Fréttablaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 1
Ólafur Ólafsson, formaður fé-lags eldri borgara, segir að þótt yfirvöld fullyrði að kaupmátt- ur ellilífeyrisþega hafi aukist um 12,5% á árunum 1994 til 2000 þá geri skattkerfið það að verkum að hjá rúmum þriðjungi þeirra sé þessi aukning nær engin. bls. 2 Síamstvíburastúlkurnar frá Gu-atemala voru við ágæta heilsu í gær, fyrsta daginn sem þær lifðu aðskildar hvor frá annarri. bls. 4 Bræðurnir sem grunaðir eru umhrottalega líkamsárás við Skeljagranda hafa fengið fangels- isdóma fyrir ítrekaðar og tilefnis- lausar líkamsárásir. bls. 10 Helstu samkeppnisaðilar Ís-lands í orkugeiranum eru í þriðja heiminum. Sigurður Jó- hannesson hagfræðingur telur ólíklegt að Ísland standist sam- keppnina til frambúðar. Sérstak- lega ríki óvissa ef eignarhaldi og rekstri orkufyrirtækja verði breytt og einkavæðingarformið tekið upp. bls. 4 bls. 22 FÓLK Leikarinn sem varð prófessor bls. 22 FIMMTUDAGUR bls. 6 143. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 8. ágúst 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 ÍÞRÓTTIR Tveir slasaðir í Oasis SÍÐA 14 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Kaupin á eyrinni ERLENT Stúlkum rænt? SÍÐA 13 AFMÆLI Einn í heiminum FÓLK Tugþraut lýkur FRJÁLSAR Seinni keppnisdagur Jóns Arnars Magnússonar og keppinauta hans í tugþraut á Evr- ópumeistaramót- inu í frjálsum íþróttum er í dag. Sýnt er frá keppninni, sem hefst á 110 metra grindahlaupi klukkan 7.20, í Ríkissjónvarpinu. Að loknu grindahlaupi tekur við keppni í kringlukasti, stangastökki, spjót- kasti og 1.500 m. hlaupi. Hádegi í Hallgrímskirkju TÓNLEIKAR Í dag syngur sópransöng- konan Hanna Björk Guðjónsdóttir við undirleik organistans Guð- mundar Sigurðssonar á hádegistón- leikum í Hallgrímskirkju. Á efnis- skránni eru fimm einsöngslög og verk fyrir orgel. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 12. Einn leikur í Símadeild FÓTBOLTI FH mætir Fram í Síma- deild karla á Kaplakrikavelli klukk- an 19.15 í kvöld. Leikurinn er hluti áttundu umferðar Símadeildarinnar en honum var frestað vegna þátt- töku Hafnarfjarðarliðsins í Evr- ópukeppninni. Liðin eru jöfn að stigum og sitja í sjöunda og átt- unda sæti deildarinnar. FH gerði jafntefli við KR í síðustu umferð á meðan Fram lagði ÍBV að velli í Vestmannaeyjum. Það lið sem sigr- ar í kvöld kemst upp í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í fjórða sæti. EFNAHAGSMÁL „Lækkun stýrivaxta hefur mjög lítil áhrif á langtíma- raunvexti sem almenningur greið- ir af lánum sínum. Það eru ekki teljandi líkur á því að vextir á l a n g t í m a l á n u m lækki á næstunni. F y r i r h u g a ð a r framkvæmdir við álver og virkjanir takmarka töluvert það svigrúm sem áður var til lækk- unar innlendra langtímavaxta,“ segir Almar Guðmundsson, for- stöðumaður Greiningar Íslands- banka. Greining Íslandsbanka segir í nýju markaðsyfirliti að líkur séu á því að Seðlabankinn muni lækka vexti sína enn frekar á næstu mánuðum, en stýrivextir bankans voru lækkaðir um 0,6% í síðustu viku. Stýrivextirnir eru nú 7,9% en verða komnir niður í 6,4% í lok ársins, að mati Íslandsbanka. Vaxtahækkana er hins vegar að vænta á næsta ári vegna fyrirhug- aðra stóriðjuframkvæmda og gætu þeir farið í 8% í lok næsta árs. Íslandsbanki segir hagkerfið nú í góðu jafnvægi og forsendur fyrir hóflegum hagvexti allar til staðar. Verðbólga sé lítil, verði lík- lega um 2,2% yfir þetta ár. Þá sé við- s k i p t a h a l l i n n hverfandi og verðgildi krón- unnar hafi verið að aukast að und- anförnu. Auknar líkur á að af stór- iðjuframkvæmd- um verði á allra næstu misserum gefi fyrirheit um að skammt sé í nýtt hagvaxtar- skeið. Jákvæð teikn og bati í hag- kerfinu sem þó hefur ekki nema takmörkuð áhrif á vexti langtímalána almennings. „Mótvægisaðgerðir ríkisins, svo sem frestun framkvæmda og bætt afkoma ríkissjóðs, gætu haft áhrif til lækkunar. Hvort tveggja gerir að verkum að lántökuþörf ríkisins minnkar og svigrúm myndast til að greiða niður skuld- ir ríkisins. Öllu skiptir hvernig að því verður staðið því ríkið skuldar jafnt erlendis sem hér heima. Með því að greiða upp innlendar skuld- ir væri ríkið óbeint að þrýsta vaxtastiginu niður en niður- greiðsla erlendra skulda hefði meiri áhrif á gengi krónunnar,“ segir Almar Guðmundsson.  BRUNI Eldur kom upp í kjallara í Fákafeni 9 í Reykjavík klukkan þrjú í gær. Í kjallaranum, sem er um 1.100 fermetrar, voru m.a. geymd 40 til 50 listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur mörg þeirra eftir Ásmund Sveinsson. Auk þess var Listasafnið með bókalager í kjallaranum og þar var einnig húsgagnaverslunin Exó, Betra Bak og Teppaland með lager. Tjónið er talið nema hund- ruðum milljóna króna og ljóst að sumt verður aldrei bætt. Enginn var í kjallaranum þegar eldurinn blossaði en fólk annars staðar í húsinu var fljótt að forða sér út. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út eða 60 til 80 manns. Um helmingur þeirra var við störf á vettvangi en hinir í stjórnstöð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var slökkvistarf mjög erfitt enda eldurinn alfarið bundinn við kjallarann. Gífurleg- ur hiti var í honum og mikill svartur reykur. Um 6 tímum eftir að slökkvistarf hófst var slökkvi- starfi enn ekki lokið. Í fyrstu var reynt var að kæfa eldinn með því að dæla froðu niður í kjallarann, en að lokum þurfti að kalla eftir gröfu og grafa að sökkli hússins og brjóta hann til að hleypa út reyk og slökkva eldinn. Upptök eldsins eru ekki kunn, en líklegt þykir að hann hafi kraumað í kjallaranum í einhvern tíma áður en hann blossaði mjög snöggt upp. Óljóst er hverjar skemmdirnar eru en auk skemm- da vegna elds í kjallara er ljóst að miklar reykskemmdir eru annars- staðar í húsinu. nánar bls. 2 Eldur blossaði upp í 1.100 fermetra kjallara í Fákafeni: Ómetanleg listaverk líklega ónýt SLÖKKVILIÐSMENN AÐ STÖRFUM Þrjú fyrirtæki voru með lager í kjallaranum í Fákafeni 9 og Listasafn Reykjavíkur geymdi einnig 40 til 50 listaverk þar. Tjónið er talið nema hundruðum milljóna króna og sumt er óbætanlegt. Ekki teljandi líkur á því að vextir á lang- tímalánum lækki á næst- unni FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Ólíklegt að vextir á almenning lækki Krónan styrkist, verðbólga hjaðnar og stýrivextir Seðlabankans lækka. Svigrúm til lækkunar vaxta langtímalána lítið sem ekkert. ÞETTA HELST REYKJAVÍK Norðvestan, 3-5 m/s. Skýjað með köflum og smáskúrir. Hiti 9 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Hálfskýjað 11 Akureyri 3-5 Skýjað 9 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 10 Vestmannaeyjar 5-7 Hálfskýjað 13 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,6% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtu- dögum? 48,0% 55,7% ALMAR GUÐ- MUNDSSON Hagkerfið í góðu jafnvægi. Fyrir- hugaðar stóriðju- framkvæmdir tak- marka hins vegar svigrúm til lækk- unar langtíma- vaxta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.