Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 19
Íslenska Kristskirkjan hefur tíusinnum haldið svokölluð Alfa- námskeið. Í næstu viku hefst það ellefta en að sögn Friðriks Schram safnaðarprests eru Alfa-námskeið- in vinsælustu námskeið um kristna trú sem bjóðast. „Nám- skeiðin gefa fólki grundvallarsvör um kristna trú,“ segir Friðrik. „Nútímamaðurinn er leitandi og áhugasamur um andleg málefni og á námskeiðunum er leitast við að gefa svör við alls konar spurning- um sem tengjast grundvallaratrið- um kristinnar trúar.“ Alfa-námskeiðin áttu upptök sín í London fyrir 20 árum en hafa breiðst út og eru nú kennd víða um heim. Námskeiðin eru byggð þannig upp að fyrst borðar fólk saman, svo er farið í kennslu og fyrirspurnir, þá tekið kaffihlé og að lokum eru umræður í smærri hópum. „Í þeim ræðir fólk alls kon- ar málefni. Þau geta tengst degin- um og daglega lífinu,“ segir Frið- rik. Að lokum er stutt helgistund. Íslenska Kristskirkjan er lút- erskur fríkirkjusöfnuður sem er til húsa að Bíldshöfða 10. Námskeiðin eru opin fyrir alla, sama í hvaða söfnuði fólk er, og þeim fylgja engar skuld- bindingar. Námskeiðið hefst 23. september kl. 19 og er kennt í tíu skipti. ■ 19MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 Öldungadeild Menntaskólansvið Hamrahlíð er elsta öld- ungadeild landsins og varð 30 ára á síðasta ári. Björn Bergsson, sem er í forsvari fyrir deildina, segir að upphaflega hafi hugmyndin komið frá Bandaríkjunum og hafi Guðmundur Arnlaugsson, þáver- andi rektor, hugsað sér að leysa uppsafnaðan vanda fólks sem dottið hafði út úr skólakerfinu. Talað var um námskeið og gert ráð fyrir að þau yrðu haldin í nokkur skipti. Reyndin hefur orð- ið önnur og nú er námið orðið fast í sessi. Fljótlega varð aldurshóp- urinn 20 til 40 ára uppistaða nem- endanna og segir Björn það skondið að nafnið skuli samt hafa loðað við deildina. Sumir eru að koma inn eftir lagt hlé en einnig er nokkuð um það að ungmenni í dagskóla taki áfanga í öldunga- deild, til dæmis til að bjarga mál- um þegar eitthvað fer úrskeiðis. Um 450 manns stunda nám við deildina á hverri önn. Á síðustu vorönn hófu nokkrir kennarar til- raun með dreifnám sem er nokk- urs konar sambland af fjarnámi og hefðbundnu námi. „Við stigum ákveðin skref á þessari önn,“ segir Björn. „Við buðum upp á um 70 áfanga og af þeim voru 14 í dreifnámi. Reyndar er það svo að þriðjungur öldunga á þessari önn er í einum eða fleiri dreif- námsáföngum,“ segir Björn. „Ég tel að dreifmenntafyrirkomulag- ið henti okkur vel. Þannig er hægt að koma til móts við fólk þegar eitthvað kemur upp á í vinnu eða fjölskyldulífi og bjarga málum með aðstoð tölvukerfis- ins.“ ■ Enskunám: Dúndurferð til Suður-Englands Hallveig Finnbogadóttir hjúkr-unarfræðingur og maðurinn hennar, Ásmundur Sveinsson stýrimaður, eru nýlega komin heim frá Bournemouth í Suður- Englandi þar sem þau voru í enskuskóla í fimm vikur. Það hafði lengið staðið til hjá Hall- veigu að bæta enskukunnáttuna. „Það er nú þannig með þessa blessaða ensku að maður lærði hana takmarkað og ég hef aldrei búið í enskumælandi landi. Vinn- an mín er þannig að maður þarf að geta tjáð sig á ensku og lesið,“ segir hún. „Mig langaði alltaf að læra tungumálið, fara í ensku- skóla og það blundaði í mér að fá mér vinnu erlendis í eitt ár.“ Hallveig fékk ársleyfi frá störf- um í Miðstöð heilsuverndar barna og þau hjónin ákváðu að nýta tím- ann vel. „Við pöntuðum skóla í gegnum Úrval-Útsýn, fórum á ferðaskrif- stofuna og skoðum möguleikana, hvað væri í boði og hvar.“ Þau hjónin völdu King School of Engl- ish. „Við ákváðum áður en við fór- um út að vera bara í 20 tímum á viku af því að við ætluðum líka að vera í sumarfríi. Við vorum í skól- anum frá 9-12.30 en sumir voru hins vegar allan daginn. Mér fannst ég læra mjög mikið en það er bannað að tala annað tungumál í skólanum en ensku. Við vorum í heimagistingu og vorum mjög heppin þar. Við lentum hjá hjón- um sem höfðu verið með nemend- ur í enskuskólum í yfir tuttugu ár. Þau voru mjög góð í ensku og við lærðum mikið af þeim því þau voru alltaf að leiðrétta okkur.“ „Við flugum með Iceland Ex- press en verðið fram og til baka var í kringum fimmtán þúsund krónur. Skólinn, gistingin, morg- unmatur og kvöldmatur í fimm vikur kostuðu í kringum 150 þús- und á mann þannig að þetta var ódýrt,“ segir Hallveig og bætir við að ferðin hafi verið vel heppn- uð í alla staði: „Við vorum líka á fullu í líkamsrækt allan tímann, þannig að þetta var alveg dúndurferð.“ ■ FRIÐRIK SCHRAM Alfa-námskeiðin urðu til í London fyrir 20 árum og hafa breiðst út. HVAÐ ER KENNT Á NÁMSKEIÐINU? Hver er Jesús? Hvers vegna dó Jesús? Hver er Guð faðir, skapari okkar? Hvernig getum við verið viss í trúnni? Hvers vegna og hvernig á að biðja? Hvers vegna og hvernig á að lesa Biblí- una? Hver er Heilagur andi og hvernig starfar hann? Hvernig stöndum við gegn hinu illa? Hvernig getum við talað við aðra um trúna? Hvernig leiðbeinir Guð okkur? Hvernig læknar Guð? Hvernig get ég ræktað trú mína? Hvernig get ég lifað sem bestu lífi? Alfa námskeið: Vinsælustu námskeiðin um kristni HALLVEIG FINNBOGADÓTTIR Á ströndinni í Bournemouth með skólabækurnar. MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Þar er elsta öldungadeild landsins. Öldungadeild MH: Þriðjungur í dreifnámi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.