Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Út yfir gröf og dauða Fyrir nokkrum árum varð EiríkurJónsson blaðamaður fyrstur manna á Íslandi að skrifa ævisögu í blóra við umfjöllunarefni ævisög- unnar. Eiríkur skrifaði bók um Davíð Oddsson og fór fram á heimild Dav- íðs til að vinna verkið, en var synjað um heimildina. Eiríkur lét synjunina ekki á sig fá og skrifaði bókina sem síðan kom út eins og lög gera ráð fyrir. Í ljósi þessarar reynslu er því grátbroslegt að fylgjast með upp- hlaupinu út af fyrirhugaðri ævisögu Hannesar Hólmsteins um ævi Hall- dórs Laxness. Í sjálfu sér er þetta sáraeinfalt mál: Hannes Hólmsteinn hefur fullt ritfrelsi til að skrifa ævi- sögu hvers sem er, og erfingjar að höfundarrétti Halldórs Laxness geta að sjálfsögðu neitað hverjum sem er um heimild til að notfæra sér texta sem skáldið skrifaði. ERLENDIS er stór hópur rithöf- unda sem reynir að draga fram lífið á því að skrifa ævisögur í heimildar- leysi og jafnvel fullkominni and- stöðu við umfjöllunarefni sín. Um- fram allt eru það hæfileikar höfund- anna sjálfra sem skipta máli varð- andi lokaútkomuna, ekki ágæti þess sem bókin fjallar um. Það er hægt að skrifa góðar bækur um vonda menn og vondar bækur um góða menn. Það sem máli skiptir er hvort höfundur- inn er vondur eða góður. ÞVÍ MIÐUR er lífið svo miskunn- arlaust að jafnvel auðugustu menn verða að skilja við eigur sínar á dauðastundinni. Þessi missir kemur þó sjaldan illa við listamenn, enda dugir þeim sjaldnast ævin til að eignast þak yfir höfuðið, annað en kistulokið. Hins vegar fylgir starfi listamannsins sá bónus að hon- um/henni og erfingjum er ætlað að njóta yfirráða yfir höfundarverkum sínum út yfir gröf og dauða í heila sjö áratugi eftir að jarðvistinni lýk- ur. Að sjötíu árum liðnum verða höf- undarverk eign almennings. HANNESI er að sjálfsögðu heimilt að skrifa bækur um Halldór Lax- ness. Eins og allar bækur munu þær fyrst og fremst verða heimild um það hvern mann höfundur þeirra hefur að geyma. Eins og bækur Hall- dórs Laxness. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.