Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 31. maí 2003 19 ... notaðu hjálm! Hvað á þitt barn yfir höfði sér? Þegar vorar flykkjast börnin okkar út í góða veðrið og taka fram reiðhjólin, línuskautana og hlaupahjólin. Öllum þessum farartækjum fylgir aukin hætta á óhöppum og því er mikilvægt að við séum vakandi gagnvart því að vernda þau eins og kostur er. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að reiðhjólahjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka enda kveða lögin á um að öll börn, yngri en 15 ára, skuli nota hjálma á reiðhjólum. Það var nú tilviljun að ég fór íþetta. Dóttir mín hafði áhuga á þessu námi. Ég fór með henni á kynninguna og lét svo bara slag standa“, segir Sigrún Hjaltalín, húsmóðir í Garðabænum, en hún og dóttir hennar, Eva Dögg Bjarnadóttir, gerðu sér lítið fyr- ir og dúxuðu í sölu- og markaðs- námi frá Nýja tölvu- og við- skiptaskólanum. Mæðgurnar fengu báðar lokaeinkunnina 9,63 og „börðust því um efsta sætið“, eins og Sigrún orðar það. Sigrún segist ekki vera með nein áform um frekara viðskipta- nám að svo stöddu. „Ég er heima- vinnandi sem stendur en hafði virkilega gaman af þessu enda hef ég verið viðriðin fyrirtækja- rekstur í mörg ár en við hjónin rákum Sómasamlokur. Námið var mjög skemmtilegt og ég bætti mikið við tölvukunnáttu mína og öðlaðist mikla víðsýni enda skól- inn mjög persónulegur.“ Eva Dögg er hins vegar með ákveðin áform í gangi og efast ekki um að námið muni koma sér vel fyrir hana. „Ég útskrifaðist af tungumálabraut Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ og hafði aldrei tek- ið neitt viðskiptanám. Mig langaði í Háskólanum í Reykjavík en ákvað að prófa sölu- og markaðs- námið í Nýja tölvu- og viðskipta- skólanum fyrst til þess að athugga hvort þetta hentaði mér áður en ég hellti mér út í þriggja ára nám. Þetta er svo búið að vera mjög skemmtilegt og ég er búin að fá inni í Háskólanum í Reykjavík og byrja í viðskiptafræði þar í haust.“ Eva Dögg tók sölu- og markaðsnámið samhliða vinnu sinni og segir að það hafi allt gengið vel fyrir sig enda „góður andi í skólanum.“ ■ Mæðgur í markaðsmálum Jóhann Þór Sveinsson útskrifað-ist í vor sem rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur stundað námið meðfram vinnu, en Jóhann er fjölskyldu- maður, með konu og barn. „Í Iðnskólanum er boðið upp á fyrsta árið í kvöldskóla, en ég var búinn með tvö ár í menntaskóla sem ég fékk metið,“ segir Jóhann, sem lætur vel af skólanum og seg- ist hafa verið nokkuð virkur í fé- lagslífinu þrátt fyrir að hann vera með eldri nemendum. „Þetta er náttúrlega sá framhaldsskóli í landinu sem er með breiðastan aldurshóp og ég var í bekk með strákum á mínu reki.“ Nú dvelur Jóhann í skólanum alla daga og undirbýr sveinspróf sem hann tekur í næstu viku. „Það fara þrír dagar í prófið sjálft, en að því loknu fer ég bara að leita mér að vinnu.“ Jóhann ætlar að vinna í að minnsta kosti eitt ár, en konan hans, Kristjana Einarsdótt- ir, ætlar að drífa sig í hárgreiðslu- nám næsta vetur. „Það geta ekki allir verið í skóla í einu,“ segir Jóhann Þór brosandi, „en ég gæti vel hugsað mér að bæta einhverju við síðar.“ Áfanganum fagnaði Jóhann með góðri útskriftarveislu. „Ég ákvað að halda upp á þetta með stæl, maður veit ekki hvort maður útskrifast aftur svo ég notaði tækifærið og bauð ættingjum og vinum. Tók þetta grand, keypti húfu og hélt eftirminnilega upp á daginn.“ ■ JÓHANN ÞÓR SVEINSSON Ætlar að vinna að minnsta kosti í ár áður en hann tekur ákvörðun um frekara nám. Áfanganum fagnað með stæl SIGRÚN HJALTALÍN OG EVA DÖGG Mæðgurnar luku báðar sölu- og markaðsnámi frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum með glæsibrag og fengu lokaeinkunnina 9,63. Sigrún hefur ekki ákveðið hvort hún muni halda áfram á þessari braut en Eva Dögg byrjar í þriggja ára viðskiptafræðinámi við Háskólann í Reykjavík í haust. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.