Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 5
6 14. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Erlent GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.82 0,23% Sterlingspund 116.97 -0,25% Dönsk króna 11.29 -0,53% Evra 83.83 -0,47% Gengisvístala krónu 118,52 0,21% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 188 Velta 2.362 m ICEX-15 1.415 -0,20% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 62.414.010 Búnaðarbanki Íslands hf. 52.847.896 Pharmaco hf. 31.259.468 Mesta hækkun Marel hf. 1,97% Eimskipafélag Íslands hf. 1,63% Össur hf. 0,64% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin hf. -3,85% Samherji hf. -3,78% Íslenskir aðalverktakar hf. -2,43% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8718,5 -0,1% Nasdaq: 1548,5 0,5% FTSE: 3999,9 0,3% DAX: 2935,1 -0,1% NIKKEI: 8190,3 -0,4% S&P: 946,4 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Bandarískur embættismaður hefur nútekið við stjórnartaumunum í Írak. Hvað heitir hann? 2Kjaradómur hefur hækkað laun for-sætisráðherra. Hversu há er hækkun- in í prósentum? 3Stærsta votlendi heims, Pantanal-svæðið, er í hættu. Hvaða landi til- heyrir svæðið? Svörin eru á bls. 30 VEGAVINNA Mörg verkefni bíða Vegagerðarinnar. Vegagerðin: Annríki fram undan SAMGÖNGUR Vegagerðin vinnur nú um stundir að breikkun Reykja- nesbrautar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur og gengur verkið vel, að sögn Rögnvalds Gunnarssonar, forstöðumanns framkvæmda- deildar Vegagerðarinnar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóv- ember 2004. Verið er að gera jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar auk þess sem það liggur fyrir að seinni hluta árs 2004 verður hafist handa við jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Vegagerðin byggir nú um þessar mundir einnig brú yfir Þjórsá. Á því verki að vera lokið fyrir ára- mót. ■ Leit: Manns leitað LEIT Lögreglan á Blönduósi lýsir eftir Viktori Guðbjartssyni, 24 ára gömlum manni, en síðast er vitað af honum við Húnavelli í Austur- Húnavatnssýslu snemma á laug- ardagsmorgun. Björgunarsveitir í Austur- Húnavatnssýslu voru kallaðar út í fyrradag og héldu leitinni áfram í gær. Að sögn lögreglu er leitað víðar. Fjórhjól eru notuð og leitað er úr flugvél og gengið á fjöll. Um 50 til 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Bjuggust menn við því að leitinni yrði haldið áfram í dag. Viktor er 187 sentimetra hár, grannvaxinn og með dökkskolleitt hár, klæddur í dökka íþróttaskó og ljósbláar gallabuxur. Þeir sem hafa orðið varir við Viktor eru beðnir um að láta lögreglu á Blönduósi vita. ■ ALÞINGI „Við fengum nýtt þing- flokksherbergi á síðasta ári en það verður þröngt á þingi verði her- bergjaskipan áfram sú sama,“ seg- ir Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar. En í gær mætti þingflokkur Samfylkingarinnar á sinn fyrsta þingflokksfund eftir kosningarnar og hefur fjöldi þingmanna flokksins aukist um þrjá. Bryndís segir nýja herbergið mun betra en það gamla, þau hefðu einfaldlega ekki komist þar fyrir. „Eðlilegt er að herbergjaskipan þingflokkanna sé skoðuð í tengslum við þær breytingar sem verða á stærð þingflokkanna, þannig er það hjá öðrum þjóðþingum. Þingflokk- arnir eiga ekki herbergin heldur fá afnot af þeim í einhvern tíma svo það er eðlilegt að skipun þeirra sé skoðuð reglulega,“ segir Bryndís. ■ SAMFYLKINGIN Þingflokkurinn hefur stækkað og vill stærra herbergi sem rúmar hann. Samfylkingin: Þröngt á þingi VIRKJANIR Að teknu tilliti til mót- vægisaðgerða telur Landsvirkjun að fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir í neðri hluta Þjórsár valdi ekki umtalsverðum um- hverfisáhrifum. Landsvirkjun hefur nú sent Skipulagsstofnun til umfjöllunar mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðra virkjana ásamt tilheyr- andi breytingum á Búrfellslínum 1 og 2. Telur fyrirtækið að vegna þeirra virkjana sem þegar hafa verið reistar í farvegi Þjórsár og Tungnaár á hálendinu sé afar hentugt að reisa einnig virkjanir í neðri hluta árinnar. Rennsli Þjórsár hafi þegar verið miðlað að miklum hluta. Í matsskýrslunum er rætt um tvo virkjanakosti í Þjórsá. Ann- ars vegar við Núp og hins vegar við Urriðafoss. Samanlögð orku- framleiðsla virkjananna er áætl- uð um 1950 GWst/ári sem er svip- að og orkuframleiðsla Búrfells- virkjunar og tæplega helmingur af orkuframleiðslu Kárahnjúka- virkjunar. Áætlaður kostnaður er um 43 til 47 milljarðar króna. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að fram- kvæmdirnar séu háðar því að kaupandi fáist að orkunni. Í þeim efnum sé helst horft til stækk- unar álversins í Straumsvík. Í skýrslunni eru kynntir tveir jafngildir kostir við Núp. Annars vegar ein stór virkjun, Núps- virkjun, en verði ekki af bygg- ingu hennar verða byggðar tvær minni virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Núpsvirkjun verður allt að 150 MW og inn- takslón hennar, Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflu- görðum á austurbakka árinnar. Stærð þess verður um 4,6 km2. Virkjun við Urriðafoss verður allt að 150 MW og orkugeta virkj- unarinnar allt að 920 GWst/ári. Inntakslón virkjunarinnar, Heið- arlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga. Lónið verður um 12,5 km2. Um umhverfisáhrif virkjan- anna segir í skýrslunni að þær muni hafa allmikil sjónræn áhrif. Nokkurt gróðurlendi muni hverfa undir inntakslón, en fyrir- hugaðar mótvægisaðgerðir felist m.a. í endurheimt túna og vot- lendis. Markmið Landsvirkjunar sé að skilyrði til að stunda land- búnað skerðist ekki. Áætlað er að skerðing einstakra fuglastofna verði um eða innan við 0,1%. Til þess að viðhalda lífsskilyrðum fiska í Þjórsá er fyrirhugað að tryggja ákveðið lágmarksrennsli og byggja fiskistiga í eða við stíflur. trausti@frettabladid.is URRIÐAFOSSVIRKJUN Í NEÐRI HLUTA ÞJÓRSÁR Virkjun við Urriðafoss verður allt að 150 MW og orkugeta virkjunarinnar allt að 920 GWst/ári. Inntakslón virkjunarinnar, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga. Lónið verður um 12,5 km2. Landsvirkjun vill virkja í Þjórsá Landsvirkjun hefur nú sent Skipulagsstofnun til umfjöllunar mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Bygging helst í hendur við stækkun álversins í Straumsvík. Kostnaður 43 til 47 milljarðar króna. FARALDUR „Ferðamenn á leið í frí þurfa ekki að óttast sérstaklega að smitast af HABL í flugvélum og flughöfnum,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Haraldur segir að þrátt fyrir að talið sé að lungnabólguveiran geti lifað utan líkamans í allt að 24 klukkustundir hegði hún sér ekki eins og venjuleg inflúensu- veira sem svífi í andrúmsloftinu. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af því að leiguvélar sem flytja héðan ferðamenn í frí kunni að hafa flutt lungna- bólgusmitaðan einstakling innan við sólarhring áður en teknir eru farþegar hér. „Flugvélar eru sótt- hreinsaðar ef upp kemst að með þeim hafi ferðast smitaður ein- staklingur. Það á ekki að vera hætta á að einkennalaus sjúkling- ur smiti frá sér,“ segir Haraldur. Hann segir að þrátt fyrir litlar líkur á smiti sé alltaf öruggast að ástunda handþvott og gæta fyllsta hreinlætis. ■ FLUGVÉLAR ERU SÓTTHREINSAÐAR Þær eru hreinsaðar samkvæmt ákveðnum reglum ef smitaður einstaklingur af HABL hefur ferðast með þeim. HABL: Ekki hætta á að smitast á leið í frí Edda útgáfa hf.: Páll Bragi forstjóri ÚTGÁFA Páll Bragi Kristjónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Eddu útgáfu hf. Páll Bragi tekur við af Halldóri Guðmundssyni, sem lætur af störfum eftir 19 ára starf við bókaútgáfu. Hann starfaði lengst af sem útgáfustjóri Máls og menningar og hefur verið við stjórnvölinn hjá Eddu útgáfu frá stofnun félagsins árið 2000. Á hluthafafundi í félaginu var skipuð ný stjórn en hana skipa Þór Kristjánsson stjórnarformaður, Páll Bragi Kristjónsson og Þröst- ur Ólafsson. ■ Fleiri þúsund manns hylltu for- seta Írans sem er í heimsókn í Lí- banon til að hitta þarlenda ráða- menn. Er þetta fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja Írans til landsins og miðað við móttökurnar ekki sú síðasta. Líbanar eru Írönum ákaf- lega þakklátir fyrir þeirra stuðn- ing við hin herskáu Hezbollah- samtök, sem eru viðurkennd samtök í landinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.