Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 21. september 2003 Spyrjum sérfræðinginn Það eru miklar lýðfræðilegarbreytingar fram undan næstu áratugina hjá iðnvæddu ríkjun- um og Ísland er þar engin undan- tekning. Það mun ekki eingöngu draga úr fólksfjölgun heldur mun aldurssamsetning þjóðarinnar breytast gríðarlega. Eftir 30-40 ár mun fjöldi Ís- lendinga verða í hámarki, ef spár ganga eftir, og landslagið mun verða mjög frábrugðið því sem nú er,“ segir Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands. „Árið 1970 voru um 20 einstak- lingar 65 ára og eldri á Íslandi fyrir hverja 100 sem voru yngri en 25 ára. Árið 2030 er því spáð að þetta hlutfall verði um 60 gamlir á móti 100 ungum. Af þessum tölum má sjá að þjóðin mun eldast mjög hratt á næstu áratugum og innvið- ir þjóðfélagsins munu breytast um leið. Fyrir nokkrum árum voru biðraðir á dagheimili en í framtíðinni verða biðraðir á elli- heimili. Öldruð þjóð þarfnast mik- illar þjónustu við eldra fólk og í því felast ýmis tækifæri. Ég tel til dæmis að það sé vænlegra að læra til öldrunarlækninga í dag en til barnalækninga. Þá liggja mikil tækifæri fram undan fyrir fyrir- tæki sem vilja sérhæfa sig í að framleiða vörur og þjónustu fyrir eldra fólk. Ekki einungis mun því fjölga heldur er kaupmáttur þess mun meiri en þess sem yngra er.“ Mikil efnahagsleg áhrif „Breytt aldurssamsetning mun einnig hafa mikla efnahags- lega þýðingu. Útgjöld hins opin- bera til heilsugæslu eldri Íslend- inga munu vaxa mjög, offramboð verður á húsnæði sem hannað er með barnmargar fjölskyldur í huga en vöntun á húsnæði fyrir eldra fólk. Þá mun þjóðhagslegur sparnaður minnka og eldra fólk fer að ganga á innstæður sínar í lífeyrissjóðum og því er líklegt að aukið framboð alls konar fjár- málapappíra lækki vexti frá því sem nú er. Ég hef hér minnst á nokkur at- riði sem breytt aldurssamsetn- ing þjóðarinnar gæti haft áhrif á á næstu áratugum en sá listi er þó engan veginn tæmandi. Mikil- vægt er að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim miklu breyting- um sem fram undan eru þannig að forðast megi mistök á borð við þau sem gerð hafa verið á megin- landi Evrópu og þjóðir eins og Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru nú að glíma við vegna öldrunar þjóða sinna.“ ■ TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Mikilvægt er að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim miklu breytingum sem fram undan eru þannig að forðast megi mistök á borð við þau sem gerð hafa verið á meginlandi Evrópu. Þjóðin eldist hratt Doktor frá Árósum Tryggvi Þór Herbertsson er doktor í hagfræði frá Háskólan- um í Árósum og er forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands. STOLIÐ SJÓNVARP? Nýjungar í fjarskiptatækni verða að öllum líkindum til þess að lögreglan getur fylgst með stolnum heimilistækjum og staðsett þau með mikilli nákvæmi. Tæknin þykir að vísu líkleg til að brjóta í bága við reglur um persónuvernd. Stóri bróðir í farsímum Fjarskiptatæknin hefur gertþað að verkum að hægt er að fylgjast með ferðum fólks í gegn- um farsíma þess. Þessa tækni, sem alla jafna er kennd við stóra bróður, má heimfæra yfir á heim- ilistæki eins og sjónvörp, DVD- spilara og tölvur en með því að koma fyrir sérstökum örflögum í tækjunum gætu þau látið lögreglu vita ef þau skipta skyndilega um stað. Þá myndi flagan senda frá sér merki sem gerði yfirvöldum kleift að rekja stolin tæki og stað- setja þau með allt að eins metra skekkjumörkum. Breskir vísindamenn sem hafa unnið með farsíma sem staðsetn- ingartæki segjast ekki enn hafa fullvissað sig um að þessi tækni muni virka en eru í meira lagi vongóðir. Þeir segja að tilrauna- verkefni um staðsetningu heimil- istækja verði komið í gagnið í norðurhluta Manchester eftir hálft ár. Lögreglan á staðnum tek- ur þátt í tilrauninni og mun því hafa góðar gætur á útvöldum sjónvarpstækjum og fylgjast með öllum ferðum þeirra. Fjarskiptaspekingarnir sjá fleiri krassandi nýjungar í kort- unum og nefna sem dæmi að þeir séu farnir að skoða möguleika á því að koma sérstökum móttöku- tækjum fyrir í bílum sem geri það að verkum að hægt sé að stjórna aksturshraða þeirra frá gervitungli. Ef bíll færi til dæm- is of hratt inn á svæði þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund myndi kerfið ein- faldlega slá af hraðanum og halda bílnum innan löglegra marka. Vísindamennirnir segjast full- komlega meðvitaðir um að þessi tækni geti stangast á við lög og reglur um persónuvernd og hún geti vissulega þvingað sér óþægi- lega inn í einkalíf fólks. Þeir láta það hins vegar ekki aftra sér á þessu stigi og einbeita sér að möguleikum tækninnar án þess að gefa öðrum þáttum gaum. ■ Tækniundrið Sérfræðingurinn: 300 þúsund eftir fjögur ár Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Íslendingar verði orðnir rúmlega 300.000 eftir fjögur ár. Hækkandi aldur Vest- urlandabúa hefur lengi valdið mönnum áhyggjum af því hvernig fjármagna eigi velferð- arkerfi og eftirlaun framtíðar- innar. Lægra hlutfall eldri landsmanna og hærri eftir- launaaldur en í nágrannalönd- unum þýða hins vegar að hér- lendis gefst lengri tími til að bregðast við þessu. Fréttin:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.