Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 24
TÓNLIST „Gæskan, ég var nú bara að grínast þegar ég sagði að mig lang- aði til þess að brjóta hverja einustu tönn í trantinum á þér.“ Það voru óvæntar setningar á borð við þessa sem slógu forvitna tónlistaráhugamenn í andlitið þegar þeir settu plötur The Smiths á fón- inn á níunda áratugnum. Þó svo að tónlistin hafi að mestu verið létt gít- arpopp voru textarnir oft beittir og skáru á samtímamálum sem fáir vildu heyra minnst á. Þetta undar- lega jafnvægi vitsmunalegra texta- smíða og mjúkra tóna milli söngvar- ans Steven Patrick Morrissey og gítarleikarans Johnny Marr var, og hefur verið, engu öðru líkt. Sú stað- reynd að tónlist The Smiths lifir enn góðu lífi hlýtur að setja lagahöf- undasamstarf þeirra á stall með Lennon og McCartney, sérstaklega í ljósi þess að þeir störfuðu aðeins saman í fimm ár. Á þeim stutta tíma gaf sveitin út fjórar breiðskífur auk þess að gefa út tónleikaplötu og fjöl- da aukalaga á smáskífum sem síðar var safnað saman á tveimur plötum. Með framlagi sínu hrinti sveitin af stað nýrri öldu gítarsveita í Bret- landi og lagði grunninn að „indie“- stefnu tíunda áratugarins. Hönd í hanska Fyrir stofnun The Smiths hafði Johnny Marr leikið með fjölda sveita í Manchester. Þar á meðal voru Sister Ray, Freaky Part, White Dice og Paris Valentinos, sem allar urðu skammlífar. Nokkrar af þess- um sveitum komust nálægt því að tryggja sér plötusamning en allt kom fyrir ekki. Morrissey hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Sem unglingur skrifaði hann oft rit- gerðir sem hann svo sendi breska tónlistarblaðinu Melody Maker í von um birtingu. Nokkrar þeirra komust á prent, þar á meðal ítarleg ritgerð um ævi James Dean og áhrif hans á umheiminn, sem hét „James Dean Isn’t Dead“, prentuð í bók í lok áttunda áratugarins. Marr og Morrissey kynntust í gegnum sameiginlegan vin snemma árs 1982. Marr var að leita að hæfi- leikaríkum textahöfundi á meðan Morrissey vildi komast í hljóm- sveit. Fyrstu prufuupptökurnar gerðu þeir með aðstoð Simon Wolstencroft trommuleikara The Fall. Fljótlega nældu þeir þó í bassa- leikarann Andy Rourke og trommu- leikarann Mike Joyce og The Smiths varð til. Sveitin kom fyrst fram um haustið 1982 og hafði ágætis hóp að- dáenda í Manchester strax um vor- ið 1983. Factory, útgáfufyrirtæki Joy Division og síðar Happy Mondays, varð fyrst til þess að bjóða The Smiths útgáfusamning sem liðsmenn svo höfnuðu. Í stað þess sömdu þeir við Rough Trade- útgáfuna um útgáfu á fyrstu smá- skífunni, „Hand In Glove“, sem kom fyrir tuttugu árum síðan, í maí árið 1983. Beinar skírskotanir í samkyn- hneigð og eitraðar gítarlínur Marr urðu til þess að blaðamenn tóku strax ástfóstri við sveitina og smá- skífan seldist framar öllum vonum. Kjöt er morð Að fylgja vinsældum fyrstu smá- skífunnar eftir reyndist sveitinni auðvelt verk. Á næstu mánuðum hristi hún fram úr erminni slagar- ana „This Charming Man“, „What Difference Does It Make?“ og „Heaven Knows I’m Miserable Now“. Fyrsta breiðskífan, sem hét nafni sveitarinnar, kom svo út fyrir árslok. Sviðsframkoma Morrissey vakti líka strax mikla athygli. Kappinn átti til að koma fram með heyrnar- tæki í eyranu og bunka af jómfrúar- liljum í rassvasanum. Morrissey varð snemma fyrir harðri gagnrýni fyrir texta sína, en texti lagsins „Reel Around the Fountain“ olli usla eftir að ljóst varð að hann fjallaði um misnotkun á börnum. Lagið hafði verið spilað á BBC og fannst mörgum það hvetja til ofbeldisverka. Þetta var kannski í fyrsta skiptið sem textar hans voru mistúlkaðir en ekki það síð- asta. Önnur breiðskífa The Smiths, „Meat Is Murder“, fór rakleiðis í efsta sæti breska sölulistans. Á sama tíma var Morrissey afar um- deildur vegna skoðana sinna, sem stönguðust oft á við skoðanir al- mennings. Hann fordæmdi „Band Aid“-tónleikuna sem haldnir voru til fjáröflunar í baráttunni gegn hung- ursneyð í hrjáðum Afríkulöndum. Hann var á móti ríkisstjórn Thatcher og var mikill dýravinur og grænmetisæta, sem þótti tilgerðar- legt á þessum tíma. Hann laug meira að segja að blaðamönnum að allir í hljómsveitinni væru græn- metisætur og bannaði svo félögum sínum að láta taka myndir af sér að borða kjöt. Drottningin er dauð... Smáskífan „The Boy With the Thorn in His Side“ sem kom út um 26 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN The Queen Is Dead: Besta plata allra tíma að mati NME TÓNLIST Breiðskífan „The Queen Is Dead“ er af mörgum talin vera best lukkaða verk The Smiths. Plat- an var svo nýlega valin „besta plata allra tíma“ af gagnrýnendum viku- ritsins New Musical Express. Áður en platan kom út höfðu vinsældir The Smiths farið örlítið dvínandi en eftir útgáfu fyrsta smáskífulagins af plötunni, popp- lagsins „The Boy With the Thorn in His Side“, átti sveitin eftir að ná nýjum hæðum. Strax á opnunar- og titillagi plöt- unnar „The Queen Is Dead“ gaf sveitin skýr skilaboð um stefnu- breytingu. Lagið er án efa harðasta lag sveitarinnar frá upphafi og þjóðfélagsádeilan í textanum, og titlinum, óumflýjanleg. Marr spinnur traustari gítarvef en fyrr og textasmíðar Morrissey eru framúrskarandi. Texti lagsins „There Is a Light That Never Goes Out“ hlýtur að teljast með þeim fal- legri, og um leið kaldhæðnislegri, sem hann hefur skilað af sér. Í lag- inu er sögumaðurinn á stefnumóti við elskhuga sinn og lætur sig dreyma um að verða fyrir bílslysi í von um að innsigla ást þeirra að ei- lífu. Platan er tíu lög og hafa flest þeirra alla burði í slagara. Árið 1997 tóku 10 hljómsveitir sig saman og fluttu hver eitt lag af plötunni. Upptökurnar voru svo gefnar út undir nafninu „The Smiths Is Dead“. Á meðal þeirra sem áttu lög voru Placebo, Boo Radleys, Divine Comedy, Billy Bragg, Bis og Supergrass. Þó hugmyndin hafi verið góð verður útkoman að teljast afar mis- lukkuð. ■ THE SMITHS Allar breiðskífur The Smiths voru í háum gæðaflokki en með „The Queen Is Dead“ var eins og sveitin hefði hitt naglann á höf- uðið. Við gerð þeirrar plötu voru byrjaðir að myndast alvarlegir brestir í samstarfinu. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að breska sveitin The Smiths gaf út fyrstu smáskífu sína, „Hand In Glove“. Hljómsveitin starfaði aðeins í fimm ár en olli á þeim stutta tíma straumhvörfum í bresku tónlistarlífi. Hengjum plötusnúðinn! BREIÐSKÍFUR THE SMITHS The Smiths 1984 Meat Is Murder 1985 The Queen is Dead 1986 Strangesways, Here we come 1987

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.