Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15
Vöðvabúntið ArnoldSchwarzenegger er sagður vera að velta því alvarlega fyrir sér að bjóða sig fram til ríkis- stjóra Kaliforn- íu í sumar. Þriðja Term- inator-myndin, „Rise of the Machines“, er frumsýnd í sumar og von- ast leikarinn til þess að hún verði til að auka vinsældir sínar í fylkinu. Schwarzenegger segist einnig þurfa að fá leyfi frá eigin- konu sinni til þess að bjóða sig fram. Endurgerð hinnar klassískumyndar „The Wicker Man“ frá árinu 1973 er nú komin vel á skrið. Búið er að ganga frá samningum við leikarann og kvennabósann Nicolas Cage og talað er um að búðarhnupl- arinn Winona Ryder eða Kambódíuvinurinn Angelina Jolie séu að keppast um aðalkvenhlut- verkið. Fyrri myndin gerist í Bretlandi en leikstjórinn Neil LaBute segist ætla að yfirfæra söguna til Bandaríkjanna. Forræðisdeila Al Pacino ogleikkonunnar Beverly D’Angelo er orðin grimm og bitur. Saman eiga þau tvö börn og segir Pacino að fyrrum ástkona sín rukki sig um peninga fyrir að hitta þau. Parið sleit sambandi sínu í fyrra. Kvikmyndin „Star Wars: Epis-ode 1 – The Phantom Menace“ var valin „versta framhaldsmynd allra tíma“ í skoðanakönnun sjón- varpsstöðvarinnar E! Það vakti mikla athygli að myndin þótti verri en framhaldsmyndirnar „Speed 2: Cruise Control“, „Bat- man & Robin“ og „Jaws: The Revenge“. 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR20 VIEW FROM THE TOP 4, 6, 8,10 og 12 JOHNNY ENGLISH kl. 6 SKÓGARLÍF 2 kl. 4DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓITHE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8, og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 4 og 6 kl. 5.30SAMSARA kl. 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 KVIKMYNDIR Ítalska orðið „Respiro“ þýðir andardráttur. Myndin hefur alvarlegan undir- tón en ætti þó að kreista fram bros á köflum. Sagan er eins kon- ar dæmisaga, byggð á þekktu þema á Sikiley um fallegu eigin- konuna og móðurina sem rótar upp í smábæjarlífinu með hisp- urslausum lifnaðarháttum sín- um. Sagan fjallar um Graziu, þriggja barna móður sem eyðir flestum stundum sínum í að pakka inn fiski á meðan Pietro eiginmaður hennar er úti á hafi að veiða. Hún er frekar reikul í hegðun og eiginmaðurinn fer að óttast um geðheilsu konu sinnar. Hann veltir því fyrir sér hvort hún þurfi á læknisaðstoð að halda og undirbýr að senda hana á geð- sjúkrahús í Mílanó. Sonur þeirra, Pasquale, þekkir móður sína betur en nokkur ann- ar og er líklegast sá eini sem skil- ur eitthvað í henni. Hann er þess fullviss að toppstellið sé í góðu lagi og ákveður að gera hvað sem í hans valdi stendur til þess að stöðva áætlanir föður síns. Vitanlega verður hegðun Graziu aðalumtalsefni bæjarbúa þar sem lítið sem ekkert brýtur hinn vanafasta hversdagsleika þeirra. Pietro verður því fyrir stöðugum þrýstingi frá vinum og kunningjum sem hvetja hann til þess að senda kona sína í geð- sjúkrahúsið svo hún sjái „villu síns vegar“. Aðalleikkona myndarinnar, Valeria Golino, átti fyrir nokkrum árum töluverði velgengni að fagna í Hollywood en sneri baki við glæsibænum fyrir nokkrum árum síðan og hvarf aftur til upp- runa síns. Hún hóf leiklistarferil sinn í Napoli árið 1983 en komst inn í kreðsuna í Hollywood eftir að hún landaði hlutverki í „Rain Man“ árið 1988. Upp frá því lék hún m.a. í „Hot Shots“, „Clean Slate“, „Immortal Beloved“ og „Leaving Las Vegas“. Eitthvað hefur henni leiðst öll froðu- hlutverkin sem hún fékk því hún sneri aftur til Ítalíu þar sem hún hefur fengið meira krefjandi hlut- verk í gegnum árin. biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8, 10 og 12 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Að halda geðheilsu Fréttiraf fólki kl. 5,40, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN 5 og 10 bi 12 Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 7.5 /10 Rottentomatoes.com - 81% = Fresh Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm) Einnig frumsýndar í vikunni: Bringing Down the House Confidence Identity RESPIRO Valeria Golino var þekkt leikkona á Ítalíu áður en hún fluttist til Hollywood. Þar fékk hún aðeins hlut- verk í b-myndum og ákvað því að snúa aftur til Ítalíu. Á föstudag verður ítalska kvikmyndin „Respiro“ frumsýnd. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal aðalverðlaun gagnrýnenda á Cannes í fyrra. Leikarinn Steve Buscemi varhandtekinn í New York á dög- unum. Buscemi var að mótmæla fyrirhugaðri lokun á slökkvistöð í borginni ásamt hópi af stjórn- málamönnum, slökkviliðsmönnum og almennum borgunum. Áður en Buscemi varð atvinnuleikari var hann slökkviliðsmaður og þekkir hann því nokkuð vel til starfs- greinarinnar. Hann segir lokunina óábyrga og stórhættulega. Borg- aryfirvöld réttlæta lokunina með því að um 7 milljónir dollara sparist á ári. Stolinn hringur sem var í eigukvikmyndagyðjunnar Marilyn Monroe er til sölu samkvæmt ábendingu sem BBC-þátturinn Crimewatch hefur feng- ið. Hringur- inn, sem er úr gulli og er merktur „M“, var gjöf til Monroe frá öðrum eiginmanni hennar, hafnaboltahetjunni Joe DiMaggio. Hringurinn var til sýnis í London í apríl þegar hon- um var stolið úr sýningarsalnum fyrir framan nefið á 150 gestum. Hann er metinn á um 250 þúsund pund. Kvikmyndin „Matrix Reloaded“varð á mánudag fyrsta kvik- mynd sögunnar til þess að ná 100 milljón dollurum í kassann á annarri sýningarviku. Sú mynd sem hefur komist næst því var önn- ur mynd- in í Hringa- dróttins- þríleikn- um, „The Two Towers“. Eins og flestir vita voru báðar framhaldsmyndir „The Matrix“ unnar á sama tíma og kemur þriðja myndin í bíó fyrir næstu jól. Framleiðendur eyddu 187 milljónum dollara í það að gera báðar myndirnar og eru þeir nokkuð vongóðir á að ná stærst- um hluta þess strax til baka með „Matrix Reloaded“ þar sem til dæmis á eftir að frumsýna hana í Japan. Leikarinn Ewan McGregorsagði í nýlegu viðtali að hann hefði skemmt sér konunglega við tökur á nýjustu mynd sinni, „Young Adam“. Ástæðan var ein- föld, það er svo mikið um ástar- atriði í myndinni. Leikarinn fékk leyfi frá eiginkonu sinni til þess að taka þátt í myndinni en í henni leikur hann í nokkrum mjög op- inskáum ástaratriðum á móti leikkonunni Emily Mortimer, sem verður seint talin flagð. „Við reyndum að gera atriðin eins raunveruleg og hægt var,“ segir McGregor. „Við vildum að þau væru eins og kynlíf er í rauninni, ófullkomið. Svona kynlíf eins og allir eiga, ekki tveir leikarar smurðir með barnaolíu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.