Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 32
■ ■ FUNDIR  12.15 Guðrún Jónsdóttir flytur fyr- irlestur til meistaraprófs í líftækni við matvælafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um erfðatæknilega framleiðslu þorska- trypsíns í örverum og endurbætur á ensíminu, sem miða að auknu notagildi þess í iðnaði. Hann verður fluttur í stofu 158 í VR-II, byggingu verkfræði- og raunvísindadeilda Háskólans.  14.00 Ráðstefna fyrir unga félaga í SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu, verður haldin í Iðnó. Þar verður fjallað um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.  20.00 Afmælissýning Íslenska dansflokksins, Dans fyrir þig, verður í annað sinn á fjölum Borgarleikhúss- ins í kvöld. Sýnd verða brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum flokksins, meðal annars söngatriði með Agli Ólafssyni og Jóhönnu Linnet, ásamt nýju verki eftir Láru Stefánsdóttur.  20.00 Foreldrafélag barna með AD/HD, sem áður hét Foreldrafélag misþroska barna, stendur fyrir fræðslu- fundi í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, flytur fyr- irlestur um samskipti innan fjölskyldna barna með athyglisbrest með eða án of- virkni.  20.30 Aðalfundur Skotreyn, sem er Skotveiðifélag Reykjavíkur og ná- grennis, verður haldinn á Ráðhúskaff- inu í Ráðhúsi Reykjavíkur. ■ ■ TÓNLIST  20.30 Kvennakórinn Kyrjurnar held- ur sína árlegu vortónleika í Seltjarnar- neskirkju. Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og undirleikari Halldóra Aradóttir. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Nemendaleikhús Listahá- skólans frumsýnir Tvö hús í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í sam- starfi við Á senunni. Síðasta aukasýning. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Buff-bræðurnir Bergur Geirs og Pétur Örn verða með uppistand og almenn fíflalæti á Café Amsterdam.  22.00 Whool, Myrk, Solid I.V., Lok- brá og Innvortis rokka á Grand Rokk  Kjartan & Co þeyta skífum á Lauga- vegi 11. ■ ■ SÝNINGAR  Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Nú stendur yfir einkasýning Markús- ar Þórs Andréssonar í Englaborg, Flókagötu 17. Húsið byggði listmálarinn Jón Engilberts sem vinnustofu og íbúð handa sér og fjölskyldu sinni skömmu eftir stríð. Í húsinu er stór salur sem nú er í fyrsta sinn lagður í hendur utanað- komandi listamanns.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt- ur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýk- ur 26. maí. 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR ✓ ✓ ✓ Síðasta verkefni vetrarins hjáleiklistarnemum Listaháskól- ans verður frumsýnt í kvöld. Þetta eru tvö leikrit eftir spænska skáldið Federico Garcia Lorca, Blóðbrúllaup og Hús Vernhörðu Ölbu, sem þeir Kjartan Ragnars- son og Magnús Þór Þorbergsson hafa steypt saman í eina sýningu. Bæði leikritin eru harmleikir sem Garcia Lorca skrifaði á fjórða áratug síðustu aldar. Í öðru leikritinu stendur yfir jarðarför en í hinu brúðkaup. Þeir Kjartan og Magnús fara þá leiðina að láta brúðkaupið og jarðarförina gerast á sama tíma. „Í húsi Vernhörðu Ölbu er í gangi jarðarför. Vernharða Alba á nokkrar dætur sem hún lokar inni en þær eru alveg sjúkar í að komast í brúð- kaupið,“ segir Bryndís Ásmunds- dóttir, ein leiklistarnemanna. „Bróðir brúðarinnar er svakaleg- ur hönk og stelpurnar í húsi Vern- hörðu Ölbu verða sjúkar í hann. Hann kemur heim til Vernhörðu Ölbu og býður öllum í brúðkaupið en hún heldur nú ekki og afþakkar boðið.“ Sýningin er liður í Vorhátíð Listaháskólans sem nær hámarki 24. maí þegar útskrift nemenda verður frá öllum deildum skólans. „Við sýnum þetta samt fram á fyrstu helgina í júní,“ segir Bryn- dís. Að því búnu skilja leiðir með leiklistarnemunum. Bryndís hlær þegar hún er spurð hvort ekki sé bara gott að vera að klára skól- ann. „Það eru reyndar blendnar tilfinningar sem fylgja því. Þetta er náttúrlega eins og við séum að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Svo tekur alvaran við.“ Bryndís segir leiklistarnemana hafa verið óskaplega heppna með leikstjóraval í vetur. „Fyrst fengum við Egil Heiðar Anton Pálsson, nýútskrifaðan og blóðheitan leikstjóra. Svo kom Rúnar Guðbrandsson og loks Kjartan Ragnarsson núna. Þetta eru mjög ólíkir leikstjórar en ofsalega góðir allir. Það má segja að við höfum fengið alla flóruna í vetur. Þannig að við löbbum bara gallhörð út í heiminn.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ LEIKLIST Brúðkaup í einu húsi, jarðarför í öðru BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR RÚV er tvímælalaust menning-arsigurvegari þessarar helgar með sýningum sínum á Guðföður- þríleiknum. Ég mun örugglega sitja límd við skjáinn og horfa á alla syrpuna“, segir Bryndís Loftsdóttir, bóksali hjá Pennanum Eymundsson. „Ég mun svo alveg örugglega kíkja á útskriftarsýningu mynd- listar- og hönnunarnemenda Listaháskólans í Listasafni Reykjavíkur. Ég hef yfirleitt ekki látið þessar sýningar framhjá mér fara enda skemmtilegt að fylgjast með hversu ólíkar sýn- ingarnar eru frá ári til árs. Líklega mun ég nú ekki sækja fleiri menningarviðburði þessa helgina en ég verð þó að geta þess að gaman væri að sjá sýningu Nemendaleikhúss Listaháskólans, Tvö hús. Sýningar Nemendaleik- hússins eru nær undantekningar- laust metnaðarfullar og hverrar krónu virði. Eining hefði ég áhuga á að líta einhvern tímann inn á sýningu í Englaborg, Flókagötu 17. Þetta hús hefur alltaf heillað mig enda afar óvenjuleg bygging sem brýt- ur upp götumyndina á Flókagöt- unni. Helst mundi ég vilja fá að fara í skoðunarferð um húsið en ég býst ekki við að boðið sé upp á það.“  Val Bryndísar Þetta lístmér á! EIGINKONA ELSKHUGANS Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld Tvö hús, leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Magnúsar Þórs Þorbergs- sonar á tveimur leikritum eftir Federico Garcia Lorca. Esther Talia Casey leikur eiginkonu elskhuga brúðar- innar í hinni blóði drifnu brúðkaupsveislu. hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 MAÍ Fimmtudagur ✓ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árunum 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1.000 kr. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563-1790 Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16 Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR 10-17 Rússnesk ljósmyndun – yfirlitssýning og Örn Þorsteinsson (opnaðar 17.5.), Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN Lokað. - Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn (opnuð 21.5.) Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp- um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. fös. 16. maí kl. 13-16 Málþing og pallborðsumræður. Kynferðislegar tengingar í auglýsingum og ábyrgð fjölmiðla Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1. Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir Íslandsteppi. Íslenska bútasaumsfélagið sýnir 20 ný bútasaumsteppi 18. maí kl. 13-18 Dagur hljóðfærisins – óbó og fagott. Sjá dagskrá á vefsíðu: www.gerduberg.is s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is Hefurðu kynnt þér bókamenntavef Borgarbókasafns? www.bokmenntir.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau. 17/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 Sun. 1/6 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fim. 22/5 kl. 20 Sun. 25/5 kl. 20 Fim. 29/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fös. 16/5 kl. 20 Fös. 23/5 kl. 20 Fös. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR „DANS FYRIR ÞIG“ 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Ís- lenska dansflokksins 2. sýn. í kvöld kl. 20 3. sýn. sun. 18/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau. 17/5 kl. 20 Fim. 22/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 ATH: SÝNINGUM LÝKUR Í MAÍ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fös. 16/5 kl. 20 Fös. 23/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff Í kvöld kl. 20 - AUKASÝNING ATH: SÍÐASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 18/11 kl. 20 - AUKASÝNING DANSLEIKHÚS JSB Lau. 17/5 kl. 20 Þri. 20/5 kl. 20 ATH: Aðeins þessar sýningar ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Sun. 18/5 kl. 20 Sun. 25/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau. 17/5 kl. 14 - SÍÐASTA SINN RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fös. 16/5 kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20 Fös. 6/6 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan, sími 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.