll þessi skot hefðu átt að vekja hálfan bæinn. — Ekki Whcatville, sagði Ilect- or og brosti. — Hafi bæjarbúinn heyrt eitthvað — sem ekki er þó víst, að hann hafi gert. — þá hef- ur hann haldið, að það væri skrölt í bíl, og þá hefur hann bara snú- ið sér á hina hliðina og þaldið áfram að sofa. — Ég neyðist víst til að síma til „þeirra brynjubúnu“, mælti Jim. — Berta er dauður og Joyce særð. Og hvernig hefur þú það svo sjálfur? — Svo sem ágætt, sagði Hector. — Nú er hætt að blæða, og ég þarf aðeins að sjá um að bera súlfasmyrsl í sárið, Þá er það í lagi. Jim fór inn og kallaði lögreglu- stöðina upp. Þann, sem kom í sím- ann, spurði hann einungis, hvort þeir vildu sækja dauðan mann og særðan kvenmann í garðinn á bak við Fegrunarstofu Bertu, og áður en hinn forviða laganna þjónn gæti haft uppi nokkrar spurning- ar, var Jim búinn að smella tól- inu á. Að því búnu fóru þeir Hect- or á brott, eins skjótt og þeim var kleift, og það var svo sem ekki með tiltakanlega miklum hraða, því að báðir uppfylltu þeir öll skilyrði þess að vera lagðir inn á sjúkrahús. En þeir snið- gengu lögregluna, og þegar þeir löbbuðu sig upp dyraþrepin að Wheatvilli-gistiheimilinu, leit Jim á úrið. Klukkan var tuttugu mínútur gengin í eitt aðfaranótt föstudags í júlí. Þegar þeim komu upp í einka- herbergi Jims, beið Hector Griff- ith ekki boðanna, en fór þegar í stað fram í baðherbergið og hafði litlu, svörtu töskuna með í för. Jim tók sér sæti með mestu gát og valdi mýksta stólinn, að að svo sem.tíu mínútum liðnum kom I-Iector inn. Hann var nak- inn að ofan, og rétt ofan við belt- isstað hægra megin var hann bú- inn að koma sáraumbúðum vand- lega fyrir. Ilann tók sér einnig sæti. — Þetta var aðeins snertisár, sem betur fór, sagði hann. — En auðvitað finn ég til n okkurra eymsla. Hvernig gengur það ann- ars með þig? — Bölvanlega, svaraði Jim og renndi tungunni yfir þrútnar var- irnar. — Þú ættir nú að þakka þínum sæla fyrir, að þú skulir þá vera tórandi enn, mælti Hector og brosti lítið eitt. — Og þú sjálfsagt ekki síður, sagði Jim. Hector kinkaði kolli, alvarlegur í bragði, en Jim stundi við og hugsaði með sér. að nú væri mál til komið að hann sneri heim til Allgoods. — Þetta er búinn að vera lang- ur dagur, sagði hann, — og morg- undagurinn verður mér víst engu styttri starfsdagur. Þú telur lík- legast ekki kom til mála, að ég mætti sleppa bindinu, sem ég hef um höfuðið? Hectoi; reis á fætur með erfið- ismunum, kom til hans og þreif- aði með næmum fingrum um stað- inn, þar sem viskíflaskan, sem Joyce Justin notaði fyrir barefli, hafði hitt Jim í höfuðið. — Það hefst með afbrigðum vel við, sagði hann. — Náttúrulega vildi ég helzt af öllu, að þú hefðir bindið áfram á sínum stað, en það er ekki loku fyrir það skotið, að við getum látið þetta flakka, ef þú vilt samþykkja, að ég láti nýtt bindi um sárið á morgun. Jim kærði sig ekki um, að Sam Allgood fengi tækifæri til að hafa uppi einhverjar óþægilegar fyrir- spurnir, er hann sæi hann reifað- an, og mælti því: — Allt í lagi, læknir. — Látum þetta hverfa sína leið, og svo get- ur þú fengið að hnýta annað um hausinn á mér á morgun. Þegar búið var að losa bindið og Jim hafði sett upp hattinn, tók hann til máls: — Þú hefur kannski ekkert á móti því, að ég fái að hafa skamm- byssuna þína einhvern smátíma enn? Það er Ijómandi gott. Form- lega séð bý ég úti þar hjá Allgood, og það er víst kominn tími til þess að ég snúi heim á leið. En þú getur verið rólegur hér, eins lengi og þig lystir. Hector kinkaði kolli og benti á viskíflösku Jims, sem enn stó'ð á borðinu. J « V # —BBna — Þykir þér nokkuð lakara. pc að ég fengi mér bragð? — Nei. Auðvitað ekki. Drekktu það, sem eftir er í henni. Sjáumst við annars ekki aftur við keppn- ina á golfvellinum núna síðdegis í dag? — Jú. Ég kem, ef engar óvið- ráðanlega orsakir koma til. Jim gekk í átt til dyra, en í sama bili hringdi síminn Hann sneri við og tók heyrnartólið. — Er það Bennett? spurði mjög dimm rödd. — Það er það, sem eflir cr af honum, svaraffr Jim með mciri glettni en ástand hans gaf hon- um í raun og veru tilefni til. — Þér talið við Swartz. — Og hver eruð þér, herra Swartz? — Lögregluforinginn. — Ó, já. Er það? Góðan dag, lögregluforingi. Hvað liggur yður á hjarta? — Ekki annað en það að segja yður, að við erum búnir að finna moröingja Donatis, svaraði hann og reyndi að láta sem ósköp lítið væri um að vera. — Nú, jæja. Það var nú betra en ekki, sagði Jim. — En hver var það? — Náungi cinn, sem hét Bert I-Iorner, en nefndi sig sjálfur Bertu, vegna þess, að hann rak einhverja stofntm, sem kallaðist Fegrunarstofa Bertu. Það var símað til okkar fyrir andartaks- stund og ekki gefið upp nokkurt nafn, og í garðinum að baki fyrir- tækis hans fundum við hann dauö- an með tvær kúlur í hausnum. Hann var með yfir sextán undr- uð dollara í reiðufé í vasanum og einnig ávísanir, og voru þær allar stílaðar á Snyrtistofnun Armands. Jim ásakaði sig ákaft fyrir að hafa ckki gefið sér tíma til að er fimmtudagurinn 13 maí Árdegisháfiæði í Rvík kl. 07.53. Tungl í hásuðri kl. (03.36). HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan nm er opin allan sólarhringinn. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið 1 Hafnarfirði sími 51336. Almennar npplýsingar um Uekna- þjónustu i borginni eru gefnar ) símsvara Læknafélags Reykjavtk ur, siml 18888. Tanniæknavabt er 1 Heilsuverndar- stöðinnl. þar sem Slysavarðstot an var, og er opin laugardaga os sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími 22411 Fæðingarbeimilið i Kópavogi. Hlíðarvegi 40. simi 42644. Rópavogs Apótek et °P)ö virka daga fcl. 9—19, laugardaga k’ 9 —14, helgidaga fcl 13—18. Keflavikur Apótek er opið virka daga fcL 9—19, laugardaga fcl 9—14, helgidaga fcl 13—18. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dag frá kl. 9—7, á laugar- dögum fcl 9—2 og á sunnudög um og öðrum helgidögum er op- tð frá kl. 2—4. Mæniisóttarbólusetning fvrn full- orðna fer fram í Heilsuverndar- stöð Reykjavikur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar ónsstíg, vfir brúna Kvöld- og helgavörzlu apótcka i Reykjavík vikuna 8. til 14 .maí annast Vesturbæjar Apótek og Háaleitis Apótek. Næturvörzlu í Kcflavík 13. maí ann ast Arnbjöt'n Ólafsson. | FÉLAGSLÍF Félagsfundur N.L.F.R. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í matstofu fé- lagsins, Kirkjustræti 8, mánudag- inn 17. maí, kl. 21,00. Fundarefni: Erindi flytur Zophanias Pétursson: Stefnumark hugans. Félagsmál, veitingar. Allir velkomnir. Stjórn N.L.F.R. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Sumarfagnaður mánudaginn 17. maí kl. 8,30, í félagsheimilinu. Með al skemmtiatriða: Einsöngur, Guð- rún Tómasdóttir. Ennfremur sum- arhugleiðing og fleira. Kaffi. Kon- ur bjóði með sér gestum. Frá Kvenfélagi Laugarnessókiiar. Kvenfélag Laugarnessóknar hefur kaffisölu og skyndihappdrætti í veitingahúsinu Lækjarteig 2, upp- stigningardag, 20. maí. Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins, tekið á móti kökum í veitingahúsinu eft- ir kl. 10 árdegis. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S. Arnarfell er í Kiel. Fer þaðan til Rotterdam og Hull. Jökulfell losar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell er í Gufunesi. Litlafell fór frá Rott- erdam í gær til Keflavíkur. Helga- fell fór 10. þ. m. frá Gufunesi til Álborg. Stapafell losar á Eyjafjárð- arhöfnum. Mælifell fór frá Valkom 10. þ. m. til Reyðarfjarðar. Martin Sif fór frá Vestmannaeyjum í gær til Póllands. Frysna fór frá Stav- anger í gær til Kópaskers. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir hf. Eiríkur rauðj er væntanlegur frá New York kl. 0700. Fer til Luxem- borgar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til NY kl. 16.45. Leifur Eiriksson er væntanlegur_ frá New York kl. 0830. Fer til Glas- gow og London kl. 0930. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá Osló, Gautaborg og Káup- mannahöfn kl. 1500. Fer til New York kl. 1600. ORÐSENDING Minningarspjölds Kópa.ogs- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mii.n- ingabúðin Laugavegi 56 Blómið Austurstræti 18. Bókabúðit, Veda Kópavogi Pósthúsint; Kópavogi Kópavogskirkju hjá kirkjuverði Minningarspjöhi tll styrktar heyrn ardaufum börnum fást á eftirtöld um stöðum: Domus M.'dica. Verzl Egill Jaeobse^. Hargreið lustol’. rba jai H :vrnleysingiaskí)lanum. Heyrnarhiálp In^ólfsstræt) 16 Minningarspjöld Menningar- og minningarsjóðs fcvenna fást á eftirtöldum stöðum: A sfcril- stofu sjóðsins Hatlveigarstöðuin við Tungötu. ) Bofca' Braga Bryn jólfssonar Hafnórstræti 22, hjá Valgerði Glslar'nttur. Rauðalæk 24, Onnu Þorsteinsdóttur. Safamýri 26 <>g Guðnýju Helgadóttur. Sand túni 16 SÖFN OG SÝNINGAR Frá fslenzka dýrasafninu. Safnið er opið frá kl. 1 ■ til 6 I Breiðfirðingabúð við Skólavörðu- stíg. Frá Listasafiii Einars Jónssonar. Miklum aðgerðum á húsinu er lok- ið, og verður safnið aftur opnað alntenningi laugardaginn 1. maí. Frá og með 1. maí og til 15. sept. verður safniö opið alla daga vik- unnar kl. 13,30 til kl. 16. ítarleg skrá yfir listaverkin á þrem tungu- málum er falin í aðgangseyrinum. Auk þess má fá i safninu póstkort og hefta bók með myndunt af flest- unt aðalverkum Einars Jónssonar. — Safnsstjórnin. vlH s 707/?y ' /V£ WAS /A/77/AT _ 'ED/O <50 TO //A/?K4/?£> A S H/S /?///G r—zZ' -SUGGESrS/ , 6/.'S e/S Ot£ TA/OA'/ ■ztwrs /.rhMT I-* Þegar hann kemst til me'ðvitundar. skul- uni við reyna að komast að þvi, hvers vegna hann lá þarna, og livort liann fór virkilega til Harvard, eins og hringurinn bendir til. — Láti'ð okkur fá Arnarklóna. — Annað livort kernur hann með okkur, eða þið dcyið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.