Tíminn - 17.06.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1971, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 17. júní 1971 Kaupfélag Stykkishólms BÝÐUR félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum góðar vörur við hagstæðu verði. Það er yður í eigin hag að efla heimabyggðina og skipta við kaupfélagið, hvort sem um er að ræða vörukaup eða vörusölu. Kaupum fisk af bátum til frystingar og söltunar. Kaupfálag Stykkishólms STYKKISHÓLMI Tilkynning frá póst- og símamálastjórninni Laugardaginn 19. júní n.k. hefjast beinar flug- ferðir milli Reykjavíkur og Frankfurt í Þýzka- landi. Póstur, sem sendast á með þessari ferð þarf að berast Póststofunni í-Reykjavík fyrir föstudags- kvöld, 18. júní n.k. Reykjavík, 15. júní 1971. Póst- og símamálastjórnin. Héraðsskólannm á Laugarvatni slitið Hcra'ðsskólanum á Laugarvatni var slitið 28. maí s.l. I skólann settust á síðastliðnu hausti 121 nemandi. Undir próf gengu 104 nemendur. Gagnfræðaprófi luku 20 nemendur og hæsta einkunn fékk Hólmfríður Jóhannsdóttir, Brúnalaug, Öngulstaðahreppi, 7,21 Landsprófi lauk 21 nemandi og hæsta einkunn fékk Þórarinn Ólafs son Eyrarbakka, 8,07. Hæsta eink unn í 3. bekk, almennri bóknáms deild, fékk Garðar Ámason, Böð- móðsstöðum, Laugardal, 7,98. Hæsta einkunn á unglingaprófi fékk Gunnar M. Gunnarsson, Grindavík, 8,40. Nemendur, sem hæstar einkunnir hlutu, fengu bækur að verðlaunum. Frá danska sendiráðinu barst bókargjöf til þess nemanda, sem hæsta einkunn fékk í dönsku. Hana hlaut Rósa Þórisdóttir, Laugarvatni, nemandi I landsprófsdeild. Við skólann störfuðu, auk skóla stjóra, Benedikts Sigvaldasonar, 6 fastir kennarar og 3 stunda- kennarar. Nú lætur af störfum við skól- ann Þórarinn Stefánsson, smíða og teiknikennari. Hann hóf störf við skólann árið 1931 og hefur þvf gegnt starfi í fjörutíu ár. Auk þess að vera kennari við héraðsskólann hefur hann gegnt ýmspn störfum á vegutn Laugardalshrepps. Kirkjutónleikar í Háteigskirkju í tilefni þess, að Kirkjukórasam- band Islands er 20 ára 23. júní nk., vqrður flutt ’kirkjutónlist og ávÖrp í Hátéigskifkju "láúgáfdágihn 19. júní, kl. 8,30 síðdegis. Þrír kórar syngjál vegum kirkju kórasambands Reykjavíkurprófasts dæmis. Dr. Róbert A. Ottósson söngmála- stjóri og séra Þorgrímur V. Sig- urðsson prófastur flytja ávörp. ÚTBOÐ Tilboð óskast í viðgerðir á hellulögðum gang- stéttum víðs vegar um borgina. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 1.000,— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 23. júní, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Höfum til sölu 6 tommu stálrör með lausum tengistykkjum. Verð 175 kr. á metrann. Sölunefnd varnarliðseigna. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarsjóður Hafnarfjarðar mun á næstunni selja nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlis- húsinu númer 15 og 17 við Sléttuhraun. fbúðirnar verða seldar fullgerðar og tilbúnar til afhending- ar eftir 6—8 mánuði. Söluverð 2ja herb. íbúða er áætlað kr. 970 þús. og 3ja herbergja kr. 1340 þúsund. E- og C-lán frá Húsnæðismálastofnun ríkisins hvílir á íbúðunum. Úmsðknir, e'r greini fjölskyldustærð og húsnæðis- ^‘éstæðttr, sendist undirrituðum fyrir 24. þ.m. Eldri umsóknir þarf að endumýja. Bæjarstjóri. Landgrunn handa öörum? Þá hafa borizt hingað fréttir frá Bretlandi um fyrstu viðbrögðin gegn fyrirhugaðri útfærslu fisikveiðilög- sögunnar í fimmtíu mítar hér við land. Af þessum fyrstu viðbtögðum verður séð, að þeír sem telja sig hafa einhverra hagsmuna að gæta í Bretlandi í þessu máli, beita rök- semdum, sem alls ekki snerta hið minnsta viðurkenningu á rétti okkar tii landgrunnsins. AHar röksemdir og aðferðir af okkar hálfu myndu mæta sömu óbilgiminni af hálfu hver minnsti vottur um undanláts- semi yrði reiknaður til vinnings af þessum hagsmunahópum. Slíkt er auðséð af þessum fyrstu viðbrögð- um, þar sem því er haldið fram full- um fe-tum af forystumönnum ýmissa samtaika innan útgerðarinnar í Bret- landi ög forráðamönnum fisk- veiðiborganna, að með útfærsta okk- ar í fimimtíu mílur væri verið að leggja lífið í fiskveiðiborgunum í rúst. Landgrunn Islands er þvi í augum þessa fólks ekki fyrst og fremst vett- vangur, sem Islendin-gum ber að hafa lífsviðurværi af, heldur þeirra mið — landgrunn handa þeim. Eru hvergi spöruð lýsingarorð til að leggja áherzlu á það, að líf heilla borga í Bretlandi hangi á biábræði, verði ekki komið í veg fyrir útfærsl- una. Þetta eru næsta ömurleg við- horf. Við höfum t. d. eiklki sótt Breta til ábyrgðar út af atvimnuleysi á Is- lamdi á þeim tíma, þegar togarar þeirra voru að skarka uppi í la,nd- steinum, eða kveinað framan í þá, þegar þeim hefur þóknazt að setja löndunarbann á fisk héðan, svo ein- hver dæmi séu tekin um það, þegar báðar þjóðimar áttu sitit í efnum, sem snerti fiskveiðar. Vajadamál fiskveiðiborga í Bretl. hljóta áfram að vera innanrikismál eins og þau hafa verið, en landgrunnið er ís- lenzkt og það er Islendinga að njóta þeirra gæða, sem það getur veitt. Annars er undarlegt að nú, nofakr- um dögum eftir kosningar, skuli vera rokið upp til handa og fóta i Bretlandi út af fyrirhugaðri út- færsta að mörkum landgrunnsils Það er nú orðið nokkuð langt síðan stjórnarandstöðuflokkarnir samein- uðust í þessu máli á Alþingi. Land- grunnsmálið var sett á oddinn í kosningunum. En það var ekki fyrr en kosningaúrslitin urðu kunn, að mr. Woodcok í Grimsby fann sig knúðan til að lýsa yfir, samkvæmt frétt í The Times, að borg eins og Grimsby gæti hreinlega liðið undir lok, ef landgrunnið yrði friðað. Ber- sýnilegt er að landgrunnsmálið er fyrst nú, að loknum kosningum, orð- ið alvarlegt í augum Breta. Svarthöfði ÖLL VIÐSKIPTI VIÐ KAUPFÉLAGIÐ ERU YÐUR í HAG KAUPFÉLAG STðÐFIRDINGA StöSvarfirði — Breiðdalsvík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.