Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 44
TÓNLIST Það er mál manna að Ís- lensku tónlistarverðlaunin hafi lukkast vel í ár. Menn greinir skiljanlega á um ágæti sigur- vegaranna en lítið sem ekkert hef- ur verið sett út á umgjörðina, ólíkt því sem gerðist í fyrra. Áberandi var hversu margir sigurvegaranna voru erlendis. Sigur Rós fór í tónleikaferð um Bandaríkin á miðvikudaginn síð- asta og rétt missti af hátíðinni. Í þeirra stað mættu Smekkleysu- mennirnir Einar Örn Benedikts- son og Sjón, en sveitin fékk tvenn verðlaun á hátíðinni, em popp- flytjandi ársins auk þess sem plat- an með ósegjanlega titilinn „( )“ var valin plata ársins. Mikið var klappað þegar unga rokksveitin Búdrýgindi var valin „Bjartasta vonin“. Síðasta ár verður líklegast lengi í minnum liðsmanna sveitarinnar haft en óhætt er að fullyrða að um óska- byrjun sé að ræða. Verðlaunin dreifðust á milli tónlistarmanna. Látum svo myndirnar tala sínu máli. ■ 44 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR FJÖLHÆFUR LEIKARI David Schwimmer reynir nú fyrir sér á leik- sviði í Los Angeles í hlutverki harðsvíraðs handritshöfundar sem tilbúinn er að leggja allt í sölurnar fyrir frægð og frama. Leiksýning í Los Angeles: Vinur í nýju gervi FÓLK Aðdáendur David Schwimmer streyma í leikhús um þessar mundir til þess að sjá gam- anleikarann fræga stíga á stokk á sviði. Schwimmer er best þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþátt- unum Vinum en hann hefur þó komið víða við og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann reynir fyrir sér í leikhúsi. Leikritið sem um ræðir heitir Turnaround og er eftir Roger Kumble. Það fjallar á meinhæðinn hátt um kvikmynda- og sjónvarps- bransann í Hollywood og Schwimmer fer með hlutverk handritshöfundar og leikstjóra sem svífst einskis til þess að kom- ast áfram í þessum harða heimi. Verkið var frumsýnt í miðri síðustu viku í litlu leikhúsi í Los Angeles og mættu þangað margar af helstu stjörnum Hollywood auk paparazzi-ljósmyndara. Sýningin hefur fengið prýðilega dóma frá gagnrýnendum í Los Angeles og þykir Schwimmer standa sig með ágætum. ■ Pondus eftir Frode Øverli Drengur minn! VETRARTÍSKAN Í PARÍS Þessi föngulega fyrirsæta sýndi útsaumað- an bleikan nærklæðnað eftir Rosy le Decollette á alþjóðlegri undirfatasýningu sem fram fer í París um þessar mundir. ...og átta metrum neðar fann markvörðurinn rústirnar af landnámsbænum... Íslensku tónlistarverðlaunin 2002: Sigur Rós með tvennu ÍRAFÁR Poppprinsessan Birgitta Haukdal var valin „poppstjarna ársins“. Hún laut þó í lægra haldi fyrir Heru í söngkonudeildinni. Það var engin vonbrigði að sjá á andliti hennar þegar sveitin flutti hið vinsæla lag „Allt sem ég sé“ með glæsibrag. BJARNI Í LEAVES Gísli Marteinn vitnaði í ára- mótaskaupið árið ‘85 þeg- ar hann sagði „Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka“. Það mátti ekki greina þreytu hjá Bjarna Grímssyni sem lemur húð- ir hjá Leaves. BUBBI Kom fram ásamt sveit sinni Stríð & Friður. Það þótti afar undarlegt að hann valdi að taka lag af plötunni „Nýbúinn“ í stað þess að leika lag af nýju plötu sinni „Sól að morgni“, sem tilnefnd var til fjögurra verðlauna. Bubbi fór þó tómhentur heim. SÓL OG MÁNI Sálin hans Jóns míns kynnti söngleik sinn „Sól & Mána“, sem sýndur er í Borgarleik- húsinu. Leikarinn Sveinn Þór Geirsson fór í hlutverk Stefáns Hilmarssonar, sem að- stoðaði hann þó með bakraddasöng. ÓTTAR FELIX OG RÚNNI Það voru gömlu brýnin Óttar Felix úr Pops og lifandi goðsögnin Rúnni Júl sem af- hentu Búdrýgindum verðlaunagripinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.