Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 20
27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR20 VIEW FROM THE TOP 4, 6, 8 og 10 JOHNNY ENGLISH kl. 6 SKÓGARLÍF 2 kl. 4DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓITHE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8, og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 4 og 6 kl. 5.30SAMSARA kl. 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 KVIKMYNDIR Það kom flestum á óvart að bandaríski leikstjórinn Gus Van Sant skyldi hreppa hinn eftirsótta Gulpálma á Kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina en fyrir fram höfðu menn almennt veðjað á að danski leikstjórinn Lars von Trier myndi krækja í verðlaunin með Dog- ville, sem skartar áströlsku eðal- leikkonunni Nicole Kidman í aðal- hlutverki. Trier hefur áður átt góðan dag í Cannes en hann var sigursæll árið 2000 með myndinni Dancer In the Dark þar sem Björk fór með að- alhlutverkið. Van Sant var einnig verðlaunaður sem besti leikstjórinn en Trier fór tómhentur heim að þessu sinni en myndin hans fékk engin verðlaun. Elephant greinir frá því hvaða áhrif skotárás í bandarískum skóla hefur á líf nokkurra ungmenna og byggir á harmleiknum í Columbine árið 1999 þegar tveir drengir mættu með alvæpni í skólann og létu byssu- kúlum rigna yfir samnemendur sína og kennara. Þetta er sami harmleik- urinn og liggur að baki heimildar- myndinni Bowling for Columbine, eftir Michael Moore, sem var sýnd í Cannes í fyrra og hlaut Óskarsverð- laun sem besta heimildarmyndin fyrr á þessu ári. Gus Van Sant er fyrsti Banda- ríkjamaðurinn sem fær Gullpálmann síðan Quentin Tar- antino kom, sá og sigraði með Pulp Fiction árið 1994. Hann var að von- um kátur og þakkaði fyrir sig með þessum orðum: „Ég er búinn að reyna að koma myndunum mínum til Cannes árum saman og það er kraftaverk og heppni að ég skuli hafa unnið“. Van Sant bætti því við að hann teldi mynd sína ekki vera and-ameríska. „Hún er gerð frá mínu sjónarhorni sem Bandaríkja- maður.“ Elephant hefur ekki síst vakið athygli fyrir þær sakir að ein- ungis þrír atvinnuleikarar koma við sögu í henni en að öðru leyti setti leikstjórinn allt sitt traust á ósköp venjulega skólakrakka Það voru fleiri stórlaxar en von Trier sem fóru fýluferð til Cannes en Clint Eastwood náði ekki að krækja í verðlaun með stjörnum prýddri mynd sinni Mystic River og breski sérvitringurinn Peter Greenaway, sem talinn var eiga góða möguleika með The Tulse Luper Suitcases, greip einnig í tómt. Ung kanadísk leikkona, Marie- Josee Croze, var valin besta leikkon- Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Skólaharmleikur hreppti Gullpálmann Gus Van Sant kom öllum á óvart og hreppti bæði Gullpálmann og verðlaun sem besti leikstjórinn á Kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Þar hafði hann betur en Lars von Trier, Peter Greenaway og sjálfur Clint Eastwood. Fréttiraf fólki Sá orðrómur gengur nú fjöllumhærra í Hollywood að leikkonan þokkafulla Cameron Diaz og leikar- inn Vince Vaughn séu að draga sig saman og gott betur þar sem kunn- ingjar þeirra segja að þau hafi hreinlega verið óaðskiljanleg frá því þau hittust við tökur á efni fyrir MTV-kvikmyndaverðlaunin fyrir mánuði. Þessi óvænti samdráttur kl. 5,40, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... ABRAFAX m/ísl. tali 2, 4 og 6 hefur ekki síst vakið athygli þar sem fregnir af honum spurðust út örfáum vikum eftir að Diaz sagði skilið við kærasta sinn til langs tíma, leikarann Jared Leto. Leikkonan Carrie-Anne Moss, semer alveg hreint eitursvöl í hlut- verki Trinity í Matrix-myndunum, þurfti að yfirstíga gríðarlega mótor- hjólahræðslu til þess að geta tekið þátt í einni mögnuð- ustu senu The Matrix Reloaded en þar þeysir hún hjálm- laus á móti umferð á kröftugu mótorhjóli. „Ég er skíthrædd við mótorhjól og það tók virkilega á að setj- ast á bak á hverjum degi og æfa. Ég byrjaði á pínu- litlu hjóli, stækkaði svo að- eins við mig og náði tökum á því hjóli. það var svo ekki fyrr en eftir nokkra mánuði sem ég lagði í Ducati-hjólið. Ætli ég hafi ekki verið hræddust við að deyja.“ Bifhjólaatriðið er engu líkt enda tók sjö vikur að taka það upp. Steve Gisborne, sem starfar áflugvellinum í Melbourne í Ástr- alíu, komst heldur betur í feitt á dögunum þegar hann fann dagbók sem harðjaxlinn Russell Crowe hafði gleymt í vél frá flugfélaginu sem hann vinn- ur fyrir. Ein- hverjir hefðu sjálfsagt freist- ast til þess að hlaupa með bók- ina í fjölmiðla en Gisborne er drengur góður og skilaði henni beint til leikar- ans. Crowe var að vonum feginn og þakkaði fyrir sig með því að bjóða Gisborne og frú að snæða kvöldverð með sér, eiginkonu sinni og fleira fínu og frægu fólki. GUS VAN SANT Kom, sá og sigraði í Cannes og getur verið vongóður um framhaldið en sigurvegarinn frá því í fyrra, Roman Polanski, hélt sigurgöngu sinni áfram og sópaði til sín Óskarsverðalun- um með Píanistanum. Með honum á myndinni er leikarinn Elias McConnell. SIGURVEGARAR Í CANNES: Gullpálminn: Elephant eftir Gus Van Sant Grand Prize: Uzak eftir Nuri Bilge Ceylan Dómefndarverðlaunin: At Five in the Afternoon eftir Samira Makhmalbaf Bestu leikararnir: Muzaffer Ozdemir og Mehmet Emin Toprak Besta leikkonan: Marie-Josee Croze Besti leikstjórinn: Gus Van Sant Besta handrit: Denys Arcand fyrir The Barbarian Invasions Gullmyndavélin fyrir bestu frumraun: Reconstruction eftir Cristoffer Boe Gullpálminn fyrir bestu stuttmyndina: Cracker Bag eftir Glendyn Ivin CLINT EASTWOOD Þótti líklegur til stórræða með mynd sinni Mystic River. Hann sést hér mæta vígreifur til sýningar á myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.